Morgunblaðið - 02.11.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 02.11.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Greindarlegur gamanleikur Venjulegt fólk í skondnum aðstæðum í Kallakaffi í Sjónvarpinu | Menning 42 Líf og fjör á Urðarhóli Áhersla lögð á hreyfiþjálfun, hollt fæði og sköpun | Daglegt líf 20 Íþróttir í dag Singh í sérflokki  Spáir að titillinn fari til Texas  Gylfi ræðir við Cardiff  Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu ÞETTA er í fyrsta sinn í 70 ár að Skeiðarárhlaup kemur af stað eld- gosi í Grímsvötnum, en það gerðist síðast árið 1934, að sögn Freysteins Sigmundssonar, forstöðumanns Norræna eldfjallasetursins. Hann spáði í fyrra að líklega yrði gos í Grímsvötnum innan tveggja ára. Freysteinn segir að metið hafi verið út frá GPS-mælingum á land- risi og láréttum breytingum í Grímsvötnum að vaxandi kviku- þrýstingur væri undir Gríms- vötnum og þar væri kvika að safn- ast fyrir. Spennubreytingar og þrýstiléttir Hann segist hafa metið það fyrir um ári að eldfjallið hafi verið komið inn í þann tímaramma þar sem all- ar líkur yrðu á gosi á næstu tveim árum. Freysteinn segir þann mögu- leika hafa verið ræddan að þessi þrýstiléttir og spennubreytingar, þegar vatnið fer, nægðu til þess að koma gosinu af stað. „Hlaupið virkar sem gikkur sem hleypir eldgosinu af stað,“ segir Freysteinn. Hann segir að erfitt sé að meta það hversu stórt gosið komi til með að vera, en líkur séu á því að það verði sambærilegt því sem varð í Grímsvötnum 1998. FRÉTTASKÝRENDUR treysta sér ekki til að spá fyrir um hvor verði kjörinn forseti Bandaríkjanna í kosn- ingum sem fara fram í dag, George W. Bush eða John Kerry. Frambjóð- endurnir voru á ferð og flugi í allan gærdag en svo mikið jafnræði hefur verið með þeim Bush og Kerry í skoð- anakönnunum síðustu dagana að talið var að hugsanlegar fylgissveiflur á síðasta degi kosningabaráttunnar gætu jafnvel ráðið úrslitum, hversu litlar sem þær annars kynnu að vera. Kerry spáði metkosningaþátttöku í viðtali í gær og sagðist trúa því að „Bandaríkjamenn væru staðráðnir í að sagan frá árinu 2000 endurtæki sig ekki“. Bush sagði mikilvægt að úrslit- in yrðu afgerandi, m.a. vegna þess hversu vel umheimurinn fylgdist með þessum kosningum. Bæði Bush og Kerry voru byrjaðir að missa röddina eftir mikið álag síðustu dagana. Bush byrjaði daginn í Ohio en talið er að úrslitin gætu ráðist þar. Bush fór síðar til Pittsburgh í Pennsylv- aniu, sem er annað ríki þar sem óvíst er um úrslit. Bush hugðist einnig koma við í Wisconsin, Iowa og Nýju- Mexíkó en síðan gista á búgarði sín- um í Crawford, Texas. Þar hugðist forsetinn kjósa um morguninn og síð- an halda til Washington en Bush mun bíða dóms kjósenda í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. John Kerry hóf daginn í Flórída en naumur sigur þar tryggði Bush for- setaembættið fyrir fjórum árum, eins og frægt er orðið. Þar sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum að veröldin fylgdist með og að draumar íbúa Bandaríkjanna og væntingar væru í húfi. Kerry fór síðar til Wisconsin, Michigan og Ohio. Kerry var vænt- anlegur til Boston seint í gær en þar mun hann greiða atkvæði í dag og bíða dóms kjósenda. Metþátttöku spáð í kosn- ingunum Milwaukee, Orlando. AFP, AP. AP Rosemary Moody (t.h.) raðar utankjörstaðaatkvæðum á kosningamiðstöð í Des Moines í Iowa. Óvíst er hver fer með sigur í Iowa í kosningunum í dag.  Mesta/25 Fréttaskýrendur þora ekki að spá um úrslit bandarísku forsetakosninganna ELDGOS hófst í Vatnajökli um kl. 22.00 í gær- kvöldi. Þá gerði ákafur gosórói vart við sig eftir snarpa jarðskjálftahrinu í gærkvöldi. Ekki hafði orðið vart við öskufall eða sést gosmökkur í rad- ar um miðnætti í nótt. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings var þá óvíst hvort eldgosið hefði náð upp úr jöklinum eða ekki. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað um miðnætti af öryggisástæðum. Lögreglustjórarnir í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði fóru að til- mælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lokuðu veginum við Núpsstað að vestan og við afleggjarann að Skaftafelli að austan. Samkvæmt upplýsingum frá flugstjórn á Reykjavíkurvelli var tveimur flugvélum beint suður fyrir áætlaða ferla af öryggisástæðum seint í gærkvöld. Var ein flugvélin á leiðinni til lendingar á Keflavíkurflugvelli og önnur var á yfirflugi á leið til Bandaríkjanna. Snörp skjálftahrina hófst um klukkan 19.30 Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýndu að gosórói gerði vart við sig kl. 21.50 eftir snarpa jarðskjálftahrinu í Grímsvötnum sem hófst kl. 19.30 í gærkvöldi, að sögn Matthew Roberts jöklafræðings hjá Veðurstofunni. Skjálftunum fjölgaði eftir því sem leið á kvöldið. Jarðskjálfta- mælir á Grímsfjalli sýndi vaxandi gosóróa frá kl. 21.50 líkt og fleiri jarðskjálftamælar í kringum Vatnajökul. „Það bendir til þess að sífellt aukið magn kviku streymi til yfirborðsins,“ sagði Matthew. Hann sagði að samkvæmt uppruna jarðhræring- anna væri gosstaðurinn á svipuðum slóðum og gaus 1998. Það er innan Grímsvatna, vestast við norðurhlið Grímsfjalls. Þó taldi Veðurstofan ekki hægt að útiloka að gosstaðurinn væri aðeins sunnar, jafnvel aðeins sunnan við Grímsfjall. Eldgos í Grímsvötnum  Gosstaðurinn á svipuðum slóðum og 1998  Veginum yfir Skeiðarársand lokað af öryggisástæðum Morgunblaðið/Kristinn Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norræna eldfjallasetursins, og Páll Einarsson, jarðeðl- isfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ, skoðuðu skjálftamælana í náttúrufræðahúsinu Öskju í gær- kvöldi, um það leyti sem eldgosið í Grímsvötnum var að hefjast, hið fyrsta á þessari öld.  Vel fylgst með/4  Þrettánda eldgosið/24 FRAMBJÓÐENDURNIR tveir í bandarísku forsetakosningunum mættust á flugvellinum í Milwaukee í Wisconsin í gær en John Kerry og fylgdarlið hans var að koma þangað um það bil þegar George W. Bush var að yfirgefa borgina. Stóðu flug- vélar þeirra í sjónfæri hvor frá ann- arri um skamma stund. Bílalest Ker- rys ók svo þvert í veg fyrir rútu sem full var af blaðamönnum sem fylgja Bush eftir í kosningabaráttunni, og voru á leið út í flugvél, en Kerry var þá á leið inn í miðbæ Milwaukee. Mættust í Milwaukee „Hlaupið virkar sem gikkur“                                      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.