Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 26
MINNINGAR
26 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ VilhjálmurSverrir Valur
Sigurjónsson er
fæddur í Reykjavík
1. mars 1918. For-
eldrar hans voru þau
Sigurjón Jónsson,
sjómaður í Reykja-
vík, fæddur 5. apríl
1894 í Vík á Akra-
nesi, dáinn 29. jan-
úar 1947, og kona
hans Vilhelmína Sig-
ríður Vilhjálmsdótt-
ir, síðast húsfreyja í
Reykjavík, fædd 30.
október 1898, dáin 3.
mars 1919. Hálfsystir Vilhjálms
sammæðra er Helena Halldórs-
dóttir, fædd 21.12. 1916. Hálf-
systkini Vilhjálms samfeðra eru
Vilhelmína, Ólafur Jón, Þórunn,
Sigurður sem lést ungur, Soffía,
Hörður, Gunnsteinn sem er lát-
inn, Kristinn, Sigurður Sævar og
Þóranna Erla.
Árið 1944 kvæntist Vilhjálmur
Sigríði Símonardóttur. Þau
skildu. Börn þeirra eru 1) Vil-
helmína Sigríður, f. 1941, dætur
hennar og Jóns Böðvarssonar eru
Sigríður Jónsdóttir, og á hún tvö
börn og Ásthildur Jónsdóttir og á
hún tvö börn. 2) Sigrún, f. 1945,
d. 1948. Með Jensínu Waage átti
Vilhjálmur soninn 3) Vilhjálm
Hafstein, f. 1948, búsettur í Ástr-
alíu ásamt konu sinni Aldísi
Tryggvadóttur. Sonur þeirra er
Alexander og eiginkona hans er
Kellý Baindridde. 23.12.1955
gekk Vilhjálmur að eiga Erlu
Bergmann Danelíusdóttur, f.
16.10.1935, frá Hellissandi, dóttir
hjónanna Sveindísar Ingigerðar
Hansdóttur, húsmóður, og Dan-
elíusar Sigurðssonar, skipstjóra.
Erla og Vilhjálmur
eignuðust 6 börn: 4)
Sverrir Bergmann,
maki Soffía Guð-
mundsdóttir, dætur
þeirra eru Berglind
og Hanna Soffía. 5)
Heimir Bergmann,
fyrri kona hans er
Anna Margrét Ing-
ólfsdóttir, þau
skildu. Sonur þeirra
er Hreimur Örn,
sambýliskona hans
er Þorbjörg Sif Þor-
steinsdóttir. Heimir
á einnig soninn Vig-
fús Baldvin. Seinni kona Heimis
er Bryndís Kristjánsdóttir, þau
skildu, dóttir þeirra er Hrund. 6)
Bragi Bergmann. Barnsmóðir
hans er Sólveig Dóra Hartmanns-
dóttir, þau slitu samvistir. Börn
þeirra eru Vilhjálmur, Snæbjörn
og Ingibjörg. Eiginkona Braga er
Ingibjörg S. Ingimundardóttir og
synir hennar eru Magnús Blöndal
og Alexander Rafn. 7) Guðrún
Bergmann, gift Kolbeini Reynis-
syni, börn þeirra eru Steinunn
Erla, Smári og Bjarki. 8) Pálmi,
kvæntur Guðrúnu Lindu Jóns-
dóttur og dætur þeirra eru Rakel
og Erla Þóra. 9) Bjarni, sambýlis-
kona hans er Guðrún María
Helgadóttir og börn þeirra eru
Pálmi Grétar, Alexandra og
Helga Margrét.
Vilhjálmur var lærður prentari
og starfaði sem slíkur um 7 ára
skeið. Hann starfaði sem leigubíl-
stjóri frá 1946–1988, lengst af á
Hreyfli. Hann var einnig öku-
kennari um langt árabil.
Útför Vilhjálms verður frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 10:30.
Afstæður er aldurinn
eins og dæmin sanna.
Frábær ertu, faðir minn,
fremstur góðra manna.
(BB.)
Þessa vísu færðum við systkinin
pabba á 85 ára afmælinu hans þann
1. mars 2003. Hún segir sína sögu því
pabbi var alla tíð ungur í anda og
léttur í lund og reyndist okkur frá-
bær faðir. Guð gefi að við komumst í
hálfkvisti við hann á því sviði. Þá
megum við vel við una.
Pabbi átti viðburðaríka ævi og var
hamingjusamur, þótt byrjunin hafi
ef til vill verið erfið. Einungis árs-
gamall missti hann móður sína og
hafði lítið af föður sínum að segja
fyrr en á unglingsárum. Hann ólst
upp hjá Sigríði ömmu sinni í Gerði í
Innri-Akraneshreppi og Bjarna,
manni hennar, sem hann kallaði
jafnan fóstra sinn og bar þeim hjón-
um ávallt vel söguna. Það hlutskipti
að alast upp án móður og föður hlýt-
ur að hafa verið erfitt en pabbi kvart-
aði aldrei né tregaði það í okkar eyru
enda reyndust Sigríður og Bjarni
honum einstaklega vel.
Pabbi gegndi mörgum hlutverk-
um á lífsleiðinni. Hann skilaði þeim
undantekningarlaust vel, enda
mörgum gáfum gæddur. Nú þegar
leiðir skilja er við hæfi að lýsa nokkr-
um þeim helstu: Pabbi var prentari.
Hann hóf nám í Félagsprentsmiðj-
unni í Reykjavík árið 1939 og lauk
sveinsprófi í prentun fjórum árum
síðar. Að námi loknu starfaði hann í
Félagsprentsmiðjunni á annað ár
sem yfirprentari í vélasal við góðan
orðstír. Árið 1945 hélt hann til Dan-
merkur og Englands til að kynna sér
nýjustu tækni í prentun. Eftir að
heim kom réðst hann sem yfirprent-
ari í Hrappseyjarprenti, fyrirtæki
þeirra Sigurðar Nordals, Jónasar
Sveinssonar og Svans Jóhannssonar.
Það kom hins vegar fljótlega á dag-
inn að pabbi þoldi illa vinnu í prent-
smiðju, vegna þess mikla ólofts sem
þar var, og að læknisráði hætti hann
því starfi. Það hefur eflaust reynst
honum þungbært að þurfa að láta af
því starfi sem hann menntaði sig til
að gegna en stundum verða menn að
gera fleira en gott þykir.
Pabbi var leigubílstjóri og öku-
kennari. Þegar hann varð að hætta
sem prentari hóf hann að keyra
leigubíl og starfaði sem leigubifreið-
arstjóri frá 1946–1988, lengst af á
Hreyfli. Hann var líka ökukennari í
nokkra áratugi og kenndi m.a.
mömmu og okkur systkinunum að
keyra bíl. Hann naut vinsælda í báð-
um þessum störfum og þótti hart að
þurfa að láta af þeim fyrir aldurs
sakir árið 1988, enda þá sem fyrr
með sprækari ökumönnum á höfuð-
borgarsvæðinu og þótt víðar væri
leitað!
Pabbi var þúsundþjalasmiður.
Hann gat gert við bílinn sinn sjálfur
ef því var að skipta, teppalagt húsið,
lagt dúk eða flísar, bólstrað húsgögn,
smíðað skápa, gert við pípulagnir –
og þannig mætti áfram telja. Og eng-
inn var betri í uppvaskinu en hann,
allt fram á síðasta dag. Verk- og
handlagni hans reið ekki við ein-
teyming, svo mikið er víst.
Pabbi var söngvari. Sextán ára að
aldri hleypti hann heimdraganum og
hélt til Reykjavíkur í söngnám hjá
Sigurði Birkis, söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar. Sigurður bauðst til að
kenna pabba söng – og það endur-
gjaldslaust – því Sigurður sagði að
pabbi væri undrabarn. Hjá Sigurði
lærði pabbi söng í þrjú ár og bjó að
því námi alla tíð. Hann söng í ýmsum
kórum og kvartettum, m.a. Karlakór
alþýðu, Kátum félögum og kór Tón-
listarfélags Reykjavíkur. Úr þeim
síðastnefnda var stofnaður kvartett
sem fékk hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Þar kynntist pabbi
frænda sínum, Bjarna Böðvarssyni
hljómsveitarstjóra.Eftir þau kynni
söng pabbi oft með hljómsveit þessa
landsfræga frænda síns, meðal ann-
ars í vinsælum þáttum í Ríkisútvarp-
inu sem fluttir voru á gamlárskvöld
og báru heitið Gamlar minningar.
Hann tók ennfremur þátt í söng-
leiknum Bláu stjörnunni sem fluttur
var við góðar undirtektir í Sjálfstæð-
ishúsinu við Austurvöll. Pabbi var
einn af stofnendum Hreyfilskórsins
og Hreyfilskvartetta, bæði karla-
kvartetts og blandaðs kvartetts, og
sungu þeir á skemmtunum um ára-
bil. Eftir að pabbi settist í helgan
stein samdi hann ljóð fyrir Hana Nú-
hópinn í Kópavogi og tók virkan þátt
í kórstarfi eldri borgara þar í bæ.
Heima við söng hann líka mikið,
bæði einn og með mömmu og okkur
börnunum, tengdabörnunum og síð-
ar barnabörnunum. Söngurinn var
stór þáttur í lífi pabba alla ævi og gaf
bæði honum og öllum í kringum
hann mikla gleði og lífsfyllingu.
Pabbi hefði eflaust verið kallaður
bæði stórsöngvari og hetjutenór ef
menn hefðu verið búnir að finna þær
nafngiftir upp um miðbik liðinnar
aldar!
Pabbi var skákmaður. Hann tók
þátt í mótum fyrir hönd Taflfélags
Hreyfils og keppti meðal annars fyr-
ir hönd þess á alþjóðlegum mótum
og vann þar til verðlauna.
Pabbi var skáld. Hann hóf ungur
að yrkja stökur og kvæði og skrifa
sögur og hélt því áfram til hinsta
dags. Hann kenndi okkur systkinun-
um öllum líka að meta góðan kveð-
skap og fyrir það verðum við honum
ævinlega þakklát. Á sjötíu ára af-
mælinu eignaðist hann tölvu og sat
við hana löngum stundum til að færa
kveðskap sinn og annarra á rafrænt
form. Á áttræðisafmælinu kom út
ljóðabók hans, Leiftur hins liðna, og
hann var alla tíð liðtækur við að búa
til hefti með völdum ljóðum ýmissa
höfunda og gefa vinum og vanda-
mönnum.
Pabbi var eiginmaður, faðir og afi.
Þau mamma gengu í hjónaband á
Þorláksmessu árið 1955. Fyrstu bú-
skaparárin bjuggu þau í Reykjavík
en árið 1962 reistu þau sér hús í
Hlaðbrekku 20 í Kópavogi og hafa
búið þar síðan. Þau voru alla tíð mjög
samhent og samstiga í öllu sem þau
gerðu enda ávallt nefnd í sama mund
af öllum sem þau þekktu; Erla og
Villi eða Villi og Erla. Okkur er til efs
að hægt sé að finna kærleiksríkara
heimili en Hlaðbrekku 20. Þar nut-
um við systkinin ómældrar ástar og
umhyggju beggja foreldra sem
studdu okkur með ráðum og dáð
hvað sem bar að höndum. Dýrmæt-
ara veganesti út í lífið er ekki hægt
að hugsa sér.Í Hlaðbrekkunni ríkti
ávallt glaumur og gleði og allir voru
aufúsugestir; vinir okkar systkin-
anna, ættingjarnir, nágrannarnir og
aðrir vinir og kunningjar. Það var
ávallt gestkvæmt á heimilinu og
veislumatur á borðum fyrir alla sem
þangað komu. Þannig er því farið
enn þann dag í dag, bæði hvað varð-
ar gestkvæmnina og veislumatinn
hennar mömmu, að ógleymdum
hnallþórunum hennar! Engu breytti
þótt fuglarnir flygju úr hreiðrinu
einn af öðrum – eftir sem áður hefur
Hlaðbrekkan verið samnefnarinn í
lífi okkar systkinanna sem og
barnanna okkar sem hafa notið
ómælds ástríkis afa síns og ömmu.
Og fuglar himinsins nutu líka ástrík-
isins því árum saman gaf pabbi þeim
matarafganga daglega og þeir
flykktust á blettinn í Hlaðbrekkunni
til að fá skammtinn sinn. Þeir sakna
nú vinar í stað. Í Hlaðbrekkunni var
oft rökrætt um pólitík og hækkuðu
þá sumir róminn því það væri seint
sagt um föður okkar að hann hefði
ekki skoðanir á mönnum og málefn-
um. Sama máli gegndi um fótboltann
þar sem pabbi og mamma, eins og
svo oft, deildu sameiginlegu áhuga-
máli. Og pabbi vissi hvílíkan gim-
stein hann átti þar sem mamma var.
Hann var allt til hinsta dags óspar á
hrósið í hennar garð og kallaði hana
gjarnan drottninguna sína, perluna
sína og ástina sína. Hún á það vissu-
lega allt skilið því mamma er sann-
arlega einstök kona. Það er sérstök
list að varðveita ástareldinn og
rækta kærleikann með þeim hætti
sem þau gerðu alla tíð.
Síðast en ekki síst var pabbi hetja.
Hann greindist fyrst með krabba-
mein fyrir 13 árum en lét allar hrak-
spár sem vind um eyru þjóta. Þrátt
fyrir ýmsar aðgerðir og nokkur
bakslög hélt hann sínu striki og sinni
reisn til hinsta dags. Við erum þakk-
lát fyrir að hann fékk þá ósk sína
uppfyllta að liggja banaleguna heima
í Hlaðbrekku því þar vildi hann vera
og hvergi annars staðar. Sú ósk hans
rættist fyrst og fremst vegna ótrú-
legar ósérhlífni og umhyggju
mömmu, sem, með dyggri aðstoð
frábærs starfsfólks Heimahlynning-
ar Krabbameinsfélagsins, gerði
pabba það kleift að kveðja í rúminu
VILHJÁLMUR S. V.
SIGURJÓNSSON
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
HAUKUR NÍELSSON
bóndi,
Helgafelli,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu-
daginn 9. september kl. 15.00.
Níels Hauksson og fjölskyldur,
Marta Hauksdóttir og fjölskyldur,
Helgi Sigurðsson og fjölskylda.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
BERGVIN KARL INGÓLFSSON
frá Húsabakka, Aðaldal,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Hvammi,
Húsavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
sunnudaginn 5. september, verður jarðsunginn
frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. september kl. 14.00.
Arnrún Karlsdóttir,
Ingibjörg María Karlsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
HARALDUR KR. JÓHANNSSON,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2,
Reykjavík,
áður til heimilis í Hólmgarði 66,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 6. september, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
14. september kl. 13.30.
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir,
Haraldur Kr. Haraldsson, Guðný Soffía Marinósdóttir,
Kolbrún Jarlsdóttir
og barnabörn.
Systir mín og móðursystir,
UNNUR STEFÁNSDÓTTIR
bókbindari,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 9. september kl. 13.30.
Olga Stefánsdóttir,
Páll Þórhallsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁGÚSTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
7. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halldór Ómar Sigurðsson,
Laufey Guðrún Sigurðardóttir,
Atli Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir,
Hafrún Sigurðardóttir, Einar Björn Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN TÓMASSON,
Álftamýri 67,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtu-
daginn 9. september kl. 15.00.
Guðrún Júlíusdóttir,
Tómas Jónsson, Guðrún Axelsdóttir,
Júlíus Jónsson, Björk Garðarsdóttir,
Jón Gunnar Jónsson, Fríða Birna Kristinsdóttir,
Erla Jónsdóttir, Grétar Helgason,
afa- og langafabörn.