Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HINN eini sanni kúreki norðursins sýndi það og
sannaði manna fyrstur og fremstur að íbúar á
norrænum slóðum geti sannarlega sungið sveita-
tónlist og tamið sér túlkunarform kántrísöngv-
arans. Einn af sporgöngumönnum Hallbjörns er
Even Johansen, heimsþekktur maður í Noregi,
og víðar undir nafninu Magnet. Johansen þessi
hefur komið víða við á skömmum ferli sínum og
lék með ástsælum norskum indíböndum á borð
við Chocholate Overdose og Libdo. Hann gafst
hins vegar upp á norræna hópvinnufyrirkomulag-
inu um síðir og ákvað að fara eigin leiðir, láta ljós
sitt skína, gefa sjálfselskupúkanum lausan taum-
inn.
Lækningin var segultattó
Úr varð fyrirbærið Magnet. Eins manns hljóm-
sveit skipuð Johansen og hinum ýmsu hjálp-
arhellum. Nafnið Magnet hafði hann reyndar loð-
að við hann frá táningsaldri, og það í bókstaflegri
merkingu loðað, því hann er með segulstál tattó-
verað á sig. Tattóið fékk hann 13 ára gamall. Sag-
an segir að hann hafi þjáðst þá af blóðleysi. Faðir
hans, gítaristi og hippi, sendi hann þá til frjáls-
lynds rokklæknisins sem gat ekkert fyrir dreng-
inn gert og vísaði áfram á austurlenskan skottu-
lækni. Sá hafði lækninguna á reiðum höndum,
tattóveraði segulstál á drenginn unga með sér-
stöku töfrableki.
„Sársaukinn var svo óbærilegur,“ lýsti
Johansen í samtali við blaðamann á dögunum, „að
það leið bókstaflega yfir mig. Þegar ég vaknaði
trúði ég því heilshugar að ég væri læknaður. Var
svo trúgjarn þá. En hvað sem því líður þá hef ég
aldrei þjáðst af blóðleysi síðan þá. Ég er segull.“
Einn og alráður gat Johansen búið
til nákvæmlega þá tónlist sem ómaði í
höfði hans, sem er einhver ólgandi
suðupottur af svölu sveitarokki
Grams Parsons, dramatísku tilfinn-
ingarokki Jeffs Buckleys, frjálslegu
vísnapoppi föður hans Tims Buckleys
og samferðamanna Tims á borð við
John Martyn og Paul Simon og raf-
rænu evruvænu nútímapoppi frönsku
Air.
„Menn vilja gjarnan tengja mig einhverri Am-
eríkana-bylgju. Ætli skýringin sé ekki sú að pabbi
hlustaði mikið á Lee Hazlewood og Nancy Sinatra
og ég drakk þá tónlist í mig. Sjálfur hef ég velt
mér miklu meira upp úr Bob Marley og Clash. Það
býður upp á áhugaverða blöndu. „Krafturinn í
þessum norska seið er síðan hún Björk, sem Joh-
ansen hefur haft mikið dálæti á í gegnum tíðina.
„Ég fer ekki í grafgötur um það að Björk hefur
haft meiri áhrif á mig sem tónlistarmann en flestir
aðrir, og hefur gert allt síðan hún var í Sykurmol-
unum. Hún er ótrúlegur listamaður sem maður
getur ekki annað en lært af. Það má kannski helst
greina þessi áhrif í laginu „The Day We Left
Town“, sem mér er sagt að sé alveg eins og eitt-
hvert Bjarkar-lag,“ segir Johansen. Eins gott fyr-
ir hann að viðurkenna það hugsar blaðamaður líka
með sér, enda vart annað hægt, því lagið sem hann
nefnir er nákvæmlega eins og Bjarkarlagið „Hy-
perballad“ og gæti næstum því talist hreinn stuld-
ur. En hann vill vel hann Johansen og við erum svo
sem vön því að frændur okkar og nágrannar eigni
sér og tileinki afrek okkar. Svo moðar hann líka
býsna vel úr Bjarkargreiðanum drengurinn, býr
til hið dægilegasta lag, líkt og hin lögin
á annarri plötunni On Your Side sem
kom út í fyrra.
Platan sú hefur fengið afburðadóma,
einkum í Bretlandi þar sem Magnet
hefur jafnframt verið hlaðinn lofi fyrir
frammistöðu sína á tónleikum þar sem
hann hefur m.a. leikið með listamönn-
um á borð við The Doves, Gemmu Ha-
yes, Ed Harcourt og Zero 7. Gagnrýn-
andi Guardian sagði tónleika hans m.a.
„dáleiðandi stöff …“
Líkari múm en Robbie Williams
Johansen bjó í áratug í Bretlandi en er nýflutt-
ur heim til Noregs. Hann segir betra að búa þar
vegna þess einfaldlega að landar hans séu ekki
eins uppteknir af frægðinni. „Fólki í Bergen er
nokkuð sama hvort maður er frægur eða ekki og
kemur alltaf eins fram við mann. Viðhorfið til
frægðarinnar er þannig býsna heilbrigt held ég.
Það gildir sama um mig og kunningja mína í svip-
aðri stöðu og ég; The Kings of Convenience og
Röyksopp, við erum ekki að búa til tónlist til þess
eins að verða frægir. Ef maður er góður þá á mað-
ur alltaf séns á því að verða frægur – þ.e. ef
heppnin er með manni.“
Magnet segir hæglega hægt að festast í þeim
fasa að gera tónlist, einvörðungu til að verða fræg-
ur. Vandinn sé bara að þá muni tón-
listin sem til verði bera öll þess
merki. „Það er auðveldlega hægt að
hljóma eins og Robbie Williams.
Eins og eitthvert fífl. Þetta er spurn-
ing um afstöðu og metnað. Þið Ís-
lendingar skiljið þetta alveg og ég
vona heitt og innilega að tónlist mín
eigi meira sameiginlegt með múm og
Sigur Rós en Robbie Williams.“
Tónlist | Norska einmenningssveitin Magnet á Airwaves
Segulstöðvarblús
Even Johansen er indíhetja mikil í heimalandi
sínu, Noregi. Betur þekktur sem Magnet hefur
hann getið sér gott orð víða um heim fyrir sitt raf-
ræna kántrískotna vísnapopp sem hann viður-
kennir í samtali við Skarphéðin Guðmundsson að
sé undir miklum áhrifum frá Björk.
Magnet leikur á Listasafni Reykjavíkur í kvöld kl.
22.30. Platan On Your Side fæst í plötuversl-
unum hér á landi.
www.homeofmagnet.com
&'
()! (
)*,
%%
*
+,
*
,
+
-
.
*
+,
"
$
*
",
/
*
",
+
. *
+,
(
*
,
+
0
*
+,"
"
,
1 *
"
",
+
*
+,
!(
*
,
3'
*
,"
4
563
*
,
"
*
",
+
78
*
+,
/
'
*
,
+
*
+,"
"
9
*
"
",
"
: 9
*
",
"
/;
*
",
"
*
",
"
" *
",
"
=
*
","
"
>
0
*
"
",
"
,
/ *
",
"
#?
*
",
+
$'
*
+,
+
/ /
) *
+,+
"
$' )
*
,
"
@
#012
*
",
+
*
+,
A *
,
+
(
*
+,"
"
"'
*
"
",
+
7
*
+,
*
,
+
B
*
+,
"
1' @
$''*0
!"# " *
+,"
+
*
"
+,"
+
C
*
"
+,
"
7
*
",
D
*
,
+
1(
*
+,
"
E0
*
","
" "
TUGIR nýstofnaðra og
efnilegra sveita koma
fram á Airwaves-
hátíðinni og munu vænt-
anlega reyna að spila út
trompunum sínum af til-
efninu. Hoffmann er ein
þessara sveita, rokk-
hljómsveit sem kemur frá
Vestmannaeyjum og hef-
ur verið starfrækt í lið-
lega ár. Hoffman hafa
verið iðnir við spila-
mennsku upp á síðkastið
en í vikunni kom út fyrsta
verk þeirra félaga, sex
laga stuttskífa sem ber heitið Bad
Seeds.
Að sögn Víkings Mássonar gít-
arleikara slógust hann og Þórir
Ólafsson, hammond- og hljómborðs-
leikari, í hópinn sem nú skipar Hoff-
man fyrir ári. Aðrir meðlimir, þeir
Ólafur Kristján Guðmundsson
(söngur), Ástþór Ágústsson (bassi),
Gunnar Geir Waage (gítar) og
Magni Freyr Ingason (trommur),
höfðu verið starfandi saman áður í
ýmsum hljómsveitum í hartnær tíu
ár.
„Þegar við vorum orðnir sex
small þetta ótrúlega vel saman,“
segir Víkingur. „Bæði móralslega
séð og tónlistarlega.“
Allir eru meðlimir Eyjapeyjar en
eru allir nema einn fluttir í borgina,
m.a. með það að markmiði að sinna
sveitinni.
„Við æfum núna á hverju kvöldi.
Það er mikill metnaður í sveitinni.
Platan nýja er liður í því og er ætlað
að koma okkur á framfæri. Vonandi
ráðumst við svo í breiðskífu eftir
áramót.“
Bad Seeds er útlitslega hinn mesti
kjörgripur og innihaldið einkar
kröftugt rokk og ról með frábærum
hljómi þar sem lögin öskra í eyrun á
manni. Platan var tekin upp af Silla
Geirdal í Stúdíó September og er
Víkingur einkar ánægður með það
samstarf, segir að hugmyndir Hoff-
man-liða um tónlist sína komist vel
til skila á plötunni.
Eitt það jákvæðasta við Iceland
Airwaves er að tónlistarfólkið setur
oft aukapúður í tónleika sína og
blaðamaður hefur upplifað þar al-
gera snilldartónleika. Hoffman ætla
ekki að láta sitt eftir liggja.
„Það verður spennandi að spila á
Airwaves,“ segir Víkingur. „Það er
svona áheyrnarprufuandi yfir
þessu. Maður er nett stressaður og
vonandi verður það til góðs. Við ætl-
um nefnilega að gefa okkur alla í
þetta.“
Iceland Airwaves |
Hoffman leikur
á Gauknum
Sex laga stutt-
skífa komin út
Hoffman er metnaðarfull sveit.
Hoffman spilar á Gauki á Stöng í
kvöld ásamt Solid I.V., Manhattan,
Sign, Dr. Spock, yourcodenameis-
:milo™, Mínus og Drep
www.icelandairwaves.com
arnart@mbl.is
Blóðrautt segulmagnað
sólarlag. Náttúrubarnið
norska Even Johansen –
öðru nafni Magnet.