Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 31
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 31 Út er komin, á vegum Hemru útgáfu,bókin Krakkaeldhúsið, þar sem finnamá uppskriftir að mat sem borinn er áborð í leikskólum landsins. Ástæðan fyrir útgáfu bókarinnar er sú reynsla margra for- eldra að börnin borði vel í leikskólanum en fúlsi við matnum heima. Þá var safnað saman uppáhalds- réttum leikskólabarna um land allt og þeim komið saman í aðgengilega uppskriftabók fyrir foreldra. Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri Krakkaeldhúss- ins, segir leyndarmálið á bak við leikskólamatinn liggja í einfaldleika og góðu hráefni. „Matráðarnir sem sendu inn uppskriftir í bókina töluðu líka mik- ið um mikilvægi þess að bera matinn fallega fram og að skapa gott andrúmsloft í kringum matmáls- tímann til að gera hann að notalegri samverustund þar sem snæddur er hollur, lystugur og góður heimilismatur.“ Hvað er það sem virkar svona vel í leik- skólamatnum? „Það er fyrst og fremst einfaldleikinn. Réttirnir bera líka iðulega skemmtileg nöfn sem höfða til yngstu kynslóðarinnar, eins og Drekaegg eða Risaeðlubrauð. Þar sem þetta eru einfaldar upp- skriftir er upplagt fyrir foreldra að leyfa litlum gikkjum að taka þátt í matreiðslunni. Þó ekki sé það annað en að velja rétt og fá að krydda pínulítið eða hræra smávegis í sósunni. Þetta er ráð sem hefur virkað mjög vel á mínu heimili.“ Geta foreldrar haldið uppi fjölbreyttu úrvali matar fyrir börn sín með þessari bók? „Svo sannarlega. Í bókinni eru uppskriftir að fjölda rétta úr fiski, kjöti og grænmeti, auk með- lætis, eftirrétta og baksturs og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar í bók- inni eru teknar með það í huga að vekja áhuga og matarlyst krakka þannig að upplagt er að for- eldrar og börn skoði bókina saman. Á myndunum er ferskt grænmeti, ávextir og vatn áberandi með það í huga að hveja til hollra matarvenja.“ Hentar þessi matur líka vel fyrir foreldra? „Já, að öllu leyti. Þetta er góður, hollur og ein- faldur matur, sem er fljótlegt að elda og kemur ekki illilega við pyngjuna. Þessi bók er ekki síst hugsuð til þess að gera matmálstímann hjá barna- fjölskyldum að góðri samverustund, þar sem allir snæða í sátt og samlyndi hollan og næringarríkan mat. Þessi bók ætti því að vera kærkomin fyrir foreldra því matmálstímarnir hjá barna- fjölskyldum standa oft ekki undir þessum vænt- ingum. Ég vil líka taka það fram að þessi bók ætti ekki síður að höfða til ungs fólks sem er að hefja búskap með tilheyrandi tilraunamennsku í eldhús- inu.“ Matargerðarlist | Uppskriftabók með uppáhaldsmat leikskólabarna Einfaldleiki og gott hráefni  Ásta Vigdís Jóns- dóttir er fædd í Kópa- vogi árið 1967. Hún út- skrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1991 og lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Þá lagði hún stund á kennslufræði og hlaut kennslurétt- indi frá HÍ árið 1998. Ásta hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem þýðandi. Hún er gift Guðmundi Inga Markússyni trúarbragðafræðingi og eiga þau saman þrjú börn. Orð í tíma töluð ÉG var nýlega að hlusta á Ingva Hrafn í útvarpsþættinum Hrafna- þingi á Útvarpi Sögu þar sem hann var að tala um vanbúna og ofhlaðna stóra bíla með tengivagna. Hann sagðist hafa horft upp á fram- úrakstur í Hvalfjarðargöngunum á svona stórum bíl sem var svo mikið hlaðinn að hann var hræddur um að óhapp gæti átt sér stað, en þarna er engin gæsla. Þegar stórir eldsneytisflutn- ingabílar fara þarna um finnst mér það ábyrgðarhluti að þeir séu á ferð- inni um leið og fólksbílar. Finnst mér að það ætti að loka göngunum fyrir almennri umferð á meðan þeim er hleypt í gegn. Þarf virkilega stór- slys til að eitthvað verði gert meira í öryggismálum í göngunum? Eins vil ég nefna að oft sér maður ökumenn stórra bíla með aðra hönd á stýri og farsíma í hinni. Vegfarandi. Svört baktaska týndist SVÖRT baktaska, ásamt seðlaveski m/debetkorti og Nokia 3210 gsm- síma, týndist þriðjudaginn 31. ágúst sl. við Björtuhlíð í Mosfellsbæ. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 861 3221. Gullarmband týndist GULLARMBAND, hvítagull og rauðagull með glærum steini, týnd- ist sl. sunnudag. Armbandið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eig- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 692 1370. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með mynd af barni og hús- og bíllyklum á, týndist í mið- bænum á menningarnótt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 896 1017. Brún leðurtaska týndist BRÚN leðurtaska með bókhalds- gögnum týndist sl. mánudag á höf- uðborgarsvæðinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 692 8022. Svartur kettlingur í óskilum FRESSKETTLINGUR, ca 6 mán- aða gamall, svartur með hvítar lopp- ur og bringu, hefur sést að und- anförnu á Þórsgötu í Reykjavík svangur og veglaus. Eigendi er beð- inn að hafa samband við Elínu í síma 661 8830. Skotta er týnd SKOTTA er kolsvört læða, eins og hálfs árs. Hún týndist frá Sól- vallagötu 48 sl. miðvikudag, 2. sept. Hún er eyrnamerkt og með ól. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 554 5834 og 849 5279. Búkötturinn Brandur er týndur BRANDUR hvarf fyrir mánuði frá Dallandi í Mosfellsbæ. Hann er full- orðinn, geltur högni, eyrnamerktur G5011. Brandur er gæfur þó hann sæki ekki sérstaklega í samskipti við fólk. Hann er brúnbröndóttur með hvít hár á bringu og fremst á lopp- um. Hann er stór og var vel í holdum þegar hann hvarf. Stundum svarar hann nafni. Þeir sem telja sig hafa séð þennan uppáhaldskött vinsam- legast láti vita í síma 566 6880, 566 6885, 822 2010 eða 820 2688. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fyrirbænamiðillinn Sirrý G. Tek á móti fyrirbænum virka daga frá kl. 10-12 fyrir hádegi. Sími 690 9662 Á KOMANDI vetri bætist nýtt nafn í kóraflóru höfuðborg- arsvæðisins er Samkór Reykja- víkur tekur til starfa. Kórinn, sem er blandaður kór, byggist á gömlum grunni því flestir kór- félagar koma úr Snæfell- ingakórnum í Reykjavík sem lauk 26 ára starfsferli sínum síðast- liðið vor. Kórstjóri Samkórs Reykjavíkur er Bretinn John Gear en hann út- skrifaðist frá London College of Music 1991 með BA-gráðu og ein- leikarapróf á píanó. Hann hefur stjórnað kórum á Bretlandi, í Færeyjum og hér heima á Bíldu- dal og Tálknafirði. Frá árinu 1998 hefur John starfað sem tónmenntakennari í Smáraskóla í Kópavogi. Samkór Reykjavíkur mun æfa á mánudagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 22.00 í Smáraskóla í Kópa- vogi. Nú er leitað eftir áhuga- sömu og metnaðarfullu söngfólki, einkum góðum karlaröddum. Fram undan hjá kórnum eru skemmtilegir og áhugaverðir tímar, s.s. æfingabúðir, jóla- tónleikar og vortónleikar. Einnig er fyrirhuguð söngferð út fyrir landsteinana með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. „Samkór Reykjavíkur“ SÖNGHÓPURINN „Reykjavík 5“ heldur tónleika í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum í Grímsnesi, á morg- un, fimmtudaginn 9. september, klukkan 20.30 og eru allir hjart- anlega velkomnir. Miðaverðið er 1.000 krónur og rennur ágóði tónleikanna til Leik- félags Sólheima. „Reykjavík 5“ mun m.a. flytja útsetningar Man- hattan Transfer og New York Voi- ces ásamt ýmsu öðru skemmtilegu, en sönghópinn skipa þau; Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Aðalheiður Þor- steinsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson, en Agnar Már Magnússon leikur með þeim á píanó. Sungið á Sólheimum Tónlist | Tónleikar til styrktar Leikfélagi Sólheima Ljóðabókin Spuni eftir Ívar Björns- son frá Steðja er komin út. Þetta er 4. ljóðabók höfundar en hinar komu út 1992, 1995 og 1999 og heita Liljublóm, Í haustlitum og Á kvöld- himni. Að sögn höf- undar er nýja bókin sérstæð að því leyti að ljóð- unum fylgja fjórar stuttar sögur. Hún er 110 blað- síður að lengd, 88 með ljóðum og 22 með sög- um. „Ljóðin er flest ort í hefðbundnu formi, það er rímuð og stuðluð. Rími er þó stundum sleppt, en stuðla- setningu oftast haldið. Bragarhættir eru fjölbreyttir og sumir nýstárlegir. Í efnisvali leitar höfundur víða fanga og má segja að honum sé þar ekkert mannlegt óviðkomandi. Oft- ast er þó alvara mannlífsins tekin til umfjöllunar, en gaman og glettni eru gjarnan stutt undir yfirborðinu eins og þeir þekkja sem lesið hafa fyrri bækur Ívars. Er þar líka iðulega komið á óvart í kvæðislok,“ segir í tilkynningu útgefanda. Bókin Spuni er gefin út á kostnað höfundar og annast hann sjálfur dreifingu hennar og sölu. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar heima og í síma 552-4818. Offsetfjölritun hf. sá um prentun og bókband eins og um fyrri bækur höfundar. Ljóð BÆKUR Guðrúnar Helgadóttur, Litlu greyin, Undan illgresinu, Ekkert að þakka og Ekkert að marka hafa all- ar verið gefnar út í Danmörku á veg- um forlagsins Klim, og fallið í mjög góðan jarðveg. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vöku-Helgafelli hafa dansk- ir fjölmiðlar farið lofsamlegum orðum um þær og er t.d. Ekkert að þakka, sögð „yndislega útsmogin“. Gagnrýn- andi Politiken, Steffen Larsen, segir að Guðrún skrifi „af rósemd og var- færni“, og segir hana einnig beita „fín- gerðri og skilningsríkri kímni“. Nú stendur til að tvær bækur til við- bótar eftir Guðrúnu komi út í Dan- mörku; þ.e.a.s. Aldrei að vita, sem kemur út í haust, og Öðruvísi dagar, sem kemur út á næsta ári. Bækur Guðrúnar hafa nú komið út í Banda- ríkjunum, Japan, Þýskalandi, Hol- landi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum, Kóreu og Ítalíu. Bækur | Íslenskar barnabækur seldar til Danmerkur Spaugileg og fyndin saga Guðrún Helgadóttir rithöfundur. PAUL Farrington, söngvari og söngkennari, heldur 5 daga nám- skeið dagana 10.–14. september á vegum Söngskólans í Reykjavík. Paul Farrington er þekktur víða sem einn fremsti „radd- vandamálaleysir“ í faginu með yf- ir 14 ára reynslu og hefur unnið með mörgum af þekktustu söngv- urum í óperu- og tónleikaheim- inum í dag, s.s. Barbara Bonney, Margaret Price, Felicity Lott og fleirum. Námskeiðið er haldið í Snorra- búð, tónleikasal Söngskólans við Snorrabraut 54 frá kl. 10–14 og er opið áheyrendum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Söngskólans í Reykjavík í síma 552 7366. Námskeið í Söngskólanum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.