Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is Tölvuheimur er framsækið tímarit um allt sem viðkemur tölvum og tækni. Í nýjasta blaðinu er til dæmis fjallað ítarlega um nýjustu fartölvurnar sem í boði eru hér á landi og fartölvukaupendum leiðbeint. Einnig eru valdar bestu græjurnar, íslenska Windows-útgáfan prófuð, lesendum kennt að nýta tölvuna betur við vinnu sína og margt fleira. Nánari upplýsingar á www.heimur.is eða í síma 512 7575. Tölvuheimur á frábæru áskriftartilboði Nýir áskrifendur Tölvuheims fá fimm blöð á verði tveggja. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 5. október fá hálfs árs áskrift á einungis 1.500 krónur YFIRSTJÓRN Fjarðaáls-Alcoa á Íslandi veltir nú fyrir sér hvernig og hvort hafa megi áhrif á ört hækkandi fasteignaverð á Mið- Austurlandi. Fyrirtækið hefur áhyggjur af því að erfitt muni reyn- ast að fá fólk til að flytja á svæðið til að vinna í álverinu, ef fasteigna- verð er mjög hátt. „Það er augljóst að við munum ekki geta ráðið allt það vinnuafl sem við þurfum úr nágrenni álversins, það er einfaldlega ekki nægt fólk til staðar,“ segir Hrönn Pétursdóttir, starfsmannastjóri og upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins. „Við verðum því að fá fólk annars staðar af land- inu og það þarf að sjá sér hag í því að flytja, þ.á m. fjárhagslegan hag sem er stór hluti ákvörðunar. Ef fasteignaverð fer upp úr öllu valdi þá fáum við einfaldlega ekki fólk til að flytja og koma til starfa í ál- verinu. Það er stórmál fyrir Fjarða- ál að til sé húsnæði svo fólk geti flutt austur án mikils fyrirvara. Það húsnæði þarf að vera á verði sem fólk ræður við og telur sig geta selt aftur og notað sem fjárfestingu.“ Um hvaða möguleika Fjarðaál- Alcoa eigi til að hafa áhrif á fast- eignaverð segir Hrönn það nú í at- hugun innan fyrirtækisins. „Við höf- um þó sérstaklega rætt við stóru byggingarverktakana sem hafa fengið mest úthlutað hér á svæðinu. Um leið og við verðum komin með nokkuð ítarlegarlegar tölur um hversu marga við ráðum og hvenær, og þegar við erum búin að gera könnun á því hversu mikið af því fólki við fáum héðan og hversu marga annars staðar frá, munum við setjast niður með þessum bygg- ingarverktökum og fara yfir þörf- ina. Þeir bíða margir hverjir með að ganga frá fullnaðarbyggingaráætl- unum uns þessar upplýsingar liggja fyrir.“ Mest af starfsmannaráðningum til álversins á Reyðarfirði mun fara fram síðla árs 2006, en álverið á að hefja framleiðslu vorið 2007. Gert er ráð fyrir að um 450 starfsmenn þurfi til að reka og viðhalda ál- verinu. Alcoa hefur áhyggjur af fasteignaverði á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Forsvarsmenn Fjarðaáls óttast að hátt fasteignaverð á Mið-Austurlandi leiði til þess að þeim reynist erfitt að fá nógu marga starfsmenn í vinnu. Reyðarfirði. Morgunblaðið. FJÁRFLUTNINGABÍLL valt við bæinn Berunes í sunnanverðum Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í gær. Flutningabílnum, sem var með um 250 lömb um borð, var ekið út í kant til að hleypa umferð fram úr en það tókst ekki betur til en svo að vegkanturinn gaf sig og bíllinn fór á hliðina. Alls drápust um 75 lömb í veltunni, þar af nokkur sem voru svo illa farin að þeim varð að lóga á staðnum. Lömbin voru á leið frá eigendum sínum í Breiðdal til slátrunar í slát- urhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, um 500 km leið. Þau voru flutt í stórum bíl sem getur tekið um 400 kindur í einni ferð. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, sem kvödd var á vettvang, slapp bílstjórinn með minniháttar meiðsl. Fékk hann aðstoð vegfarenda og síðar lögreglu við að ná fénu úr bílnum. Var lömbunum sem lifðu smalað í girðingu skammt frá slys- stað, þangað sem annar bíll sótti þau síðdegis í gær og flutti á áfangastað. Að sögn lögreglu var aðkoman á slysstað í gær ljót en þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögreglumenn á Fá- skrúðsfirði lenda í svipuðu. Fyrir fimm árum valt fjárflutningabíll á leiðinni milli Stöðvarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og þá varð fjártjón mun meira. Um 75 lömb drápust í bílveltu Voru á leið frá Breiðdal til slátrunar á Sauðárkróki Í VIKULEGRI bænastund Dóm- kirkjunnar í dag verður beðið fyrir þeim sem fórust í Rússlandi og öllum þeim sem um sárt eiga að binda. Bænastundin hefst kl. 12 með því að dómorganistinn, Marteinn H. Frið- riksson, leikur sorgarlög. Sr. Hjálm- ar Jónsson les ritningarorð og flytur hugleiðingu og bæn. Hjálmar segir að hörmungarnar í Rússlandi láti engan ósnortinn. Allir séu hjartanlega velkomnir að sýna samstöðu og samhug með þátttöku í stuttri helgistund í kirkjunni. Bænastund í Dómkirkjunni GÆSLUVARÐHALD yfir Litháan- um, sem reyndi að smygla um 300 grömmum af kókaíni til landsins 29. ágúst sl., hefur verið framlengt um fjórar vikur, að kröfu sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn var handtekinn af toll- vörðum við komuna frá Kaup- mannahöfn og reyndist hann hafa um 70 pakkningar af fíkniefnum innvortis. Varðhald fram- lengt um 4 vikur SKÁKSVEIT Rimaskóla teflir á Norðurlandamóti grunnskólasveita (1.–10. bekk) í Stokkhólmi um næstu helgi og aðra helgi á Norðurlanda- móti barnaskólasveita (6–12 ára) sem fram fer í Reykjavík. Nemendur 3.–7. bekkjar Rima- skóla voru af þessu tilefni kallaðir á sal í gærmorgun þar sem Helgi Árna- son skólastjóri rifjaði upp glæsilegan árangur skólans á skákmótum á liðn- um árum. Viðstaddir voru Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, sem þjálfar sveit Rimaskóla, Hrafn Jök- ulsson, forseti Hróksins, og Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður, borgarfulltrúi og formaður Ung- mennafélagsins Fjölnis. Tveir síðast- nefndu tefldu eina hraðskák í tilefni dagsins og nutu fulltingis liðsmanna sveitarinnar en skákinni lauk með jafntefli. Í skáksveit Rimaskóla eru: Hjörv- ar Steinn Grétarsson, Norð- urlandameistari 10 ára og yngri, Ingvar og Sverrir Ásbjörnssynir og Hörður Aron Hauksson. Drengirnir eru fæddir 1991–1993 og vekur það sérstaka athygli að sveitin leikur í tveimur aldursflokkum á mótunum, 6–15 ára í Svíþjóð og 6–12 ára í Reykjavík. Hjörvar Steinn Grétarsson, f. 1993, hefur þrátt fyrir ungan aldur teflt á 1. borði í skáksveit skólans síðustu þrjú ár. Auk þess sem hann er Norð- urlandameistari í sínum flokki hafn- aði hann í 5. sæti á síðasta heims- meistaramóti barna, árið 2003. Hjörvar sagði að stefnan væri tekin á þriðja sætið á mótinu í Stokkhólmi um næstu helgi og 1.–2. sætið á Norð- urlandamóti barnaskóla í Reykjavík um aðra helgi. Hann hefði æft stíft að undanförnu og sagðist mjög ánægður með Helga sem þjálfara liðsins. Skáksveit Rimaskóla á leið til Stokkhólms Morgunblaðið/Ómar Skák Hrafns og Guðlaugs Þórs lauk með jafntefli, en þeir fengu góða aðstoð frá skáksveit Rimaskóla. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, al- þingismaður og hluthafi í Síman- um, krefst þess í bréfi sem hann sendi stjórnarformanni Símans, Rannveigu Rist, í gær að boðað verði til hluthafafundar. Vitnar Steingrímur til samþykkta félags- ins, 14. tölulið, frá 22. mars sl. máli sínu til stuðnings. „Ástæða þessarar kröfu er nýtil- komin ákvörðun stjórnenda fyrir- tækisins um kaup á umtalsverðum eignarhlut í fjölmiðlafyrirtækinu Skjá einum ásamt tilheyrandi sýn- ingarrétti á sjónvarpsefni. Ég tel hafið yfir vafa að ákvörðunin um þessi kaup feli í sér verulegar breytingar á rekstri félagsins sem skylt sé að bera undir hlut- hafafund sbr. tölulið 26.2. í samþykktum fé- lagsins frá 22. mars 2004. Ég tel einnig rétt og skylt að hluthöfum gefist nú kostur á að ræða tilgang félags- ins almennt, sbr. 3. gr. samþykkta þess, og hvort verið sé að fram- fylgja eðlilegri stefnu í rekstri þess í því ljósi, þ.m.t. í fjárfest- ingum að undanförnu. Vísa ég í þessu sambandi einnig í 9. og þó einkum 10. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög, sbr. sérstaklega 80. og 85. gr. þeirra laga. Í samræmi við tölulið 15.2 í áður tilvitnuðum samþykktum félagsins óska ég eft- ir því að ofangreind málefni verði öll á dagskrá fundarins,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Afrit af bréfinu því voru send Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Símans, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra. Ekki náðist í stjórnarformann Símans í gær. Steingrímur J. Sigfússon, hluthafi í Símanum Krefst hluthafafundar Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.