Morgunblaðið - 08.09.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 41
H
rin
gb
ro
t
Fyrir tuttugu árum komþriðja plata ísfirsku rokk-sveitarinnar Grafík, Get égtekið cjéns, út. Plöturnar á
undan, Út í kuldann (’81) og Sýn
(’83) þóttu í tormeltara lagi þó að
ótvíræðir hæfileikar skinu þar í
gegn. Á Get ég tekið cjéns small hins
vegar allt saman, ekki síst vegna til-
komu ungs og einkar sjarmerandi
söngvara að nafni Helgi Björnsson.
Á plötunni er m.a. að finna lögin
„Þúsund sinnum segðu já“, „16“ og
„Húsið og ég (Mér finnst rigningin
góð)“, lög sem áttu eftir að njóta
óhemju vinsælda og lifa þau góðu lífi
enn þann dag í dag.
Loksins endurútgefin
Fyrir stuttu var platan endur-
útgefin af R&R Music, útgáfufyr-
irtæki Rafns heitins Jónssonar, sem
var trymbill Grafíkur alla tíð. Platan
var endurhljómjöfnuð af Bjarna
Braga í Írak af tilefninu. Vegna
þessa ætlar endurreist Grafík að
fagna í Austurbæ á morgun með
hljómleikum en svipaðir tónleikar
voru haldnir á Ísafirði í júlí síðast-
liðnum. Sveitin er nú skipuð þeim
Haraldi Þorsteinssyni, Hirti Hows-
er, Agli Erni Rafnssyni, Helga
Björnssyni og Rúnari Þórissyni.
„Þetta situr þarna allt saman,“
segir Rúnar sem stofnaði Grafík á
sínum tíma ásamt Rabba og Erni
Jónssyni þegar hann er spurður
hvernig það sé að rifja upp tuttugu
ára gömul gítarriff. „Þetta er eig-
inlega eins og að læra að hjóla.“
Rúnar segir þetta auk þess vera
dálítið sérstakt, en hann hefur ekki
komið nálægt popp- og rokkbrans-
anum svo mælanlegt sé síðan 1987.
Það sé því gaman að fást við þetta á
nýjan leik. Þegar blaðamaður hring-
ir í Rúnar er hann staddur á miðri
æfingu fyrir tónleikana og segir
hann að vel gangi að dusta það ryk
af sem upp hefur safnast síðan í
sumar.
„Við tókum Get ég tekið cjéns upp
í Hljóðrita ásamt Sigurði Bjólu,“
rifjar Rúnar upp. „Sjálfum finnst
mér hún vera vel heildstæð svona
eftir á að hyggja og það er líka
ástæða fyrir því af hverju svo er.
Hún var nefnilega kláruð í þriggja
vikna striklotu, nánast frá því hún
var samin og að því að hún kom í
búðir. Þetta var stíft ferli sem eftir á
að hyggja borgaði sig vel.“
Lögin smullu inn
Ásgeir Tómasson, fréttamaður á
Ríkisútvarpinu og poppfræðingur,
man gjörla eftir útkomu plötunnar.
„Á þessum árum var Rás 2 að slíta
frumbernskuskónum ef svo má
segja,“ segir Ásgeir. „Og þetta var
með því útvarpsvænasta sem maður
heyrði. Lögin smullu inn. Mig minn-
ir að Kókostré og hvítir mávar (eftir
Stuðmenn) hafi verið helsti keppi-
nautur plötunnar (hlær).“
Ásgeir segir að platan hafi komið
þó nokkuð á óvart því sveitin hafi kú-
vent úr kuldarokki yfir í tónlist fyrir
fjöldann.
„Maður heyrði þó á hinum tveim-
ur plötunum að þetta voru eldklárir
strákar,“ bætir hann við. „Get ég
tekið cjéns var grípandi án þess að
þetta væri einhver froða. Maður
setti hljómsveitina ósjálfrátt í hóp
með því erlenda gáfumannapoppi
sem tíðkaðist þá. Hún stóð fyllilega
undir þeim stimpli.“
Mikill akkur í Helga
Heimir Már Pétursson skrifaði
um tónlist fyrir Þjóðviljann í eina tíð
og þekkir feril Grafíkur vel og er
auk þess frá sama bæ og hljóm-
sveitin.
„Jú, þessi plata var auðvitað tölu-
verð breyting frá því sem áður hafði
verið,“ segir Heimir. „En þarna
fannst mér eins og hljómsveitin væri
búin að ná öllum vopnum sínum.
Hún var orðin öruggari og búin að
ydda stílinn til ef svo má
segja. Platan var fyrsta
Grafíkurplatan sem bjó
yfir heildarbrag og nú
var ekki lengur verið að
gera tilraunir því að nið-
urstaðan úr fyrri til-
raunum var greinilega
komin!“
Heimir segir auk þess að mikill
akkur hafi verið í Helga, enda mikill
karakter þar á ferð.
„Grafík hefðu reyndar getað farið
í aðra og þyngri átt. Það var allt opið
af síðustu plötu þar á undan að
dæma. Á Get ég tekið cjéns sam-
hæfðu þeir einkar vel vandaðan
hljóðfæraflutning og innsæi fyrir
góðum popplögum, eitthvað sem fer
ekki alltaf saman. Þeir vissu alveg
hvað þeir voru að gera.“
Tónleikar | Grafík fagnar tímamótum
Ljósmynd/Björg SveinsdóttirLiðsmenn Grafíkur 2004 ásamt Rabba.
Grafík (Helgi, Rabbi og Rúnar) bregða á leik. Myndin er
tekin í kringum 1986.
Afmælistónleikarnir fara fram í
Austurbæ á morgun, fimmtudag.
Miða er hægt að nálgast í síma
5112255, á concert.is og á Hard
Rock Café.
arnart@mbl.is
Aftur komnir
á cjéns
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.20
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.50 og 6. Ísl tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára.
Þeir hefðu átt að láta hann í friði.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
S.V. Mbl.
HP. Kvikmyndir.com
Kemur steiktasta grínmynd ársins Kemur steiktasta grínmynd ársins
KRINGLAN
sýnd kl. 5.50
KRINGLAN
sýnd kl. 8 og 10.20.
KRINGLAN
sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára
Julia Stilesli il
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6.
The
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10. B.i 14 ára.
Ó.H.T Rás 3.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6 og 8