Morgunblaðið - 08.09.2004, Qupperneq 36
MENNING
36 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÓKEI, ef þér finnst hún svona góð
segðu mér þá hvað er að gerast í
myndinni. Ekkert. Nákvæmlega
ekkert.“ Gagnrýnandi heyrði samtal
tveggja ungra vinkvenna sem ekki
voru á eitt sáttar um ágæti banda-
rísku myndarinnar Fyrir sólsetur.
Önnur kunni greinilega að meta
hana en hinni fannst ekkert gerast.
Auðvitað hefur hún rétt fyrir sér
upp að vissu marki. Það gerist ekki
mikið í myndinni. Ekkert meira og
merkilegra en í lífinu sjálfu. En það
er einmitt það sem gerir Fyrir sól-
setur svo einstaka mynd í hugum
okkar sem endrum og sinnum vilj-
um fá að sjá smáraunsæi í bíó, eitt-
hvað sem gerist í alvöru.
Gömul kynni gleymast ei. Þau
kynntust fyrir níu árum. Það var
sumarið ’94 um borð í lestinni milli
Búdapest og Vínar. Hún frönsk,
hann bandarískur. Hún Celine,
hann Jesse. Þau féllu hvort fyrir
öðru og eyddu saman 14 stundum,
áttu saman ástarfund til sólarupp-
rásar. Þá skildu leiðir með þeim
skilaboðum að þau myndu finna
hvort annað í Vín, á ákveðnum stað,
ákveðinni stund. Hann mætti, hún
ekki.
Nú, í bókabúð í miðborg Parísar,
þar sem hann er að árita skáldsögu
sína sem byggist á örstuttu en ör-
lagaríku sambandi þeirra, liggja
leiðir þeirra saman. Og þau hafa
tíma til sólseturs. Þar til hann þarf
að ná flugvél aftur heim til Banda-
ríkjanna. Eins og forðum smella
þau líka saman. Geta talað um allt,
eins og sálufélagar. Heimsmálin,
listirnar, ástina, fortíð sína og fram-
tíð. Þau ræða starf hennar við þró-
unaraðstoð í þriðja heiminum. Rit-
list hans. Allt ákaflega meðvitað og
upplýst. Öruggt. Bæði 32 ára. Hann
giftur og á eitt barn. Hún í sam-
bandi. Bæði orðin þroskaðri, vitrari
og víðsýnni. Bæði vansæl, með stórt
tómarúm í hjartanu. Stóra ástin
verður ekki umflúin. Fyrir sólsetur
er einhver raunsæjasta, sannasta
og fyrir vikið ljúfasta ástarsaga sem
hægt er að hugsa sér. Ekki vegna
þess hversu oft þau kyssast og kela.
Ekki út af einhverjum langsóttum
rómantískum látalátum, ættuðum
úr bíóheimum. Heldur vegna þess
að maður trúir því að þetta fólk geti
í alvörunni fellt hugi saman annars
staðar en á hvíta tjaldinu. Þetta er
alvörufólk, með alvörukenndir. Al-
vöruvonir og -væntingar. Þau ræða
á eðlilegum nótum um eðlilega hluti
– jafnvel þótt tilgerðarlegir og full-
meðvitaðir verði á köflum.
Lykillinn felst í spunanum. Leik-
stjórinn Linklater (School of Rock,
Dazed & Confused) og leikararnir
Hawke og Delphy – sæt og innilega
sannfærandi – unnu handritið, sam-
tölin, saman og notuðu sín eigin eðl-
islægu viðbrögð, sinn eigin reynslu-
brunn. Þannig ku víst – sé viljinn
fyrir hendi – vera hægt að greina
visst uppgjör Hawkes við hans eigið
hjónaband við Umu Thurman.
Hvort sem það á við rök að styðjast
eður ei þá er mjög auðvelt að trúa
því, því hér eru allar tilfinningar, öll
viðbrögð trúanleg og þar liggur
styrkur þessarar bestu myndar
Linklater til þessa. Gott dæmi um
þennan styrk, þessa næmi Linklat-
er, er ægifagurt atriði, þrungið til-
finningu, þar sem þau ganga sam-
an, Claire og Jesse, upp stigann í
íbúð hennar. Þau segja ekkert en
um leið allt. Hún ætlar að hleypa
honum inn fyrir þröskuldinn. Inn
fyrir landamærin. Af hlutlausa
svæðinu, strætum Evrópu, á henn-
ar. Og þá verður aldrei aftur snúið
– eða hvað? Endalokin eru sem fyrr
galopin. Óvænt. Gleðileg en um leið
ergjandi. Fullkominn endir á nær
fullkominni ástarsögu. Á eftir sól-
arupprás kemur alltaf sólsetur. Og
sólarupprás að nýju.
Fyrir sólarlag er eins raunsæ og
ástarsögur á hvíta tjaldinu geta
orðið.
Sönn ást
KVIKMYNDIR
Háskólabíó – bandarískir
indíbíódagar
Leikstjóri: Richard Linklater. Handrit:
Richard Linklater, Julie Delphy, Ethan
Hawke. Aðalhlutverk: Julie Delphy, Ethan
Hawke. 80 mín. Bandaríkin 2004.
Fyrir sólsetur (Before Sunset)
Skaprhéðinn Guðmundsson
Ethan Hawke og Julie Delphy bjuggu til samtölin í Fyrir sólsetur ásamt
leikstjóra myndarinnar Richard Linklater.
SJÓNVARPSKONAN Barbara
Walters, einn af stjórnendum
fréttaþáttarins 20/20 á sjónvarps-
stöðinni ABC í Bandaríkjunum,
hyggst hætta störfum við þáttinn.
Walters er 75 ára og þykir ein
fremsta fréttakona heims. Und-
anfarin 25 ár hefur hún komið að
gerð þáttarins 20/20 og hefur á
ferlinum meðal annars tekið viðtöl
við Fidel Castro árið 1977, Michael
Jackson árið 1997 og Monicu Lew-
insky árið 1999, en meira en 48
milljónir áhorfenda fylgdust með
síðastnefnda viðtalinu í sjónvarps-
þættinum.
Walters segist þó ekki ætla að
hætta störfum í sjónvarpi, hún mun
taka nokkur viðtöl á ári fyrir
fréttastofu ABC og koma áfram
fram í þættinum The View, spjall-
þætti sem hún átti frumkvæði að.
„Ég vildi hætta á toppnum,“ sagði
hún um ákvörðun sína.
Barbara
Walters
hættir í 20/20
Barbara segir bless.