Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 22
Forseti Íslands bauð gestum sínum til hátíðark
Karl Gústaf Svíakonungur skoðar eitt sænsku gler-
listaverkanna sem sýnt er í Listasafni Íslands.
Veðrið var ekki upp á sitt besta í gær þegarKarl Gústaf XVI Svíakonungur, Silvíadrottning og Viktoría krónprinsessa hófu
þriggja daga opinbera heimsókn sína hingað til
lands. Fóru þau víða um borgina, heimsóttu Þjóð-
minjasafn Íslands, fóru í Öskju, náttúrfræðahús Há-
skólans, og Listasafn Íslands þar sem konungurinn
afhenti forseta Íslands formlega safn sænskra gler-
listaverka.
Lenti flugvél þeirra á Reykjavíkurflugvelli upp úr
klukkan tíu, þar sem sendiherra Íslands í Svíþjóð,
Svavar Gestsson, og kona hans, Guðrún Ágústs-
dóttir, tóku á móti gestunum. Viktoría kom í ann-
arri vél en ríkisarfinn og konungurinn mega ekki
ferðast saman.
Leiðin lá því næst til Bessastaða þar sem Ólafur
Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff for-
setafrú tóku á móti konungshjónunum í hífandi roki
og rigningu. Þau létu veðrið ekkert á sig fá og
stilltu sér samviskusamlega upp í myndatöku með
bros á vör, hlustuðu á þjóðsöng beggja landanna,
hittu íslenska ráðherra og íslensk skólabörn.
Áhugasöm um framtíð
íslenskra jökla
Kóngurinn og krónprinsessan heimsóttu Öskju
þar sem þau hlýddu m.a. á erindi, á alþjóðlegri ráð-
stefnu um loftslagsbreytingar á jörðinni og áhrif
þeirra. Helgi Björnsson prófessor tók á móti feðg-
inunum í Öskju og fræddi þau meðal annars um
eldvirkni í Öskju og Kötlu og áhrif loftslagsbreyt-
inga á jökla. „Þau voru geysilega áhugasamir
áheyrendur og höfðu bæði greinilega mikinn áhuga
á framtíð íslenskra jökla,“ sagði Helgi en hann
sagðist hafa kynnt þeim spár um framtíð Vatnajök-
uls og sýnt þeim líkan þar sem sést hversu mikið
hann muni minnka á næstu 200 árum ef hitastig
hækkar hér á landi.
Afhenti sænsk glerlistaverk
Í Listasafni Íslands afhenti sænski konungurinn
Ólafi Ragnari formlega safn 63 glerlistaverka eftir
þekktustu glerlistamenn Svíþjóðar en safnið er gjöf
til íslensku þjóðarinnar. Síðan var haldið í Þjóð-
minjasafnið þar sem fjölskyldan skoðaði sig um
undir leiðsögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóð-
minjavarðar.
Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna o
Kynntu sér
ástand ís-
lenskra jökla
Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning og
Morgunblaðið/Þorkell
Sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsess
uðu hið endurbætta Þjóðminjasafn Íslands und
22 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HalldórÁsgrímsson utan-ríkisráðherra og LailaFreivalds, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, áttu fund í
Ráðherrabústaðnum síðdegis í
gær þar sem þau ræddu auk ann-
ars þróun sameiginlegrar öryggis-
og varnarmálastefnu Evrópu-
sambandsins, samrunaferlið í
Evrópu í ljósi væntanlegrar
stjórnarskrár ESB og áherslur
landanna á 59. allsherjarþingi SÞ,
sem hefst í New York síðar í mán-
uðinum. Að loknum fundi þeirra
ræddu ráðherrarnir stuttlega við
fréttamenn.
Halldór sagði mikilvægt fyrir
Íslendinga að eiga nána samvinnu
við Svía á sviði utanríkismála í
ljósi þess að Ísland væri ekki í
Evrópusambandinu.
Þá var Freivalds spurð að því
hvort hún teldi að samstarf Norð-
urlandanna yrði auðveldara ef öll
Norðurlöndin væru í Evrópusam-
bandinu og sagðist hún telja að
svo yrði þrátt fyrir að samstarf
ríkjanna væri mjög gott fyrir.
Halldór Ásgrímsson sagði um
þetta:
„Ég held að það sé alveg ljóst að
það væri auðveldara fyrir Norð-
urlöndin ef þau væru öll þ
en þau þurfa þá öll að hafa
muni af því og hafa áhuga
það vill svo til að hvorki Ís
Noregur hefur ákveðið að
um aðild. En eins og þetta
þá hjálpa hin Norðurlöndi
mjög mikið í þessu samban
leggja mikið á sig til þess
velda okkur samstarfið við
ópusambandið.“
Fyrsta opinbera heim
Halldórs til Svíþjó
Halldór sagði að engin á
lægi fyrir um stefnubreyti
Norðurlandasamstarfið
auðveldara ef öll ríkin
væru innan ESB
SKREF Í RÉTTLÆTISÁTT
Tillögur nefndar forsætisráð-herra um réttarstöðu samkyn-hneigðra eru mikilvægt skref í
átt til þess að útrýma mismunun sam-
kynhneigðra og gagnkynhneigðra á
Íslandi. Nefndin vill m.a. að sett verði
í lög bann við mismunun samkyn-
hneigðra á vinnumarkaði. Hún legg-
ur til að samkynhneigðir, rétt eins og
gagnkynhneigðir, geti skráð sig í
sambúð og þar með fengið sömu rétt-
indi og gagnkynhneigðir í sambúð
njóta. Ennfremur telur nefndin ekki
nauðsynlegt að það sé skilyrði fyrir
stofnun staðfestrar samvistar sam-
kynhneigðra að a.m.k. annar einstak-
linganna sé íslenzkur borgari sem
eigi fasta búsetu á Íslandi, heldur sé
nægilegt að annar eða báðir eigi bú-
setu í landi þar sem í gildi séu lög um
staðfesta samvist sem séu hliðstæð
íslenzku lögunum.
Nefndin telur æskilegt að hægt
verði að afnema þá mismunun í hjú-
skaparlöggjöfinni að aðeins borgara-
legir vígslumenn geti gefið samkyn-
hneigða saman í staðfesta samvist.
Nefndir bendir réttilega á að skilyrð-
ið fyrir því að þessi mismunun verði
afnumin sé að þjóðkirkjan breyti af-
stöðu sinni gagnvart hjónaböndum
samkynhneigðra, þannig að samkyn-
hneigðir geti fengið kirkjulega vígslu
eins og gagnkynhneigð pör. Ástæða
er til að taka undir hvatningu nefnd-
arinnar til kirkjunnar í þessu efni.
Þá er nefndin þeirrar skoðunar að
samkynhneigðir einstaklingar séu al-
veg jafnhæfir uppalendur og gagn-
kynhneigðir. Fyrir vikið sé ekki
ástæða til að meina gagnkynhneigð-
um að ættleiða börn og er nefndin
sammála um að frumættleiðingar
samkynhneigðra para á íslenzkum
börnum skuli heimilaðar. Hins vegar
klofnaði nefndin er kom að því að
heimila ættleiðingar samkyn-
hneigðra para erlendis. Sama á við
um rétt lesbískra para til að gangast
undir tæknifrjóvgun á íslenzkri heil-
brigðisstofnun; þar varð nefndin ekki
sammála og skiptist í jafnstóra hluta
með og á móti.
Báðir helmingar nefndarinnar
færa ýtarleg rök fyrir afstöðu sinni.
Þeir nefndarmenn, sem ekki vilja
heimila ættleiðingar samkyn-
hneigðra para erlendis, benda á að
Asíulönd, sem æ fleiri íslenzkir for-
eldrar hafa leitað til eftir ættleiðingu
undanfarin ár, heimili ekki ættleið-
ingar til samkynhneigðra og hafi nei-
kvæða afstöðu gagnvart þeim. Þann-
ig geti t.d. samvinnu við kínversk
stjórnvöld um ættleiðingar verið í
hættu stefnt, verði þetta skref stigið.
Jafnframt bendir nefndin á að það
geti aukið á það sálræna álag, sem
barn, sem ættleitt er frá útlöndum,
verði fyrir, að alast upp hjá samkyn-
hneigðum foreldrum.
Hinn helmingur nefndarinnar
bendir á að mat á álagsþáttum í fjöl-
skyldu ættleidds barns hljóti að taka
mið af högum, aðstæðum og hæfni
einstaklinga, ekki þjóðfélagshópa.
Þessir nefndarmenn benda jafnframt
á að þrátt fyrir fullan ættleiðingar-
rétt samkynhneigðra í Svíþjóð finn-
ast ekki dæmi þess að erlent ríki hafi
séð ástæðu til að útiloka samstarf um
ættleiðingar til gagnkynhneigðra þar
í landi.
Óhætt er að taka undir síðarnefndu
rökin. Umhyggja þeirra nefndar-
manna, sem ekki vilja heimila ætt-
leiðingar erlendis, fyrir hag barna er
vafalaust vel meint. Í ljósi þess að
nefndin fjallar um réttindi samkyn-
hneigðra sem mannréttindi er hins
vegar afar hæpið að ætla að neita
þeim um þau vegna þess að önnur ríki
hafi þessi mannréttindi ekki í heiðri.
Slíkur rökstuðningur hlýtur alltaf að
leiða þá í ógöngur sem á annað borð
vilja að við búum í frjálslyndu lýð-
ræðisríki þar sem mannréttindi eru í
heiðri höfð.
Þá virðist það liggja í augum uppi
að aðstæður gagnkynhneigðra para
eru jafnmismunandi og aðstæður
samkynhneigðra para. Við mat á því
hvað er barni fyrir beztu hlýtur að
vera horft til margra þátta, t.d.
tekna, stuðnings stórfjölskyldunnar,
andlegrar og líkamlegrar heilsu
o.s.frv. – og fráleitt að útiloka heilan
þjóðfélagshóp fyrirfram vegna kyn-
hneigðar enda sýna rannsóknir að
það er enginn munur á samkyn-
hneigðum og gagnkynhneigðum sem
foreldrum. Rökstuðningur af þessu
tagi á sér í raun þá forsendu að for-
dómar og skilningsleysi í garð sam-
kynhneigðra ríki enn. Að svo miklu
leyti sem það er rétt er nær að berj-
ast gegn fordómunum en að halda
áfram að mismuna fólki á grundvelli
kynhneigðar.
Hvað varðar tæknifrjóvganirnar
telja nefndarmennirnir þrír, sem
leggjast gegn þeim, að veigamestu
rökin séu þau að sæði til slíkra tækni-
frjóvgana yrði alla jafna fengið frá
sæðisgjöfum, sem nytu nafnleyndar,
t.d. frá dönskum sæðisbönkum. Þar
með væri brotin sú meginregla að
börn þekki uppruna sinn. Hinn helm-
ingur nefndarinnar bendir hins vegar
á að það sama eigi við þegar gjafa-
sæði sé fengið til að hjálpa gagnkyn-
hneigðu pari að eignast barn, jafnvel
þótt dregið hafi úr slíku vegna bættr-
ar tækni við tæknifrjóvganir. Kjarni
málsins kemur fram í þessum orðum
þessara nefndarmanna: „Að neita
lesbískum pörum um rétt, sem gagn-
kynhneigðum er færður með vísun til
þess að barn hafi ekki tök á að komast
að faðerni sínu, telja nefndarmenn-
irnir þrír ekki réttlætanlegt.“
Við þetta má bæta því, sem Morg-
unblaðið hefur áður bent á; að sam-
félagið samþykkir, eða lætur óátalið,
að fólk eignist börn að óyfirveguðu
ráði, jafnvel eftir skyndikynni sem
hvorki áttu að leiða til barneigna né
sambúðar eða hjúskapar. Alltof mörg
þessara barna þekkja ekki annað for-
eldri sitt eða sjá mest lítið af því.
Fyrst þetta líðst eru þá nokkur ein-
ustu rök fyrir að standa í vegi fyrir
því að fólk fái að eignast börn sem
þráir það og er tilbúið að leggja á sig
það erfiði og fyrirhöfn, sem tækni-
frjóvgun eða ættleiðingarumsókn út-
heimtir?
Væntanlega tekur Alþingi skýrslu
nefndarinnar til rækilegrar umræðu
og setur lög sem afnema eins og kost-
ur er mismunun samkynhneigðra og
gagnkynhneigðra. Miklu skiptir auð-
vitað að tillögur nefndarinnar um
aukna fræðslu um samkynhneigð nái
fram að ganga. Með því að eyða for-
dómum og vanþekkingu fjarlægjum
við líka endanlega forsendurnar fyrir
því að mismuna fólki eftir kynhneigð.