24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 23

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 23
sannspár um að sjúkratryggingar færist yfir í trygg- ingar tengdar atvinnulífinu er íslenskt kerfi að fær- ast nær því bandaríska. Í Bandaríkjunum fara hærri upphæðir í heilbrigðisþjónustu en nýtast fólki verr. „Þetta er fallvalt,“ segir Stefán Ólafsson prófessor. „Reynslan af sjúkratryggingakerfi atvinnulífsins er sú að hátekjufólk hefur góðar tryggingar, með- altekjufólkið lakari og lágtekjufólk lélegar tryggingar eða engar. Atvinnulausir fá opinbera og fátækt- arþjónustu afleita að gæðum.Velferðarkerfi sem byggir á fyrirtækjum er ótraustara en opinbert. Fyr- irtæki ganga kaupum og sölum, flytjast til og gróði getur farið eitt og tap annað.“ „Það kveður við nýjan tón hjá forstjóra Landspít- alans,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Hún segir augljóst að samræma þurfi þjónustu og fjárveitingar. „Það er brýnna en nokkru sinni að skilgreina hvaða þjónustu hið op- inbera vill veita.“ Elsa sat í nefnd Jónínu Bjartmarz um Landspítalann og fjármögnun þjónustu, en hún hvatti til umræðu um breytingar á rekstrarformi. Óttinn við einkavæðingu Skýrsla Jónínunefndar reyndist eldfim, henni var tekið sem hvatningu til einkavæðingar. Siv Friðleifs- dóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, jarðaði skýrsluna úr ræðustól Alþingis eftir að Ögmundur Jónasson lýsti einkavæðingaráformum sem hann las úr niðurstöðunum. En langvarandi óvissa og hag- ræðing hafa fælt fólk frá Landspítalanum. Starfs- fólkið er þreytt á umræðunni um að laun þess séu helsta ástæða fyrir því að alltaf þurfi að ganga lengra í að hagræða í rekstri. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, vill snúa umræðunni og tala um fleira en útgjöld. Menn tali um arðsemi Kárahnjúkavirkj- unar, en hvað um hagnað þjóðarbúsins af góðri heil- brigðisþjónustu? Stefán er er einn af Jónínunefnd- armönnum og segir nauðsynlegt að taka nú umræðuna sem forstjóri spítalans sé að vekja upp. aEftir Björgu Evu Erlendsdóttur Reynist forstjórinn sann- spár um að sjúkratrygg- ingar færist yfir í trygg- ingar tengdar atvinnulífinu er íslenskt kerfi að færast nær því bandaríska. 24stundir LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 23 Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þetta á ekki síður við um stjórnmálaflokka og sannaðist eftirminnilega á Framsóknar- flokknum. Barnaleg oftrú þeirra á álbræðslum sem takmarki í sjálfu sér varð til þess að einangra flokk- inn frá þjóðinni og hraða upp- dráttarsýki hans og innra hruni. Þeirri fráleitu virkjana- og stór- iðjupólitík, sem engu skyldi eira og reisa álver við hvern vog, höfn- uðu kjósendur í tvígang. Í lok stóriðjuáratugar Fram- sóknar fyrir ári síðan virtust í burðarliðnum ný álver hvert sem litið var og gríðarlegar virkjana- framkvæmdir vegna þeirra; álver í Helguvík, Keilisnesi, Húsavík, Þorlákshöfn, Húnavatnssýslu, Eyjafirði og tvöföldun í Straums- vík. Meirihluti landsins virtist undir en á undraskömmum tíma hafa horfur í þessum efnum breyst. Það er fagnaðarefni, bæði af umhverfis- ástæðum og vegna þess að ál- iðnaður er orðinn heldur stór hluti af efnahag okkar og óheppilegt að hafa svo mörg egg í sömu körfu. Straumsvíkurhvörf Eins og rafvæðingin hófust breytingarnar í stóriðjupólitíkinni í Hafnarfirði. Straumhvörfin urðu í Straumsvík. Forysta Samfylking- ar í bæjarmálum í Hafnarfirði tryggði að umdeild ákvörðun um stórfellda stækkun álversins var ekki tekin af fáum heldur borin undir alla íbúa. Þó finna megi ým- islegt að þeim kosningum, eins og öllum lýðræðislegum kosningum, voru þær farsælar. Þær sýndu að gríðarleg andstaða var meðal bæj- arbúa við fyrirætlanirnar og engin ástæða að heimila stækkun. Önnur hvörf urðu þegar Sam- fylkingin settist í ríkisstjórn, eftir að hafa endurskoðað virkjana- og stóriðjustefnu sína og farið fram í kosningum undir kjörorðinu Fagra Ísland. Í stjórnarsáttmálan- um er ákveðið að hætta leyfisveit- ingum þar til áætlun um þau landsvæði sem friða skal er tilbú- in. Iðnaðarráðherra endurskoðar vatnalög og aðra löggjöf um virkj- anir og mun ekki fara fram með yfirgangi í þágu virkjana og stór- iðju eins og áður var. Umhverf- isráðherra lýsir svo þeirri stefnu- breytingu að mengandi stóriðja fái ekki fríar heimildir í framtíð- inni og Ísland muni ekki leita eftir sérstökum ókeypis heimildum fyrir þau. Allt hefur þetta orðið til að hægja á ferðinni, draga úr áhuga álfyrirtækja og á álfyrir- tækjum. Í þriðja lagi gerðist það á árinu að Landsvirkjun lýsti yfir að hún seldi ekki orku til nýrra álvera á Suðvesturlandi. Þessi stefnubreyt- ing er mjög lofsverð. Hún þýðir að ekki er útlit fyrir ný álver á Suðvest- urlandi á næstu árum nema e.t.v. í Helguvík. Þar virðist hins vegar óvissa aukast vegna hræringa í Hitaveitu Suðurnesja, orkuöflunar, andstöðu við línulagnir, óvissu um mengunarheimildir og forystu- skipti í Orkuveitu Reykjavíkur. Spennandi tímar Hið fjórða sem gerst hefur í ár er að Samfylkingin er komin í meiri- hlutasamstarf í Reykjavík. Spenn- andi er að fylgjast með þeim áherslubreytingum sem eru að verða í orkumálum hjá borginni og hver afdrif umdeildra virkjana- áforma á Hellisheiði og hálendinu verða. Margt bendir til að farsælla sé að fara hægar í nýtingu jarðhita en ítrustu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Er það bæði vegna þess að við erum enn að læra mikið um jarð- hita og að nýjar aðferðir og tækni geta fært okkur miklu öflugri virkj- anir með minni umhverfisáhrifum innan fárra ára Þó Fagra Ísland sé enn ekki í hendi og mikilvægt að halda vöku sinni sýna þó þessi dæmi að við get- um leyft okkur að vona og vinna áfram að því. Því breytingarnar sem orðið hafa geta leitt til þess að við fáum betri orkuvinnslutækni með minni umhverfisáhrifum í þágu síður mengandi starfsemi en ál- bræðslu. Það er háð því að við missum okkur ekki aftur í græðgina og skammtímasjónarmiðin, því sá kann allt sem bíða kann. Höfundur er alþingismaður Fagra Ísland VIÐHORF aHelgi Hjörvar Umhverf- isráðherra lýsir svo þeirri stefnu- breytingu að mengandi stóriðja fái ekki fríar heimildir í fram- tíðinni og Ísland muni ekki leita eftir sérstökum ókeypis heimildum fyrir þau. Hreinasta snilld Fæst hjá iRobot Hólshrauni 7 – sími 555 2585 Byko - Max – Ljósgafanum Ormsson verslunum Byggt og búið - Heimilistæki Gólfefni og þrif ehf - Krákur ehf - Rafsjá ehfwww.irobot.is JÓLAGJÖF ÁRSINS! Ryksuguvélmenni með gevigreind. Hannað af NASA www.skjaldborg.is Kjúklingaréttir Nýstárlegt og frábært uppsláttarverk fyrir alla sem fást við matargerð, frá byrjanda til meist- ara. Sex efnisflokkar, frá einföldum for- réttum og súpum að spennandi grillréttum og framandlegum, sterkkrydduðum og bragðmiklum réttum. Uppskriftirnar eru mjög aðgengilegar og fjöldi glæsilegra leiðbeiningamynda sýna lykilþætti í hverri uppskrift. Ómissandi í eldhúsið Fróðleikur fyrir lestrarhesta Risaeðlur Þetta er án efa ein allra glæsilegasta bók um risaeðlur sem út hefur komið. Frábærar flettiglærur og gagnvirkur geisladiskur skila lesendum inn í heim furðulegustu dýra sem gengið hafa hér á jörð. Sótt á brattann Um ævistarf þessa fjölhæfa frumkvöðuls má segja að hug hans og höndum hafi verið fátt ofviða sem hann fékk áhuga á. Ekki var þó mulið undir hann í bernsku og ungur maður fékk hann berklaveiki og glímdi lengi við hana. Í bók sinni segir Ævar frá lífshlaupi sínu og viðfangsefnum svo að unun er að lesa. Ævar er löngu þjóðkunnur maður en lúpínuseyði hans hefur hjálpað fjölda manns til heilsu. Af lífshlaupi frumkvöðuls Alþjóðlegur metsöluhöfundur Bláklæddu stúlkurnar tvær Tvíburunum Kathy og Kelly, er rænt á þriggja ára afmælisdeginum þeirra og foreldrar þeirra krafin um átta milljón dala lausnargjald. Orðið er við öllum skilmálum ræningjans en samt finnst aðeins Kelly og talið líklegt að Kathy hafi verið myrt. Meðan netið þrengist um ræningjann hangir líf Kathyar á bláþræði. Um allan heim bíða lesendur í ofvæni eftir hverri nýrri bók metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark. Sem fyrr fer þessi vinsæli höfundur á kostum og má fullyrða að nýja bókin hennar Bláklæddu stúlkurnar tvær gefur fyrri bókum hennar ekkert eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.