24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 86

24 stundir - 17.11.2007, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 24stundir tilboð á grenningarmeðferð S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s jafnvægi fyrir líkama og sál 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, reyndar. Vatnið kemur langt að, alla leið frá Bolungarvík, enda dró úr vatnsflæði í virkjun þeirra þegar göng- in komu! Falla nú öll vötn til Ísafjarðar? Halldór Guðbjarnason, eigandi Brúar- foss ehf., hyggur á sölu vatns úr Vest- fjarðagöngunum. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 5 3 8 1 4 9 2 6 8 9 1 6 3 2 4 5 7 2 6 4 5 7 9 8 1 3 6 7 8 2 5 1 3 4 9 9 3 5 7 4 8 2 6 1 4 1 2 9 6 3 7 8 5 3 8 6 4 9 5 1 7 2 1 4 7 3 2 6 5 9 8 5 2 9 1 8 7 6 3 4 Því miður, nú er það tölvan sem afgreiðir allar lánsumsóknir vinur. „Í síðustu viku fór ég […] í sund- laugina í Árbæ. Skyndilega rekur mig í rogastans! Ég var augljóslega eina konan í sturtuklefanum sem hafði tekið út eðlilegan kynþroska. A.m.k. ef marka mátti hár…tísk- una „neðanverða“. HVENÆR fór okkur að finnast sóðalegt að verða fullorðnar? “ Ylfa Mist Helgadóttir ylfamist.blog.is „Skelfing þykir mér þetta bull ósmekklegt þegar menn geta ekki sætt sig við að Eiður Smári boðar forföll af persónulegum ástæðum í leiknum við Dani. Hann er ekki í vinnu hjá þjóðinni svo hún á ekki heimtingu á læknisvottorði ef hann mætir ekki í vinnuna.“ Pétur Tyrfingsson eyjan.is/peturty „Við skulum vona að stjórnmálin liggi betur fyrir Geira harða en skákistin. Maður fer að efast um hæfni forsætisráðherra vors fyrst hann liggur í valnum fyrir 8 ára snót á sviði skáklistarinnar. Spurning að láta Geir tefla næst við páfann?“ Kjartan Pétur Sigurðsson photo.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ef verkfallið dregst á langinn gæti það haft áhrif,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrár- stjóri Skjás eins, um verkfall hand- ritshöfunda í Hollywood. „Þetta er eitthvað sem við fylgjumst mjög vel með. Eins og er þá höfum við ekkert rosalega miklar áhyggjur. Við erum í góðum málum núna.“ Ekki sér fyrir endann á verkfall- inu sem hefur staðið í tæpar tvær vikur, en framleiðendur vestanhafs hafa þurft að fresta og hætta fram- leiðslu á sjónvarpsþáttum. Handritshöfundar í Hollywood fóru síðast í verkfall árið 1988. Það entist í meira en fimm mánuði og kostaði sjónvarpsiðnaðinn rúmar 500 milljónir dollara. Áhrif á Heroes „[Verkfallið] hefur áhrif á þætti sem eru í gangi núna, eins og til dæmis Heroes,“ segir Kristjana, en bætir við að verkfallið hafi engin áhrif á dagskrá Skjás eins ef það endist ekki lengur en þrjá mánuði. Endist það lengur gæti þurft að gera hlé á sýningum þátta. Kristjana segir verkfallið hafa mest áhrif á dramaþætti eins og til dæmis CSI, Boston Legal og fyrr- nefndan Heroes. „Ég vil ekki tjá mig of mikið um hvað við myndum gera vegna þess að við erum að vinna í því,“ segir Kristjana um langtímaáhrif verk- fallsins. „Það er til nóg af efni. Við munum reyna að gera það sem við getum til að halda gæðunum og standardinum uppi.“ Guðmundur Ingi Kristjánsson, innkaupastjóri erlends dagskrár- efnis hjá RÚV, segist fylgjast grannt með verkfalli handritshöfunda. „Þær seríur sem eru að fara að byrja hjá okkur, sem byrjuðu vestra í haust, duga okkur fram í febrúar eða mars,“ segir hann og bætir við að Desperate House- wifes, Ugly Betty og Lost séu meðal þátta sem gæti þurft að gera hlé á. Stefnir í langt verkfall „Það virðist stefna í langt verk- fall, auðvitað höfum við áhyggjur. En ef það leysist fyrir áramót þá er- um við ekki í vondum málum.“ Pálmi Guðmundsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, segir að verkfallið hafi óveruleg áhrif á dag- skrá stöðvarinnar. „Þetta verkfall hefur verið yfirvofandi frá því í vor og við erum búin að undirbúa okkar vel,“ segir hann. Verkfall handritshöfunda í Hollywood hefur áhrif á Íslandi Hetjur og hús- mæður í hættu Verkfall handritshöfunda í Hollywood hefur staðið í tæpar tvær vikur og virð- ist ekki vera að ljúka. Ís- lensku sjónvarps- stöðvarnar búa sig undir langt verkfall. 24 stundir/Frikki Kristjana Brynjólfsdóttir Segir að langt verkfall myndi hafa áhrif. ➤ Verkfall handritshöfunda íBandaríkjunum hófst 5. nóv- ember síðastliðinn. ➤ Talið er að verkfallið dragist álanginn og mjög ólíklegt þyk- ir að því ljúki fyrir árslok. ➤ Þættir sem hætt verður aðframleiða verða ekki sýndir fyrr en næstu þáttaraðir hefj- ast haustið 2008. VERKFALL Í HOLLYWOOD HEYRST HEFUR … Ákvörðun Skjás eins um að taka spjallþáttakónginn Jay Leno af dagskrá fór fyrir brjóstið á mörgum, með tilheyrandi undirskriftalistum og fjölmiðlafári. Nú heyrist að Skjár einn sé kominn í viðræður við framleiðendur vestanhafs um að hefja aftur sýn- ingar á Leno, en það yrði ekki fyrr en verkfalli handritshöfunda í Hollywood lýkur. Spjallþættir voru fyrstu þættirnir sem teknir voru af dagskrá. afb Nú þegar þjóðin hefur endurheimt Einar Ágúst Víðisson af vígvelli ógæfunnar er tilvalið að kapp- inn reyni fyrir sér í keppni fyrir Íslands hönd. Einar tók þátt í Eurovision árið 2000 og hyggst reyna fyrir sér á ný í kvöld þegar hann flytur lagið Straumurinn ásamt Sigurjóni Brink í Laugardagslögunum. Lagið er eftir Guðmund Jónsson, en hann á þegar fram- lag í úrslitaþættinum. afb Mikil spenna ríkir um hvort Álfrún Örnólfsdóttir kemst í Laugardagslögin í kvöld, en hún er ólétt og átti að eiga í gær. Þá mætir Nanna Kristín Magn- úsdóttir einnig í þáttinn, en hún er líka ólétt. Ragn- hildur Steinunn, stjórnandi Laugardagslaganna, ætti að geta brugðist við ef börnin drífa sig í heim- inn í beinni þar sem hún starfaði í tvo mánuði á fæðingardeild í sjúkraþjálfaranámi sínu. afb „Með hverjum deginum verð ég æ þakklátari fyrir að vera ekki ljós- hærð, því blondínurnar í hópnum hafa átt undir högg sækja gagnvart Chile-búum,“ sagði Valdís Þorkels- dóttir á bloggsíðu sinni á dög- unum. Hún er í blásturssveit Bjarkar Guðmundsdóttur sem er um þessar mundir á tónleikaferð um Suður-Ameríku. „[Þeir] hrópa í sífellu að þeim ókvæðisorðum úti á götu og urðu sumar að hylja hár sitt í gærkveldi, svo mikill var ágangurinn.“ Óð útvarpskona Björk kemur fram ásamt hljóm- sveit í Kólumbíu í kvöld, en þang- að kemur hún frá Perú. Stúlkurnar í blásturssveit Bjarkar eru duglegar að blogga um ævintýri sín, en Sæ- rún Ósk Pálmadóttir lenti í óðri útvarpskonu í Chile sem vildi endilega fá hana í þáttinn sinn. „Ég ákvað að koma í þennan þátt hennar og sagði henni að koma á hótelið innan klukku- stundar,“ sagði Særún á bloggsíð- unni, en útvarpskonan skilaði sér ekki. „Um kvöldið beið hún svo fyrir framan hótelið og hálfpartinn réðst á Brynju og Erlu [Úr hljóm- sveitinni]. Bað hún þær um að gefa mér gjöf frá sér.“ Særún fór á end- anum í útvarpsþáttinn, en útvarps- konan spurði mikið um einkalíf hennar. „Ég var ekki alveg til í að svara að svo stöddu,“ sagði Særún. „Svo bað hún mig líka um að láta Björk árita disk, en ég hélt nú ekki. Þetta var bara gaman og fyndið að hugsa til þess að hafa verið í út- varpsþætti í Chile. Svo sá ég píuna mjög framarlega á tónleikunum [um kvöldið] hágrenjandi.“ atli@24stundir.is Hljómleikaferð Bjarkar heldur áfram Blástursblondínur áreittar í Chile Blásturssveitin Stúlkurnar ferðast um heiminn með Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.