Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 37

Morgunblaðið - 08.09.2004, Page 37
FÆTUR þýsku fyrirsætunnar Heidi Klum hafa verið metnir á litlar 130 milljónir króna. Upp- boðshaldarinn Phillips De Pury & Company var feng- inn til að verðleggja fætur fyrir raftækjaframleiðand- ann Braun, sem mun tryggja fæturna á meðan Klum auglýsir nýja háreyð- ingarframleiðslu fyrirtækins. Lengd, lögun, fágæti og aug- lýsingagildi fótleggja Klum réð verðmatinu. „Eftir að hafa verðlagt dauða hluti í 15 ár þá var það kærkomin tilbreyting að verðmeta eitthvað lifandi – og ég dáist sérstaklega að útlínum þessa sköpunarverks,“ seg- ir tryggingasérfræðingurinn John Souglides. Fæturnir á Kum eru ekki einu líkamshlutarnir sem tryggðir eru upp í topp. Gjarnan eru fætur knattspyrnu- stjarna tryggðir; þannig eru fót- leggir Davids Beckhams tryggðir fyrir rúma 5 milljarða króna á með- an rokkarinn Bruce Springsteen fengi 435 milljónir króna ef hann missti röddina. Þá gerði leikkonan og söngkonan Jennifer Lopez alla agndofa er hún lýsti yfir að hún fær tæpa 2 milljarða króna ef afturendi hennar hlýtur skaða. Rándýrir fótleggir á Klum blessaðri. Eins gott að hún misstígi sig ekki. MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 37 Ég kem eftir 2 daga Girl Next Door Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir ástina. Frumsýnd 10. september í Smárabíói og Laugarásbíói - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Portúgal 21. september frá kr. 19.990 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til Portúgal í september í vikuferð á hreint ótrúlegum kjörum. Í Portúgal getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu. Verð kr. 39.890 á mann M.v. 2 saman í gistingu í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Verð kr. 29.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Verð kr. 19.990 á mann Flug og flugvallarskattar. Flugsæti kr. 32.600/2 = kr. 16.300. Skattar kr. 3.690. MANNI fannst það nú ekki merki- legar fréttir þegar maður heyrði af útgáfu þessarar plötu. Prodigy sneri aftur fyrir tveimur árum með slöppu lagi („Baby’s Got a Temp- er“) og maður klóraði sér því í hausnum. Til hvers? En … þegar litið er til fyrri platna Prodigy, einkum hinna stór- góðu Music for the Jilted Generation (’95) og The Fat of the Land (’97), þá leyfir maður sér auðvitað að vona. En vonin sú fór fyrir lítið. Hér er að finna kunnuglega takta, kunn- uglegar tilraunir til að koma stuð- inu í gang en flestallt er fremur flatt („Wake Up Call“ og „Med- usa’s Path“ minna þó á glæsta for- tíð). Að fá fræga gestasöngvara til liðs við sig að hætti UNKLE og Chemical Brothers gengur heldur ekki upp. Liam Gallageher og Jul- iette Lewis gera ekkert fyrir plöt- una. Svo má ekki gleyma að þeir Maxim og Keith Flint eru fjarri góðu gamni og þó að Liam Howlett sjái um alla tónlist þá áttu þeir tveir (og dansarinn Leeroy) mestan þátt í að sveipa Prodigy ein- hverjum sjarma, eitthvað sem er víðsfjarri hér. Liam okkar Howlett virðist ekki hafa mikið til málanna að leggja í heimi samtíma raf- tónlistar. Þetta er eins og þegar Stone Roses sneri aftur með Second Coming árið 1994, fimm árum eftir að sveitin átti breska nýbylgju- rokkið. Sú plata er skítsæmileg svo sem en þeirra tími var liðinn. Það sama er uppi á teningnum hér. Erlendar plötur The Prodigy – Always Out- numbered, Never Outgunned  Arnar Eggert Thoroddsen Púðurskot að mestu Fólk í fréttum | Fræga fólkið hefur dýra líkamshluta Fótleggir tryggðir fyrir 130 milljónir króna Reuters LEIKSTJÓRINN Michael Moore vill að nýjasta mynd sín, Fahr- enheit 9/11, keppi um Ósk- arsverðlaunin í flokki bestu mynda, en ekki í flokki heimild- armynda, á næsta ári, að því er greint er frá í frétt BBC. Myndin, sem er hörð ádeila á stefnu George W. Bush, Bandaríkja- forseta, er orðin sú tekjuhæsta í sögu heimildarmynda. Moore sagðist vonast til þess að myndin yrði sýnd í sjónvarpi fyrir forsetakosningarnar vestra í nóv- ember, svo „hún næði til eins margra og hægt væri“. Samkvæmt reglum um Ósk- arsverðlaunin, mætti myndin ekki keppa um titilinn besta heimild- armyndin, yrði hún sýnd í sjón- varpi, en ekki væri útilokað að hún keppti um að verða valin besta myndin. Moore sagði að bestu „Ósk- arsverðlaun“ sem hann gæti hlotið væru að Bush tapaði í kosning- Moore vill Fahrenheit í sjónvarp sem fyrst Reuters Michael Moore var meinaður að- gangur að flokksþingi Repúblík- ana í New York um daginn. unum og bætti við að hann hefði „ekki gefið upp von“ um að reyna að fá myndina sýnda í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Sagðist hann ekki viss um að hægt væri að fá myndina sýnda í sjónvarpi en sagðist vonast til að það fengist fram. Þess vegna hefði hann ákveðið að leggja myndina ekki fram í flokki heimildamynda fyrir Óskarsverðlaunin. Lítur ekki á myndina sem heimildarmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.