24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 65

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 65
24stundir LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 65 Ítalski tónlistarmaðurinn Leone Tinga- nelli fagnar útgáfu nýs hljómdisks með tón- leikum í Salnum í Kópavogi á sunnudags- kvöld kl. 20. Leone verður þó ekki einn á sviðinu því að sér til fulltingis fær hann hóp valinkunnra tónlistarmanna og fimm gesta- söngvara: Stefán Hilmarsson, Heru Björk, Guðrúnu Árnýju, Jóhann Friðgeir og Regínu Ósk. Hef þroskast aðeins „Þetta verður bara líf og fjör og ég er mjög spenntur fyrir þessa tónleika. Það var svolítil vinna að fá alla til að koma á sama degi enda mikið að gerast fyrir jólin, margir að gefa út og tónleikar úti um allt,“ segir Leone. Nýi diskurinn heitir Montagne Azzurre / Bláu fjöllin og er annar diskurinn sem Leone gefur út með frumsaminni popptónlist. Sá fyrri hét Volo libero og kom út fyrir tveimur árum. „Ég held að nýi diskurinn sé aðeins betri en hinn og ég er mjög ánægður með hann. Maður hefur þroskast aðeins á þessum tíma og verður alltaf betri og betri,“ segir hann um nýja diskinn. Ítölsk gamantónlist Leone er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir því að snemma á næsta ári kemur út diskur með Tríói Delizie Italiane sem hann er í ásamt Jóni Rafnssyni og Jóni Elvari Hafsteinssyni. Sú tónlist er frábrugðin tónlistinni sem er að finna á sólóplötum Leone. „Þetta er gamantónlist frá Ítalíu sem við leikum á okkar hátt. Við spilum á tvo kassagítara, kontrabassa og syngjum. Þetta er allt öðruvísi tónlist en popptónlistin sem ég hef verið að gera,“ segir Leone. Tríó Delizie Italiane kemur einnig fram á tónleikunum í Salnum annað kvöld. Útgáfutónleikar Leone Tinganelli í Salnum Með mörg járn í eldinum Í góðum félagsskap Leone Tinganelli fær nokkra helstu söngvara landsins í lið með sér á útgáfutónleikum í Salnum. 24stundir/Frikki Hljómsveitin Fimm í tangó held- ur tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi á morgun, sunnudag 18. nóvember, kl. 16. Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppá- haldi hjá hljómsveitinni, en hana skipa Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir pí- anóleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Tatu Antero Kant- omaa harmóníkuleikari. Það eru sá síðastnefndi og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem hafa útsett lögin, en Haraldur hefur einnig samið tangóa sérstaklega fyrir hópinn. Tangótónleikar í Borgarnesi Nú styttist í að Plötutíðindi þessa árs komi út og verði dreift inn á heimili í landinu. Fjöldi nýrra hljómplatna streymir inn á mark- aðinn og bætast nýir titlar við nær daglega. Það er Vatikanið sem hefur veg og vanda af vinnslu Plötutíðinda að þessu sinni, en hingað til hefur Bergur Ísleifsson sinnt ritstjórn og vinnslu þessa árlega upplýs- ingarits Félags hljómplötufram- leiðenda. Formlegur útgáfudagur Plötutíðinda 2007 er föstudag- urinn 23. nóvember næstkom- andi og ætti blaðið þá að hafa borist flestum landsmönnum. Plötutíðindin á leið í hús Rokkhljómsveitin góðkunna Dikta heldur tónleika í Tónastöð- inni Skipholti 50d í dag kl. 15:30. Leikin verða ný lög í bland við eldra efni. Verslunin hefur verið stækkuð um meira en helming og eru tónleikarnir haldnir í tilefni af stækkuninni. Einnig munu hljómsveitirnar Co- ral og Perla leika nokkra tóna fyr- ir gesti. Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana. Tónleikar Diktu Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA • N M 3 0 70 1 Frábær kjör – takmörkuð gisting Sand Castles Sunset Jamaica Grande Resort Glæsileg lúxusgisting Gran Bahia Principe Jamaica – nýtt lúxushótel Opnaði í des. 2006 Allt innifalið í 10 eða 11 daga - frá aðeins 149.990 kr. Allt innifalið í 10 eða 11 nætur - frá aðeins 145.390 kr. Gran Bahia Principe Jamaica – allt innifalið Mjög gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina í hjarta Ocho Rios með góðri aðstöðu. Aðstaða og aðbúnaður hótelsins var end- urnýjað nýlega. Glæsilegur garður með 5 sundlaugum, veitinga- stöðum, börum o.fl.. Herbergi eru með sjónvarpi, síma, loftkæl- ingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Örstutt er í mannlífið fyrir þá sem kjósa að leita út fyrir hótelið. Einfalt en þokkalegt hótel við Turtle Beach ströndina, skammt frá miðbæjarkjarna Ocho Rios. Á hótelinu eru íbúðir með einu svefnherbergi, stúdíóíbúðir og hótelherbergi. Íbúðir og her- bergi eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma og ísskáp. Öll her- bergi/íbúðir með svölum. Fallegur sundlaugargarður, bar, veit- ingastaður og móttaka. Góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldari gistingu með minni þjónustu en góða staðsetningu og verð. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Stórglæsilegt og nýtt fimm stjörnu glæsihótel við ströndina í Runaway Bay. Hér finnur þú alla þá þjónustu í fríinu sem hægt er að óska sér. Glæsilegan garð með 3 sundlaugum, barnalaug- um, fjölda veitingastaða, bara, verslana, líkamsrækt og tenn- isvöllum. Golfvellir og fjölbreytt sjósport í nágrenninu. Hótelið er með 700 herbergi sem öll eru svítur með nuddbaðkari. Öll herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, bað- herbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Þetta er stórglæsilegt hótel og örugglega eitt það allra besta á Jamaica – hér er dekr- að við þig í aðbúnaði og þjónustu. Allt innifalið: • Morgunverðarhlaðborð • Hádegisverðarhlaðborð • Kvöldverður (val um 5 veitingastaði) • Innlendir drykkir • Aðgangur að diskóteki hótelsins • Aðgangur að líkamsrækt • Sólbekkir, sólhlífar og handklæði • Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin • Minibar m/vatn, gos og bjór (fyllt á daglega) • Köfunarkennsla í sundlauginni (1 klst.) • Frítt á brimbretti, tennis, báta án mótors eða reiðhjól (í 1 klst.) Hvað er í boði • 5 veitingastaðir • 5 barir • 3 sundlaugar • Verslanir • Öryggishólf (gegn gjaldi) • Barnagæsla • Líkamsrækt • Heilsulind • Barnaklúbbur • Tennisvellir • Fjölbreytt sjósport • Diskótek • Píanó bar, Karaoke bar og sport bar • Mótor- og reiðhjólaleiga • Læknisþjónusta • Golf, Runaway Bay Golf Club • Kayakar • Skemmtidagskrá fyrir börnin Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica ríkir einnig einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og með þeim feg- urstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem eru einstakar og láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir sem hafa komið til Jamaica eru flestir sammála um að eyjan hafi einstakt aðdráttarafl. Hún er einn þessara heillandi áfangastaða Karíbahafsins sem laða ferðmenn til sín aftur og aftur. *) Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Sand Castles í 10 eða 11 nætur. Verðdæmi eru netverð á mann m.v. í gistingu tvíbýli. Verð getur breyst án fyrirvara. Öll herbergi eru svítur 14. febrúar – 10 nætur og 24. febrúar – 11 nætur Frá 109.890 kr.* Glæsileg viðbót!Getum nú loksins boðið gistingu á þessu frábæra hóteli í ferðum okkar í febrúar!Jamaica
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.