24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 22

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. 24 stundir sögðu frá því í vikunni að til stæði að koma á evrópsku kerfi hér á landi innan þriggja ára, sem tryggði að sjálfvirkt neyðarkall berist frá bílum ef slys ber að höndum. Til þess að það verði mögulegt, verða bílar fólks jafnframt undir gervihnattaeftirliti og hægt verður að safna upplýs- ingum um staðsetningu, hraða og stefnu bílsins úr GPS-tæki, sem á að verða staðalbúnaður í nýjum bílum fyrir Evrópumarkað ef þessi áform ganga eftir. Blaðið sagði jafnframt frá því að samgönguráðuneytið skoðaði nú hug- myndir um að gjaldtaka af bílum yrði ekki í gegnum eldsneytisskatta eins og nú er, heldur stuðzt við upplýsingar úr hugbúnaði í bílunum. Pétur Blöndal alþingismaður ræddi svipaðar hugmyndir í samtali við 24 stundir fyrir nokkrum dögum, þegar hann talaði um möguleika á að tekið yrði misjafnt gjald af bílum eftir því á hvernig vegum þeir ækju; með bundnu slitlagi eða malarvegum. Staðsetningartæknin, sem hefur verið þróuð, er til margra hluta nyt- samleg. Vissulega er mikið öryggi í því fólgið, ef bíll sem veltur út af vegi á fáfarinni leið sendir út sjálfvirkt neyðarkall. Og það getur líka verið alveg bráðsniðugt að bíleigendur borgi fyrir afnot sín af vegunum í samræmi við það á hversu dýrum vegum þeir aka. En þurfum við ekki aðeins að staldra við og spyrja hversu nákvæmlega við viljum að opinberir aðilar geti fylgzt með ferðum okkar? Upplýs- ingatæknin gerir nú þegar að verkum að sá, sem hefur aðgang að réttu gagnagrunnunum, getur kortlagt líf einstaklings í töluverðum smáatriðum. Með því að skoða símtalaskrár, upplýsingar um netnotkun, greiðslu- kortafærslur, bankaupplýsingar, gagnabanka sem geyma kennitölur sem notaðar eru í viðskiptum og upptökur úr öryggismyndavélum er hægt að gera sér glögga mynd af ferðum, gjörðum, fjárhag og jafnvel áhugamálum einstaklings. Tæknin er í raun fyrir hendi til að búa til eftirlits- þjóðfélag, sem ekki er víst að einu sinni George Orwell hafi séð fyrir þegar hann skrifaði skáldsöguna 1984 á fimmta áratugnum. Er ekki full þörf á meiri umræðum um það hversu langt má seilast inn í einkalíf fólks í þágu öryggis, skil- virkrar skattheimtu eða annarra „framfara“? Í Noregi var sett á fót nefnd leikmanna til að ræða hugmyndir og áform af þessu tagi. Hvað ætla íslenzk yfirvöld að gera? Hlusta á gagnrýnina eftir á eða efna til umræðna fyrirfram? Orwell og öryggið SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Við erum á leið í brúðkaup ald- anna. Margir brúðhjónunum ná- tengdir héldu reyndar að þetta yrði brúðkaup síðustu aldar en það hefur aðeins dregist. Brúðhjónin hafa verið trúlofuð síðan 1984. Hjörtur Magni á að gefa þau sam- an. Brúðurin hef- ur sungið í mörgum brúð- kaupum og brúðguminn líklega líka spilað í þeim mörgum, en á morgun held ég að þau ætli bara að láta gifta sig. Mér finnst það yndislega fagurt bara og dásam- lega rómantískt. Ellen og Eyþór. Þið eruð æði. Við hlökkum til að mæta í brúðkaupið ykkar ... Helga Vala Helgadóttir eyjan.is/helgavala BLOGGARINN Loksins gifting Vandamálið með lán frá Íbúða- lánasjóði er að þau nýtast ekki þeim sem minnst eiga. Þau mið- ast ekki við hlut- fall af kaupverði íbúða, þ.e. þau miðast ekki við markaðsverðið eins og það er á hverjum tíma. Lánin miðast við brunabótamat sem er yfirleitt langtum lægra hér á höfuðborg- arsvæðinu, en almennt markaðs- verð. Bara það að laga þessa skekkju og miða við markaðs- verð og þá að sama skapi að setja þá reglu að skylda sé að kaupa viðbótarbrunatryggingu mundi þýða „aðeins betra“ ástand. Vilborg G. Hansen villagunn.blog.is Brunabótamatið Ef Stóri bróðir er ekki kominn til Íslands, kemur hann, þegar gervi- hnettir fylgjast með öllum bílum. Samgönguráðu- neytið vinnur að slíku kerfi til að geta fundið slysa- bíla og týnda bíla. Það er eins og að setja upp kerfi til að hlera alla síma við að finna vandamál í sam- félaginu [...] „Umræða um slíkt er ekki viðeigandi,“ sagði einn for- kólfurinn á forsíðu 24 stunda. Staðsetningarkerfi bíla er eins og að skjóta úr fílabyssu á mús. Slíkt kerfi getur komið að gagni í sára- fáum tilvikum árlega. Og freistar auðvitað þeirra, sem vilja leika Stóra bróður. Jónas Kristjánsson jonas.is Stóri bróðir Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Hundrað þúsund Danir kaupa sér nú heilbrigðistryggingar of- an á eða í staðinn fyrir rétt sinn í opinbera heilbrigð- iskerfinu. Almannaþjónustan hrekkur ekki til. En almenningur í Danmörku vill að heilbrigðisþjónusta sé opinber og vel að henni búið. Á Íslandi er við- horfið hið sama, en engu að síður telja ýmsir að breytingar séu að verða – án umræðu. Talað er um að evran taki sig upp sjálf, meðan stjórnvöld horfa á með blinda auganu. Á sama hátt er því nú haldið fram að róttækar breytingar séu að verða á íslenska heilbrigðiskerfinu, en menn þori ekki að ræða þær. Eilíft stríð um peninga á óljósum forsendum Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, tekur af skarið í vikunni og kallar eftir stefnu stjórnvalda. „Hriktir í stoðum sameiginlegrar heilbrigðisþjón- ustu,“ heitir grein forstjórans í Morgunblaðinu. Magnús segir ekki lengur hægt að víkjast undan um- ræðu um hvað af heilbrigðisþjónustunni eigi að vera í samfélagsábyrgð og hvað ekki. Honum sýnist jarð- vegur vera að myndast fyrir einkatryggingar sem tryggi einstaklinga betur en hið opinbera. „Við höf- um valið að standa sameiginlega að heilbrigðisþjón- ustunni, enginn mælir opinberlega fyrir annarri stefnu en mér sýnist farið að hrikta í þeim stoðum.“ Magnús hefur í mörg ár setið undir umræðu um hallarekstur, yfirdráttarskuldir og hagræðingarkröfu Landspítalans. Forstjórinn segir að spítalinn sé flott stofnun og vel rekin. „Þrátt fyrir góðan árangur stend ég í eilífu stríði um peninga á óljósum for- sendum.“ Magnús viðurkennir að hafa þagað lengur en hann vildi. En nú eru skilaboðin til stjórnvalda um að taka af skarið skýr. Sjónarspil um rekstrarform „Stjórnvöldum hefur verið gjarnt að líta svo á að þörfunum, eftirspurninni, verði best mætt með því að hagræða í heilbrigðisþjónustunni, jafnvel færa þjónustuþætti í breytt rekstrarform eða til einka- aðila. Sumt af þessu er sjónarspil,“ segir Magnús. Hann tekur undir með þeim sem árum saman hafa haldið því fram að fjármagn til kerfisins sé í ósam- ræmi við skyldur og væntingar. Reynist forstjórinn Heilbrigðisþjónustan skelfur SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.