Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 33
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 33
„VERKEFNAVAL okkar í vetur er afskaplega
metnaðarfullt,“ segir Katrín Hall, listrænn
stjórnandi Íslenska dansflokksins. „Við tökum
hins vegar svolítið annan pól í hæðina, því und-
anfarin ár höfum við verið með tiltölulega áhorf-
endavænna verkefnaval, ef svo má segja, þar
sem við lögðum áherslu á húmor og léttleika í
þeim verkum sem við sýndum. Í vetur kveður
hins vegar við svolítið annan tón, til dæmis verð-
um við í fyrsta sinn síðan árið 2000 með heils-
kvöldsverk, sem er Screensaver sem verður
frumsýnt í október. Í raun var kominn tími til að
mínu mati, við höfum verið að nokkru leyti með
sýningar þar sem þrjú verk eru sýnd á einu
kvöldi, en nú fá áhorfendur að sjá sjötíu mínútna
heilsteypt verk, með kraftmiklum dansi og mik-
illi sjónrænni upplifun. Þetta verður þannig ekki
síðra fyrir áhorfendur.“
Í vetur eru átta dansarar fastráðnir við Ís-
lenska dansflokkinn. Auk þeirra verða tveir
verkefnaráðnir dansarar með í októbersýningu
flokksins sem þó eru honum vel kunnugir, Jó-
hann Freyr Björgvinsson og Nadia Banine, og
þrír fyrrverandi dansnemar við Listdansskóla
Íslands verða í starfsnámi hjá dansflokknum í
vetur.
Tengsl Íslenska dansflokksins við útlönd og
erlenda listamenn hafa aukist á undanförnum
árum og eru þó nokkrar ferðir til útlanda á dag-
skrá flokksins í vetur, meðal annars í tengslum
við sýningar á verkinu Við erum öll Marlene
Dietrich eftir Ernu Ómarsdóttur. Katrín segist
fagna þessari vaxandi útrás flokksins, sem hafi
ekki komið til af sjálfu sér.
„Að skapa flokknum nafn
hefur verið stór hluti af minni
listrænu sýn og það er af-
skaplega gaman að sjá
hvernig hróður flokksins fer
sívaxandi erlendis. Við höfum
lagt okkar metnað í að vinna
með þekktum danshöf-
undum, sem eru á þeim
mælikvarða að sómi er af, því
þannig þroskast okkar dansarar óskaplega mik-
ið. En síðan tel ég líka að það sé mjög gott bæði
fyrir flokkinn og áhorfendur hér heima að fá inn-
sýn í það nýjasta og ferskasta sem gerist í dans-
heiminum hverju sinni,“ segir Katrín.
Hún segir hins vegar til tölulegar staðreyndir
þess efnis að aldrei hafi verið samið jafn mikið af
íslenskum dansverkum eins og einmitt um þess-
ar mundir og dansflokkurinn hafi sjaldan haft
eins mörg íslensk verk á efnisskrá sinni og á
undanförnum árum. „Með þeim er gjarnan ís-
lensk, frumsamin tónlist sem við höfum verið
mjög stolt af. Með þessu hefur Íslenski dans-
flokkurinn skapað sér ákveðið sérkenni, sem
hefur vakið mikla athygli víða erlendis.“
Hlúð að listgreininni
Íslenski dansflokkurinn er eina dans-
listastofnunin á Íslandi og verður að sinna því
hlutverki af kostgæfni, að sögn Katrínar. „Við
þurfum að hlúa að listgreininni og koma henni á
framfæri við áhorfendur, en einnig að hlúa að
þeim listamönnum sem starfa með flokknum.
Annars er erfitt að svara þegar stórt er spurt,“
segir hún aðspurð um það mikilvægasta í starf-
semi flokksins. „Hvert smáatriði getur í raun og
veru verið mikilvægt. Starfsemi okkar er að
sjálfsögðu háð mannafla og fjármagni og við höf-
um því miður ekki mikið af hvorugu, en afkasta-
getan er í raun ótrúleg miðað við okkar þrönga
ramma. Hins vegar lítur veturinn mjög vel út
hjá okkur og við hlökkum til að takast á við þessi
spennandi verkefni sem eru fram undan.“
Screensaver
eftir Rami Be’er
Frumsýnt í október 2004
Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti
er yrkisefni hins ísraelska Rami Be’er,
sem er stjórnandi hins þekkta Kibbutz
dansflokks þar í landi. „Áreitið leiðir til
þess að við sýnum ekki okkar rétta and-
lit, heldur búum til skjöld, brynjum okk-
ur gagnvart raunveruleikanum – sköp-
um okkar eigin „screensaver“,“ segir í
lýsingu á verkinu.
Sjö myndvarpar eru notaðir til að
varpa upp texta og tölum á sviðið, bæði
á veggi og á dansara. Áhrifunum er líkt
við byssukúlur, sem smjúga í gegnum
dansarana og áhorfandann.
Við erum öll Marlene Dietrich
eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hvratin
Frumsýnt í febrúar 2005
Stórstjarnan Marlene Dietrich er
þekkt fyrir að hafa skemmt í seinni
heimsstyrjöldinni og var dáð jafnt af
bandarískum sem þýskum hermönnun-
um. Söngur og skemmtun var hennar
leið til að berjast í stríðinu.
Í verkinu Við erum öll Marlene Diet-
rich er sambandið milli stríðs og listar
skoðað og spurt um tengslin milli þess
að vera hermaður og listamaður. Verkið
er stærsta verkefnið sem dansarinn og
danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir
hefur fengist við til þessa, en Walkabout
Stalk, DanseM og IBM 1401 (a users
manual) eru meðal annarra dansverka
hennar.
Við erum öll Marlene Dietrich er sam-
starfsverkefni Íslenska dansflokksins
og Maska Productions í Ljubljana í
Slóveníu, í samvinnu við Listahátíð í
Reykjavík. Verkið hlaut styrk frá Evr-
ópusambandinu sem hluti af verkefninu
Trans Dans Europe 2003–2006 og mun
flokkurinn sýna verkið minnst í sjö
borgum Evrópu á næsta ári.
Open Source
eftir Helenu Jónsdóttur
Frumsýnt í mars 2005
Verkið er unnið upp úr samnefndu
verki Helenu sem sigraði í Dansleik-
hússamkeppni Íslenska dansflokksins
og Leikfélags Reykjavíkur vorið 2003.
Sýningin sameinar marga dansstíla,
margbrotna hljóðmynd og myndbönd,
auk þess sem búningarnir skapa mikið
sjónarspil.
Nafn verksins vísar til þeirrar ótæm-
andi uppsprettu hugmynda og hefða
sem listamenn og allir skapandi einstak-
lingar hafa tiltækar í nútímanum, ekki
síst eftir tilkomu internetsins og alþjóð-
legrar miðlunar. Í Open Source er þess
freistað að leiða saman í einu verki það
hugmyndasafn sem við lifum í og njót-
um í daglegu lífi okkar.
Danshátíð á Listahátíð
Frumsýnd í maí 2005
Íslenski dansflokkurinn mun í sam-
vinnu við Listahátíð í Reykjavík bjóða
upp á sýningar þriggja dansflokka frá
Finnlandi, Tékklandi og Frakklandi
næstkomandi vor. Sýningarnar eru hluti
af verkefninu Trans Dans 2003–2006.
Finnski dansflokkurinn Nomadi pro-
ductions mun sýna verk eftir Arja
Raatikainen og Alpo Aaltokoski, en
flokkurinn er einn þekktasti nútíma-
dansflokkur Finnlands. Snerting, innri
hugsanir og minningar er kjarni verka
þeirra.
Dansverkin frá Tékklandi eru tvö,
annað samið af Karine Pointes og heitir
Mi non sabir þar sem fjórir einstakling-
ar eru á sama svæðinu án þess þó að
vera saman. Night Moth heitir hitt
verkið, en það er unnið af Petra Haue-
rova og er þar um sólóverk að ræða.
Verkið sem kemur frá Frakklandi er
unnið af William Petit og dansað af
dansflokki hans, Rialto Fabrik Nomade.
Rialto Fabrik Nomade er framsækinn
dansleikhúsflokkur sem leggur áherslu
á nýja sköpun, tengingu ólíkra list-
greina og gagnvirk samskipti við áhorf-
endur.
Verk á dagskrá
Íslenska dans-
flokksins í vetur
www.id.is
UM ÞESSAR mundir eru
fjórir dansarar Íslenska
dansflokksins staddir í Slóv-
eníu ásamt Ernu Ómars-
dóttur og fleiri þátttakend-
um við æfingar á verkinu
Við erum öll Marlene Diet-
rich. „Við finnum fyrir miklum áhuga víða um
heim á þessu samstarfi okkar og Ernu Ómars-
dóttur, sem er af mörgum talin ein af efnileg-
ustu og framsæknustu listamönnum innan nú-
tímadansgeirans í Evrópu,“ segir Katrín Hall.
Síðar í þessum mánuði er fyrirhuguð svoköll-
uð „work-in-progress“-sýning á verki Ernu og
segist Katrín, sem verður viðstödd sýninguna,
hlakka mikið til að sjá fyrstu drög að henni.
Marlene æfð
í Slóveníu
Erna Ómarsdóttir
Verkið Screensaver eftir ísraelska danshöfundinn Rami Be’er verður frumsýnt 22. október næstkomandi.
Katrín Hall
Dans | Íslensk og erlend verk á efnisskrá Íslenska dansflokksins í vetur
Sterk tengsl við útlönd
inn á Nýja svið hússins. Dansararnir eru með
augnlinsur og vafra leitandi um rýmið með star-
andi augum. Þegar inn á svið er komið liðast
dansararnir þrír um undir vatnsnið og minntu á
kafla á svifdýr eða fiska í vatni. Eftir eins konar
inngang að verkinu í anddyri og stutta dans-
viðkynningu á sviðinu lauk dansverkinu fyr-
irvaralaust. Verkið var rétt að hefja flugið þegar
því var lent. Hugmyndin að byrja í anddyri og
færa verkið inn á svið gerði sig ágætlega en auð-
velt var að missa sjónir af dansinum í mann-
mergðinni. Hreyfingarnar á sviðinu voru nota-
legar áhorfs og endirinn þar sem sjónarspilinu
var snúið við hitti í mark. Engu að síður finnst
gagnrýnanda kjarnann vanta í verkið og hefði
vilja sjá það blómstra mun lengur.
The Concept of Beauty
Inntakið í dansverki Nadiu Banine er brengl-
uð fegurðardýrkun samfélagsins og þá sér í lagi
á stúlkum og konum; „ekki vera mennsk vertu
fullkomin“. Höfundur tekur fyrir ósanngjarnar
útlitskröfur sem gerðar eru til kvenna. Verkið
samanstendur af fimm dönsurum, textaskjá
ásamt lesnum texta. Þetta þrennt myndaði
sannfærandi heild. Dansinn sem var hógvær og
ekki í forgrunni var í góðu jafnvægi við sýndan
og lesinn textann. Texti Elísabetar Jökulsdóttur
var sláandi. Í honum birtast staðreyndir og hann
deilir á þær ótrúlegu útlitskröfur sem dynja á
konum. Í verkinu er spáð í undirrótina á þessum
kröfum: „Konur eiga að hafa sjálfar sig á heil-
ÞAÐ er mikil gróska í nútímadansi á Íslandi og
telst athyglisvert að á ári hverju er haldin heil
danshátíð tileinkuð nútímadansi í borg ekki
stærri en Reykjavík. Á hátíðinni hafa verið
frumflutt sjö dansverk eftir jafnmarga höfunda
ásamt einu gestaverki frá Svíþjóð. Aðsókn
áhorfenda ber vitni um áhuga á listinni og hafa
þær sýningar sem ritari hefur séð verið fluttar
fyrir fullu húsi.
Dansverk Ástrósar Gunnarsdóttur hefst í
anddyri Borgarleikhússins og leiðir áhorfendur
anum þá fá þær ekki áhuga á pólitík eða stjórn-
unarstöðum.“ Höfundur veltir upp spurningum
um kynlífið: Batnar það með stærri brjóstum?
Verkið var vel ígrundað og endir þess sagði
meira en mörg orð. Dansverkið færir nær þær
bjöguðu hugmyndir sem ríkja í garð kvenna.
Það er stígandi í ádeilunni sem styrkir dans-
verkið.
Where do we go from this
Verk Peters fjallar á gamansaman hátt um
erfiðleika sem upp geta komið þegar dansverk
er búið til. Það hefst á fallegum dansi tveggja
bleikklæddra kvenna við klaufalega spilaða tón-
list/hljóð hljómborðsleikara og trommara.
Klaufaskapurinn ágerist og úr verður samræða
og ágreiningur milli tónsmiða og dansara. Tón-
skáldin stíga sporin eins og þau vilja hafa þau og
dansararnir spila eftir eigin eyra, öll í leit að
rétta listaverkinu. Áhorfendur skemmtu sér
konunglega yfir fíflaganginum og sögðu að-
spurðir sína skoðun á verkinu. Ritara fannst
verkið fara vel að stað en fljótlega leysast upp í
vitleysisgang. Þetta heimildarverk um erfiðleik-
ana í sköpuninni var sniðugt á köflum en rétt
eins og leikarinn sem á æfingartímanum mis-
mælir sig og gleymir textanum sínum, vekur
engan sérstakan áhuga.
Þessi þrjú dansverk voru ólík og sýna glöggt
þá breidd sem felst í nútímadansi. Í verkunum
fær margbreytileiki listarinnar notið sín.
Ólík andlit nútímadansins
LISTDANS
Reykjavík Dance Festival
Nútímadanshátíð 2004 3.–11. september.
Án titils
eftir Ástrós Gunnarsdóttur. Lýsing: Kári Gíslason.
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðbjörg Halla
Arnalds, Ástrós Gunnarsdóttir.
The Concept of Beauty
Eftir Nadiu Banine.
Tónlist: Deep Purple. Lýsing: Kári Gíslason. Texti: El-
ísabet Jökulsdóttir. Dansarar: Lovísa Ósk Gunn-
arsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Björn Ingi Hilm-
arsson, Steve Lorenz og Hjördís Lilja Örnólfsdóttir.
Where do we go from this
EFTIR PETER ANDERSON
Tónlist: Davíð Þór Jónsson, Helgi Helgason. Lýsing:
Kári Gíslason. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir.
Lilja Ívarsdóttir