Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 14

Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SPRENGJA sem féll úr körfuhring í íþróttahúsi skólans í Beslan varð til þess að átök hófust milli gíslatöku- manna og sérsveitarmanna. Vopnað- ir foreldrar, sem reyndu í örvænt- ingu að bjarga börnum sínum, stuðluðu einnig að glundroðanum sem kostaði hundruð manna lífið. Moskvu-fréttir höfðu þetta í gær eftir gíslum sem komust lífs af. Þeir sögðu að gíslatökumennirnir hefðu límt sprengjur á tvo körfu- hringi íþróttahússins og á streng á milli þeirra. Sprengja hefði fallið úr öðrum hringnum og sprungið eftir að hafa lent á höfði stúlku sem lá undir honum. Þegar þetta gerðist voru björgun- armenn á leiðinni að byggingunni eftir að gíslatökumennirnir höfðu samþykkt að lík yrðu fjarlægð af skólalóðinni. Rússneskir embættis- menn segja að þegar sprengjan sprakk hafi gíslatökumennirnir haldið að yfirvöld hafi látið til skarar skríða gegn þeim. Þeir hófu þá skot- hríð á björgunarmennina, sem þeir héldu að væru sérsveitarmenn, og skutu tvo þeirra. Rúður brotnuðu í skothríðinni og skelfingu lostnir gísl- ar stukku út um gluggana. Hryðju- verkamennirnir tóku þá að skjóta á gíslana og algjör ringulreið varð á skólalóðinni. Vopnuðu foreldrarnir hlýddu ekki Forseti Ingúsetíu, Ruslan Aushev, sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir blóðsúthellingarnar ef vopnuðu foreldrarnir á skólalóðinni hefðu hlýtt fyrirmælum um að hætta að skjóta á bygginguna. Forsetinn var þá í Beslan til að reyna að semja um að gíslarnir yrðu látnir lausir. Hann hringdi í gísla- tökumennina og þeir sögðust myndu hætta að skjóta ef sérsveitarmenn- irnir gerðu það líka, að því er Novaja Gazeta hafði eftir Aushev. Sérsveitarmönnunum var skipað að hætta að skjóta en vopnuðu for- eldrarnir héldu því áfram. Gíslatöku- mennirnir tóku þá að sprengja sprengjur í íþróttahúsinu og sér- sveitarmenn áttu einskis annars úr- kosta en að hefja áhlaup, að sögn embættismanna. Rússnesk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki bannað foreldrunum að vera á skólalóðinni. Sprengja í körfuhring leiddi til átakanna FJÖLMIÐLAR í Rússlandi hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að hafa leynt sannleikanum um fjölda gíslanna í skólanum í Beslan í Norður-Ossetíu áð- ur en umsátrinu um gíslatökumennina lauk með blóðsúthellingum. Ritstjóri rússneska dagblaðsins Izvestia var neyddur til að segja af sér á mánudag vegna „tilfinninga- þrunginnar“ umfjöllunar blaðsins um gíslatökuna. Einn samstarfsmanna hans sagði að ráðamenn í Kreml hefðu kraf- ist þess að hann léti af störf- um, að sögn Moskvu-frétta í gær. Flest rússnesku dagblað- anna hafa krafist skýringa á því hvers vegna yf- irvöld sögðu ekki sannleikann um fjölda gíslanna. Yfirvöld sögðu fyrstu tvo daga gíslatökunnar að hryðjuverkamennirnir hefðu tekið 354 í gíslingu en íbúar Beslan áttuðu sig fljótlega á því að gísl- arnir hlytu að vera miklu fleiri. Nemendur skól- ans voru um 900 og vitað var að í skólanum voru einnig foreldrar og kennarar. „Lugu að okkur allan tímann“ „Ég trúði því aldrei að sérsveitarmennirnir hefðu ekki vitað hversu margir gíslarnir í Beslan voru,“ skrifaði Alexander Khinshtein í forsíðu- frétt í Moskovskí Komsomolets. „Þetta er lítill bær (35.000 íbúar) þar sem allir þekkja alla … Yf- irvöld lugu að okkur allan tímann.“ Beslan-búar kröfðust einnig skýringa á því hvers vegna yfirvöld sögðu ekki sannleikann. „Allir vissu að yfir þúsund manns voru í skól- anum. Hvers vegna lugu þeir?“ hafði Rússkí Kúrjer eftir einum bæjarbúanna. Rússneska ríkissjónvarpið Rossía viðurkenndi á sunnudagskvöld að stjórnvöld hefðu sagt ósatt um fjölda gíslanna. „Almenningur þarf að fá að heyra sannleikann á slíkum stundum,“ sagði Sergej Bríljov í fréttaþættinum „Vestí Nedelí“. Rekinn vegna forsíðunnar Raf Shakírov, ritstjóri Izvestia, lét af störfum á mánudag og sagði að eigandi blaðsins, fjölmiðla- jöfurinn Vladímír Potanín, hefði neytt hann til þess. Sagt er að Potanín sé mjög umhugað um að eiga góð samskipti við ráðamenn í Kreml og Moskvu-fréttir höfðu eftir samstarfsmanni Shak- írovs að embættismenn hefðu krafist þess að hann léti af störfum. Shakírov sagði að Potanín hefði sagt honum upp vegna forsíðu Izvestia á laugardag þegar hún var lögð undir mynd af manni bera skelfingu lostna stúlku út úr skólanum í Beslan. Forsíðan var án fyrirsagnar og fréttar. „Við birtum þessa mynd til að sýna hvað þetta þýddi fyrir landið okkar … þetta var stríð,“ sagði Shakírov. „Þeir sögðu mér að þetta minnti á 22. júní [daginn sem þýskir nasistar réðust inn í Sov- étríkin í síðari heimsstyrjöldinni] og mér fannst að þetta væri annar 22. júní.“ Rossía viðurkenndi á sunnudag að embættis- menn hefðu gefið ríkissjónvarpinu fyrirmæli um að sýna ekki sumar af myndunum sem teknar voru við skólann. Sjónvarpið sýndi myndirnar síð- ar í vikulegum þætti um stjórnmál og gagnrýndi ónafngreinda embættismenn fyrir að leggja hömlur á fréttaflutninginn. Fréttamenn við skólann voru einnig sagðir hafa fengið fyrirmæli um hvernig fjalla ætti um gísla- tökuna. Blaðamönnum mun meðal annars hafa verið ráðið frá því að taka viðtöl við fólk, sem komst lífs af, eða lýsa hryllingnum í smáatriðum þar sem það gæti komið lesendum í uppnám. „Hvers vegna lugu þeir?“ Stjórnvöld í Kreml gagn- rýnd fyrir að leggja hömlur á umfjöllun fjöl- miðla um gíslatökuna Raf Shakírov RÚSSNESKA sjónvarpið sýndi í gærkvöldi óhugnanlegt myndband sem tekið var inni í barnaskól- anum í Beslan í Norður-Ossetíu skömmu eftir að mannræningjar tóku um eitt þúsund manns í gísl- ingu í síðustu viku; en sem kunn- ugt er lyktaði gíslatökumálinu þar á voðalegan hátt, með dauða 335 manna, þar af 156 barna. Myndbandið er alls 87 sekúndur á lengd og á myndinni hér til hlið- ina sést lítill drengur, óttasleginn á svip, horfa til myndatökumanns- ins. Ennfremur sést í vopnaðan gíslatökumann. Á myndbandinu sjást blóð- flekkir á gólfi leikfimihússins, þar sem ódæðismennirnir geymdu gísla sína, líkt og að gíslatöku- mennirnir hafi dregið þar hel- særðan mann. Þá sjást sprengju- vírar í körfuhring og kvenkyns gíslatökumaður, með blæju fyrir andlitinu. Hún heldur á skamm- byssu og hefur sprengjubelti um sig miðja. Óhugnan- legar myndir Reuters RÚSSAR óttast að víða á Vest- urlöndum ríki ekki skilningur á því að árásir hermdarverkamanna ógni þeim ekkert síður en Rússum, séu hótun við alla. Þetta kom fram í máli Alexanders Rannikhs, sendiherra Rússlands á Íslandi, á blaðamanna- fundi í gær. „Rússneskir liðsfor- ingjar og hermenn í Kákasus er að berjast gegn hryðjuverkamönnum, ekki fyrir sína eigin hagsmuni og ekki heldur fyrir forsetann [Vladím- ír Pútín] heldur fyrir Rússland og allan hinn siðmenntaða heim. Á þessu er ekki sýndur nægur skiln- ingur.“ Hann segir að Rússar muni ekki hika við að ráðast á hryðjuverka- menn í öðrum löndum ef ljóst sé að þeir séu að búa sig undir að ráðast á skotmörk í Rússlandi. „Við munum ekki bíða eftir því að hryðjuverka- menn ráðist aftur á okkur,“ sagði Rannikh. Aðspurður nefndi hann sem dæmi að alræmdur hryðju- verkaleiðtogi, Shamil Basajev, væri ekki búsettur í Rússlandi núna en sagðist ekki vera sérfróður um her- mál og ekki vita hvar hann væri núna. Rannikh vildi þó ekki útskýra nánar hvað hann ætti við með að- gerðum gegn hryðjuverkamönnum utan landamæra Rússlands enda væri hann ekki gagnkunnugur þeim áætlunum. En afstaða Rússa væri svipuð og Bandaríkjamanna eftir árásirnar 11. september 2001. „Ég vil að þið skiljið að við teljum okkur hafa siðferðislegan rétt til að berjast gegn glæpamönnunum hvar sem þeir eru staddir.“ Ekki barátta fyrir frelsi Tétsena Hann gagnrýndi fréttaflutning margra vestrænna fjölmiðla af gísla- tökunni í Beslan og þá einnig ís- lenskra en tók fram að jafnframt sýndu margir Rússum samstöðu. En erlendir fjölmiðlar hefðu gert mikið af því að vitna í gagnrýni á stefnu Moskvustjórnarinnar í þeim rússnesku dagblöðum sem væru undir handarjaðri auðkýfingsins Borís Berezovskís, sem nú er bú- settur í Bretlandi. Alkunnugt væri að Berezovskí hefði tengsl við hermdarverkamenn. „Hvernig getur það talist vera barátta fyrir frelsi [Tétsena] þegar verið er að drepa börn annarra Kák- asusþjóða?“ spurði Rannikh. Sendi- herrann sagði að aðeins 2–3 af alls 32 árásarmönnum í Beslan í Norð- ur-Ossetíu hefðu verið Tétsenar, hinir hefðu verið af öðru þjóðerni. Það sýndi vel að ekki hefði verið um að ræða innlegg í sjálfstæðisbaráttu af hálfu Tétsena. Hann sagði að Ísraelar hefðu að vísu lýst yfir fullum stuðningi við Rússa í baráttunni gegn alþjóð- legum hryðjuverkum en minna hefði farið fyrir stuðningi vestrænna þjóða. Hann minnti á að sumir hefðu líka stutt við bakið á nasistum þegar þeir réðust á Sovétríkin í síðari heimsstyrjöld og þeir sem tækju málstað hryðjuverkamanna núna væru að ganga erinda þeirra. Stuðn- ingur við slíkt fólk væri ekkert ann- að en sjálfsmorð fyrir alla heims- byggðina. Valdímír Pútín Rússlandsforseti sagði í ávarpi sínu eftir hryðjuverk- in á í N-Ossetíu að sumir vildu næla sér í „safaríkan bita“ af Rússlandi og hafa margir túlkað þetta svo að hann ætti við að vestræn ríki ýttu undir klofning í Rússlandi. Rannikh sagði aðspurður að svo væri ekki heldur hefði forsetinn átt við ákveð- in öfl utan landsins sem vildu auðg- ast, ekki þjóðríki. Rússar réðu til dæmis yfir miklum auðlindum og hart væri nú deilt um olíulindir á botni Kaspíahafs sem nokkur ríki gera kröfu til. Mörg alþjóðleg olíu- fyrirtæki hefðu áhuga á að hagnast þar og það yrði auðveldara með því að efna til óeirða á svæðinu. „Til er orðatiltæki á rússnesku: Það er betra að veiða fisk í gruggugu vatni.“ Pútín hefur sagt að ekki komi til mála að semja við aðskilnaðarsinna í Tétsníu og rússneskir embætt- ismenn lýsa öllum sem berjast gegn her Rússa í héraðinu sem hermd- arverkamönnum, einnig þeim sem margir á vesturlöndum líta á sem tiltölulega hófsama. Rannikh sendi- herra sagði að Tétsenar sem búsett- ir væru erlendis væru notaðir af al- þjóðlegum hryðjuverkahópum. Ahmed Zakajev, talsmaður helsta leiðtoga tétsenskra aðskiln- aðarsinna, Aslans Maskadovs, hefur aðsetur í London. Rannikh var spurður hvort það myndi jafngilda stuðningi við hryðjuverk ef honum yrði boðið til Íslands. „Stuðningur við Zakajev er talinn vera stuðningur við hryðjuverka- menn vegna þess að hann er tengd- ur þeim. Okkur finnst hræðilegt að þið skulið enn vera að reyna að greina á milli góðra og slæmra óvina,“ svaraði Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. Munum einnig ráðast á þá utanlands Sendiherra Rússa á Íslandi segir að Vesturlönd og Rússland eigi sameiginlegan óvin í hryðjuverkahópum Morgunblaðið/Sverrir Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.