24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 80

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir Leikstjórinn Frank Darabont er greinilega aðdáandi rithöfund- arins Stephens Kings. Nú þegar hefur hann gert þrjár myndir byggðar á sögum rithöfundarins en hann hefur hug á að gera þá fjórðu. Nú vill hann kvikmynda söguna The Long Walk en í henni segir frá skelfilegri keppni þar sem ungir drengir ganga, bók- staflega, fyrir lífi sínu. vij Vill gera fleiri King-myndir Stúlkurnar í Spice Girls komu fram á tískusýningu Victoria’s Secret í fyrradag, en um er að ræða fyrstu tónleika stúlknanna eftir að tilkynnt var um end- urkomu sveitarinnar. Uppá- koman vakti að sjálfsögðu mikla athygli í ljósi þess að þær hafa ekki komið fram í níu ár, en ekki minni athygli vakti sú staðreynd að kryddpíurnar þöndu ekki raddböndin á neinum stað í lag- inu. Þrátt fyrir deildar meiningar um frammistöðuna fullyrti Geri Halliwell að þetta hefði verið góð upphitun fyrir fyrirhugaða tón- leikaferð hljómsveitarinnar. hþ Koma fram í fyrsta skiptið Seth Rogen og Elizabeth Banks munu leika aðalhlutverkin í næstu mynd Kevins Smiths, Zack & Miri Make a Porno. Í myndinni segir frá vinum sem hafa staðið í platónsku vinarsambandi um áratugaskeið en svo þegar blank- heit gera vart við sig ákveða þau að framleiða klámmynd saman. Þá sjá þau að það búa meiri til- finningar að baki sambandi þeirra en þau áttuðu sig á. vij Rogen og Banks fara í klámið Hljómsveitin My Bloody Val- entine er ef til vill ekki í um- ræðunni á hverjum degi enda hef- ur sveitin hvorki sent frá sér plötu né spilað á tónleikum í 16 ár. Hún var þó geysivinsæl á sínum tíma og sendi frá sér tvær breiðskífur sem báðar slógu í gegn. „Isn’t Anything“ kom árið 1988 og „Loveless“ þremur árum síðar, en auk þess komu út nokkrar EP- plötur. Fyrir nokkrum dögum bárust svo fréttir um að My Bloody Val- entine myndi leika á þrennum tónleikum í júní á næsta ári; í London hinn 20. júní, í Manchest- er 28. júní og í Glasgow 2. júlí. Þegar miðarnir á þessa tónleika seldust upp á 6 mínútum í gær- morgun var bætt við tvennum tónleikum í London, hinn 21. og 22. júní og þegar er uppselt á þá hvoratveggju. En hvernig stendur á því að hljómsveit sem síðast gerði plötu árið 1991 er enn svo gífurlega vin- sæl? Líklegasta skýringin er að breiðskífurnar hafi elst mjög vel, en á þeim gætir nokkurs tímaleys- is. Í My Bloody Valentine eru Colm O’Ciosoig trommuleikari, Bilinda Butcher, söngkona og gít- arleikari, Debbie Googe bassaleik- ari og Kevin Shields, söngvari, gít- arleikari, lagahöfundur, og talsmaður hljómsveitarinnar. Ke- vin er sagður vera haldinn full- komnunaráráttu á háu stigi og hafi til að mynda fengið til liðs við sig 40 upptökumenn þegar hann vann að „Loveless“. Hann tekur iðulega minnst þrjá tíma í að fullkomna hljóm sveitarinnar á tónleikum en er samt sjaldnast fyllilega ánægður og vildi helst sleppa því að spila á tónleikum yfir höfuð. Sagan segir að Kevin Shields hafi hent nokkrum fullkláruðum plötum síðustu 16 árin, því hann náði ekki þeim hljómi sem hann var að sækjast eftir. Í nýlegu viðtali við sjónvarpsmanninn Ian Sven- onius í þættinum „Soft Focus“ segir hann frá því að þegar platan „Loveless“ var í vinnslu hafi hljómsveitin unnið látlaust í hljóð- veri í tvö ár áður en hún var sátt. Plötufyrirtækið Creation hafi oft verið á barmi gjaldþrots, en aldrei gefist upp á þeim og því hafi plat- an að lokum komið út. Kevin segir einnig frá því að í raun hafi þá í hljómsveitinni ekkert langað að gera plötu fyrr en nú nýlega og því hafi þau sleppt því. heida@24stundir.is My Bloody Valentine spilar nokkra tónleika á Bretlandseyjum næsta sumar Endurkoma í lagi Meistaraverk Síðasta plata My Bloody Valentine heitir Loveless. Söngvarinn Bobby Brown datt og meiddist á ökkla við tónleika- æfingar í síðustu viku. Söngv- arinn mun hafa lent illa á ökkl- anum og þarf því að styðjast við hjólastól næstu dagana. Tals- maður hans segir þó að honum líði vel og atvikið muni ekki setja of mikið strik í reikninginn. „Hann hefur það fínt og mun ekki bregðast aðdáendum sínum sem hann mun syngja fyrir á næstu vikum.“ hþ Bobby Brown í hjólastól Bandaríska hljómsveitin Interpol hefur lengt tónleikaferð sína sem stendur fram á næsta vor. Næst- komandi mánudag kemur svo út viðhafnarútgáfa af nýjustu plötu þeirra „Our Love to Admire“ þar sem meðfylgjandi er DVD-diskur með 11 aukalögum af tónleikum sveitarinnar í Astoría-klúbbnum í Lundúnum. Út nóvember leikur sveitin í Berlín þann 17., Köln þann 19., Tilburg þann 20., París þann 21., Brussel þann 23., Ham- borg 24. og 25., Lille þann 26., Blackpool þann 28. og London 29. og 30. nóvember. re Interpol bætir við tónleikum David Beckham bauð félögum sínum í knattspyrnuliðinu Los Angeles Galaxy til sjö klukku- stunda vínþambs eftir leik gegn Vancouver Whitecaps í vikunni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 3. október en var frestað til þess að Beckham gæti verið með í leiknum, sem var sýningarleikur. Liðið mun hafa drukkið stíft og djammað fram eftir öllu á hinum ýmsu skemmtistöðum í boði Beck- hams, en hann ákvað að hressa liðsmenn upp eftir vafasama frammistöðu í leiknum. Kunningi Beckhams sagði greinilegt að hann gæfi eiginkonunni, sem þótt hefur meiri aðdáandi skemmtanalífsins, ekkert eftir í skemmtilegheitunum. „Hann sannaði að hann getur djammað alveg eins og eiginkonan. Hann fór á þvílíkt barskrall og fór seint að sofa,“ sagði kunninginn og bætti við að kvenkyns aðdáendur knattspyrnukappans hefðu ekki haft augun af honum téð kvöld. „Hann var eltur allt kvöldið en hafði mun meiri áhuga á að skemmta sér með vinunum. Þess ber að geta að Beckham og liðs- félagar hans höfðu enga ástæðu til að fagna en leiknum við Vancou- ver lyktaði með 0-0-jafntefli. hþ Beckham býður á barinn Mynd/Reuters Slakar ekki á klónni David gefur konu sinni ekkert eftir. Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur heida@24stundir.is Keilir, miðstöð vísinda fræða og at- vinnulífs, hefur fengið allt að 150 íbúðir til úthlutunar fyrir náms- menn á háskólasvæðinu á Vall- arheiði í Reykjanesbæ. Íbúðirnar bætast við þær 350 sem þegar er búið í á svæðinu. Áætlað er að taka íbúðirnar í notkun í desember og janúar næstkomandi en heild- arfjöldi íbúa verður þá kominn í 1100-1200 manns. Um 70 börn stunda nám í leikskólanum og tæplega 50 í grunnskólanum á svæðinu. Gamla herstöðin opnaði hlið sín þann 15. ágúst og Guðbjörg Rann- veig Jóhannesdóttir er í hópi þeirra sem fluttu inn um leið. „Ég flutti inn þann 16. ágúst og líkar vel. Svæðið hefur þó lítið breyst síðan ég flutti inn, þótt íbúum hafi fjölg- að statt og stöðugt.“ Aðspurð hvort eitthvað sé hægt að gera sér til dundurs á svæðinu segir Guð- björg litla afþreyingu í boði, en til standi að opna veitingastaði og kaffihús. „Það er helst að maður hitti aðra íbúa svæðisins í rútunni á morgnana, en hún er vel sótt.“ Á svæðinu var opnuð verslun í september en önnur þjónusta er ekki fyrir hendi og hana verður enn sem komið er að sækja til Keflavíkur. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, segir þó að engin vandamál hafi komið upp en mörg úrlausnarefni. Sem dæmi hafi þurft að búa til skóla og leik- skóla fyrir börnin og nú sé unnið að stækkun þannig að hægt verði að fjölga þar börnum um áramót. „Nýtingin á rútu til Reykjavíkur var líka langt umfram væntingar. Við þurftum að finna út hent- ugustu tímasetningarnar og sam- hæfa ferðirnar eftir því. Annars hefur allt gengið vel. Við settum fram áætlun um það að vera kom- in með 800 íbúa árið 2009, en náð- um þeim áfanga í október.“ En var flutt of snemma inn áður en öll almenn þjónusta var fyrir hendi? „Svo tel ég ekki vera. Íbúð- unum þurfti að skila áður en skól- inn byrjaði svo það var ekkert val. Á næstunni verður opnuð íþrótta- miðstöð og viðræður eru í gangi um að opna heilsugæslustöðina. Það gæti gerst bara strax eftir ára- mót.“ Fjölmargir háskólanemar nýta ódýrt húsnæði Íbúum Keilis fjölgar stöðugt FyrstarÞessar stúlkur eru starfsmenn Keilis. Þær meðal íbúa fyrstu svæð- isins eftir að herinn fór. ➤ 1100 stúdentar bíða eftir hús-næði í Reykjavík. ➤ 100 manns eru á biðlista eftirhúsnæði hjá Keili. STÚDENTAÍBÚÐIR Íbúum á gamla varn- arsvæðinu fer fjölgandi og mun íbúafjöldi fara yf- ir eitt þúsund um næstu áramót. Nú þegar búa tæplega 800 manns á svæðinu. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Hann sannaði að hann getur djamm- að alveg eins og eiginkonan. Hann fór á þvílíkt barskrall og fór seint að sofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.