Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 5.45. Nicole Kidman Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Yfir 25.000 gestir! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. NOTEBOOK NOTEBOOK NOTEBOOK HJ MBL "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Kem í bíó 10 sept kl. 4, 6, 8 og 10. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Mjáumst í bíó! Óvenjuleg danssýning verð-ur í Laugardalshöllinnimeð Pilobolus-dansleik-húsi í mars á næsta ári. Þetta er mögnuð sýning sem manns- augað á bágt með að trúa, segir í til- kynningu. „Við erum ótrúlega stoltir og ánægðri að hafa náð að koma þeim til landsins því þau eru bókuð vel út árið 2006. Þau ferðast alveg stanslaust um heiminn en það eru sex dansarar í hópnum, tvær konur og fjórir karlar,“ segir Ísleifur Þór- hallsson skipuleggjandi. „Við erum alltaf með augun opin fyrir alls konar atburðum sem eru spennandi,“ segir Ísleifur. „Á árinu höfum við boðið uppá tónleika með Sugababes og Lou Reed sem heppn- uðust frábærlega og erum ekki í vafa um að þessi gerólíki viðburður eigi eftir að fá álíka góðar viðtökur.“ Höfðar til breiðs hóps „Þetta er í senn list og hámenning. Sýning sem er samt að höfða til mjög breiðs hóps. Hún er fyrir allan aldur og bæði kyn. Dansararnir eru frægir fyrir það að ná upp góðri stemningu í salnum,“ segir hann en ekki er óal- gengt að áhorfendur láta í sér heyra á sýningum Pilobolus; fagnaðarlæti brjótast oft út með tilheyrandi hlátrasköllum og klappi, þannig að stundum er eins og um rokktónleika sé að ræða. „Þú trúir ekki eigin augum og hvernig þau fara að þessu. Þú skilur ekki hvernig einn maður getur verið með fjóra á bak- inu og hlaupið um sviðið,“ segir hann en þessi lýsing ber vitni um hversu óvenjulegur dansflokkur þetta er. Pilobolus kemur til Íslands með lítinn her tæknimanna og nokkur tonn af græjum. Ísleifur segir að miklar kröfur séu gerðar til alls að- búnaðar í Höllinni, hvort sem um er að ræða aðstöðu dansaranna eða áhorfenda. Tvö þúsund númeruð sæti í boði Frágangur á sviði skal til að mynda fullnægja ýtrustu kröfum og tryggt verður að allir áhorfendur í Höllinni sjái allt sem fram fer jafn- vel. Af þeim sökum verða aðeins um 2.000 númeruð sæti í boði þegar kemur að miðasölu. Pilobolus er sérstök danssýning þar sem dans, fim- leikar, list og vísindi renna saman í eitt. „Eitt helsta ein- kenni þeirra er að tengja saman lík- ama sína og nota þannig lögmál eðlisfræðinnar til framkvæma eitthvað sem fólki finnst að eigi að vera algjörlega ómögulegt og hefur aldrei séð áður. Dans- ararnir virðast vaxa hver úr öðrum, stafla sér upp og mynda lifandi listaverk,“ segir í tilkynningu en list og skemmtun eru sögð sameinast í sýningu sem er til skiptis draugaleg, erótísk og fyndin, en alltaf ótrúleg. Tónlist er mikilvægur þáttur sýn- ingarinnar. Pilobolus hefur í gegn- um tíðina fengið aðila á borð við Brian Eno og David Byrne til samstarfs við sig og áhorfendur mega búast við því að heyra tónlist frá sveitum eins og Primus, Radio- head og Squarepusher. Varð til fyrir slysni Dansleikhúsið hefur starfað í rúm- lega þrjá áratugi og hefur ferðast um allan heim og hlotið hvarvetna lof gagnrýnenda og áhorfenda. Pilobol- us varð til fyrir hálfgerða slysni árið 1971 þegar nokkrir nemendur í Dartmouth- háskóla í Bandaríkj- unum ákváðu að skella sér á eina dans- námskeiðið sem var í boði. Kennarinn Alison Chase var þá 24 ára gömul og segir að ekkert hafi gengið að kenna þessu fólki að dansa. „Þetta var hörmung. Þannig að ég datt niður á aðra lausn, að kenna þeim að búa til dans,“ segir Chase. „Þetta var eins og að gefa okkur málningu og pensla og sjá hvað ger- ist,“ er haft eftir Robby Barnett, sem var í upphaflega hópnum. „Við fengum hráefni og fórum að leika okkur. Það vildi bara svo til að hrá- efnið var okkar eigin líkamar.“ Upphófst þá ævintýrið. Nemend- urnir lærðu að sameina líkama, klifra hver yfir annan, hoppa, sveifla sér, fljúga, lyfta og fleygja hver öðr- um út um allt. Þeir skýrðu þennan dans Pilobolus. Nemendasýning var tekin upp á myndband og í kjölfarið bauðst þeim að halda sýningu í New York. Sú sýning fékk afbragðsdóma í New York Times og vakti athygli Charles Reinhart, yfirmanns einnar virtustu danshátíðar heims, Americ- an Dance Festival. Síðan þá hefur Pilobolus vakið enn meiri athygli og er skemmst að minnast ítarlegrar umfjöllunar bandaríska fréttaskýr- ingaþáttarins 60 Minutes um hópinn. Stofnendur Pilobolus eru nú orðn- ir listrænir stjórnendur og ný kyn- slóð dansara hefur verið þjálfuð upp. Aðeins sex manneskjur í heiminum eru nú fullfærir Pilobolus-dansarar og eins og áður sagði verða þeir allir á sviði Laugardalshallarinnar í mars. www.pilobolus.com www.event.is ingarun@mbl.is ’Dansararnir virðastvaxa hver úr öðrum, stafla sér upp og mynda lifandi listaverk.‘ Trúir ekki eigin augum Dans | Pilobolus-dansleikhús í Laugardalshöllinni 10. mars 2005

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.