Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 25
kynningu og vináttu um liðna áratugi.
Helga var falleg og góð, vildi öllum vel
og var umhyggjusöm við þá sem áttu
erfitt. Hún var yndisleg eiginkona
Lárusar bróður, móðir barnanna
sinna og barnabörnin áttu alltaf ástúð
og skjól hjá henni og er söknuður
þeirra allra mikill.
Við sendum þeim öllum; Lárusi,
Þórhildi og Ólafi Birni og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur og
biðjum algóðan Guð að blessa þau öll.
Blessuð sé minning hennar.
Katrín og Ólafía.
Móðursystir mín Helga Sigurðar-
dóttir lést á Landakotsspítala 30.
ágúst sl.
Ég á bara góðar minningar um
Helgu frænku mína og þær eru sam-
ofnar æskuminningum af Sólvallagöt-
unni þar sem við bjuggum báðar –
hún reyndar allt sitt líf að undantekn-
um örfáum mánuðum.
Það var alltaf kært með okkur
Helgu og á mínum yngri árum setti
ég mér það takmark í lífinu að verða
falleg og góð eins og hún þegar ég
yrði stór.
Helga var afskaplega glaðlynd og
jákvæð manneskja og barngóð með
eindæmum enda löðuðust börn að
henni hvar sem hún kom. Henni tókst
það sem er svo dýrmætt, að varðveita
barnið í sjálfri sér.
Ég naut góðs af þessum eiginleik-
um hennar þegar ég var barn. Vegna
veikinda mömmu minnar þurfti ég að
fara á barnaheimili eins og það var þá
kallað. Ég man ennþá hvað það var
spennandi þegar Helga frænka kom
að sækja mig og ég sá brosandi andlit
hennar í dyragættinni. Þá vissi ég að
það yrði skemmtilegt á heimleiðinni.
Ýmis minningabrot koma upp í hug-
ann í því sambandi eins og þegar við
renndum okkur fótskriðu á ísi lagðri
Tjörninni, spörkuðum í sameiningu
og með ærinni fyrirhöfn spýtukubb
neðan úr miðbæ alveg heim að dyrum
á Sólvallagötunni, sátum á bekk í
Hljómskálagarðinum og borðuðum
vínber sem þá voru algjör lúxusfæða.
Á unglingsárunum vann ég á sumr-
in í kirkjugarðinum við Suðurgötu og
stakk mér þá oft í hádeginu til Helgu
og Lárusar og fékk kjötsúpu og fleira
gott og svo drukkum við Lalli kaffi úr
óbrjótandi glösum á eftir. Þannig átti
ég athvarf hjá Helgu og alltaf þegar
ég kom í heimsókn tók hún á móti
mér með þeirri hlýju og gleði sem
henni var eðlislæg.
Ég hef fylgst með veikindastríði
Helgu frænku minnar síðustu mán-
uði. Hún tókst á við það af æðruleysi
og kvartaði aldrei þrátt fyrir að vitað
var að hún var sárþjáð. Það var stutt í
brosið og umhyggjan fyrir þeim sem
voru í kringum hana var enn til staðar
þrátt fyrir alvarleg veikndi hennar
sjálfrar.
Að leiðarlokum þakka ég elskulegri
frænku minni allt sem hún hefur gert
fyrir mig og mitt fólk og sendi þeim
Lárusi, Þórhildi, Óla Birni og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Pétursdóttir.
Meðal fyrstu æskuminninga minna
eru heimsóknir á Sólvallagötu 5a en
þar bjó amma mín Ólafía með þremur
börnum sínum, þ. á m. Lárusi yngri
syni sínum sem er móðurbróðir minn.
Þetta var í húsi Sigurðar Eyleifs-
sonar skipstjóra sem þar bjó með fjöl-
skyldu sinni. Sambýlið hlýtur að hafa
verið gott og góðir straumar milli
hæða því svo fór að Lárus gekk að
eiga eina skipstjóradótturina, Helgu
sem við kveðjum nú. Má því með
sanni segja að þau Helga og Lárus
hafi ekki leitað langt í makaleitinni og
í þessu húsi áttu þau heimili í rétta
hálfa öld þar til á síðasta hausti að þau
fluttu sig um set í þjónustuíbúð í
Lönguhlíð.
Helga Sigurðardóttir var fíngerð
kona, fríð sýnum, hláturmild og barn-
góð með afbrigðum. Helga hafði
einkar jákvætt lífsviðhorf og ég minn-
ist þess ekki að hafa heyrt hana
nokkru sinni hallmæla nokkurri
manneskju né sýna öfund í garð ann-
arra. Helga bar mikla umhyggju fyrir
fjölskyldu sinni og öllu venslafólki,
hún hélt nánu sambandi við foreldra
mína meðan þau lifðu og við systkinin
höfum einnig notið vináttu hennar og
gestrisni alla tíð og fyrir þær góðu
stundir skal nú þakkað.
Ég hitti Helgu síðast um miðjan
júlímánuð sl. en þá var hún á Landa-
kotsspítala þar sem hún naut að-
hlynningar eftir erfið veikindi nú á
vormánuðum. Við sátum og spjölluð-
um saman á stofu hennar þar sem
hún naut útsýnis yfir Landakotstún-
ið, kirkjuna og húsin þar í kring sem
var það umhverfi sem henni hafði ver-
ið svo kært alla tíð. Hún vildi lítið gera
úr eigin veikindum en spurði mig
þeim mun betur út úr um hagi mína
og minna og lét þá einmitt þau orð
falla að nú þyrftum við öll að fara að
hittast. Voru þau ummæli mjög
dæmigerð fyrir hennar lífsviðshorf og
okkur öllum hollt að hafa í huga
hversu mikilvægt er að rækta fjöl-
skylduböndin í erli og hringiðu dags-
ins.
Við Björg, dætur okkar og fjöl-
skyldur þeirra sendum Lárusi
frænda, Þórhildi og Ólafi Birni og
fjölskyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð
blessa minningu Helgu Sigurðardótt-
ur.
Þórður Jónsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 25
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRLAUG BJARNADÓTTIR,
áður til heimilis í Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
lést föstudaginn 3. september.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 9. september kl. 13.30.
Bjarni Magnússon,
Jónína Magnúsdóttir, Ólafur H. Guðmundsson,
Guðmundur S. Magnússon, Oddrún Kristófersdóttir,
Sveinn R. Ingason, Halldóra K. Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Valgarðsdóttir, Jimmy Glud,
Hjördís Valgarðsdóttir, Þormar Stefánsson,
Guðný Ósk Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kríuási 15,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítala Kópavogi þriðjudaginn 31. ágúst sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristjana Erlendsdóttir, Knútur Björnsson,
Gísli Erlendsson, Svanhvít Magnúsdóttir,
Hafsteinn Erlendsson, Vilborg Elísdóttir,
Kristján Erlendsson,
Freyja Erlendsdóttir, Friðsteinn Vigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar,
HALLDÓR SIGURÐSSON,
Port Richey,
Flórída,
lést 16. júní síðastliðinn.
Guðlaug Sigurðardóttir,
Sveinn Sigurðsson,
Pétur Sigurðsson,
Agnes Sigurðardóttir,
Gunnar S. I. Sigurðsson.
Hjartkær fyrrverandi eiginmaður minn,
ÍVAR HAUKUR ANTONSSON,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. september kl. 14.00.
Fyrir hönd systkina hans og barna,
Kristbjörg Steingrímsdóttir.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VALGERÐUR ANNA EYÞÓRSDÓTTIR,
(Lóa),
Melabraut 10,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landakotsspítala laugar-
daginn 4. september.
Hafdís Eiríka Ófeigsdóttir
og aðstandendur.
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Syðri-Á,
Ólafsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 2. september.
Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 11. september kl. 14:00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á að láta félagasamtök í Ólafsfirði
njóta þess.
Árni Helgason, Sigurbjörg Ingvadóttir,
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir,
Ingi Viðar Árnason, Katrín Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
✝ Kormákur Ingv-arsson fæddist í
Halakoti (Hvítár-
bakka) í Biskups-
tungum 7. mars 1926.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi 24.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jónína Ragnheiður
Kristjánsdóttir, f.
30.8. 1890, d. 26.12.
1974 og Ingvar Jó-
hannsson, f. 11.3.
1897, d. 23.4. 1983.
Þau bjuggu á Hvítár-
bakka í Biskupstungum. Kormák-
ur var sjötti í röð 14 systkina.
Systkini hans eru: Ingvar Ragnar,
f. 31.3. 1918, d. 12.3. 1997; Ingi-
gerður, f. 23.8. 1920; Einar, f. 19.9.
1921; Kristinn, f. 24.11. 1922; Jó-
hanna Vilborg, f. 15.4. 1924; Hörð-
ur, f. 3.6. 1927, d. 20.3. 1986; Hár-
laugur, f. 14.6. 1928, d. 1.9. 2003,
tvíburi Hárlaugs lést við fæðingu;
Ragnhildur, f. 13.8. 1929; Guðrún,
f. 26.2. 1932; Elín, f. 9.5. 1933;
Sumarliði Guðni, f. 22.6. 1934 og
Haukur, f. 11.10.
1935.
Kormákur kvænt-
ist 18.6. 1955 Sól-
veigu Erlu Brynj-
ólfsdóttur frá
Sólheimum í Hruna-
mannahreppi, f.
15.9. 1934. Foreldar
Sólveigar Erlu voru
Brynjólfur Guð-
mundsson, f. 10.2.
1897, d. 22.1. 1988 og
Líney Elíasdóttir, f.
29.12. 1898, d. 6.11.
1972. Kormákur og
Erla hófu búskap á
Sólheimum í Hrunamannahreppi
1955 en hættu búskap 1994 er son-
ur þeirra og tengdadóttir tóku við
búinu og fluttu þau þá á Flúðir.
Sonur þeirra er Jóhann Brynj-
ólfur bóndi á Sólheimum, f. 28.6.
1956. Kona hans er Esther Guð-
jónsdóttir bóndi, f. 1.3. 1966. Þau
eiga þrjú börn: Erlu, f. 4.3. 1987,
Guðjón, f. 28.9. 1989 og Ingvar, f.
22.12. 1994. Útför Kormáks fer
fram frá Hrunakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Kæri afi Konni.
Við viljum kveðja þig með þessari
vísu sem á svo vel við þig. Þú hafðir
svo gaman af hestum og kindum og
hafðir alltaf tíma til að sinna okkur
þegar við komum í sveitina til þín áð-
ur en við fluttum þangað sjálf. Nú
ertu vonandi búin að hitta hestana
þína og hrútana og farinn að smala og
syngja hástöfum.
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn.
Allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastarsöngur.
Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.
(Jónas Hallgrímsson.)
Með kveðju, barnabörnin þín,
Erla, Guðjón og Ingvar.
ÞAÐ voru margar góðar minningar
sem komu upp í huga mér þegar mér
bárust þær fréttir að Kormákur eða
Konni á Sól eins og hann var oft kall-
aður væri dáinn. Ætli ég hafi ekki
verið 11 ára gamall fyrsta sumarið
sem ég var í sveit hjá þeim Konna og
Erlu. Ég hafði aldrei farið að heiman
áður og var eðlilega hálf kvíðinn. En
þær áhyggjur voru með öllu óþarfar
og svo vel líkaði mér vistin að sumrin
urðu fjögur talsins og nýtti ég oft
páskafrí og önnur frí frá skólanum til
að fara austur í sveitasæluna á Sól-
heimum. Enda sáu þau til þess að mér
leið eins og heima hjá mér, strax frá
fyrsta degi. Konni var bóndi af gamla
skólanum og duglegur með eindæm-
um. Hestamennskan var honum í blóð
borin og bý ég enn að þeim ráðum
sem hann veitti mér varðandi hest-
ana. Það sem ég lærði á Sólheimum á
þessum árum var fyrir mér betra en
nokkur skóli og mótaði mig mikið til
framtíðar. Tel ég mig hafa notið mik-
illa forréttinda að hafa fengið að
dveljast hjá þeim hjónum öll þessi
sumur. Ég veit að það hefur verið erf-
itt hjá Erlu að horfa upp á veikindi
Konna undanfarið, en nú hefur hann
fengið hvíldina og ekki er ólíklegt að
hann sé kominn á bak einhverjum
gæðinga sinna og hafi riðið til fjalls.
Megi minningin um góðan mann
lifa.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
KORMÁKUR
INGVARSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Minningar-
greinar