24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 82

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 82
Jakkinn er keyptur af bróður mín- um þegar hann var á einhverjum flóamarkaði í Boston minnir mig. Hann er frekar þunnur og heldur ekki mikl- um hita yfir köldustu vetrarmán- uðina, en er fínn yfir hettupeys- una þegar veðrið er eins og það er búið að vera. Hann er úr silki og næloni og gerir alveg sitt gagn en í kaldara veðri er ég í úlpu. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Heimir Héðinsson leggur stund á grafíknám í Listahá- skólanum á daginn, en þegar rökkva tekur vinnur hann fyrir sér sem skífuþeytirinn DJ Skeletor. Heimir þykir móðins og flottur í tauinu en hann segist gefa tískunni mikinn gaum og reynir ávallt að vera sómasamlega klæddur og vel til fara. „Ég er svolítill tískugúrú og hef lengi verið. Þetta hefur ein- hvern veginn alltaf verið í mér og núna upp á síðkastið hefur þetta tengst tón- listinni svolítið. Teknótónlistartíska Þetta er einhver teknótíska býst ég við sem ég viða að mér héðan og þaðan, úr vinahópn- um og slíkt,“ segir Heimir sem kaupir gjarnan föt sín á erlendri grund. „Ég kaupi nánast öll mín föt í útlöndum. Ef ég kaupi hér heima þá er það helst í Kron, Gyllta kettinum og einstaka sinnum í Spútnik. Annars reyni ég ekki að fylgja neinum tískustraumum, heldur skapa minn eigin stíl og prófa eitthvað nýtt,“ segir hinn 22 ára gamli Heimir og viðurkennir að ef- laust gengi það ekki upp ef hann ákvæði einn daginn að umpólast í tískunni og ganga í jakka- fötum með dæmigerða herraklippingu. „Nei, það myndi sjálfsagt ekki gera sig. Það má segja að það sé ákveðin tíska í kringum þennan teknótónlistarbransa. Ég hef samt alveg þessa þörf til að vera öðruvísi, sem er þó ekki tengd neinni sýniþörf, þvert á móti, ég er ekki sú týpa. En maður vill samt ekki vera eins og allir hinir og því reyni ég að forðast þessar almennu tísku- bylgjur einsog heitan eldinn, enda eru þær oftar en ekki fáránlegar í mínum augum og verða fljótt útbrunnar,“ segir Heimir sem telur stráka á hans aldri velta tískunni töluvert fyrir sér. „Já já, þeir gera það alveg hiklaust. Að minnsta kosti í mínum vinahóp, enda smitumst við allir hver af öðrum í rauninni.“ Hefur áhuga á fatahönnun Heimir segist hugsa töluvert um fatahönnun, en hefur látið sér nægja að silkiþrykkja myndir og munstur á boli og aðrar flíkur. „Ég fæ að nota aðstöðuna í skólanum fyrir prentið, en annars hef ég ekki gefið mér tíma til að gera neitt meira, þó svo áhuginn sé alveg til staðar. Allur minn frítími fer í tónlistina. Kannski ég snúi mér að þessu í framtíðinni, hver veit?“ Heimir Héðinsson er vel klæddur plötusnúður Teknó skapar tískuna Heimir Héðinsson er einnig þekktur sem DJ Skeletor. Hann vill skera sig úr en segist þó ekki haldinn sýniþörf. Heimir þykir hafa gott tískuvit, en hann kaupir flest sín föt erlendis. ÍMYND 82 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: Ný sending af kápum og úlpum iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Hettupeysan er frá sænskum hönnuði sem heitir Thomas Grogg, en hana keypti ég í Amsterdam í einhverri búð sem hann er með þar. Ég á frekar margar hettupeysur og er eig- inlega alltaf í hettupeysu. Þær eru bara svo þægilegar, sér- staklega þessar með vösum. Þar er fínt að geyma kveikjarann og sígaretturnar og annað ým- islegt smálegt sem maður þarf að notast við. HETTUPEYSA Buxurnar eru frá Cheap Monday-merkinu, en ég keypti þær einnig í Amsterdam í búð sem heitir Zip- per. Ég á um sex buxur frá þessu merki og held mik- ið upp á það. Þeir eru þeir einu sem eru með þetta snið sem ég fíla hvað best. Þessar eru reyndar ekki úr týpísku gallaefni, þær eru þynnri en venjulegar gallabuxur, en alveg helvíti góðar, svona grábrúnar með ljósbrúnum röndum. BUXUR Skórnir eru frá Nike, en ég fann þá í skó- búð í, jú rétt til getið, Amsterdam. Ég á mörg skópör, en notast gjarnan við eitt í einu og slít þeim duglega. Ég pæli ekki of mikið í því hvort þeir passa við þau föt sem ég klæðist hverju sinni, þótt ef- laust sé það alltaf eitthvað ómeðvitað. Þeir fara flestir vel við allt og því hefur þetta sloppið alveg held ég. Ég reyni að hugsa vel um skóna. Það er sérstaklega þörf á því eftir helgarnar að þrífa þá að- eins, því allir kannast við gólfin á íslensk- um skemmtistöðum. SKÓR 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég er svolítill tískugúrú og hef lengi verið. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið í mér og núna upp á síðkastið hefur þetta tengst tónlistinni svolítið. JAKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.