Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 21
ERLENT
Kl. 11:00 Ráðstefnan sett.
Jón Loftsson, skógræktarstjóri.
Kl. 11:15 Oppbyggning av skogresurs i vest- og nord-Norge i
forrige århundred: målsetting, resultat og status i dag.
(Uppbygging skógarauðlinda í Vestur- og Norður-Noregi
á síðustu öld: markmið, árangur og staðan í dag).
Oluf Aalde, fyrrverandi skógræktarstjóri Noregs.
Kl. 12:00 Hallormsstaður í Skógum – Svipmyndir úr bók í smíðum.
Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur.
Kl. 12:20 Hádegisverðarhlé.
Kl. 13:20 Tilpasning til klima – liv eller død for nordiske trær.
(Aðlögun að veðurfari – líf eða dauði fyrir norræn tré).
Tore Skrøppa, skógerfðafræðingur.
Kl. 14:00 Það er komið haust strákar.
Þorsteinn Tómasson, erfðafræðingur.
Kl. 14:20 Skógræktarskilyrði á Íslandi.
Arnór Snorrason, skógfræðingur.
Kl. 14:40 Breytingar á vaxtarlagi birkis.
Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur.
Kl. 15:00 Aðlögun lerkis að hlýrra Íslandi.
Þröstur Eysteinsson, trjákynbótafræðingur.
Kl. 15:20 Kaffihlé.
Kl. 15:50 „Birki og tréð með rauðu berjunum“:
Afstaða Íslendinga til skóga og skógræktar.
Sherry Curl, mannfræðingur, Karl S. Gunnarsson,
verkefnisstjóri og Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur.
Kl. 16:10 Íslenskir skógar og skáldskapur.
Skúli Björn Gunnarsson, bókmenntafræðingur.
Kl. 16:30 Framandleiki, innrásargirni og skóggangssök.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfðafræðingur.
Kl. 16:50 Samantekt.
Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverkfræðingur.
Kl. 17:00 Ráðstefnulok.
Ráðstefnustjórar: Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur og Sveinn
Runólfsson, landgræðslustjóri.
Ráðstefnugjald er kr. 2000.- (innifelur hádegismat, kaffi og
ráðstefnumöppu).
Kvöldverður í Valaskjálf kl. 20. Veislustjóri er Níels Árni Lund.
Ganga í Hallormsstaðaskógi kl. 10-12 á sunnudegi ef veður leyfir.
Skráning hjá aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins í síma 471 2100 eða
með tölvupósti: vala@skogur.is.
Skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir ráðstefnunni:
Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Íslands, Landsamtök skógareigenda, Héraðsskógar, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar,
Norðurlandsskógar, Austurlandsskógar, Landbúnaðarráðuneytið.
Dagskrá:
„fietta getur Ísland“
Ráðstefna um aðlögun Íslands að skógum og aðlögun skóga að Íslandi til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum.
Íþróttahúsinu á Hallormsstað, laugardaginn 6. nóvember, kl. 11-17.
A
T
H
Y
G
L
I
GÖRAN Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, breytti í gær ráðherra-
skipan í ríkisstjórn sinni.
Þrír nýir ráðherrar taka til starfa,
þeir Jens Orback, Ibrahim Baylan
og Sven-Erik Österberg. Fimm nú-
verandi ráðherrar skipta um ráðu-
neyti. Bosse Ringholm, sem verið
hefur fjármálaráðherra, verður að-
stoðarforsætisráðherra og einnig
íþróttamálaráðherra.
Nýr fjármálaráðherra verður Pär
Nuder, sem áður var skipulagsráð-
herra.
Skipan Ibrahims Baylans vekur
einna mesta athygli. Hann er aðeins
32 ára og verður ráðherra grunn- og
framhaldsskóla.
Baylan er fæddur í kúrdískum bæ
í suð-austurhluta Tyrklands en flutti
ungur til Svíþjóðar með foreldrum
sínum. Hann verður fyrstur innflytj-
enda sem fæddir eru utan Evrópu til
að taka við ráðherraembætti í Sví-
þjóð.
Fyrsti sænski ráðherrann sem
fæddur var utan Svíþjóðar var Laila
Freivalds utanríkisráðherra. Hún
fæddist í Lettlandi.
Sænsku
stjórninni
breytt
AÐ MINNSTA kosti 63 menn fórust
af völdum fellibylsins Tokage í Jap-
an í gær og fyrradag og 25 annarra
var saknað. Er þetta mannskæðasti
fellibylur sem herjað hefur á Japan
í sextán ár. Mikið úrhelli fylgdi
fellibylnum og þyrlur þurftu að
bjarga tugum manna úr bílum á
þjóðvegunum vegna flóða. Áin
Yura sést hér flæða yfir götur í
borginni Maizuru í vestanverðu
landinu. Vatn flæddi inn í 9.200 hús
í landinu og um sextíu hús til við-
bótar eyðilögðust eða skemmdust í
aurskriðum.
Reuters
Tugir Japana farast í fellibyl
BANDARÍSKUR herlögreglumað-
ur, sem viðurkenndi að hafa mis-
þyrmt föngum í Abu Ghraib-fang-
elsinu í Írak, var í gær dæmdur í
átta ára fangelsi. Lögmaður her-
lögreglumannsins hyggst áfrýja
dómnum.
Ivan Frederick liðþjálfi viður-
kenndi að hafa brugðist skyldum
sínum, misþyrmt föngum og neytt
þá til að framkvæma ósiðlegar að-
gerðir. Viðurkenndi hann m.a. að
hafa neytt fangana til sjálfsfróun-
ar.
Frederick sagðist í réttarhöld-
unum hafa gert sér grein fyrir því
að hann var að brjóta lög og regl-
ur. Hann gaf hins vegar til kynna,
að yfirmenn í Bandaríkjaher hefðu
í raun hvatt til þess að föngum
væri misþyrmt til að „mýkja“ þá
fyrir yfirheyrslur.
Réttað verður yfir tveimur
bandarískum hermönnum til við-
bótar í vikunni en alls hafa sjö
hermenn verið ákærðir vegna
málsins.
Hermennirnir tveir hafa verið
ákærðir fyrir að hafa myrt særðan
Íraka í Bagdad.
Verði þeir fundnir sekir eiga
þeir yfir höfði sér ævilangt fang-
elsi og jafnvel dauðadóma.
Í fangelsi
fyrir að
pynta fanga
í Írak
Bagdad. AFP.
PAUL Nitze, einn þeirra sem
mótaði bandaríska utanríkis-
stefnu í kalda stríðinu, er lát-
inn, 97 ára
að aldri.
Nitze var um
tíma helsti
samninga-
maður
Bandaríkja-
manna í við-
ræðum við
Sovétmenn
um fækkun
kjarnorkuvopna. Hann var
íhaldssamur demókrati en
starfaði fyrir ríkisstjórnir jafnt
demókrata sem repúblikana.
Nitze fæddist árið 1907 í
Massachusetts, stundaði kaup-
sýslu um hríð en gekk síðan til
liðs við Franklin D. Roosevelt
forseta árið 1936. Eftir það
starfaði hann fyrir marga for-
seta, þ. á m. fyrir John F.
Kennedy, Lyndon B. Johnson
og Ronald Reagan. Colin Pow-
ell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, var öryggismálaráð-
gjafi Reagans og rifjaði hann
upp liðna tíma fyrir skömmu og
samskiptin við Nitze. Sagði
Powell að þetta hefði líkst því
að „sitja til borðs með Móse“.
Nitze var einn helsti höfund-
ur leyniskýrslu sem gerð var
fyrir Harry Truman, þáverandi
forseta, árið 1950. Þar var því
lýst yfir að helsta markmið
Sovétríkjanna væri að ná
heimsyfirráðum. Sagði Nitze að
Sovétmenn létu stjórnast af
„nýjum, ofstækisfullum trúar-
brögðum“ kommúnismans.
Í skýrslunni var hvatt til
mikillar hernaðaruppbygging-
ar til að draga úr áhrifum
kommúnista um allan heim. Á
9. áratugnum var Nitze síðan
helsti fulltrúi stjórnar Ronalds
Reagans í viðræðum við Sovét-
menn um fækkun kjarnorku-
vopna. Árið 1982 lagði Nitze til
að Bandaríkjamenn legðu af
kjarnorkuvopn með öllu ef Sov-
étmenn samþykktu að gera
slíkt hið sama.
Nitze
látinn
Paul Nitze
Washington. AP.
BRESKA stjórnin varð í gær við
beiðni Bandaríkjamanna um að hluti
breska herliðsins í sunnanverðu Írak
yrði sendur til svæða vestan við
Bagdad. Geoff Hoon, varnarmála-
ráðherra Bretlands, sagði á þingi í
gær að yfirmenn breska heraflans í
Írak hefðu komist að þeirri niður-
stöðu að áhættan sem þessu fylgdi
væri viðunandi.
Talsmaður Íhaldsflokksins sagði
flokkinn hafa ákveðið að styðja þessa
ákvörðun enda væri tekið skýrt fram
að um tímabundna ráðstöfun væri að
ræða. Frjálslyndir demókratar lýstu
hins vegar yfir andstöðu við liðs-
flutninginn og sögðu að bresku her-
mennirnir ættu að halda sig í Suður-
Írak.
Um 850 breskir hermenn úr bryn-
vagnasveitinni Black Watch verða
sendir á vettvang og eiga þeir að
leysa af hólmi bandaríska hermenn
sem ætlunin er að taki þátt í að bæla
niður uppreisnina í borginni Fall-
ujah ásamt írösku stjórnarherliði.
Hoon neitaði að gefa nánari upplýs-
ingar um málið en sagði að liðið
myndi hlíta breskum reglum um að-
gerðir. Gaf hann í skyn að það myndi
ekki verða lengur á svæðinu en
nokkrar vikur.
„Þessi ráðstöfun herliðsins er mik-
ilvægur þáttur í að skapa rétt skil-
yrði til að kosningarnar í Írak geti
farið fram í janúar,“ sagði ráð-
herrann. Hann sagði að líta yrði á
stöðu breska liðsins í Írak í sam-
hengi við ástandið í landinu öllu.
„Það sem gerist annars staðar í Írak
hefur áhrif á breska hermenn hvar
sem þeir hafa bækistöðvar.“
Efasemdir og gagnrýni
Tillagan um herflutningana var
samþykkt einróma í bresku stjórn-
inni. Breskir fjölmiðlar hafa lýst
miklum efasemdum og andstöðu við
hugmyndina og ljóst er að margir
liðsmenn Verkamannaflokks Tony
Blairs forsætisráðherra eru andvígir
því að breskir hermenn fari á hættu-
svæðin. Hafa 63 þeirra undirritað yf-
irlýsingu þar sem krafist var sér-
stakrar atkvæðagreiðslu á þingi ef
tekin yrði ákvörðun af þessu tagi.
Einnig segja gagnrýnendur Blairs
að hann sé með liðsflutningnum að
hjálpa George W. Bush Bandaríkja-
forseta í forsetakosningunum 2. nóv-
ember. Keppinautur Bush, John
Kerry, hefur margsinnis fullyrt að
Bandaríkjamenn taki á sig allar
þyngstu byrðarnar í Írak. Yfirleitt
hefur ástandið á svæði Breta í Suð-
ur-Írak verið mun rólegra en um
miðbik landsins þar sem Bandaríkja-
menn hafa helstu bækistöðvar sínar.
Bretar samþykkja að flytja
herlið til svæða við Bagdad
London, Bagdad. AP, AFP.
♦♦♦