Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 49
MENNING
„MATTHÍAS Viðar ætlaði að skrifa
tvær bækur um Héðin Valdimars-
son en féll frá í miðjum klíðum
verksins. Þetta fyrra bindi er því
ansi mikil forsaga að starfsævi
Héðins og endar þegar hann kemur
heim úr námi frá Kaupmannahöfn,
og er fullur af áhuga á að takast á
við lífið,“ segir Sigurður Gylfi
Magnússon einsögufræðingur um
nýútkomna bók Matthíasar Viðars
Sæmundssonar, Héðinn, Bríet,
Valdimar og Laufey. Fjölskylda og
samtíð Héðins Valdimarssonar sem
JPV útgáfa gefur út.
Í bókinni teflir Matthías Viðar
fram svipmyndum úr daglegu lífi
fólks um aldamótin 1900. Þar
bregður fyrir einstaklingum sem
áttu við drykkjuvanda að stríða,
öðrum sem tókust á við banvæna
sjúkdóma, enn öðrum sem glímdu
við ólæknandi bakteríu stjórnmál-
anna og loks þeim fjölmörgu sem
glímdu við fátækt og örbirgð.
Systkinin, Héðinn og Laufey,
gengu menntaveginn og héldu bæði
til framhaldsnáms í Kaupmanna-
höfn. Brugðið er upp líflegum
myndum af skólasystkinum og sam-
ferðarmönnum þeirra, sagt frá bar-
áttu Bríetar fyrir betri heimi, aukn-
um réttindum kvenna og
málaferlum föður þeirra, Valdimars
Ásmundssonar, frá upphafi stétta-
stjórnmála og fyrstu tilraunum
verkafólks til að mynda samtök.
„Það sem er áhugaverðast við
þessa bók og nýlunda í ævisagna-
gerð er leiðin sem Matthías velur
til að vinna sig að viðfangsefninu.
Það gerir að verkum að bókin
stendur fyllilega fyrir sínu sem
sjálfstætt verk þó seinni helming-
inn vanti.
Matthías ætlaði sér að nýta sér
aðferðir einsögunnar til að draga
fram ævi Héðins og hans fólks og
samfélagsins,“ segir Sigurður Gylfi.
„Aðferð einsögunnar er fyrst og
fremst sú að minnka mælikvarðann,
horfa á smáu brotin og vinna með
þau á eins ítarlegan hátt og mögu-
legt er. Það er semsagt ekki verið
að fjalla um heila stétt manna, heilt
félag eða heilt samfélag, heldur litla
einingu sem getur verið einn ein-
staklingur eða margir einstaklingar
og tilteknir þættir ævi þeirra.
Matthías fer eins konar millileið
sem er ein helsta nýlunda bók-
arinnar; hann bregður upp alveg
einstaklega sterkum samtímaspegli
á seinni hluta 19. aldar. Fyrst og
fremst með því að fjalla um fjöl-
skyldu Héðins, þetta stórmerkilega
fólk, Valdimar föður hans og Bríeti
og Laufeyju systur hans. Bríet er
óumdeilanlega þekktasta kvenrétt-
indakona Íslands og Laufey er með
allra fyrstu konum sem ljúka stúd-
entsprófi frá Lærða skólanum í
Reykjavík.“
Sannfærandi grunnur að póli-
tískri hugmyndafræði Héðins
„Til þess að undirbyggja sögu
þessa fólks þá tekur Matthías enda-
lausar sögur úr Reykjavíkurlífinu
af alls kyns fólki, aðallega þó al-
þýðufólki og undirmálsfólki sem
eins og rekst inn í frásögnina og
síðan fylgir Matthías því eftir um
hríð og skilur eftir mjög sterka
mynd af kjörum alþýðu manna á
þessum tíma. Með þessu fær les-
andinn mjög skýra hugmynd um
aðstæður þess fólks sem Héðinn
átti síðan eftir að berjast fyrir og í
rauninni tekst Matthíasi að skapa
mjög sannfærandi grunn að póli-
tískri hugmyndafræði Héðins með
þessari frásagnaraðferð. Um leið er
frásögnin mjög lýrisk og bregður
alveg nýju ljósi á íslenskt samfélag
19. aldarinnar. Hann hefði getað
farið þá leið að telja upp hver íbúa-
fjöldinn var, þjóðarframleiðslan,
tekjur á mann o.s.frv. en Matthías
kýs að gera þetta á mun lýrískari
hátt og bregður fyrir vikið upp
samtímaspegli sem ég hef ekki séð
annars staðar.“
En er frásögnin þá byggð á
traustum staðreyndum?
„Svarið er afgerandi já. Þetta er
jafn traust frásögn og um hefð-
bundna sagnfræði væri að ræða.
En þetta er klassísk spurning sem
sagnfræðingar spyrja gjarnan ein-
sögufræðingana. Einsögufræðing-
urinn fæst við undantekningarnar
sem meðaltöl lýðfræðingana ná
ekki yfir. Einstaklingana sem í ljósi
sögunnar eiga eins konar samtal við
samfélagið vegna þess að þeir rák-
ust á það. Annað hvort við opinbera
aðila eða aðra einstaklinga. Eftir
standa heimildir um þessa árekstra
svo svarið við spurningunni er að
við getum alveg treyst sögunum og
heimildunum, sem Matthías Viðar
byggir á og útkoman er óvenju
svipmikil mynd af því tímabili sem
Héðinn Valdimarsson ólst upp í.“
Bækur | Saga Héðins Valdimarssonar og fjölskyldu hans
Einstaklega sterkur
samtímaspegill
Héðinn
Valdimarsson
Matthías Viðar
Sæmundsson
Sigurður Gylfi
Pálmason
havar@mbl.is
BRESKI rithöfundurinn G.P. Tayl-
or, brenndi fyrir mistök þrjú af
upphaflegum bókahandritum sín-
um þegar hann stóð í flutningum
um daginn. Hann var að brenna
rusli í garði sínum þegar hann átt-
aði sig á því hvað stóð á blöðunum í
eldinum.
Eitt handritanna, að bókinni
Shadowmancer, hafði nýlega verið
metið á 100.000 pund, tæpa eina og
hálfa milljón íslenskra króna.
Presturinn fyrrverandi, sem
seldi mótorhjól sitt á sínum tíma til
að fjármagna barnabókaskrifin,
segir handritin nú orðin að „dýr-
mætri öskuhrúgu“, að því að frétta-
vefur BBC greinir frá.
Brenndi
óvart
handritin
G.P. Taylor rithöfundur var heldur
seinheppinn á dögunum.
PERGOLESI er ódauðlegur í tón-
list sinni, enda þótt berklarnir hafi
valdið ótímabærri burtkvaðningu
hans úr þessu lífi árið 1736, og átti
hann þá fjögur ár í þrítugt. Snill-
ingur á fiðlu og einstakur að leika
af fingrum fram og uppalinn og
menntaður af söngvinum Nap-
olíuppalendum. Ekki fer Napolíupp-
runin fram hjá neinum sem heyrir
seyðandi sönginn til hinnar eilífu
Nínu, sem reyndar liggur veik í
rúmi í ljóði, en hefur lifað góðu lífi
og verið haldið eilífri í gullbörkum
allra tíma. Þannig stendur einnig
Stabat Mater messan og óperan La
Serva Padrona af sér sýkla og
veirur hvers tíma og verða ný og
hugnæm við hverja vandaða endur-
uppfærslu.
Stabat Mater er víðkunnur sálm-
ur sem notaður var í rómversk kaþ-
ólsku kirkjunni og talinn saminn af
munkinum Jacobone da Todi á 13.
öld. Fyrsti þátturinn hefst með
stígandi fögrum tregasöng
strengjanna og fannst mér þar að
hljóminn í strengjasveitinni, sem
annars var mjög góður á tónleik-
unum skorti meiri stigmögnun í
styrk. Innkoma þeirra Emblu-
kvenna var örugg og kraftmikil og
samhljómur þessara 13 kvenna í
kórnum mjög góður. Í öðrum þætti
ríkir fullkomin andstæða tónmáls,
sem er á léttu nótunum, og merk-
ingu orða, sem tjá nístandi sorg og
örvæntingu. Hildur Tryggvadóttir
söng þar ein af hrífandi léttleika
með blæfagra sópranrödd og fannst
mér lofsvert hve létt röddin hljóm-
aði og auðveldlega í hæðinni. Í
þriðja atriði söng svo Elvý G.
Hreinsdóttir af miklu öryggi, en
mér fannst að helst skorti dekkri lit
í röddina á lágsviðinu. Raddir Hild-
ar og Elvýjar féllu vel saman í dú-
ettum. Heildaráhrif af flutningi
Stabat Mater voru sterk og fór þar
saman einstök fagmennska stjórn-
enda, söngvara og hljómsveitar. Þó
fannst mér kontrabassi oft of sterk-
ur.
Næst á efnisskránni var kvöld-
tíðamessa (sbr. vesper) „Vesperae
pro Festo Sancti Innocentium“ eftir
Johann Michael Haydn, sem hann
lauk við í desember 1793 í Salzburg,
og var verkið samið til minningar
um þær þúsundir saklausra barna
sem Heródes konungur lét drepa í
Betlehem og var frumflutt á „Hátíð
hinna heilögu sakleysingja“ sem var
haldin 28. desember það sama ár.
Johann Michael Haydn var þekkt
og virt tónskáld á meðan hann lifði,
en hefur fallið í skugga Jóseps
bróður síns sem var 5 árum eldri og
telst auk þess sem einn af þessum
stóru tónlistarfrömuðum sem hvað
mest áhrif hafa haft á þróun vest-
rænnar tónlistar. Slík flokkun orkar
mjög tvímælis og enginn veit t.d.
hver áhrif vinskapur Michaels við
Wolfgang Amadeus hafði á tón-
smíðar þess síðarnefnda, er þeir
voru um skeið samtímis tónskáld
erkibiskupsins í Salzburg. Michael
samdi mikinn fjölda tónverka og
m.a sálumessu, sem sagt er að hafi
haft áhrif á tóntak Mozarts.
Í flutningi verksins bættust við í
Kammersveitina tveir hornleikarar,
en í Stabat Mater lék strengjasveit
og orgelleikari. Texti verksins er
tekinn úr Davíðssálmum nr. 110,
111, 112, 130 og 132, ásamt sér-
stökum sálmi og texta „magnifik-
ats“(Boðun Maríu).
Stjórnandi valdi þá leið að fela
sjö konum í kórnum einsöngsatriði,
sem eykur á fjölbreytni söngmáta
og er áhugavert fyrir söngfólkið.
Flutningur einsöngvara var yfirleitt
góður. Messa Michaels er áhrifa-
mikið, heillandi og vel samið verk.
Fyrir þessa tónleika eiga í heild,
bæði flytjendur og sér í lagi stjórn-
andinn, Roar Kvam, mikið hrós
skilið.
Góðar undirtektir í lokin þökkuðu
flytjendur með líflegum þætti úr
Bach-kantötu og var sá flutningur
einnig glæsilegur.
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Tónleikar Emblu og Kammersveitar Ak-
ureyrar. Einsöngvarar: Elvý G. Hreins-
dóttir, mezzosópran,
Hildur Tryggvadóttir, sópran,
Kristín Alfreðsdóttir, sópran,
Margrét Sigurðardóttir, sópran,
Ólöf Regína Torfadóttir, sópran,
Stefanía Hauksdóttir, sópran,
Gunnfríður Hreiðarsdóttir, alt.
Stjórnandi: Roar Kvam.
Efnisskrá: Stabat Mater eftir Giovanni
Battista, Pergolesi (1710–1736)
Vesperae pro Festo Sancti Innocentium
eftir Michael Haydn (1737–1806).
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón Hlöðver Áskelsson