Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 18
MINNSTAÐUR 18 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvík | Vélsmiðjan Eldafl ehf. hefur afhent Orkuveitu Reykjavíkur hús sem sett hefur verið upp á Kolviðarhóli og verður notað við eftirlit með byggingu virkjunarinnar. Húsið er að öllu leyti byggt í smiðju Eldafls í Njarðvík og flutt í einingum og sett saman á Kolviðarhóli. „Ég fékk þá hugmynd fyrir tuttugu árum að byggja hús þar sem burðarvirkið væri úr stáli. Ég var þá með í huga íbúðarhús sem byggt yrði í verksmiðjunni og sett upp úti á landi. Eigandinn gæti síðan flutt það með sér á auðveldan hátt ef aðstæður hans breyttust,“ segir Óskar Guðmundsson, byggingarstjóri og einn fjögurra eigenda vélsmiðjunnar Eldafls ehf. Þegar Orkuveita Reykjavíkur auglýsti útboð á bygg- ingu húss á Kolviðarhóli, sem þyrfti að vera auðvelt að flytja annað, ákváðu Óskar og félagar hans að rifja upp þessa gömlu hugmynd. Þeir fengu Steinar H. Geirdal, arkitekt hjá Teiknistofunni Artik í Keflavík, í lið með sér, gerðu tilboð og fengu verkið. Óskar segir að allir hafi ver- ið mjög spenntir fyrir þessari byggingu og mikil þróun hafi átt sér stað á meðgöngu- og byggingartímanum. Þróa hugmyndina áfram Húsið var smíðað í einingum í smiðju Eldafls í Njarð- vík. Hver eining er smíðuð úr tveimur stálrömmum og fyllt á milli með timbri. Einingarnar eru liðlega tíu metra breiðar og tæplega þriggja metra langar. Þær voru flutt- ar þannig á staðinn með venjulegum vörubíl og boltaðar þar saman. Í húsið fóru níu einingar og er það liðlega tíu metra breitt og tuttugu og sjö metra langt. Það var síðan innréttað eftir kúnstarinnar reglum. Óskar er ánægður með niðurstöðuna. Orkuveitan er með hugmyndir um að fara með húsið að næstu virkjun þegar Hellisheiðarvirkjun verður full- gerð. „Þá er ekkert annað en að skrúfa einingarnar í sundur og taka þakrennurnar af og hífa einingarnar upp á vörubílspall,“ segir Óskar. Eldafl er þegar farið að þróa þessa hugmynd áfram. Óskar segir að hægt sé að byggja einbýlishús, skóla, skrifstofuhúsnæði, vinnubúðir, mötuneyti og hvað sem mönnum detti í hug með þessari aðferð. Hann rifjar upp sína upphaflegu hugmynd og segir að fólk geti byggt sér einbýlishús hvar sem er úti á landi og tekið húsið síðan með sér ef það þurfi að flytja annað. Eldafl setur upp auðflytjanlegt aðstöðuhús á Kolviðarhóli Þróa hús sem fólk getur flutt með sér Morgunblaðið/Eggert Afhent: Húsið sem Óskar Guðmundsson stendur við var smíðað í einingum í vélsmiðju Eldafls í Njarðvík og skrúfað saman á Kolviðarhóli. Auðvelt verður að flytja það að næstu virkjun Orkuveitu Reykjavíkur. Sauðárkrókur | Japanska rannsókn- arduflinu sem fannst í Gjávík við bæ- inn Fell í Sléttuhlíð í Skagafirði hef- ur nú verið komið til Reykjavíkur. Það verður sent til Halifax í Kanada til rannsóknar. Jón Ólafsson, haffræðingur á Haf- rannsóknastofnun, fann duflið er hann var á gangi í fjörunni við Gjá- vík vestan Fells í Sléttuhlíð. Um mitt sumar töldu fiskimenn á veiðum inn- an fjarðar sig sjá torkennilegan hlut á reki, sem svaraði til útlits duflsins, en þegar átti að sækja þennan hlut og færa á land svo hann ekki yrði að tjóni fannst hann ekki og hefur þá líklega verið strandaður í Gjávík. Rekinn sóttur Þegar eftir fundinn hafði Jón sam- band við eigendur duflsins, sem er rækilega merkt japönsku rannsókn- arstofunni Jamstec, og var ákveðið að starfsmaður þeirrar stofnunar kæmi og færi hann ásamt Jóni og næði í duflið. Fyrir helgi komu þeir félagar norður í Skagafjörð, Jón og dr. Tak- hasi Kikuchi, og gerðu leiðangur í Gjávík fyrir atbeina Eggerts bónda Jóhannssonar í Felli til þess að sækja þennan óvenjulega reka. Eftir að komið var í Gjávík var spýtnamor og rusl fjarlægt af dufl- inu og skoðaðar á því skemmdir en síðan var það mælt og allar upplýs- ingar sendar strax til Reykjavíkur þannig að unnt væri að smíða utan um það hæfilegan umbúnað vegna langrar ferðar til Halifax í Kanada þar sem það verður rannsakað til hlítar og væntanlega verður einnig reynt að nota eitthvað úr því áfram. Jón sagði að í aprílmánuði árið 2002 hefði duflið verið sett út mjög nálægt norðurpól jarðar og hefði það starfað eðlilega og sent út merki eins og ætlast var til fram í október á síð- astliðnu ári er sendingar rofnuðu. Duflinu var ætlað að kanna eigin- leika efstu laga hafsins allt að tvö hundruð metra dýpi svo sem hita- stig, seltumagn, svo og rek íssins og hafstrauma en öll vitneskja um þessa þætti væri mjög mikilvæg og margar stofnanir sem kæmu að þessum rannsóknum. Sagði Jón að japanska hafrann- sóknastofnunin væri í samvinnu við háskóla bæði í Bandaríkjunum og Kanada og þess vegna yrði duflið sent vestur um haf. Hálfdán klerkur Jón, sem er barnabarn eins af fyrri ábúendum Fells, og einnig nú- verandi ábúendur, sögðu að ýmsan reka bæri á fjörur fyrir Fellslandi, og vildu ekki útiloka að áhrifa séra Hálfdánar klerks og galdramanns sem forðum sat Fell í Sléttuhlíð gætti enn. En séra Hálfdán var frægur fyrir að ríða lög og láð er hann flutti Málmeyjarbónda út í Ólafsfjarðarmúla til að leita eigin- konu sinnar en sú saga er þekkt meðal annars af kvæðinu Áfangar eftir Jón Helgason. Japanska rannsóknar- duflið sent til Kanada Morgunblaðið/Björn Björnsson Vísindamenn á vettvangi: Jón Ólafsson og dr. Takashi Kikuchi skoða, mæla og undirbúa duflið til flutnings. Hveragerði | 50 nemendur eru skráðir í háskóla- nám hjá Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Námið er nýtt hjá skólanum og byggist upp á fjarkennslu og eru viðtökur betri en stjórn- endur skólans áttu von á. Metaðsókn er að Garðyrkjuskól- anum í vetur. 55 nemendur eru í starfsmenntanámi og er það mesta aðsókn í 65 ára sögu skólans. Starfs- menntanámið fer fram á skrúðgarð- yrkjubraut, blómaskreytingabraut, ylræktarbraut og garðplöntubraut. Sveinn Aðalsteinsson skólameistari segir að undanfarin ár hafi yfirleitt verið 40 til 45 nemendur við skól- ann. Spurður um skýringar á aukn- ingunni nefnir hann að íslensk garð- yrkja gangi ágætlega um þessar mundir. Mesta aðsóknin er í skrúð- garðyrkjubraut, garðplöntubraut og blómaskreytingabraut og telur hann að það sýni að atvinnuhorfur séu góðar í þessum greinum. Þá eru fimm á ylræktarbraut, fleiri en oft áður og telur skólameistari að það segi sömu sögu. Stíf inntökuskilyrði eru í starfs- menntanámið. Þannig þurfa um- sækjendur að fara í dagbókarskylt verknám og það verður til þess að brottfall er lítið úr skólanum, að sögn Sveins. Uppsöfnuð þörf Ekki hefur áður verið boðið upp á háskólanám við Garðyrkjuskólann. Boðið er upp á nám í skrúðgarð- yrkjutækni, skógræktartækni og garðplöntutækni og unnið að því að fá það viðurkennt sem meistara- nám. Er þetta 30 til 45 eininga nám, og er gert ráð fyrir að nemendur geti unnið með náminu. Sveinn seg- ir að aðsóknin sýni að mikil upp- söfnuð þörf hafi verið fyrir stutt sérhæft háskólanám á þessu sviði. Nemendurnir koma víða að. Gerðar eru kröfur um stúdentspróf eða próf úr Garðyrkjuskólanum. Flestir eru að vinna í faginu en vilja bæta við menntun sína. Þarna eru til dæmis garðyrkjustjórar sveitarfélaga. Auk þessa eru liðlega níutíu skóg- arbændur í sérstöku námi sem nefnt er „grænni skógar“. Er þetta þriggja ára nám sem fer að mestu leyti fram í fjarnámi. Bændurnir hafa verið á Norðurlandi, Austur- landi og Suðurlandi og von er til að vestfirskir skógarbændur bætist í hópinn í vetur. Loks er fjöldi endurmenntunar- námskeiða haldinn við Garðyrkju- skólann. Koma þúsund til tólf hundruð manns á ári á skipulögð námskeið sem yfirleitt standa í einn dag. Starfsemi Garðyrkjuskólans hef- ur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Sveinn segir að hægt hafi verið að koma starfsmenntanáminu fyrir með því að nota öll skúmaskot. Erfiðara verði að leysa húsnæðis- málin þegar háskólanemarnir komi til tveggja vikna dvalar síðar í mán- inum. „Það verður leyst með ein- hverjum ráðum,“ segir Sveinn. Fimmtíu skráðir í nýtt háskólanám Metaðsókn að Garðyrkjuskólanum Nýjung: Garðyrkjuskólinn fékk á síðasta ári nýja reglugerð sem gerði honum kleift að hefja kennslu á háskólastigi. Sveinn Aðalsteinsson er skólameistari. LANDIÐ SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.