Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín!                        !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1       / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *(&) *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .8(  .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/$ // >.8)!#       !  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!                  >  >     >    > > > >  > > > >  > > !4 "#  4   $! >  >  >   >    > >   > >   >  >  >   > > >   >   > > >   >  > >    > > > > >  > > > > > > > @ > AB @ > AB @ > AB @ > AB @  AB > @ > AB @ AB @ > AB @ >  AB > @ AB @ > AB @ > AB > > @ > AB > @ AB > > @ > AB @ > AB > @ > AB @ AB > > > > @ >AB > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $ $  $ $ $  $  $ $$  $ $ $ $ $  $  $  $ > $ >  $ $ > $ $  > $  > >  > > > >   > >                     >           >  > >                          >         >  >           =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&                >  >   >  >  > >  > > > >  > > 9 &F .GH  )&*+, )&)-. /)0) /-01 A A <.? I J ,&.)2 1&*1, -0- /-0. A A K K  -,J 1&.33 2)) /-0. 4-0, A A *J 9 ! 522 )-&23* /-0) 4-0* A A LK?J IM 6"! 1&352 *&3.. 4-05 4-05 A A ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Samnorræn ráðstefna um at- vinnuþróun og nýsköpunarstarf í landsbyggðahéruðum á Norð- urlöndunum verður haldin á Ak- ureyri í dag á vegum Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri, Byggðarannsóknastofn- unar Íslands og Impru – nýsköp- unarmiðstöðvar. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Í DAG ● FYRSTA vörusendingin úr nýrri vöru- miðstöð Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík var afhent síðastliðinn mið- vikudag, tæpum tveimur vikum eftir að flutningur hófst formlega í húsið. Það var Kristján Eggert Gunnarsson, forstjóri Gunnars Eggertssonar hf., sem tók við fyrstu vörunum úr vöru- miðstöðinni, sem Halldóra Káradótt- ir, deildarstjóri vöruhúsadeildar af- henti honum. Vörusendingin var pappír frá Svíþjóð fyrir íslenskan prentiðnað, aðallega í jólakort. Fyrsta sendingin frá vörumiðstöð Samskipa ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR heldur út- boð til endurkaupa á húsbréfum þriðjudaginn 26. október næstkom- andi. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu frá sjóðnum í gær. Óskar Íbúða- lánasjóður eftir því að kaupa útistandandi húsbréf úr öllum flokk- um húsbréfa. Hins vegar áskilur sjóð- urinn sér rétt til þess að hafna til- boðum í heild eða taka tilboðum að hluta. Öllum er heimilt að gera sölu- tilboð í húsbréf að því tilskildu að lág- marksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Þetta útboð Íbúðalánasjóðs er frá- brugðið sams konar útboði sjóðsins í síðasta mánuði hvað það varðar að nú er ekki hámark á verðtilboðum eins og var þá. Það er m.ö.o. ekki sett sem skilyrði að lágmarksávöxtunarkrafa tilboða sé jöfn nafnvöxtum bréfanna, eins og var í útboði Íbúðalánasjóðs í september. Íbúðalánasjóður greindi frá því um miðjan þennan mánuð að sjóðurinn mundi í framtíðinni nýta sér heimild sem hann hefði til hraðari útdráttar húsbréfa, eftir því sem uppgreiðslur húsbréfalána gæfu tilefni til. Útdrátt- urinn verður bundinn við þá hús- bréfaflokka sem uppgreidd lán svara til. Gerir Íbúðalánasjóður ráð fyrir að beita slíkum aukaútdrætti til að jafna sjóðstreymi sjóðsins vegna upp- greiðslna. Í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka segir að það sé ljóst að útdrátt- arheimildin dugi Íbúðalánasjóði ekki til að mæta hraðari uppgreiðslum eldri lána. Sjóðurinn muni því einnig nýta sér heimild til kaupa á eigin bréf- um eftir þörfum. „Endurkaup hús- bréfa og umframútdráttur endur- spegla miklar uppgreiðslur í húsbréfakerfinu frá því að bankarnir hófu að bjóða verðtryggð lán á sam- bærilegum kjörum og Íbúðalánasjóð- ur,“ segir Greining Íslandsbanka. Uppgreiðslur í húsbréfakerfinu ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í Kaup- höll Íslands í gær um 0,21% og var lokagildi hennar 3.827 stig. Alls námu viðskipti með hlutabréf 2,8 milljörðum, þar af voru nær 1,7 millj- arða viðskipti með hlutabréf í Lands- banka Íslands. Mest hækkun var á hlutabréfum í Granda, eða 5,71%, og hlutabréfum í SÍF, eða 2,85%, en fremur lítil viðskipti voru með hvort félag um sig. Mest lækkun var á hlutabréfum í Samherja 2,99% og hlutabréf í Marel lækkuðu um 2,8%. Mikil viðskipti með Landsbankabréf BRESKI milljarðamæringurinn Philip Green fær 460 milljónir punda greiddar í arð frá tísku- verslanakeðjunni Arcadia, en það svarar til 58,4 milljarða ís- lenskra króna. Arcadia, sem rekur m.a. Topshop- og Miss Selfridge- tískuverslanirnar, mun alls greiða 500 milljónir punda, eða 63,5 milljarða króna í arð eftir að fyrirtækið greiðir upp 807 milljóna punda lán frá breska bankanum HBOS, fjórum árum á undan áætlun. Green og fjöl- skylda hans eiga 92% hlutafjár í Arcadia og fær greiddan arð í hlutfalli við það. HBOS-bankinn á 8% hlut í fyrirtækinu og fær í sinn hlut 40 milljónir punda, eða 5 milljarða króna. Philip Green keypti Arcadia fyrir réttum tveimur árum á 850 milljónir punda í kjölfar yfir- tökutilboðs, en þar af var fimmtungshlutur keyptur af Baugi Group. Baugur reyndi yfirtöku Baugur hafði í upphafi sama árs, 2002, reynt yfirtöku á Arcadia en tókst ekki að fjármagna hana. Við- ræðum Baugs og Arcadia var slitið í febrúar. Philip Green var einn þeirra sem leitað var til eftir fjár- magni og áhugi hans hafði verið vakinn. Fór svo að Green og Baug- ur sömdu um það í ágúst sama ár að skipta Arcadia með sér og hófu að bjóða í fyrirtækið. Daginn sem formlegt tilboð var lagt fram í Arcadia, 28. ágúst 2002, gerði rík- islögreglustjóri húsleit í höfuð- stöðvum Baugs á Íslandi vegna meints fjárdráttar stjórnenda fé- lagsins frá hluthöfunum. Tveimur dögum síðar lýsti stjórn Arcadia því yfir að hún tæki ekki til íhugunar neinn samning sem gengi út á að selja hluta fyrirtækisins til Baugs. Málum lyktaði með því að Baugur seldi Green hlut sinn í Arcadia og hann tók yfir fyrirtækið. Nam hagnaður Baugs af fjárfestingunni í Arcadia um 8 milljörðum króna eftir skatta og kostnað. „Húsleitin spillti kaupunum“ Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs sagði síðar í samtali við Morgunblaðið að Philip Green, Deutsche Bank, stjórnendur Arcadia og fleiri gætu staðfest að húsleit rík- islögreglustjóra hafi orðið til þess að upp úr samstarfi Baugs og Philip Green um kaup á Arcadia slitnaði. Taldi Jón Ás- geir á þeim tíma að Baugur hefði orðið af 31 milljarði króna vegna þessa. Meint fórnarlömb, þ.e. hluthafarnir í Baugi, hafi með þessu orðið að fórnar- lömbum. Um Green sagði Jón Ásgeir eft- ir að viðskipti þeirra voru um garð gengin: „Green veit hver lét hann fá lykilinn að Arcadia og hann mun meta það. Við komum með hugmyndina inn á borð til hans og allar upplýsingar á sínum tíma.“ Í góðum málum Philip Green hefur hagn- ast vel á yfirtökunni á tískuverslanakeðj- unni Arcadia Group. Green fær 58 millj- arða í arð af Arcadia ÁLFRAMLEIÐANDINN Alcoa hefur tilkynnt um breytingar á stjórnskipulagi sínu og er mark- miðið með þeim að laga fyrirtækið betur að alþjóðamörkuðum. Fyr- irtækinu er skipt upp í sex svið sem hvert sinnir tilteknum verk- efnum, hvar sem er í heiminum. Að sögn Hrannar Pétursdóttur, starfsmanna- og kynningarstjóra Alcoa á Íslandi, hafa breytingarnar engin áhrif á starfsemi Alcoa hér á landi. Kevin Lowery, upplýsinga- fulltrúi hjá Alcoa, segir einu breyt- ingarnar sem tengist Íslandi á ein- hvern hátt vera þær að á frumvinnslusvið Alcoa, sem Bernt Reitan stýrir og íslenska starfsem- in heyrir undir, flytjist fleiri verk- efni. Frumvinnsla áls í Evrópu og Suður-Ameríku er nú einnig á ábyrgð Reitan. Alain Belda, forstjóri Alcoa-sam- stæðunnar, segir í fréttatilkynn- ingu að nýtt stjórnskipulag opni tækifæri til enn meiri lækkunar á kostnaði en verið hefur, aukinnar framleiðni og vaxtar fyrirtækisins. „Alþjóðavæðingin heldur áfram að hafa áhrif á starfsemina. Þessar breytingar sem við ger- um nú gera fyrirtækið kvikara í hreyfingum á sveiflukenndum markaðnum og gera okkur kleift að nýta betur framleiðslugetu okk- ar á alþjóðavettvangi,“ segir Belda. Breytingar hjá Alcoa hafa engin áhrif hér ● ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt í Hæstarétti til að greiða Atlants- skipum ehf. 750.000 krónur í máls- kostnað vegna máls sem höfðað var vegna skilyrða sem forvalsnefnd ut- anríkisráðuneytisins setti fyrir þátt- töku í útboði um sjóflutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Deilt var um lögmæti þessara skil- yrða til þátttöku í útboðinu en í reglu- gerð þar um sagði að í orðunum „skip sem íslensk skipafélög gera út“ í samningi ríkjanna um sjóflutn- inga fælist, að skipin skyldu vera undir yfirstjórn og yfirráðum ís- lenskra skipafélaga. Íslensk skipa- félög skyldu því hafa húsbóndavald yfir áhöfn skipanna og ráðning- arsamband við áhöfn þess. Atlantsskip héldu því fram að fyrir síðara hluta ákvæðisins væri engin stoð í lögunum. Hæstiréttur við- urkenndi að forvalsnefnd hefði verið óheimilt að setja þessi skilyrði fyrir valinu. Talið var að Atlantsskip upp- fylltu öll ákvæði laga um hvað teldist íslenskt skipafélag og að í hinu um- deilda ákvæði væri fólgin takmörkun á því hvaða rekstrarfyrirkomulag mætti vera á útgerð skipanna. Laga- heimild til setningar hins umdeilda skilyrðis hefði því ekki verið fyrir hendi. Hæstiréttur dæmir Atlantsskipum í vil PORTÚGALSKA flugfélagið YES Charter Airlines hefur tekið á leigu eina af breiðþotum Loftleiða Ice- landic, dótturfélags Flugleiða. Um er að ræða leigu á Boeing 767- 300-breiðþotu og áhöfnum auk við- halds og trygginga. Samið var til 6 mánaða með möguleika á framleng- ingu, að því er segir í tilkynningu. YES Charter Airlines er í eigu portúgalska ríkisflugfélagsins TAP- Air Portugal og Viagens Abreu, sem er stærsta ferðaskrifstofa Portú- gals. Félagið annast leiguflug fyrir ferðaskrifstofur og ferðaheildsala. Loftleiðir Icelandic annast öflun leiguverkefna og á þess vegum ann- ast Icelandair nú verkefni fyrir aðila í Norður-Ameríku og Evrópu með fimm Boeing 757-flugvélum og tveimur Boeing 767-breiðþotum sem reknar eru á flugrekstrarskírteini Icelandair. Í umfjöllun Innherja um Loftleiðir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var félagið rangnefnt. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. YES leigir breið- þotu af Loftleiðum Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.