Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 17

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 17
þeim leiðangri, en hann gerði eftir atburðinn hlé á siglingum en er nú kominn um borð aftur. Alister var ekki um borð þegar ódæðið var framið, „ég var með kvikmynda- tökuliði í rannsóknarleiðangri inni í frumskógi, en pabbi var um borð og hann var barinn illa,“ sagði Alister en faðir hans er enn einn af áhöfn- inni. „Það sigldu sjö menn á gúmmí- bát að skútunni og réðust grímu- klæddir um borð veifandi byssum. Peter reyndi að verjast árásinni, en þeir skutu hann til bana og tveir aðrir í áhöfninni særðust,“ sagði Alister. Hann sagði ræningjana lítið hafa haft upp úr krafsinu, en at- burðurinn fékk mjög á áhöfnina. Morgunblaðið/Kristján Hörður Finnbogason t.h. með unnustu sinni Freydísi Konráðsdóttur og Alister Moore skipverja um borð í rannsóknarskútunni Töru. MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 17 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Brautarholti 4 47. starfsár Keppnisdansar Hinir frábæru danskennarar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir sjá um þjálfunina. 14 vikna námskeið, mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Freestyle/Hipp hopp 10 vikna námskeið, mæting 2x í viku. Erla Haraldsdóttir sér um kennslu. Brúðarvalsinn Einkatímar fyrir verðandi brúðhjón. Fyrir þá sem vilja skella sér í dansinn þá hringið í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22 daglega fram til laugardagsins 11. sept. Kennsla hefst í Reykjavík mánudaginn 13. sept. Einnig fer fram kennsla í Mosfellsbæ. Erla Freestyle Hipp Hopp Salsa Harpa og Heiðar kenna ekta KÚBU-SALSA Samkvæmisdansar Barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna og börn, yngst 4 ára. Dansleikur í lokin. Samkvæmisdans 5x1 tími í senn fyrir þá sem lítinn tíma hafa. Álftanes | Ívar Guðmundsson, nemandi í 6E í Álftanesskóla, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann hlaut fyrstu verðlaun í skóla- leik Pennans-Eymundssonar og Bókabúða Máls og menningar og fékk að bjóða öllum bekknum sínum út að borða og að sjá söngleikinn Fame í Smáralind. Eftir sýninguna fengu krakkarnir að fara baksviðs þar sem stjörnurnar tóku vel á móti þeim. Bauð öllum bekknum út að borða og á Fame Garðabær | „Minn Garðabær er verkefni til þess að búa til einhvers- konar heimabanka eða heimabæjar- félag fyrir hvern og einn íbúa. Við ætlum að fara af stað með þetta verkefni núna í haust,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, og bætir hún því við að verkefnið marki tímamót í rafrænni þjónustu sveitarfélaga. Ásdís Halla kynnti verkefnið opinberlega í fyrsta sinn á norrænni ráðstefnu um upp- lýsingatækni og lýðræði, og hefur hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit unnið að þróunarverkefninu. Hún segir að búið sé að þróa verk- efnið og vonast hún til þess að það verði tekið í gagnið í október eða nóvember. Garðbæingar fái þá sent til sín lykilorð sem þeir geti nýtt sér til þess að fara inn á heimasvæðið „Minn Garðabær“ sem er að finna inn á vef Garðabæjar. Tilgangur verkefnisins er að koma enn frekar á móts við íbúa Garða- bæjar og sinna þeirra persónulegu þörfum, íbúar geta t.d. séð hvar í kerfinu mál sem þeir senda til bæj- aryfirvalda er statt. Ásdís Halla seg- ir að með þessu sé ætlunin að allir bæjarbúar nýti sér vefinn til um- ræðna og skoðanaskipta og þar með aukist þátttökulýðræði í sveitarfé- laginu. „Ég veit ekki til þess að nokkurs- staðar í heiminum hafi menn náð þessum áfanga, að persónugera þjónustuna með þessum hætti. Þetta er það sem menn hafa verið að tala um á alþjóðlegum ráðstefnum núna í mörg ár, og hafa verið að tala um það þurfi að búa til einhverskonar „port- al“ eða hlið, sem er svona aðgangur einstaklinganna að stjórnsýslunni með einföldum hætti,“ segir Ásdís Halla. Tímamótaverkefni Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.