Sunnudagsblaðið - 29.06.1958, Side 6
• 338
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
Bilað affirrljós
KLUKKAN var hálftíu þegar
Jacoby læddist inn í dimmt svefn
herbergið og kyrkti konuna sína.
Það gekk stillilega og hljóðlátlega
fyrir sig, án nokkurra stympinga
eða erfiðleika.
Fyrr um kvöldið hafði hún kvart
að yfir hitanum og hafði gengið
snemma til rekkju. Hún var í
fasta svefni þegar hann kom inn,
og áður en henni vannst tími til
þess að gefa hið minnsta hljóð fvá
sér, var allt afstaðið.
'Enda þótt Jacoby hefði verið
búinn að undirbúa líflát konu
sinnar gaumgæfilega í Öllúm smá
atriðum, fór ekki hjá þvi að hann
þyrfti að hleypa í sig kjarki til
þess að framkvæma verkið. — í
sjálfu sér var það ekkert undar-
legt, því að Jaooby var enginn
hetja; hann var smáleitur og alls
ekki gáfulegur útlits, og lítiL augu
hans hvimuðu bak við þykk gler-
augun. Hann hafði einmitt útlit
fyrir að vera nákvæmlega það sem
hann var: væskislegur nýlendu-
Vörukaupmaður í smábæ.
Þegar hann hafði komið líkinu
fyrir í farangursgeymslunni á bíln
um sínum ók hann eftir mann-
lausum götunum og út á þjóðveg-
inn. Þar beygði hann í áítiiia til
New Orleans. Svo.varp hann önd-
inni léttara og kveikti sér í sígar-
ettu. Athygli hans beindist að
jöfnu, að veginum' framundan,
ljósunum á bílnum, hraðamælin-
um og speglinum er sýndi veginn
afturundan. Jacoby var aðgætinn
maður, sem aldrei treysti á neina
slembilukku eða tilviljanir. Enda
þótt hann ætti fyrir höndum að
aka rúmlega fimmtíu kílómetra
vegalengd, var enginn asi á hon-
um og hann ók uridir löglegum öku
f hraða. Hið jafna, þýðláta hljóð
vélarinnar róaði taugar hans, og
hann yfirvegaði með sjáifum sér
það sem hann átti eftir að koma í
verk. — Það eru nú bara hreinir
smámunir úr þessu, hugsaði hann
— hreinir smámunir. Hvaöa auli
sem var mundj fær um að Ijúka
því sem eftir var. Það sem hafði
krafist hugrekkis og yfirvegmiar
var um garð gengið.
Vegarafleggjarinn sem hann
átti að beygja inn á var um
þriggja kílómetra leið frá benzín-
st'öðinnt f Fisöher. Hann var auð-
kerindur með gulu vegarskilti, svo
að það var engin leið að villast.
Hann átti að beygja til hægri við
vegvísinn, og aka nokkra kíló-
metra á malarvegi, sem var lítú
umferð um, þar til hann kom að
hinni djúpu tjörn, sem ferðinni
var heitið til. Þar setlaði hann að
stöðva bílinn, og bera líkið að
tjörninni, og fara svo gftur og ná
í járnstykkið, sem hann ætlaði að
binda það við. Þegar hann hafði
svo bundið járnið fast við líkið
með sfcálvír sem hann hafði með-
ferðis (því ekki var að treysta
snæri eða kaðli sem fúnaði í vatn-
inu) mundi hann varpa líkinu í
tjörnina. Hann hafði áður rann-
sakað tjarnarbotninn og vissi að
það var slím og leðja í botninum,
sem brátt mundi hyija likið.
Hann brosti ánægður með sjálf-
um sér, en bros hans breyttist
brátt í grettu, þegar hann heyrði
skruðning og skelli í bílnum. —
Vegurinn var holóttur og ójafn.
Það stafaðt auðvitað af regninu
undanfarna daga, þá hafði runnið
úr veginum, hugsaði hann gramur.
Hann mundi raunar eftir því að
hann hafði eitthvað lesið um það
í blöðunum. Vatnið hafði grafið
sig niður í vegina, og víða höfðu
komið mikil hvörf og sig í veginn.
Þetta gat auðveldlega orsakað
fjaðrabrot í bílnum, ef hann æki
ekki varlega. Og í kvöld mátti
ekkert koma fyrir bílinn hans.
Hann hægði á ferðinni og ók
ekki nema á fjörutíú kílómetra
hraða, og fylgdjist nákvæmlega
með veginum um leið og hann
hugleiddi hvað hann ætti að taka
sér fyrir hendur næsta dag. Um
morguninn mundi hann ganga til
vinnu sinnar eins og venjulega,
eins og ekkert hefði gerst. Hann
mundi borða hádegisverð á Trav-
ellers Hotel eins og hann var van
ur að gera á miðvikudögum. Og
þegar hann hefði lokað verzlun-
inni klukkan sex, mundi hann
kannski líta inn á Monareh og fá
sér glas af öli Um hálfsjö eða
sjöleytið mundi hann svo koma
heim. Klukkutíma síðar byrjaði
hann svo að hringja til ýmissra
kunningja og vina og spyrja eftir
konunni. Því næst mundi hann
látast verða órólegur og hringja
til Thompson og leita ráða hjá
honum. Jafnvel þótt hann mundi
ýmislfegt gruna, vom engar sann-
anir. Þar var enginn spor að
rekja, ekkert eitur, engir blóð-
blettir og ekki neitt. Og heldur
ekkert lík, en án líks gat ekki ver-
ið um neinn glæp að ræða. Konan
hafði einfaldlega horfið — bað var
allt og sumt.