Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIDEL Castro Kúbuleiðtogi hvatti landa sína í gær til að sýna still- ingu en Castro hafði kvöldið áður hrasað illa í beinni sjónvarps- útsendingu og brákaði hann hné- skel og handleggsbrotnaði. Í yf- irlýsingu Castros í gær sagði að landar hans þyrftu ekki að hafa áhyggjur, hann væri áfram vinnu- fær. Castro flutti ávarp í Santa Clara í fyrrakvöld. Hann datt í gólfið á leið sinni af sviðinu og mátti sjá hvar aðstoðarmenn hans flykktust að til að hjálpa honum. Castro var hins vegar fljótur á fætur og kom seinna fram á útiskemmtun í borg- inni og bað hann þá nærstadda af- sökunar og lagði áherslu á að allt væri í lagi. Kvaðst hann vilja koma í veg fyrir að fólk hefði óþarfar áhyggjur. Hann hefði hugsanlega fótbrotið sig og hugsanlega væri handleggurinn líka brotinn „en ég er allur í einu lagi“. Orðinn 78 ára gamall Castro er 78 ára gamall og lengi hafa verið vangaveltur um heilsu- far hans, eða allt frá því að hann leið út af á fjöldafundi á Kúbu fyr- ir þremur árum. Hann hefur ekki virst góður í hnjánum og göngulag hans hefur borið þess merki. Castro hét þjóð sinni því þegar á miðvikudagskvöld, þegar óljóst var enn hversu slæm meiðsl hans voru, að hann myndi halda áfram störf- um sínum í hennar þágu. „Þó að þeir setji mig í gifs þá get ég hald- ið áfram vinnu,“ sagði hann. Castro sagði að sér væri ljóst að erlendir blaðamenn hefðu orðið vitni að byltunni. Sjálfsagt myndu fréttir af óhappinu verða á for- síðum blaða erlendis. Ástæða væri hins vegar til að hvetja viðstadda til að halda áfram skemmtun sinni. Castro Kúbuleiðtogi virtist vera vel fyrir kallaður áður en hann hrasaði. Hér ræðir hann við kúb- verska flóttadrenginn Elian Gonzalez sem mjög var í fréttum í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Castro bein- brotnaði illa Fidel Castro eftir byltuna í beinni sjónvarpsútsendingu. AP JOSE Manuel Barroso, væntanlegur forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagðist í gær ekki ætla að snúa baki við Ítalanum Rocco Buttiglione, sem tilnefndur hefur ver- ið til að fara með dómsmál í fram- kvæmdastjórninni. Hefur Buttiglione mætt miklu andstreymi á Evrópu- þinginu eftir að hann lýsti því yfir að samkynhneigð væri synd. Barroso reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær þegar hann lýsti því yfir að hann myndi sjálfur fara með mál er vörðuðu mannréttindi og misrétti byggt á kynhneigð fólks. Þrátt fyrir tilslakanir Barrosos í gær sátu sósíalistar og frjálslyndir á Evrópuþinginu fast við sinn keip og sögðu að fela þyrfti Buttiglione ein- hver önnur störf en dómsmálin eða jafnvel kasta honum úr framkvæmda- stjórninni nýju. Barroso átti mikinn hitafund með fulltrúum Evrópuþingsins í gær en skipan nýrrar framkvæmdastjórnar verður borin upp til atkvæða í þinginu á miðvikudaginn kemur. Benti hann á að þingið gæti ekki greitt atkvæði um skipan tiltekinna fulltrúa, fyrir því lægi aðeins að greiða atkvæði um framkvæmdastjórnina sem heild. Sá möguleiki er því fyrir hendi að Evrópuþingið hafni allri fram- kvæmdastjórninni. Gerist það mun það valda miklum erfiðleikum en sam- þykki þingsins þarf að liggja fyrir eigi ný framkvæmdastjórn að taka við völdum í Brussel 1. nóvember eins og að hefur verið stefnt. Barroso lagði áherslu á það í gær að stjórn hans yrði vitaskuld mótfallin öllu misrétti, hvort sem um væri að ræða misrétti er byggðist á kyn- hneigð manna, kynferði eða trúar- skoðunum. „Harmar innilega“ að vera valdur að vandræðum Í yfirheyrslum í Evrópuþinginu fyrir nokkru sagði Buttiglione að samkynhneigð væri synd og að meg- intilgangur hjónabandsins væri að auðvelda konum að eiga börn og njóta verndar eiginmanna sinna. Hann reyndi í gær að draga úr þeim úlfaþyt, sem orð hans hafa valdið, og sagðist „alls ekki hafa ætlað að særa tilfinn- ingar neinna“. Í bréfi sem Buttiglione skrifaði Barroso sagðist hann reiðubúinn til að afsala sér hluta verk- efna, sem ella hefðu heyrt undir hann, og þá einkum þeim er vikju að mis- rétti og kynferðislegu áreiti. Þá kvaðst hann „harma innilega“ þá erf- iðleika og þau vandamál sem vitnis- burður hans fyrir þinginu hefði vald- ið. Barroso stendur fast við bak Buttiglione Atkvæði greidd á miðvikudag um framkvæmda- stjórn ESB Brussel. AFP. ELLEFU manns létust, þeirra á meðal átta erlendir ferðamenn, í árekstri rútu og vörubíls nálægt bænum Arusha í norðurhluta Tansaníu í gær. Sjónarvottar sögðu að vöru- bíllinn hefði ekið á rútuna á miklum hraða eftir að hafa flú- ið af vettvangi annars slyss sem hann hefði valdið. Í fyrra slysinu drápust fjórir asnar. Rútan gereyðilagðist, eins og sést á myndinni. Á meðal þeirra sem fórust voru þrír Spánverjar, hollensk hjón, tveir Kenýamenn, Svíi, Tan- saníubúi og Ný-Sjálendingur. Ekki var vitað um þjóðerni eins ferðamannanna sem fór- ust. Reuters Ellefu manns létust í árekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.