Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 16
MINNSTAÐUR
16 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA var nú eiginlega algjör til-
viljun,“ segir Hörður Finnbogason,
ungur Akureyringur sem í gær
lagði upp í leiðangur með rannsókn-
arskútunni Töru frá Torfunefs-
bryggju en leiðin liggur til Frakk-
lands.
Tara hefur legið við bryggju á
Akureyri undanfarna daga eftir
leiðangur norður í höf, m.a. var siglt
til Grænlands og Jan Mayen.
„Skútan kom til Akureyrar í lok
júlí en þar voru teknar vistir og
skipt um áhöfn. Ég fór um borð og
spurði hvort ég mætti koma með
krakkana af siglinganámskeiðinu og
leyfa þeim að skoða. Það var auðsótt
mál, en síðan hef ég verið í sam-
bandi við áhöfnina, aðstoðaði við út-
vegun varahluta og þá urðu tveir
Frakkar eftir í landi og við buðum
þeim að gista í húsi siglingaklúbbs-
ins. Þannig tókust með okkur ágæt
kyni. Þeir höfðu svo samband við
mig og buðu mér að sigla með sér til
Frakklands. Að sjálfsögðu tók ég
boðinu með þökkum og hlakka til að
fara með,“ sagði Hörður. Hann hef-
ur síðustu tvö sumur verið leiðbein-
andi á siglinganámskeiðum Nökkva,
alvanur siglingum, fór á sitt fyrsta
námskeið 8 ára gamall, „og hef verið
með bakteríuna síðan.“ Hörður
sagði að siglingin með Töru yrði al-
gjörlega ný reynsla, hann hefði ekki
áður siglt á svo stórri skútu né held-
ur svo langa leið. „Ég hugsaði mig
ekki einu sinni um þegar mér
bauðst að sigla með, ákvað bara
strax að skella mér,“ sagði Hörður
og átti von á rólegheita siglingu,
„það er nánast eins og að vera um
borð í togara að vera hérna, það er
frábært fólk í áhöfninni og and-
rúmsloftið létt og þægilegt,“ sagði
hann en um borð eru einkum
Frakkar og Nýsjálendingar. Dansk-
ir vísindamenn og fleiri sem voru
með í leiðangrinum munu fljúga til
síns heima frá Akureyri.
Tara var smíðuð árið 1989, hún er
36 metrar, 120 fet, 10 metra breið,
smíðuð úr þykku áli og um borð eru
eru tvær 22 kW vélar. Skútan er
með tvo svokallaða fellikili og þegar
báðir eru niðri ristir hún 3,5 metra.
Tara hét áður Seamaster og var í
eigu Sir Peters Blake, eins þekkt-
asta siglingakappa Nýja-Sjálands
og í hópi þekktutu siglingamanna í
heimi, en hann vann fjölda afreka á
þessu sviði. Fór m.a. fyrir sveit
Nýja-Sjálands sem vann Ameríku-
bikarinn í siglingum árið 1995 og
1996. Sir Peter Blake var myrtur
um borð í skútunni í byrjun desem-
ber árið 2001 en hún var þá bundin
við bryggju á Amazon-fljóti í Bras-
ilíu. „Þetta var alveg rosalegt, “
sagði Alister Moore, sem var með í
Akureyringur siglir með frægri skútu til Frakklands
Morgunblaðið/Kristján
Hörður Finnbogason í stafni skútunnar við Torfunefsbryggju á Akureyri.
Þetta
verður
algjörlega
ný reynsla
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
STJÓRN Vaxtarsamnings Eyja-
fjarðarsvæðisins hefur hafið störf
en fyrsti fundur hennar var haldinn
fyrir helgina. Meginverkefni vaxt-
arsamnings er að stuðla að upp-
byggingu klasa og tengslaneta
helstu aðila á völdum sviðum í at-
vinnulífinu og verkefnum er þeim
tengist. Þessi uppbygging er á
frumstigi og mun stjórnin í fyrstu
leggja áherslu á að móta starf sitt
og hugmyndafræði, auk þess sem
staðið verður fyrir kynningu og
fræðslu gagnvart hagsmunaaðilum
og almenningi.
Í skýrslu nefndar um byggðaþró-
un Eyjafjarðarsvæðisins, sem
kynnt var fyrr á árinu, var lagt til
að gerður yrði svokallaður vaxtar-
samningur frá 2004–2007, sem
byggist á nýjum aðferðum við að
styrkja hagvöxt einstakra svæða
með uppbyggingu klasa. Lögð er
m.a. áhersla á klasa á sviði mennta
og rannsókna, á heilsusviði, ferða-
þjónustu og á sviði matvæla. Heild-
arfjármagn til reksturs samnings-
ins þessi tæp 4 ár er áætlað rúmar
177 milljónir króna – þar af komi
um helmingur frá sveitarfélögum á
svæðinu, einkaaðilum og stofnunum
og um helmingur frá stjórnvöldum.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, er formaður
stjórnar Vaxtarsamnings Eyja-
fjarðarsvæðisins en aðrir í stjórn
eru, Baldur Pétursson frá iðnaðar-
ráðuneyti, Sigríður Stefánsdóttir
frá Akureyrarbæ, Guðmundur Guð-
mundsson frá Byggðastofnun, Val-
ur Knútsson frá Atvinnuþróunar-
félagi Eyjafjarðar, fyrir hönd
sveitarfélaga í Eyjafirði, Berglind
Hallgrímsdóttir frá Iðntæknistofn-
un Íslands, Impru Nýsköpunarmið-
stöð, Benedikt Sigurðarson frá
KEA, Ásgeir Magnússon frá Skrif-
stofu atvinnulífsins á Norðurlandi,
Björn Snæbjörnsson frá stéttar-
félögum í Eyjafirði og Hermann
Ottósson frá Útflutningsráði Ís-
lands.
Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins
Uppbygging klasa
og tengslaneta
meginverkefnið
Mismunandi meðferð | Um þol-
falls- og þágufallsmeðferð er heiti á
fyrirlestri á Félagsvísindatorgi sem
haldinn verður í húsakynnum Há-
skólans í Þingvallastræti kl. 16.30 í
dag, miðvikudaginn 8. september.
Í erindi sínu ræðir Ingvar Guðna-
son um muninn á meðferð þar sem
meðferðaraðilinn ræður för (þolfalls-
meðferð) og meðferð þar sem með-
ferðaraðili og skjólstæðingur fylgj-
ast að í gegnum meðferðarferlið
(þágufallsmeðferð). Ingvar vinnur
hjá Fjölskylduþjónustu Skagfirð-
inga auk þess sem hann starfar á
meðferðarheimilinu að Háholti en
hann hefur unnið við ýmis meðferð-
arheimili fyrir unglinga.
DANSKI sendikennarinn Tina
Trane var upptekinn við að fá nem-
endur í 9. bekk G. í Hvassaleitisskóla
til þess að tjá sig á dönsku. Sjálf seg-
ist hún leggja áherslu á að fá ís-
lensku nemendurna til þess að tala á
dönsku um hluti sem standa þeim
næst eins sjálfa sig, félaga, fjölskyld-
una, áhugamál o.s.frv. Tina verður
hér þangað til skóla lýkur næsta
sumar og mun kenna dönsku í
grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu
en auk hennar er svo annar danskur
sendikennari að störfum á Norður-
landi en þeir eru hér á vegum danska
menntamálaráðuneytisins til þess að
efla dönskukennsluna.
Tina segist aldrei hafa komið til
Íslands áður en segir það vera frekar
lítið mál að aðlagast aðstæðum hér
enda margt með svipuðu sniði.
„Vinnan hjá mér snýst fyrst og
fremst um það að fá íslenska nem-
endur til þess að tala dönsku því
vanalega gengur kennslan út á það
að lesa danskan texta, leysa verkefni
og skrifa dönsku,“ segir Tina.
Hún segist hafa fundið að nem-
endur séu dálítið feimnir við að tjá
sig á dönsku og það sé einmitt þrösk-
uldurinn sem hún einbeiti sér að því
að komast yfir. „Það er mikilvægt að
krakkarnir tjái sig á dönsku, jafnvel
þótt það sé ekki allt kórrétt, það er
betra en að segja ekkert. Ég beiti
mismunandi aðferðum til þess að fá
þá til að tala, það veltur á hverjum
nemanda fyrir sig og ég hef aldrei
hitt barn sem ekki vill læra meira.
Þetta gengur bara alveg ágætlega.“
Snorri og Sigrún Inga í 9.G sögðu
það ganga ágætlega að tala dönsku.
Þau skilji kannski ekki alltaf allt sem
Tina segir en nái yfirleitt samheng-
inu og þetta gangi smám saman bet-
ur. Þótt þau tali oft dönsku hjá ís-
lenska kennaranum þá sé þetta
öðruvísi hjá Tinu sem tali ekkert
nema dönsku og þegar þau skilji
ekki eitthvað útskýri hún það fyrir
þeim á dönsku.
Danskur sendikennari í heimsókn í Hvassaleitisskóla
„Mikilvægt að krakk-
arnir tjái sig á dönsku“
Morgunblaðið/Ómar
Tina Trane sendikennari ræðir við nemendur 9. bekkjar G í Hvassaleitisskóla.
Vesturbær | Almennur fundur íbúa
í grennd við reit á horni Holtsgötu
og Bræðraborgarstígs sem fram
fór á mánudag mótmælti harðlega
byggingu fjölbýlishúss á svæðinu
og drögum að deiliskipulagi á svæð-
inu.
Í ályktun fundarins segir m.a.:
„Nýbyggingar samkvæmt deili-
skipulagsdrögunum eru ekki í sam-
ræmi við núverandi byggð við
Bræðraborgarstíg og Holtsgötu
austan Vesturvallagötu sem ein-
kennist af stökum lágreistum hús-
um en ekki háreistum sambyggðum
fjölbýlishúsum. Byggingar sam-
kvæmt drögunum mundu myrkva
næsta nágrenni og hækka verulega
hlutfall malbiks og steypu í um-
hverfi íbúa og vegfarenda.“
Einnig er bent á að nýbyggingar
samkvæmt deiliskipulagsdrögunum
komi til með að auka umferð um
Bræðraborgarstíg, en yfir hann fer
stór hluti skólabarna hverfisins
tvisvar á dag. Einnig muni fjölgun
íbúa, þar sem byggð er þegar einna
þéttust í Reykjavík, auka á bíla-
stæðavandamál hverfisins, jafnvel
þótt fylgt sé ákvæðum bygginga-
reglugerðar um fjölda bílastæða
með hverri íbúð. Fráleitt sé að gera
ráð fyrir frávikum frá kröfum um
bílastæði, nema í átt til fjölgunar.
Vilja græn svæði í
stað fjölbýlishúsa
Fundurinn skoraði á skipulags-
yfirvöld Reykjavíkur að láta gera
ný og verulega breytt drög að deili-
skipulagi fyrir Holtsgötureit, þar
sem gert yrði ráð fyrir grænum
svæðum, t.d. sparkvelli, og í mesta
lagi fáum nýjum íbúðum í stökum
húsum þar sem í núverandi drögum
er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum. Ef
gert verði ráð fyrir nýjum íbúðum
skuli ekki hvikað frá ákvæðum
byggingareglugerðar um bílastæði,
heldur gerð aukin krafa sem nemur
tveimur stæðum á íbúð.
„Fundurinn minnir skipulags- og
byggingarsvið Reykjavíkurborgar
og meðlimi skipulags- og bygging-
arnefndar á að hagsmunir núver-
andi íbúa hverfisins og þeirra sem
munu byggja það í framtíðinni vega
þyngra en stundarhagsmunir ein-
stakra verktaka,“ segir að lokum í
ályktun íbúafundarins.
Mótmæla
fyrirhuguðu
fjölbýlishúsi
Seltjarnarnes | Þrátt fyrir að
búið sé að afhenda bæjarstjóra
Seltjarnarness lista með undir-
skriftum rúmlega 900 íbúa á
Seltjarnarnesi hyggst áhuga-
hópur um betri byggð á Sel-
tjarnarnesi halda áfram að
safna undirskriftum hjá þeim
sem vilja koma nafni sínu á
lista.
Frestur til að gera athuga-
semdir við deiliskipulagið renn-
ur út 10. september, og geta
þeir sem vilja aðstoðað við söfn-
unina að óska eftir því að rita
undir mótmælin haft samband
við umsjónarmenn í síma 864-
2112 eða senda tölvuboð á net-
fangið: verndum@nesid.is.
Mótmæla
áfram