Morgunblaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 34
MENNING
34 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Áskriftarkort á 6 sýnigar
Aðeins kr. 10.700
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Grímuverðlaunin:
Vinsælasta sýning ársins!
Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20,
Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20
THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine
WHERE DO WE GO FROM THIS
e. Peter Anderson
Fi 9/9 kl 20
NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9
MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur
& Ismo-Pekka Heikenheimo
Fö 10/9 kl 20
Lau 11/9 kl 20
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00
Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 9/9 kl 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20,
fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20
Takmarkaður sýningafjöldi
KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN
SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð
Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Fös . 24.09 20 .00 AKUREYRI
„Se iðand i og sexý sýn ing sem d regur
f ram hina r unda r l egustu kennd i r . “
- Va l d ís Gunna rsdó t t i r , útva rpskona -
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
Fim. 9. sept. kl. 19.30
Fös. 10. sept. kl. 19:30
Sun. 12. sept. kl. 19:30
SÍÐUSTU SÝNINGAR:
ATH. 2 AUKASÝN. Vegna
gríðarlegrar eftirspurnar
Fös. 17. sept. kl. 19.30
Lau. 18. sept. kl. 19.30
Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á
að hægt er panta miða með tölvupósti í
miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is.
Erich Wolfgang Korngold ::: Robin Hood
Jón Þórarinsson ::: Þrír mansöngvar
Maury Yeston ::: Kyndarasöngurinn úr Titanic
Marlcolm Arnold ::: Tam O´Shanter, op. 51
Jón Leifs ::: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni
Kurt Weill ::: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni
Stephen Sondheim ::: Broadway Baby úr Follies
Richard Strauss ::: Till Eulenspiegels lustige Streiche
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 9. SEPTEMBER KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einsöngvari ::: Maríus Sverrisson
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Glæsileg byrjun
Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst á fimmtudaginn með glæsi-
legum tónleikum þar sem kynnt er til sögunnar ný íslensk söngstjarna
á hraðri uppleið: Maríus Sverrisson. Maríus hefur gert garðinn frægan
í Þýskalandi undanfarið þar sem hann hefur m.a. verið í lykilhlutverki
í verðlaunasöngleiknum Titanic, sem gekk fyrir fullu húsi í 10 mánuði
samfleytt. Tryggðu þér miða og góða byrjun á menningarvetrinum!
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning
Lau 11/9 kl. 18 NOKKUR SÆTI LAUS
Lau 11/9 kl. 21 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 12/9 kl. 20 NOKKUR SÆTI
SVIK e. Harold Pinter
frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT
2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni
fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi
HÁRIÐ
„tryggðu þér miða“
Stutt- og heimildamyndahátíðinNordisk Panorama verður
haldin hér á landi dagana 24.–28.
september og lítur dagskrá hátíð-
arinnar afar kræsilega út.
Hæst ber keppnina sjálfa en
bæði verða sýndar norrænar
stutt- og heim-
ildamyndir
sem koma til
með að keppa
um verðlaun
hátíðarinnar;
besta norræna stuttmyndin og
besta norræna heimildarmyndin. Í
keppninni taka þátt 41 stuttmynd
og 23 heimildamyndir sem valdar
voru af norrænni dómnefnd úr
450 sem sendar voru til Nordisk
Panorama í ár. Eru þar á meðal
myndir sem þegar hafa unnið til
verðlauna heima fyrir og á al-
þjóðlegum hátíðum. Að mati að-
standenda hátíðarinnar eru veru-
lega sterkar myndir í keppni enda
var þrautin þyngri fyrir dóm-
nefnd að velja úr innsendum
myndum. Því má búast við háum
standard og harðri keppni um
sigurlaunin sem eru hálf milljón
króna í hvorum flokki.
Sérstakan gaum ber að gefa ís-
lensku myndunum sem komust í
keppni að þessu sinni. Þær eru
stuttmyndirnar Peningar eftir
Sævar Sigurðsson, Síðustu orð
Hreggviðs eftir Grím Há-
konarson, Vín hússins eftir Örn
Marínó Arnarsson og Þorkel S.
Harðarson – sem þegar hefur
unnið til verðlauna í stutt-
myndakeppni Grandrokk, Síðasti
bærinn eftir Rúnar Rúnarsson og
Who’s Bardi? eftir Ragnar Braga-
son en Ragnar á enn fremur einu
íslensku heimildamyndina sem
keppir á Nordisk Panorama, Love
is in the Air. Líkurnar á íslensk-
um sigri eru því að ósekju meiri í
stuttmyndaflokknum enda eru ís-
lensku kandídatarnir þar einkar
frambærilegar myndir eftir
nokkra af efnilegustu kvikmynda-
gerðarmönnum landsins um þess-
ar mundir.
En það verður heilmargt meiraí boði þessa fjóra daga sem
hátíðin stendur yfir en sjálf
keppnin. Þannig verða í gangi
ýmsar hliðardagskrár, kaupstefna
með stutt- og heimildamyndir,
fjármögnunarstefna og seminar
þar sem margir heimskunnir
verða meðal fyrirlesara.
Margt áhugaverðra mynda
verður í boði á hliðardagskrám
hátíðarinnar. Þar verða m.a. boð-
ið upp á dagskrá með úrvali ís-
lenskra heimildamynda þar sem
hæst ber frumsýninguna hér á
landi á Reykjavíkurmynd sem Sól-
veig Anspach gerði árið 2000. Þar
verða einnig sýndar myndirnar
Hagamúsin og Hestasaga eftir
Þorfinn Guðnason, oghin marg-
verðlaunaða Brandon Teena
Story eftir Grétu Ólafsdóttur og
Susan Musak svo einhverjar séu
nefndar.
Í dagskránni „Heitar heimild-
armyndir“ verða sýndar nokkrar
af áhugaverðustu heimild-
armyndum síðustu ára í heim-
inum, allt margverðlaunaðar
myndir; m.a. The Corporation og
The Yes Men! sem báðar fjalla um
hinn harða heim alþjóðaviðskipta
og siðferði sem þar ríkir. The
Day I’ll Never Forget er átak-
anleg mynd um umskurð kvenna,
The Story of the Weeping Camel
er saga úr Góbí-eyðimörk Mong-
ólíu, Putin’s Mama sem fjallar um
konu sem kom fram í Rússlandi
1999 og kvaðst vera móðir Pútíns
forseta.
Ólafur Torfason kvikmynda-gagnrýnandi tekur þátt í
undirbúningi hátíðarinnar og hef-
ur því kynnt sér betur en flestir
aðrir þær erlendu myndir sem
sýndar verða á hátíðinni. Hann
segir sérstaka dagskrá helgaða
myndum frá Balkanskaga, alls 16
talsins, einkar áhugaverða. „Þetta
er flott nýjung, við höfum ekki
séð mikið af Balkanskaga ennþá.“
Af heimildarmyndum í keppni
segir hann sérstaklega áhuga-
verða The Moment of Truth
(Stund sannleikans) frá Noregi,
„mynd um konu sem hefur verið
með sömu hárgreiðslu frá barns-
aldri en reynir að breyta til“.
Father to Son (Faðir andspænis
syni) er finnsk mynd sem Ólafur
telur áhugaverða „en hún fjallar
um samskipti feðga, með alvöru
og svörtum húmor“.
Af stuttmyndum í keppninni
telur Ólafur áhugaverðar finnsku
myndina Solitude (Einveru).
„Stuttmynd þar sem maður á
skeri brúkar flaggastafróf.“ Einn-
ar mínútna myndin Famlieport-
rett (Fjölskylduljósmynd) frá Nor-
egi „nýtir formið frábærlega vel“.
„Gjennom mine tykke briller
(Gegnum þykku gleraugun mín)
er stuttmynd eftir Pjotr Sapegin,
Rússa sem sest hefur að í Noregi
og gert margar alveg stórgóðar
ræmur. The Yellow Tag (Guli
merkimiðinn), 6 mín. stuttmynd
eftir Jan Troell frá Svíþjóð, einn
þekktasta leikstjóra Svía um ára-
tuga skeið fjallar um andstæð-
urnar í reglugerðarverki ESB og
hefðbundinnar sveitasælu. Adrift
(Á reiki), 9 mín. stuttmynd eftir
Inger Lise Hansen, Noregi, afar
flott og sérstæð landslags- og
veðrunarstúdía frá Svalbarða og
Þrándheimi.“
Af myndunum utan keppni
nefnir Ólafur sérstaklega tvær
myndir; The Corporation (Fyr-
irtækið) eftir Joel Bakan, Jennifer
Abbot og Mark Achbar, mynd sem
„reynir að sálgreina fyrirbærið
fyrirtæki eins og persónu og
kemst að því að því hættir til sið-
blindu“, og The Story of the
Weeping Camel, (Sagan af grát-
andi kameldýrinu) frá Góbí-
eyðimörkinni í Mongólíu eftir
heimakonuna Byambasuren
Davaa og Ítalann Luigi Falorni.
Kvikmyndir í víðsjá
’Að mati aðstandendahátíðarinnar eru veru-
lega sterkar myndir í
keppni enda var þrautin
þyngri fyrir dómnefnd
að velja úr innsendum
myndum.‘
AF LISTUM
eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Er þetta móðir Pútíns forseta? Svarið fæst e.t.v. á Nordisk Panorama.