Sunnudagsblaðið - 29.06.1958, Qupperneq 10
342
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
klæðskera sauma horwum nákvæm
lega eins jakka — en Churchill
hélt áfram að riota þann gamla.
Aftur á móti var hann mjög
nosturssamur og kröfuharður um
buxurnar sínar. Þær urðu alltaf
að vera vel pressaðar.
Ohurchill tuggði vindling sinn
í ákafa dag nokkurn þegar hann
gekk út. Hann var áreiðanlega
sannfærður um með sjálfum sér að
ég hafði rétt fyrir mér — en hann
vildi bara ekki viðurkenna það.
Ég hafði búið hann áður en haun
fór í móttöku eina í franska bæn
um Nancy, og hafði sett heiðurs-
merki hans „Medaille Miiitarire“
í vinstri jakkaboðunginn.
Hann horfði á sig í spegiinum
um stund, og skyndilega veitti
hann heiðursmerkinu eftirxekt.
— Normann, kallaði hann. —
Þér hafiþ sett það í öfugan barm.
Ég fullvissaði hann urri, að þetta
heiðursmerki ætti að bera vinsíra
megin, eins og öll önnur opinber
heiðursroerki.
— Nei, það á að vera hægra
megin, þrætti Churchill.
Ég vildi ekki að húsbóndi minn
yrði sér til minnkunar á opinber-
um stað, svo að ég hélt fast við
mitt, og sagði:
—'Fyrirgefið, herra, en borði
„Medaille Militaire“-heiðursmerk
isins á að vera á vinstri jakkaboð
ung og N sjálft heiðursmei'kið
vinstra megin á brjóstinu.
Ég sagði honum einnig, að ég
hefði kynnt mér málið í franska
sendiráðinu. En Churtíhill krafðist
þess að ég flytti heiðursmerkið yf-
ir á hægra jakkahornið — og
gekk síðan ánægður út.
Ég vissi að allir í Nancy, sem
báru þetta heiðursmerki myndu
verða viðstaddir þessa móttöku,
og hvað skyldu þeir eiginlega
halda um Ohurohill? hugsaði ég.
Þegar húsbóndi minn kom aftur
heim sagði hann hrifinn:
— Normann, þessir Franskmenn
• eru háttvísustu menn í heimi. Ég
var kynntur fyrir öllum þeim,
sem bera „Medaille Milita.ire“-
heiðursmerkið í Nancy, og allir
voru með það í vinstra barmi, en
áður en samkvæminu var lokið,
höfðu allir flutt það yfir 1 kægri
barm vegna mín.
Ég hefi verið vitni að því hvern-
ig Churtíhill hefur skipt skapi frá
degi til dags, þau fjögur ár, sem
ég var hei'bergisþjónn hans. En
ekkert gerði honum jafn gramt í
geði og hávaði, þegar hanxt var
að vinna.
Eitt sinn staðnæmdist hann í
miðju verki og sendi mig út til
þess að reka í burt smið, sem var
að smíðum í hesthúsi hans. Hann
var mjög næmur á öll hljóð. Eng-
inn mátti blýstra þegar hann var
nálægur, ekki einu sinni uppá-
haldslagið hans: „Run Rabbit
Run“. Svo var það annað lag, sem
hann vildi aldrei hlusta á, því að
það vakti honum angur. Það var
lagið: „Keep right on ton the end
of the Road“.
Aldrei hefi ,ég samt séð Chur-
öhill .jafn miður sín og út af
landshornaflakkara einum. Hann
hafði sezt að í skúrhreysi einu
við Chartwiell, og þaðan mátti
enginn hrekja hann. Meðan hann
hafðist þarna við fór Churchill í
ferðalag, en þegar hann kom heim
aftur, var flakkarinn látinn og
hafði verið jarðsettur sem hver
annar umkomulaus fátæklingur.
Ghurtíhill ■ varð svo angurvær,
þegar hann heyrði þetta, að hann
vildi láta grafa flakkarann upp
og jarðsyngja hann aftur með hæfi
legri viðhöfn.
Gamalt orðtæki segir að enginn
sé hetja í augum herbergisþjóns
síns. En í mínum augum er Churc
hill mikil hetja, og ég varð fyrir
vonhrigðum, þegar hann var sleg
inn til riddara. Hann verðskuldaði
að verða gerður að hertoga . . .
Og nú lifi ég í þeirri von, að ein-
hverju sinni geti ég sagt við vini
Pylsur eru gæðamatur finnst
seppa, eins og á má sjá.
SMÆLKI
— Ég sé að sum brauðin kosta
90 aura og önnur 80 aura, hver er
munurinn? spurði viðskiptavinur.
inn.
— Það er augljóst mál; brauð-
in, sem kosta 90 aura, eru 10 aur-
um dýrari en hin, svaraði bakar-
inn.
mína: — Hertoginn af Ohartwell
var húsbóndi minn . . .
ENDIR.