Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 hvergi smeykur,
8 hendi, 9 efla, 10 tek,
11 hluta, 13 handleggur,
15 ísbrú, 18 jurt, 21 kusk,
22 hagnaður, 23 dýrin,
24 verðmætamat.
Lóðrétt | 2 svarar, 3 óps,
4 samtala, 5 afkvæmum,
6 far, 7 langur sláni,
12 málmur, 14 borg,
15 fokka, 16 ölvaði,
17 burðarviðir,
18 svarkur, 19 ákæra,
20 svelgurinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 Skuld, 4 sukks, 7 negul, 8 Lappi, 9 dót, 11 aurs,
13 vika, 14 klæki, 15 hrjá, 17 krús, 20 átt, 22 kútur, 23 álf-
ur, 24 aðals, 25 nenni.
Lóðrétt | 1 senna, 2 uggur, 3 duld, 4 sult, 5 kappi, 6 seiga,
10 óbært, 12 ská, 13 vik, 15 Hekla, 16 jötna, 18 rofin, 19
syrgi, 20 árás, 21 tákn.
Tónlist
Kaffi List | Dj Mucician í kvöld.
Nelly’s Café | Tónleika/partýhljómsveitin
Hraun! á Nelly’s frá 22 til 01 fyrir þá sem
ekki komast á Airwaves.
Myndlist
Hrafnista Hafnarfirði | Sýning á verkum
Sigurjóns Björnssonar í menningarsalnum
stendur til 16. nóvember. Sigurjón fékkst við
myndlist í frístundum til ársins 1956 en
hætti þá að mestu vegna starfsanna. Eftir
að Sigurjón komst á eftirlaun fór hann aftur
að mála og eru margar myndir á sýningunni
málaðar á Hrafnistu.
Kaffi Espresso | Nú stendur yfir sýning
Guðmundar Björgvinssonar listmálara. Um
er að ræða akrýlmálverk og er viðfangs-
efnið mannlífið. Sýningin stendur til 15. nóv.
Dans
Borgarleikhúsið | Íslenski Dansflokkurinn
frumsýnir Screensaver eftir ísraelska dans-
höfundinn Rami Be’er. Sjónarspil dans, tón-
listar, mynda og ljósa. Syningar 22.okt, 28.
okt, 31. okt, 7. nóv, 12. nóv og 21. nóv.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Örvar Kristjánsson í kvöld.
Café Kulture | Karabískur föstudagur, an-
anas-stemmning að hætti hússins. Frábært
tækifæri til að kynnast suður-amerískri /
karabískri menningu og grípa taktinn og
míkrófóninn þar sem kvöldið mun enda á
karaókí.
Celtic Cross | Spilafíklarnir í kjallaranum. Á
efri hæðinni sér trúbadorinn Ómar Hlyns-
son um fjörið.
Hressó | Hljómsveitin Lights on the
Highway mun spila fyrir gesti frá 18:30–
19:30. Hljómsveitin Touch mun svo taka við
kl. 22 og spila til 01 um nóttina. Dj Heiðar
Austmann klárar svo kvöldið.
Kaffi Sólon | Léttur föstudagur og Októ-
berfest í fullum gangi. Dj Svali.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar.
Kringlukráin | Hljómsveitin Logar frá Vest-
mannaeyjum með dansleik.
Rauða ljónið | Rúnar Þór leikur fyrir gesti
Rauða ljónsins um helgina.
Stúdentakjallarinn | Hljómsveitin „Silver
Cock“ heldur tónleika í Stúdentakjall-
aranum kl. 22.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Bylting
leikur fyrir dansi um helgina. Frítt inn til
miðnættis.
Námskeið
Hár ehf. | Redken námskeið verður haldið
fyrir fagfólk mánudaginn 25. október kl. 9–
12, í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Aldís
Axelsdóttir leiðbeinir og kennir litafræði og
um virkni, næringu, gljáa og samsetningu.
Verð kr. 4.000.
ljosmyndari.is | Námskeið á stafrænar vél-
ar um helgina að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ.
Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma
898–3911.
Málþing um
fjölmenningu og trúarbrögð | Opið málþing
um fjölmenningu og trúarbrögð í samstarfi
Biskupsstofu og Alþjóðahúss á morgun í
húsi KFUM&K, Holtavegi 28. Fyrirlesarar:
dr. Michael Ipgrave frá Bretlandi, Gerður
Gunnarsdóttir, dr. Unnur Dís Skaptadóttir
og dr. Hjalti Hugason. Sjá dagskrá
www.kirkjan.is.
Íþróttir
Hrókurinn | Skákþing Íslands hefst á morg-
un þar sem keppt er í drengja– og telpna-
flokki, krakkar fæddir 1989 og síðar. Tefldar
verða 9. umferðir og er umhugsunartími 25
mín. Skákþingið fer fram í höfuðstöðvum Ís-
landsbanka. Uppl. í s. 8441295.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, í kaffitímanum
skemmtir Guðmundur Ólafsson leikari og
söngvari. Hárgreiðslu og fótsnyrtistofur
opnar frá kl. 9– 16.
Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl.
9–12, smíði, útskurður kl. 13–16.30, bingó kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun,
fótaaðgerð, almenn handavinna, frjálst að
spila í sal.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9– 11 kaffi og dagblöð,
kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hár-
greiðslustofan opin, kl. 14–15 söngstund, kl.
15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi, | Bingó
verður spilað Gullsmára í dag kl. 14. Fé-
lagsvist spiluð í kvöld í Gjábakka kl. 20.30.
Brids í Gjábakka í dag Kl. 13.15.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Félagsvist
í Garðabergi kl. 13 á vegum Félags eldri
borgara. Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30
og 11.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna
og fjölbreytt föndurgerð og fl., kl. 10.30 létt
ganga um Elliðaárdalinn. Frá hádegi spila-
salur opinn, m.a. brids, vist, skák, kl.13 bók-
band, umsjón Þröstur Jónsson.
Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna, út-
skurður, kl. 10 hárgreiðsla og fótaaðgerð, kl.
12.30 sviðaveisla. Bingó.
Hvassaleiti 56–58 | Sviðaveislan hefst kl.
18, matur, skemmtiatriði, söngur og dans.
Félags- og þjónustumiðstöðin er opin frá kl.
8.30. Böðun, fótaðagerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Opin
vinnustofa, myndlist, gönuhlaup kl. 9.30,
bridge kl. 13.30, sönghópur Hjördísar Geirs,
kl. 13.30. „Tenórinn“ í kvöld kl. 20, brottför
frá Hæðargarði kl. 19.30, Furugerði 1 kl.
19.35. S.568–3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9- 12.30 tréskurður, kl.
9-16.30 opin vinnustofa, kl. 10-11 ganga, kl.
11.30 matur, kl. 13- 16.45 leir, kl. 15 kaffi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir, kl. 9.15– 14.30 hannyrðir, kl. 11.45–
12.45 hádegisverður, kl. 13.30– 14.30 sung-
ið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar,
kl 14.30– 16 dansað í aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45,
leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morg-
unstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl.
10, bingó kl. 13.30.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera
kl. 10..
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10 –
12. Kaffi og létt spjall. Sögustund fyrir börn-
in.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga
fólksins, samkoma kl. 19:30. Bænastund kl
19 fyrir samkomu.
Kristniboðssambandið | Samkoma í kvöld í
Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58–60,
kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er „Nógu ríkur!“
Gunnar Hamnöy frá Noregi talar.
Evrópubikarinn.
Norður
♠6
♥D1043 N/NS
♦Á1076
♣D1086
Vestur Austur
♠K1097 ♠832
♥7 ♥ÁKG985
♦932 ♦--
♣KG932 ♣Á754
Suður
♠ÁDG54
♥62
♦KDG854
♣--
Spilið er frá leik sænska klúbbsins
Herkules og hins ítalska Allegra í riðla-
keppni Evrópubikarsins. Í opna salnum
varð Svíinn Peter Bertheau sagnhafi í
fimm tíglum, dobluðum:
Vestur Norður Austur Suður
Lanzarotti Nyström Buratti Bertheau
-- Pass 1 hjarta 2 hjörtu *
Pass 2 grönd 3 hjörtu 4 tíglar
Pass 5 tíglar Pass Pass
Dobl Allir pass
Innákoma Bertheau á tveimur hjörtum
sýnir spaða og láglit (Michaels), og Ny-
ström spyr um láglitinn með tveimur
gröndum. Bertheau segir frá tíglinum,
þrátt fyrir þriggja hjarta sögn austurs,
og Nyström lyftir í geim. En Lanzarotti
hefur sínar efasemdir og doblar.
Út kom hjarta og austur tók þar tvo
slagi og spilaði þriðja hjartanu. Berth-
eau stakk frá með trompgosa og valdi
svo að leggja niður trompkóng. Betra
hefði verið að láta það ógert, því hægt er
að taka ellefu slagi með því að víxl-
trompa spaða og lauf (þá fást 10 slagir á
tromp!). En eftir að hafa spilað trompinu
varð Bertheau að finna spaðakónginn og
hann kaus að svína fyrir hann í austur og
fór því einn niður: 200 í AV.
Á hinu borðinu „fórnuðu“ Sylvan og
Sundelin í sex lauf yfir fimm tíglum:
Vestur Norður Austur Suður
Sylvan D’Avossa Sundelin Ferraro
-- Pass 1 hjarta 3 lauf *
Dobl 4 tíglar 4 hjörtu 5 lauf *
Dobl Pass Pass Redobl
Pass 5 tíglar 6 lauf Pass
Pass Dobl Allir pass
Stökk Ferraros í þrjú lauf sagði strax
frá báðum litunum og þegar D’Avossa
gat stokkið í fjóra tígla fór Ferraro að
íhuga slemmu. En Sylvan notaði hvert
tækifæri til að dobla laufsagnir suðurs
og það varð til þess að Sundelin fórnaði í
sex lauf. Þrátt fyrir afleita tromplegu
slapp Sundlin tvo niður og greiddi fyrir
það 300, en það voru 11 IMPar til Ítala.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sameiginlegar eignir, skattar, skuldir og
lánshæfi verður þér ofarlega í huga á
næstunni. Þú berð ábyrgð á mann-
eskjum og veraldlegum eigum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sólin er í beinni mótstöðu við nauts-
merkið í dag. Þetta beinir athygli að
sambandi við maka og nánum vinum. Þú
uppgötvar sjáfan þig.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þig þyrstir í betra skipulag, láttu það
eftir þér. Taktu til í skápum, bílskúrnum
og geymslunni og fargaðu því sem þú
hefur engin not fyrir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Glettni og þörf fyrir daður skýtur upp
kollinum. Þér finnst þú mega til að sletta
úr klaufunum og sækja veislur. Láttu
það eftir þér og reyndu að fá þér frí.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Heimili, fjölskylda og innanbúðarmál
eiga hug þinn allan núna. Samræður við
foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi fá
aukið vægi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Spenntu beltið. Hraðinn í þínu daglega
lífi eykst dag frá degi. Erindi, stuttar
ferðir, skriftir og lestur eiga hug þinn
allan næstu vikur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er rétti tíminn til þess að fara í saum-
ana á gildismati sínu. Ef þú veist ekki
hvað er þér mikilvægt er erfitt að for-
gangsraða.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sólin er í sporðdreka. Til hamingju með
það. Nú er lag að hlaða batteríin fyrir
næstu 12 mánuði og vel við hæfi að láta
sjálfan sig ganga fyrir annað veifið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú þarft að gefa þér tíma til ígrundunar í
rólegheitum. Það er um margt að hugsa.
Afmæli þitt er á næsta leiti, hvernig
fannst þér síðasta ár?
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinsældir þínar fara stigmagnandi og
allir eru að bjóða þér í heimsókn. Þiggðu
boðið og bjóddu öðrum til þín. Sýndu
vinarhót.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sólin er á hádegi í kortinu þínu og þú í
sviðsljósinu fyrir vikið. Búðu þig undir
aukna ábyrgð á næstunni og segðu já
þegar leitað verður til þín.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gríptu öll tækifæri til náms eða ferða-
laga. Það er ráð að víkka sjóndeild-
arhringinn. Þú munt njóta reynslunnar
út í ystu æsar.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vog
Afmælisbörn dagsins:
Fólk elskar að vera í návist þinni. Þú
hrífur það upp úr skónum. Þessu fylgir
nokkurt vald í samskiptum. Rómantíkin
blundar í þér en þú vilt hafa stjórn á til-
finningum þínum. Þú nýtur lífsins til
hins ýtrasta.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ICELAND Airwaves tónlistarhátíðin er sannkölluð gullnáma fyrir íslenska tónlistarunn-
endur, enda er hún stappfull af uppákomum á hinum ýmsu stöðum um bæinn.
Eins og það sé ekki nóg, þá er einnig að finna vissa hliðardagskrá á smærri stöðum, þar
sem ýmsar minna þekktar sveitir koma fram.
Á Bar 11 leika þannig Rúnar, Líkn og Ókind frá 21 til 01, en á Kaffibarnum mun Buckmast-
er leika frá miðnætti til hálf sex. Þá munu Páll Rósinkranz og Dj. Kári leika á Prikinu frá
21 til 05.30 og KGB ríður húsum á Sirkus. Þá munu fleiri áhugaverðar sveitir og plötu-
snúðar leika á þessum stöðum á laugardag og sunnudag.
Nánari upplýsingar má finna á www.icelandairwaves.com.
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Hliðarbylgjur
75ÁRA afmæli – Gullbrúðkaup. 26.október nk. verður Ari G. Þórð-
arson, húsasmíðameistari, Lautasmára
5, Kópavogi, 75 ára. Sama dag eiga þau
Ari og kona hans Díana Þ. Kristjáns-
dóttir gullbrúðkaup. Í tilefni þessara
tímamóta taka þau á móti gestum í fé-
lagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi,
kl. 18–21, laugardaginn 23. október. Þau
afþakka blóm og aðrar gjafir.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli.Á morgun,
laugardaginn 23.
október, verður fimm-
tug Inga Dóra Sig-
urðardóttir, Orrahól-
um 7, Reykjavík. Í
tilefni þess mun hún
taka á móti ættingjum og vinum á af-
mælisdaginn, í Oddfellowhúsinu, Vall-
holti 19, Selfossi kl. 14.00.
80 ÁRA afmæli.Á morgun,
laugardaginn 23.
október, verður átta-
tíu ára Magnús Guð-
mundsson, Hlíf, Ísa-
firði, fyrrverandi
bóndi Tröð, Önund-
arfirði. Hann býður, ásamt fjölskyldu
sinni, til kaffisamsætis í Holti, Önund-
arfirði kl.15:00.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali