Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 21 Stórsekkir Helstu gerðir á lager. Útvegum allar stærðir og gerðir. Tæknileg ráðgjöf. HELLAS ehf. Skútuvogur 10F, Reykjavík, símar 568 8988, 892 1570, fax 568 8986. e-mail hellas@simnet.is HELLAS BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AÐ byggja atvinnu sína á því að markaðssetja slys og ófarir sam- borgaranna, er lágkúra. Hér er átt við rekstur DV. Ég er bátasmiður og lenti í þeirri ógæfu 1995 að heill bátur frá mér hvarf frá bryggju í Hafnarfirði án þess að bú- ið væri að fullu greiða hann og borga atvinnuleyfi sem hann var með. Kaupandinn virtist hafa haft lög- mann með í ráðum varðandi þessar aðgerðir. Ég hafði alla tíð átt heið- arleg viðskipti við menn áður þar sem fullkomið traust var gagn- kvæmt. En svo kom þessi skellur sem setti lás fyrir starf mitt, sem leiddi af sér það að ég neyddist til þess að selja hluta eigna minna, til að standa í skilum með lántöku vegna hinna brostnu viðskipta. Lög- maður mannsins gerði heimili mitt svo gjaldþrota með kröfum sem við- komandi hafði tekist að sauma sam- an varðandi mál þetta, klæð- skerasniðnum til þess að kaupandi bátsins kæmist hjá að greiða það sem honum bar fyrir verkið. Minn klaufaskapur lá í því að treysta lof- orðum án þess að fest væru á pappír fyrir fram. Nú í tæpan áratug hefur lögmaður minn unnið í því að rekja mál þetta til baka fyrir mína hönd. Í fljótfærni minni leitaði ég á náð- ir DV nú á dögunum, svipað því er rjúpan gerði forðum er hún flúði undan fálkanum. Eftir að DV sendi hér heim til mín ljósmyndara sem heimtaði vígalegar myndir, þá var ég afhausaður á forsíðu DV, líkt og rjúpan sem lenti í potti gæða kon- unnar góðu. Í öllu þessu írafári, sem út af þessu máli hefur staðið gegnum tíðina, hef ég gerst sekur um stór- yrði sem ég bið viðkomandi hér með afsökunar á, en bendi á að hið sama hefi ég því miður einu sinni meðtekið á móti af hálfu hins löglærða manns, varðandi heimsóknir „vina hans af Litla-Hrauni til þess að loka á mér kjaftinum“… Eftirleiðis mun ég hins vegar ekki hlaupa í fljótfærni á náðir svokall- aðra frjálsra fjölmiðla eins og DV sem virðast markaðssetja venjulegt fólk sem glæpamenn á einni nóttu eins og þeim hentar, þótt kjarni málsins liggi undir steini áfram. Virðingarfyllst. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, Herjólfsgötu 18, 220 Hafnarfjörður. Glæpamaður á einni nóttu! Frá Garðari H. Björgvinssyni bátasmið: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaður- inn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unn- in í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þess- um mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf ...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar MÉR finnst nú kominn tími til að eitthvað fari að gerast í samninga- málum sjómanna, en við erum búnir að vera samningslausir síðan um áramót og ekkert hefur gerst, þrátt fyrir fjölda funda samninganefnda. Og í fréttum 2. sept. síðastliðinn var haft eftir forseta sjómanna- sambandsins að það komi að því að grípa þurfi til aðgerða. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það þurfi að koma til verkfalls til að eitthvað fari að gerast. En ef maður skoðar gagn- kröfur LÍÚ þá stórefast maður um að þeir vilji yfirhöfuð semja við sína starfsmenn. Ein höfuðkrafa þeirra er sú að hlutaskipti lækki vegna tækninýjunga um borð. Hvað þýðir sú krafa og hver á að meta hvað það sem gert er til hagræðingar skili miklu og réttlæti skert hlutaskipti? Er það að setja í nýtt skip vinnslu- línu, sem er verið að henda í land úr öðru skipi vegna þess að hún er úr- elt, og neita svo að greiða mönnum 10% frystiálag vegna tækninýjunga eins og dæmi er um? Er furða þó sjómenn séu ekki ginnkeyptir fyrir að semja um svona hluti þegar fram- kvæmdin er á þenn- an veg. Þá má líta á kröfu LÍÚ um að sektir vegna samn- ingsbrota falli niður, ég spyr nú bara, hvers vegna er þessi krafa til komin, og hver er tilgangurinn með henni? Ég lít nú svo á að þessi grein í samningnum sé dauður bókstafur, nema einhver brjóti samninga. Ég hélt að ef menn gerðu með sér samning ætluðu þeir sér að standa við hann, klásúla um fé- víti sé bara öryggis- ventill, sem er örugg- lega í fleiri samningum sem gerðir eru en kjara- samningum. Ef litið er til und- angenginna samn- ingaviðræðna og hvernig málin fóru þá, og svo hvernig gangurinn er í þessu núna, verður maður hugsi um hvað LÍÚ gangi eiginlega til með þessu háttalagi, sem mér finnst þeir sýna sínum við- semjendum. Ég trúi því varla að það sé þeirra draumur að fá á skipin Pól- verja og Rússa sem þeir geti greitt 1000 dollara á mánuði og farið með eins og þeir vilja. En ef heldur fram sem horfir þá fara menn að flykkjast í land af skipunum, og það byrjar hjá þeim útgerðum sem verst koma fram við sitt fólk. Menn eru orðnir langþreyttir á dónaskap og óbilgirni sem forysta LÍÚ sýnir sínum við- semjendum. Og ef svo fer að það kemur til langs verkfalls þá er ég mjög hræddur um að það skili sér ekki allir til baka, og það verði bestu mennirnir sem fara fyrstir. Þannig að mér finnst að með þessu háttalagi sé LÍÚ að grafa sína eigin gröf, ég er ekki viss um að menn átti sig á hvað er í gangi. Þannig að nú er komið ræs á forystu LÍÚ að fara að mæta á vaktina til að vinna en vera ekki með orðhengilshátt og óbilgirni. Ég er nokkuð viss um að ef menn leggja sig fram um að leysa þessa deilu þarf það ekki að taka langan tíma, það er bara að drífa í þessu. Við höfum það þannig á sjónum að menn eiga að vakna við fyrsta ræs og drífa sig út á vaktina til að vinna. En ef menn vakna ekki við fyrsta, er farið aftur, og ef menn liggja áfram og mæta of seint á vaktina, þá fer skipstjórinn og talar við við- komandi, og það virkar nú yfirleitt þannig að viðkomandi vaknar við fyrsta ræs eftir það, og mætir á vaktina og klárar sína vinnu. Mér finnst að þeir hjá LÍÚ ættu að taka þetta til sín, stjórnvöld eru búin að gefa þeim of oft séns og vinna verkið fyrir þá, það er kominn tími til að þeir klári þetta sjálfir. LÍÚ það er ræs Kristinn Gestsson fjallar um samningamál sjómanna ’En ef maðurskoðar gagn- kröfur LÍÚ þá stórefast maður um að þeir vilji yfirhöfuð semja við sína starfs- menn.‘ Kristinn Gestsson Höfundur er skipstjóri. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.