Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 15

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 15
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Óvenjulegt knattspyrnumót | Mót verður haldið í svokallaðri mýrarknatt- spyrnu á Ísafirði næstkomandi laugardag. Á heimasíðu aðstandenda mótsins, www.folk.is/myri2004, er upphaf íþrótt- arinnar rakið til sumaræfinga finnskra gönguskíðamanna sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann. Í skóglendi Norður-Finnlands eru talsverð mýrlendi og á einu slíku svæði var byrjað að leika knatt- spyrnu. Þróaðist þetta yfir í keppni og mót á svæðinu. Fyrir fjórum árum var farið að skipu- leggja stærri mót í mýrarknattspyrnu. Þannig komu 270 lið til að taka þátt í heims- meistaramótinu í sumar, segir á vefnum, og skemmtu um tíu þúsund manns sér saman um þessa helgi. Stjórn Öldunnarstéttarfélags íSkagafirði hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir því að ekki skuli unnið skipulegar og meira að atvinnu- og byggðaþróunarmálum á vestanverðu Norðurlandi en raun ber vitni. Leggur hún til að sveitarstjórn Skaga- fjarðar og aðrar sveit- arstjórnar taki hér for- ystu, til dæmis með því að mynda starfshóp til að leita leiða til að treysta grundvöll at- vinnulífs í héraði og vinni að öflugri byggða- þróun. „Stjórn félagsins telur afar brýnt að hafið verði nú þegar öflugt starf sem snúi þessari þróun við,“ segir í álykt- uninni. Öfugþróun Hildur B. Halldórs-dóttir í Nes-kaupstað hlaut 1. verðlaun í myndlist- arsamkeppni Safnastofn- unar og menningar- nefndar Fjarðabyggðar og Sparisjóðs Norð- fjarðar. Á myndinni sjást Pétur Sörenson for- stöðumaður og Hildur B. Halldórsdóttir við verð- launaverk hennar, lengst til hægri. Þema keppninnar var Fjarðabyggð og var opn- uð á laugardag sölusýn- ing á innsendum mynd- um í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. 60 verk eftir 23 mynd- listarmenn bárust í keppnina. Menning- arnefnd kaupir verð- launaverk Hildar. Sýningin stendur til 25. september. Ljósmynd/Jón Knútur Ásmundsson Sextíu verk bárust Íslensk bónorðsspilfrá 1861 eru á brúð-kaupssýningu Þjóð- minjasafns. Hér eru nokkur sýnishorn, fyrst af kveðskap hans: Stari ég í stjörnur smá er stafa undir brúnum. Stendur ekki joð og á í þeim fögru rúnum? Síðan hún: Víst þér eruð valinn sveinn og verðið höldur besti; en eg því hét, að eiga’ei neinn ef ei giptist presti. Þá hann: Er eg lít þig, únga rós! í allri fegurð þinni, þykist eg sjá leiðarljós lífs á brautu minni. Og loks hún: Ei má gera á öllu grein er svo margir heyra; ef við sætum saman ein segja myndi eg fleira. Af rómantík TENGLAR ................................. pebl@mbl.is Vesturbær | Börnin í vest- urbæ Reykjavíkur láta ekki veðrið koma í veg fyrir úti- leiki. Þau klæða sig bara í regnföt og stígvél og halda sínu striki enda margt skemmtilegt hægt að gera í bleytu og drullupollum. Þessir krakkar voru að leika sér við Hagaskóla. Á meðan stúlk- urnar brugðu á leik gaf félagi þeirra ljósmyndaranum rann- sakandi augnaráð. Veðurstofan spáir rigningu um allt land í dag og áfram næstu daga sunnanlands og vestan. Útlit er fyrir bjartara veður á Norður- og Austur- landi síðari hluta vikunnar. Um helgina gæti orðið aust- læg átt og rigning með köflun. Er því útlit fyrir að börnin geti áfram leikið sér úti í rign- ingunni, þau sem vilja. Hins vegar má búast við að for- eldrar í vesturbænum og um allt land verði orðnir heldur þreyttir á blautum fötum og drullugum stígvélum þegar kemur fram á helgi. Morgunblaðið/ÞÖK Leikið í rigningunni FJÓRÐUNGSÞING Vestfirðinga lýsir andstöðu við að Vestfirðir muni heyra und- ir þrjú tollumdæmi eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi laga um breytingar á tollalög- um þar sem kveðið er á um fækkun toll- umdæma úr 26 í 9. Fjöldi ályktana var samþykktur á þinginu sem haldið var á Ísafirði. Í tollalagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir því að umdæmi sýslu- mannanna í Bolungarvík og Ísafirði myndi Vestfjarðaumdæmi en umdæmi sýslu- mannsins á Patreksfirði falli undir Vest- urlandsumdæmi og að tollstjórn á Hólma- vík heyri undir Norðurlandsumdæmi. Leggur þingið áherslu á að litið verði til þess að Vestfirðir hafi um langa hríð verið eitt kjördæmi, þeir séu eitt skattstjóra- og dómsumdæmi og að sveitarfélög og íbúar í fjórðungnum eigi með sér margháttað samstarf. Þessi tillaga gangi á skjön við þessi tengsl auk þess sem störf og ábyrgð færist til annarra landshluta. Sókn Menntaskólans fagnað Í annarri ályktun er fagnað sérstaklega sókn Menntaskólans á Ísafirði til uppbygg- ingar og framfara sem á undanförnum ár- um hafi birst í auknum umsvifum hans, fjölbreyttara námsframboði, fjölgun starfa og endurnýjun á húsakosti og búnaði. Sér- stakt gleðiefni er aukin sókn Vestfirðinga sjálfra að menntaskólanum en það hafi, ásamt árangri skólans í að minnka brott- fall, fjölgað nemendum og starfsliði um 20% á þremur árum. Hvetur þingið stjórn- endur og starfslið skólans til þess að halda ótrauð áfram á sömu braut. Segir að öflugur framhaldsskóli sé lykill- inn að sókn Vestfirðinga í menntamálum og þar með grundvöllur frumkvöðlastarfs og atvinnusköpunar. Samþykkt var að skipa fastanefnd um samgöngumál. Henni er ætlað það hlut- verk að fylgja eftir þeim áherslum í sam- göngumálum sem vestfirskir sveitarstjórn- armenn sammælast um á hverjum tíma. Einn fulltrúi kemur úr hverju samgöngu- svæði fjórðungsins og sá fimmti verður skipaður af stjórn Fjórðungssambandsins. Í ályktun um samgöngumál er vakin at- hygli á þeirri staðreynd að þungaflutning- ar á vegum hafi aukist í réttu hlutfalli við samdrátt í sjóflutningum. Sú þróun leiði af sér meira slit á vegum ásamt því að um- ferðaröryggismál þurfi að skoða sérstak- lega með tilliti til aukinnar umferðar stórra ökutækja. Er skorað á stjórnvöld að horfa sérstaklega til þessara breytinga þegar ve- gafé er ákvarðað. Þá er og lögð áhersla á að fjárveitingar til vegaframkvæmda á Vest- fjörðum verði stórlega auknar. Vilja hafa Vestfirði eitt tollumdæmi Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam „Sölu- og markaðsfræði- nám Stjórntækniskóla Ís- lands er afar hagnýtt og ott nám fyrir alla þá er starfa við sölu- og mark- aðsmál. Námið er mjög markvisst og hefur nýst mér vel í starfi frá upp- hafi og kemur til með að gera það í framtíðinni.“ Gróa Ásgeir dóttir, Flugfélag Íslands. Mínstund frett@mbl.is Settur ráðherra úrskurðar | Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hefur að tillögu forsætisráð- herra verið settur af for- seta Íslands til að fara með mál þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði vegna húsa- leigusamnings Hveragerð- isbæjar við Sunnumörk ehf. og taka í því ákvörðun. Bæjarfulltrúarnir ósk- uðu álits félagsmálaráðuneytisins á vinnu- brögðum meirihluta bæjarstjórnar við gerð samningsins. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra var talinn vanhæfur til að fara með málið þar sem hann var forystumaður fram- sóknarmanna í bæjarstjórn þar til hann tók við ráðherraembætti í núverandi ríkisstjórn. Ráðuneytið hefur gefið bæjarstjórn Hveragerðisbæjar kost á að koma á fram- færi athugasemdum við erindið og á fundi bæjarráðs á dögunum var bæjarstjóra falið að gera það í samráði við lögmann bæjarins. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN       Ungviðið Félagsheimili til sölu | Eigendur félags- heimilisins Bifrastar á Sauðárkróki hafa auglýst húseignina að Skagfirðingabraut 2 til sölu. Sveitarfélagið Skaga- fjörður er einn eigenda og ber að skila tilboðum í ráð- húsið fyrir 20. september. Á heimaslóð Skagfirð- ingsins, www.skagafjor- dur.com, kemur fram að stóra salnum í Bifröst var fyrir nokkrum misserum breytt í áhorfendasal fyrir kvik- mynda- og leiksýningar og tónleika og þá var húsið einnig lagfært að innan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.