Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 20
UMRÆÐAN
20 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STAKSTEINAHÖFUNDUR
Mbl. sýnir mér þá athygli 27. ágúst
að vitna í greinarkorn er ég ritaði í
blaðið og ber heitið Halldór eða
Hans Blix. Vil ég þakka fyrir það.
Auðséð er þó að höfundur Stak-
steina hefur ekki lesið nógu vel við-
talið við Hans Blix, fyrrum yfir-
mann vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna í Írak sem birtist í DV 22.
maí.
Staksteinahöfundur reynir að
gera sem allra minnst úr málefnaá-
greiningi Halldórs utanríkisráð-
herra og Hans Blix varðandi Íraks-
stríðið og stuðning íslensku
ríkisstjórnarinnar við það og telur
ekki ástæðu til að „veitast að utan-
ríkisráðherra af ekki meira tilefni
en mismunandi orðalagi hans og
Hans Blix varðandi Íraksstríðið“.
Hér er hann á frekar hálum ís.
Í viðtalinu segir Hans Blix að
Íraksstríðið hafi hvorki verið rétt-
lætanlegt út frá pólitískum né laga-
legum forsendum og hann er
ósammála Davíð Oddssyni og Hall-
dóri Ásgrímssyni, sem héldu hinu
gagnstæða fram í umræðum á Al-
þingi. Ennfremur segist hann vera
stoltur af þeim þjóðum, sem ekki
studdu stríðið og nefnir þar auk
heimalands síns, Svíþjóðar, ríki
eins og Chile og Mexíkó, sem bæði
eru meðlimir í Öryggisráði SÞ en
neituðu að samþykkja ályktun um
stuðning við stríðið.
Eitthvað sýnist þarna vera um
að ræða meira en „orðalagsmun“
milli skoðana utanríkisráðherra Ís-
lands og Hans Blix.
Aðspurður á hvaða grundvelli
lítið ríki eins og Ísland ætti að taka
ákvarðanir um stuðning við stríðs-
rekstur, svarar Hans Blix: „Með
sjálfstæðri, gagnrýnni skoðun á
öllum staðreyndum og sönnunum á
því sem þær hafa kost á að safna
saman.“
Vann utanríkisráðherra Íslands
þannig. Var safnað saman stað-
reyndum og sönnunum, áður en til
ákvarðanatöku kom í þessu af-
drifaríka máli? Spyrji hver fyrir
sjálfan sig. Eða tóku hann og for-
sætisráðherra ákvörðun um stuðn-
ing Íslands við innrásina í Írak án
þess að málið væri svo mikið sem
lagt fyrir sjálfa utanríkismála-
nefnd Alþingis. Bendir það til að
beitt hafi verið gagnrýnni skoðun í
þessu máli.
Hræddur er ég um að stór hluti
íslensku þjóðarinnar telji ekki
ástæðu til að verðlauna utanríkis-
ráðherra fyrir frammistöðu hans í
Íraksmálinu og ótrúlegan undir-
lægjuhátt gagnvart stefnu og
starfsháttum ríkisstjórnar George
Bush í því máli.
Utanríkisráðherra hefur nú rof-
ið þá löngu hefð að Ísland skuli
vera friðarins land sem haldi sér
utan við hvers kyns stríðsátök. Það
er vissulega afrek út af fyrir sig.
En upp úr stendur að heimurinn
er orðinn óöruggari eftir árásar-
stríð USA og Breta í Írak. Það
sannast betur með hverjum degi
sem líður.
Það er skoðun Hans Blix sem
sýnir að hyldjúpt haf er á milli
skoðana hans og Halldórs Ás-
grímssonar í þessu máli.
Það þarf engan „óvenjulegan
þankagang“ til að koma auga á það,
heldur aðeins dálítið af heilbrigðri
skynsemi.
Ólafur Þ. Hallgrímsson
Með sjálfstæðri,
gagnrýnni skoðun
Ólafur Þ. Hallgrímsson
svarar Staksteinahöfundi
Höfundur er sóknarprestur á
Mælifelli í Skagafirði.
TILEFNI þessara skrifa er
ákvörðun félagsmálaráðherra, Árna
Magnússonar, um ráðningu í stöðu
ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu-
neytis. Atburðir og umræða síðustu
vikna vekja óneitanlega upp spurn-
ingu um vægi staðgóðrar reynslu og
faglegrar þekkingar við ráðningu í
ábyrgðarstöður innan
íslenskrar stjórnsýslu.
Það er ekki einungis
þessi tiltekna ákvörð-
un félagsmálaráðherr-
ans sem knýr mig til
þessara skrifa heldur
það sem á undan er
gengið við ráðningar í
ábyrgðarstöður á Ís-
landi og virðast eiga
það sammerkt að þar
hafi reynsla og þekk-
ing verið sniðgengin.
Ég hef verið búsett í
Bretlandi undanfarin
sex ár en átti stutta viðdvöl heima á
Íslandi núna í ágúst. Þá bar svo við að
í einni og sömu vikunni bar hæst í
fjölmiðlum ákvarðanir nokkurra ráð-
herra ríkisstjórnarinnar þar sem
deilt var um hvort ákvarðanir þeirra
hefðu verið studdar faglegum rökum
þar sem málsgögn eru metin í þeim
tilgangi að uppfylla fyrirfram yfirlýst
skilyrði eða hvort þessar ákvarðanir
hefðu verið niðurstaða annars konar
atburðarásar þar sem pólitísk og/eða
önnur sjónarmið ráða. Um er að
ræða í fyrsta lagi stólaskipti ráðherra
í ríkisstjórn þar sem reyndum stjórn-
málamanni, Siv Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra, var hafnað á skák-
borði stjórnmálanna. Í öðru lagi var
endurvakin umræðan um ráðningu í
embætti hæstaréttardómara fyrir
um réttu ári þar sem Hjördísi Há-
konardóttur dómstjóra var hafnað og
nú síðast ákvörðun félagsmálaráð-
herra, sem fól í sér höfnun á reynslu
og þekkingu Helgu Jónsdóttur borg-
arritara, sem auk reynslu af alþjóð-
legum vettvangi hefur, umfram aðra
umsækjendur, yfirburði hvað varðar
samanlagða reynslu og þekkingu af
störfum innan íslenskrar stjórnsýslu.
Af umræðunni mátti ráða að í öllum
þessum tilvikum hafi mörgum fund-
ist að reynslan og þekk-
ingin hafi verið fyrir
borð borin.
Pólitískar ákvarðanir
eru, bæði ljóst og leynt,
niðurstaða málamiðlana
er oftast bera merki
átaka milli þeirra hags-
muna sem í húfi eru
hverju sinni. Slíkt er eðli
stjórnmála. Um ákvarð-
anir ráðherra er varða
ráðningar í störf innan
stjórnsýslunnar gilda
hins vegar aðrar reglur
og til þess ætlast að fag-
leg sjónarmið ráði. Stjórnmálamenn
koma jú og fara, og það er hlutverk
þeirra að ákveða hvaða stefnu beri að
fylgja hverju sinni. Embættismenn
gegna hins vegar störfum í lengri
tíma og eru þar burðarás reynslu og
þekkingar um það hvernig beri að
undirbúa og fylgja eftir ákvörðunum
lýðræðiskjörinna fulltrúa. Flestir
vilja sjá að menntun, reynsla og verð-
leikar umsækjenda um slík störf ráði
við mat umsókna. Íslenskur almenn-
ingur, sem er vel upplýstur sam-
anborið við hvað gerist meðal margra
annarra þjóða, gerir ráð fyrir að
skýrt samband sé milli ákvörðunar
og þeirra gagna, sem ákvörðunin
byggist á. Hætt er við að óljós tengsl
þar á milli gefi tilefni til að ætla að
málið sé bæði ólöglegt og siðlaust.
Það er mér undrunarefni er ég,
héðan frá Bretlandi, lít til ungrar ís-
lenskrar stjórnsýslu þar sem enn má
betur gera og efla þekkingu byggða
á reynslu, að þar sé að finna for-
ystumenn sem telja sig geta verið án
bestu fáanlegu reynslu og þekkingar
sem völ er á í landinu hverju sinni. Þó
varð sú undantekning á í umræðum
um umsækjendur í embætti hæsta-
réttardómara í fréttum Rík-
isútvarpsins að morgni laugardags
28. ágúst sl. þar sem fram kom í máli
eins viðmælenda, að einn umsækj-
enda um stöðuna, Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttarlögmaður, væri
einfaldlega, eins og það var orðað,
með svo mikla reynslu sem hæsta-
réttarlögmaður að naumast yrði
hægt að ganga fram hjá slíkum um-
sækjanda. Tilefni þessara skrifa er
aftur á móti saga um þrjár vel
menntaðar konur með mikla og góða
reynslu er höfðu sóst eftir ábyrgð-
arstörfum á vettvangi stjórnmála og
stjórnsýslu og taldar voru hæfastar
til starfans. Þar virtust þó rökin um
mikla reynslu og þekkingu hvorki
hafa þetta sama vægi né gera málið
einfaldara. Því vaknar sú spurning
hvort í afgreiðslu þessara mála felist
ekki ákveðnar vísbendingar til
kvenna sem búa yfir mikilli reynslu
og þekkingu og hafa hug á að taka að
sér ábyrgðarstörf fyrir íslenska
stjórnsýslu í framtíðinni?
Vægi reynslu og þekkingar
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
skrifar um ráðningar í
ábyrgðarstöður ’Flestir vilja sjá aðmenntun, reynsla og
verðleikar umsækjenda
um slík störf ráði við
mat umsókna. ‘
Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
Höfundur er með MSc-gráðu í stjórn-
sýslufræðum og er að ljúka dokt-
orsnámi í stjórnsýslufræðum við
London School of Economics and
Political Science.
HANN tekur enn flugið, Mávurinn
að norðan, helsti fulltrúi sérhags-
munanna og grætur sem aldrei fyrr.
Barlómurinn er sá sami og áður, þrír
þingmenn frá Vestfjörðum halda
sjávarútveginum í helj-
argreipum og standa
fyrir lagasetningu sem
færir veiðiheimildir frá
fyrirtæki hans, Sam-
herja til útgerð-
armanna, sem beinlínis
geri út á stjórn-
málamenn. Þarna er
Þorsteinn Már Bald-
vinsson að gagnrýna
löggjöf um línuívilnun
og kvótasetningu svo-
nefndra dagabáta inn í
krókaflamark. Viðhorf
hans er að stjórn-
málamenn eigi ekki að taka ákvarð-
anir sem varða úthlutun kvóta. Þar er
hann sammála frænda sínum Þor-
steini Vilhelmssyni, sem fyrir þremur
árum, í viðtali við Morgunblaðið, bað
Guð að hjálpa sér, ef stjórnmálamenn
ætluðu að úthluta kvóta. Það gætu
þeir ekki nema með skít og skömm.
Þeim var mikið gefið
Fyrir 20 árum voru þeir frændur að
hefja útgerð og stóðu illa að vígi í
upphafi kvótakerfisins, þar sem veiði-
reynsla skipanna var af skornum
skammti. Má vera að þeir hafi beðið
æðri máttarvöld að hjálpa sér, en þeir
ákváðu að nauðsynlegt væri, svona til
öryggis, að leita víðar fanga. Og hvar
báru þeir niður annars staðar en hjá
stjórnmálamönnunum? Og fengu
ríkulega uppskeru. Á fáum árum
fengu 3 skip fyrirtækisins mikinn
kvóta umfram veiðireynslu þeirra
með sérstökum ákvörðunum sjáv-
arútvegsráðuneytisins sem hver um
sig náði til fárra útgerðarmanna. Mér
telst til að þessi meðgjöf stjórnmála-
mannanna til fyrirtækisins sé um
6000 tonn af botnfiski, sem síðar varð
varanlegur og framseljanlegur kvóti.
Kvóti sem ekki þurfti að greiða fyrir
og var sannarlega frá einhverjum
tekinn. Fyrir vikið fékk fyrirtækið
rekstrargrundvöll og varð svo verð-
mætt að þegar Þorsteinn Vilhelms-
son gafst upp á samstarfinu við
frænda sinn og seldi
sinn hlut fékk hann
rúma þrjá milljarða
króna í sinn hlut. Það
voru blessaðir stjórn-
málamennirnir sem
gerðu þá frændur ríka.
84% vilja breyta
kerfinu
Ástæða þess að stjórn-
málamennirnir eru enn
að setja lög sem hafa
áhrif á úthlutun veiði-
heimilda er einföld. Það
er almenn óánægja með
kvótakerfið eins og skýrt kemur fram
í nýlegri Gallup-könnun. Áttatíu og
fjögur prósent vilja breyta kerfinu
eða leggja það niður en aðeins 16%
vilja halda því óbreyttu. Stuðnings-
menn kerfisins eru í minnihluta í öll-
um stjórnmálaflokkum og meðal
stjórnarflokkanna er aðeins 1 stuðn-
ingsmaður óbreytts kerfis á móti
hverjum 2 sem vill breyta því eða
leggja það niður. Af könnuninni má
ráða að óánægjan beinist að sam-
þjöppun veiðiheimilda, áhrifum fram-
salsins á einstök byggðarlög og því að
einstaklingar geti auðgast með því að
selja veiðiheimildir. Kerfið er lokað
og nýir menn geta ekki haslað sér völl
í greininni nema með því að greiða
þeim sem fyrir eru háar fjárhæðir.
Þetta ættu þeir Samherjamenn að
hugleiða því að þeir bera mikla
ábyrgð á því að kerfið er svo óvinsælt
sem raun ber vitni.
Geta sjálfum sér um kennt
Þeir sviku gefin loforð og fluttu kvóta
og útgerð Guðbjargar ÍS frá Ísafirði,
Þeir fluttu kvóta og útgerð tveggja
togara frá Hafnarfirði þrátt fyrir
ákvæði í kaupsamningi um annað og
þeir hafa leikið svipaðan leik á Norð-
ur- og Austurlandi. Þeir sem áður
voru aufúsugestir eru nú orðnir and-
varagestir. Þeim er ekki lengur fagn-
að heldur eru þeir grunaðir um
græsku og keyptir út ef mögulegt er.
Þeir ganga svo langt að beita sér
gegn mönnum sem ekki tala þeirra
tungu varðandi kvótakerfið og vísa ég
þar til þess þegar Árna Steinari Jó-
hannssyni var bolað frá því að flytja
ræðu sjómannadagsins á Akureyri
fyrir 2–3 árum og í staðinn fenginn
annar þeim þóknanlegur og í sumar
var við sama tækifæri málpípa þeirra
fengin til þess að úthúða Guðmundi
Halldórssyni, formanni Eldingar á
Vestfjörðum. Vandinn í sjávarútvegi
eru heljartök þessara útgerð-
armanna og annarra þeim líkra. Þeir
eru vanir að ráða því sem þeir vilja og
treysta, sem fyrr, á áhrif sín meðal
stjórnmálamanna. Enn er kallað og
krafist aðgerða gagnvart þremur
þingmönnum. Það verður grannt
fylgst með því hverju Mávagráturinn
skilar að þessu sinni. Stóra spurn-
ingin er hversu lengi tekst fulltrúum
sérhagsmunanna í andstöðu við al-
menning að tefja nauðsynlegar og
óhjákvæmilegar breytingar á kvóta-
kerfinu? Um það snúast átökin sem
fyrr.
Mávagrátur
Krisinn H. Gunnarsson
fjallar um sérhagsmuni ’Stóra spurningin erhversu lengi tekst
fulltrúum sérhags-
munanna í andstöðu við
almenning að tefja
nauðsynlegar og óhjá-
kvæmilegar breytingar
á kvótakerfinu?‘
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Á ÞESSUM síðustu
og verstu tímum hafa
menn tekið að marka
nýja hreintungu-
stefnu. Inntak hennar
er að allt mögulegt
skuli vera á hreinni
ensku. Sumir veit-
ingastaðir í Reykjavík
(Smoky Bay) bjóða
aðeins upp á matseðla
á ensku og „Háskól-
inn í Reykjavík“ ætl-
ar að hafa allt við-
skiptanám á ensku
(Mbl 26/8). Ofan á
bætist að Skjár einn
hyggst nota enska
sjónvarpsþuli til að
lýsa enskum knatt-
spyrnuleikjum. Fólkið
vill það, segja Skjás-
verjar. En Hörður
Magnússon, íþrótta-
fréttamaður, bendir á
að meðal fólksins séu
börn sem ekki eru enn farin að
læra ensku (Mbl 17/7). Við má
bæta að fullorðnir Íslendingar eiga
fullt í fangi með að skilja enska
íþróttafréttamenn sem einatt tala
furðulegar mállýskur á hundrað
kílómetra hraða.
Eftirtektarvert er að nú rísa ís-
lenskir íþróttafréttamenn upp á
afturlappirnar og mótmæla fram-
ferði stöðvarinnar. Ástæðan er ein-
faldlega sú að þeir missa vinnufæri
fyrir vikið. Satt best að segja mun
fjöldi manns missa spón úr aski
sínum aukist vegur enskunnar enn
meir. Íslenskukennarar munu sjá
sæng sína uppreidda, blaðamenn
fara á vergang og lífs-
starf rithöfunda verður
að engu. Þetta verða
menn að taka með í
reikninginn áður þeir
byrja að jarma um
hagkvæmi enskunnar.
Háskólanefnan hefði
líka átt að hugsa út í
þá staðreynd að við-
skiptanemar verða að
kunna góð skil á ís-
lensku efnahagskerfi.
Það krefst þess að þeir
lesi töluvert af efni á
íslensku. Best er að
gera slíkt í nám-
skeiðum sem haldin
eru á því hallærislega
tungumáli.
Því er ekki furða
þótt sá grunur læðist
að manni að aðstand-
endur H.R. og Skjás
eins séu haldnir oftrú
á enskuna vegna kúl-
heita hennar. Svo slæm eru rökin
fyrir því að nota beri ensku í þeim
mæli sem þeir vilja. Og þá vaknar
spurningin: Er skynsamlegt að
skipta við menn sem þjást af slíkri
glámskyggni? Alltént mætti mál-
hollt fólk minnast þess að enginn
neyðir það til að horfa á útsend-
ingar Skjás. Það þarf heldur ekki
að nema við The University of
Smoky Bay.
Hreintungustefn-
an nýja allt á
hreinni ensku!
Stefán Snævarr
skrifar um málfar
Stefán Snævarr
’Er skyn-samlegt að
skipta við menn
sem þjást af
slíkri glám-
skyggni?‘
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskólann í Lillehammer.