Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 1
YFIR hundrað innfæddir voru saman komnir og hópurinn gerði slíkan hávaða, að hvíta konan vaknaði. Hún varð forvit- in og um leið skelkuð og hraðaði hér út. Þegar út kom gekk hún á fjarlægt trumbuhljóðið. Hávaðinn frá trumbunum varð sífellt æðisgengnari og marimba hljóðfærið með fimm nótu skalanum hafði sífellt hærra, það var verið að greftra. Hún herti á sér, komst að liring mannfjöldans og heyrði barnsgrát. Hún olnbogaði sér leið milli hálfnaktra svertingjanna, komst loks inn í mitt rjóðr- ið og greip æpandi barnungann af hjúp- uðu líki móður sinnar, um leið og graf- ararnir hófu að moka fyrstu rekunum of- an í gröfina. Hávaðinn varð að þögn. Hún tók til að skamma hina innfæddu á þeirra eigin máli, hraðaði sér síðan tii baka gegnum þyrpingu þögulla syrgjenda, og lét sem hún sæi ekki vonzkulega svipi þeirra. Hún var ein örfárra kvenna í Afriku allri, sexn gat slóppið ósködduð frá því að ganga í berhögg við ævafornar sið- venjur svertingjanna og jafnvel að blanda sér í helgiathafnir þeirra, eins og hún hafði gert að þessu sinni. A þessum. slóðum hafði það verið siður um óra- tíma, að smábörn skyldu grafin með mæðr- um sinum. Kona þessi heitir Helen Keller lekkertt skyld hinni frægu Helen Keller, blindii konunni, sem er bæði rithöfundur og fyr- irlesari á heimsmælikvarða). Hún ecs Framhald 'á bls.~ 3. ; AF öllum ’.trúarllegum hátiðahöldum á Sikiley er mest um dýrðir páskavikuna. í bænum Taormina er einna mest um að vera, og þangað drífur að fjöldi ferða- manna til að fylgjast með umsvifunum, og heimamenn gleyma ekki pyngju þeirra mitt í helgihaldinu. , Pálmasunnudagur rann upp heiður og hlýr. Kirkjuklukkur bæjarins hringdu snemma, og sólskinið glóði fagurlega ú blómunum. Kirkjan var skreytt kertum, og miðbik hennar var baðað mildri birtu, sem skein gegnum glugga með rósa- mynztri. Annars var þungur svipur yfir guðshúsinu og stytturnar og myndirnar af dýrðlingunum sveipaðar dökkum klæðum. Frá verönd kirkjunnar barst kliður frá íbúum bæjarins og ferðafólki, sem safn- azt halði saman til að taka þátt í skrúð- göngu dagsins. Brkipresturinn í Taormina safnaði saman aðstoðarmönnum sínum og fór út til fólksins. Litlir drengir í hvítum sjómannabúningum og litlar stúlkur með andlitsslæður biðu með foreldrum sínum, öfum og ömmum og öðru fylgdarliði. — Bæði börn og fullorðnir báru á sér ýmsa helgigripi. Stálpaðir piltar renndu hýru auga til ungmeyjanna. Skipuleg fylking tók að myndast. Fyrstir fóru prestarnir og þjónar þeirra berandi helgigripi, og næst eftir þeim komu börn- in leikandi á hljóðpípur, þarnæst kon- urnar, klæddar í svart og síðast karl- mennirnir. Hitinn jókst eftir því sem sólin hækkaði á lofti. Verzlunarlífið var í full- um gangi, búðir opnar, blöðrur og sæl- gæti selt á götunum, og venjulegir götu- salar létu í sér heyra. ★ Um hádegisbilið á skírdag bauð erki- Presturinn postulunum tólf til hinnar síð- ustu kvöldmáltíðar, og fimm stundum síð- ar þvoði hann fætur þeirra fyrir framan háaltarið. Erkipresturinn lék hlutverk Krists, og hann valdi postulana úr hópi safnaðarins með tilliti til mannkosta, guð- rækni og fátæktar. Það þótti mikill heið- ur að verða útvalinn til að leika einn af postulunum og vel þess virði að gerast fátækur í eitt ár. Siðasta kvöldmáltíðin fór fram £ sér- stöku lokuðu herbergi í dómkirkjunni.og engum óviðkomandi bæjarmanni leyfður aðgangur. En erlendir rithöfundar, sér- staklega ef þeir voru með myndavélar, áttu ekki í neinum erfiðleikum með að fá aðgang. I þetta sinn voru þama við- staddir sex útlendingar, og var ég einn af þeim. Oll vorum við mótmælendatrúar. Herbergið var stórt og dimmt. Loftið var mettað reykelsis- og matarilmi. Borð- ið, sem lagt var á fyrir þrettán, var langt og mjótt eins og á málverki Leonardos af atburðinum. En líkingin náði ekki lengra. Máltíðin samanstóð af fleiri rétt- um en brauði og víni eins og Kristur hafði úthlutað, því auk þessa hafði þegar verið borin á borð stór terta með lituð- um ís. Vínið var í stórum leirkrukkum. Við borðið lá hundur og beið leifanna. Þegar við komum, var presturinn að leggja síðustu hönd að undirbúningnum, gefa svartklæddum konunum, sem unnu í eldhúsinu, fyrirskipanir; einnig bandaði hann gremjulega forvitnum börnum frá dyrunum og hjálpaði ljósmyndurunum að koma fyrir tækjum sínum. Loks eftir að allt var tilbúið, var post- ulunum tólf boðið inn, og komu þeir auð- mjúkir í fasi og klæddir allavega litum skikkjum. Tíu þeirra voru talsvert við aldur og sumir svo, að þeir skjögruðu. Hinir tveir voru enn á unglingsaldri. Fæstir þeirra virtust kunna sig undir þessum kringumstæðum. Hundurinn kom sér fyrir undir borðinu. Það féll á þögn, þegar presturinn hóf að segja fram bless* unarorð. Byrjað var á víninu, og var það drukk- ið úr stórum bikurum, og þvínæst báru konumar inn matinn, fyrst kjötrétt með makkarónum - og tómatsósu. Það sem hverjum postulanna var skammtað, hefði sjálfsagt. nægt. heilli fjölskyldu. Borð- haldið var hávært og vínið ekki sparað til að skola með niður matnum. Næsti réttur var steikt nautakjöt, stórir bitar, sem huldu næstum diskana og með því ýmis konar grænmeti og ostar. Eng- inn mælti orð, en glamrið í áhöldunum og smjattið bergmálaði í herberginu. — Beinum og úrgangi var kastað fyrir hund- inn, sem var fljótur að taka við því. Það hafði sín áhrif á okkur áhorfend- urna að sjá og heyra þetta ríkulega borð- bald, og hver af öðrum hvarf burt af her- berginu. Eg varð kyrr þar til eftirmatur- inn kom, en hann samanstóð af ávöxtum, sem bornir voru fram í grunnum trogum, og skrautlegri tertu. Og nú voru vindlar í boði. Verið var að fyila vínbikarana, þegar ég gekk út. Okkur var tjáð, að mannmargt mundi verða við athöfnina, þegar fætur postul- anna yrðu þvegnir. Það átti að gerast klukkan fimm, og við fórum tímanlega til að krækja okkur í sæti. Þegar við komum inn í dómkirkjuna, var hún lýst daufu, mildu Ijósi. Helgimyndirnar voru sem áður sveipaðar dökku klæðunum. Þegar klukkan átti eftir stundarfjórð- ung í fimm, var kirkjan orðin þéttsetin af masandi innlendum og erlendum, og voru aliir i hátíðaskapi. Eftir klukku- stund birtist erkipresturinn og tveir að- stoðarprestar, allir í skrúðklæðum. A eftir gengu postularnir tólf, fremur ó- vissir í göngulaginu. Eftir nokkur formsatriði hóf annar að- stoðarpresturlnn hina árlegu prédikun um auðmýktina. Sikileyingarnir hlustuðu Framhald á bls. 2 OG ÓTTA SIKILEY BARÁTTU VIÐ VESÖLD

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.