24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 14

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir SKÁLD-RÓSA Loksin er glæsileg ævisaga Skáld-Rósu / Vatnsenda-Rósu komin á prent. Hver er konan á bak við Skáld-Rósu? Ljósmóðir, eiginkona, ást- kona og skáld. Hún var kona sem fór ótroðnar slóðir – kona sem á erindi til íslenskra nútímakvenna. www.salka.is Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Íslensk ferðaþjónusta gæti eflst gríðarlega takist henni að opna meira til Grænlands. Þetta segir Baldvin Kristjánsson, sem rekur ferðaþjónustu í Qaqortoq í suð- vesturhluta Grænlands. „Stærsti þjóðgarður í heimi er á Grænlandi og landið er annað stærsta heim- skautasvæði heims, á eftir suður- skautinu. Ferðir til Suðurskauts- landsins eru gerðar út frá Argentínu og Nýja-Sjálandi. Gríð- arlegur fjöldi ferðamanna sækir þangað og ver um og yfir 20 þús- und Bandaríkjadölum til að kom- ast þangað.“ Baldvin segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að fá ferðamenn frá fleiri löndum en Danmörku. Tækifærin séu mikil, bæði fyrir Grænlendinga og Íslendinga. „Eina leiðin til að ná Grænlands- þjóðgarðinum, stærsta þjóðgarði í heimi, á norðausturhluta eyjunn- ar, er í gegnum Ísland, frá Ak- ureyri. Sömuleiðis er hagkvæmasta leiðin til Austur-Grænlands frá Ís- landi.“ Samstarf við Hólaskóla Ferðamáladeild Háskólans á Hólum vinnur nú að skipulagn- ingu náms á sviði náttúru- og ævintýratengdrar ferðaþjónustu í Qaqortoq. Unnið er að fjáröflun og námskrá og er stefnt að því að námið geti farið af stað haustið 2008. Baldvin segir verkefni sem þessi bæði geta komið Grænlendingum og Íslendingum að gagni. Nauð- synlegt sé að leggja aukna áherslu á menntun fyrir Grænlendinga og nóg sé komið af fátækrahjálp. „Grunnskólarnir hér eru mjög lé- legir. Tæplega tvö prósent þjóð- arinnar sækja sér háskólamennt- un. 44 sækja nám í háskólanum í Nuuk, þar með taldir þeir sem læra til kennara og prests. Helm- ingur þeirra sem sækja sér há- skólamenntun í Danmörku snýr ekki aftur heim til Grænlands.“ Baldvin segir að á Íslandi sé að mörgu leyti erfitt að útbúa nám í verklegri ferðaþjónustu, kajakferð- um, klifri og þess háttar. „Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira á síðustu árum, en það hefur ekki skilað sér til Íslands nema að mjög litlu leyti. Hér á Grænlandi eru góðar aðstæður til verklegs náms allt árið um kring. Aðstæður eru betri bæði á fjöllum og á sjó. Hólaverkefnið nýtist bæði Íslend- ingum og Grænlendingum, þann- ig að verið er að slá tvær flugur í einu höggi.“ Vilji til samstarfs Baldvin ítrekar þá möguleika sem felast í því að „stækka Ísland til Grænlands“. Að mörgu leyti vanti pláss á Íslandi og Íslendingar geti auðveldlega unnið á Græn- landi. „Ekki er óalgengt að ferða- menn vilji til dæmis vera tvær vik- ur á Íslandi og eina á Grænlandi, en það vantar betri tengsl milli landanna. Hér er í raun öll ferða- þjónusta í höndum Dana. Það sést á komutölum og viðskiptum. Þetta eru mest Danir. Það liggur mjög vel fyrir íslenskum ferða- þjónustufyrirtækjum að víkka starfsemina út til Grænlands.“ Baldvin segir mikinn vilja vera til samstarfs á Grænlandi. „Það var sagt við mig þegar ég byrjaði hér að Grænlendingar hefðu miklu meiri áhuga á að Íslendingar hæfu hér starfsemi, en til dæmis Spán- verjar sem þekkja aðstæður mun verr. Hér á Suður-Grænlandi eru einnig mikil söguleg tengsl við Ís- land, svo sem í gegnum Eiríks sögu rauða.“ Baldvin segir þá staðreynd að grænlensk löggjöf sé að mestu leyti send í pósti frá Danmörku, standa einkareknum fyrirtækjum fyrir þrifum. „Þetta er eiginlega svona „klippt og límt“-löggjöf. Þörfum Grænlendinga er ekki sinnt með viðunandi hætti. Þannig sigla far- þegabátar á Grænlandi eftir dönskum reglugerðum. Búnaður um borð miðast við danskt sam- félag og danskar aðstæður, ekki grænlenskar. Það er mjög erfitt að reka farþegabátana hérna.“ Kerfinu viðhaldið Í nýlegri heimildarmynd danska ríkissjónvarpsins var dregin upp mjög dökk mynd af félagslegum aðstæðum Grænlendinga. Heima- stjórnin fær nú greidda 3,2 millj- arða danskra króna á ári hverju úr ríkissjóði Danmerkur, jafnvirði 38 milljarða íslenskra króna. Baldvin segir að við óbreytt ástand gæti reynst erfitt fyrir Grænlendinga að komast út úr fá- tæktarvítahringnum. „Þessu kerfi verður haldið við á meðan Sium- ut-flokkurinn er við völd. Siumut hefur ráðið ríkjum frá því að Grænlendingar fengu heimastjórn, er flokkur veiðimanna og heldur veiðiþorpunum á lífi. Vara veiði- manna, selskinn, og öll þjónusta, þótt lítil sé, er niðurgreidd af rík- inu. Veiðimennirnir fara ekki fram á breytingar þar sem þeir borga nær engan skatt. Það er hálfgert þagnarsamkomulag um að Dan- irnir borga, kerfinu er viðhaldið og enginn segir neitt.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Mikil tækifæri í ferðaþjónustu  Íslensk ferðaþjónusta á að opna til Grænlands, segir Baldvin Kristjánsson  Auglýsa þarf næststærsta heimskautasvæðið ➤ Háskólinn á Hólum vinnur núað skipulagningu náms á sviði náttúru- og ævin- týratengdrar ferðaþjónustu á Grænlandi. ➤ Unnið er að fjáröflun og nám-skrá. Stefnt er að því að nám- ið fari af stað haustið 2008. ➤ Möguleikar á ferðaþjónustueru miklir á Grænlandi, en skortur á menntuðu fólki. HÓLAVERKEFNIÐ Nærri Isertoq Baldvin (t.v.) starfar sem framkvæmdastjóri Arctic Sherpas sem býður upp á ævintýraferðir á Grænlandi. Nítján ára gömul stúlka í Sádi-Arabíu, sem varð fórnarlamb hópnauðg- unar, hefur verið dæmd til að þola 200 svipuhögg og sex mánaða fangels- isvist þar sem hún braut lög sem banna samskipti við ókunnuga karlmenn. Stúlkan var í bíl með manni, sér ótengdum, þegar ráðist var á hana. Konan var upphaflega dæmd til að þola 90 svipuhögg. Hún áfrýjaði en áfrýjunardómstóll þyngdi dóminn og sagði meðal annars að stúlkan hefði reynt að nýta sér fjölmiðla til að hafa áhrif á dómsniðurstöðuna. Lögmaður stúlkunnar var einnig sviptur lögmannsréttindum. Dómstóllinn þyngdi einnig dóma sem árásarmennirnir, sem voru sjö, hlutu. Þeir voru upphaflega dæmdir í eins til fimm ára fangelsi en áfrýjunardómstóllinn tvöfaldaði lengd dómanna. Fréttavefur BBC hefur eftir blaðinu Arab News að konunni, sem er sjía-múslími, hafi verið nauðgað fjórtán sinnum fyrir einu og hálfu ári. Sjömenningarnir voru hins vegar súnní-múslímar. mbl.is Fórnarlamb nauðgunar dæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.