Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 2
 « -! Biskup, sem hafði nýtekið við embætti ákvað að ferðast um umdænii sitt Qg athuga hvernig stæði tii með guðstrú og andleg- heit safnaðarins. Þegar liðið var að iokum ferðarinnar, var það einn dag, er hann var á skipi sínu, að hann sá smáey í fjarska Hann spurði skipstjórnarmenn, hvort eyjan væri byggð. — Já, var svarið. Á eynni búa |>rír bændur, gamlir, heimskir fauskar, sem ekki eru þess virði að yðar hágöfgi líti þá augum. Biskupinn var samvizk'usamur og heimtaði, að breytt yrði um stefnu og siglt til eyjarinnar. Þar buðu þeir biskup veikominn og gáfu honum fúslega af mit sínum og báðu hann að dvelja undir sínu þaki, svo lengi, .em honum þóknaðist. Áhugi biskups fyrir þessum mönnum jókst me'ó' hverri mínútu. Hann snéri sér að einum liinna gömlu manna og sparði: „Sonur minn, hvernig eyðir þú tínia þínum liér á eynni?‘ „Ég er mjög önnum kafinn, herra minn, frá dögun til sólar- lags, Ég veiði, svo bræður mínir fái mat og þess á milli bæti ég juet mín.“ „Og þú, sonur minn,“ spurði biskupinn og snéri sér að öðrum 1 „Hvað starfar þú?“ „Ég er líka alltaf önnum kaf- inn,“ var svarið. „Svo bræður míu ir hafi skjól og fatnað, er ég allt- af á höttunum eftir villidýrum á nálægri eyju og úr skinnum þeirra bý ég til föt og skó“. „Og þú,“ sagði biskupinn við þriðja manninn, „hvað gerir þú?“ „Ég hef byggt þetta hús fyrir bræður mína“, var svarið. „Á kvöldin þegar þeir eru þreyttir hvílast þeir hér og éta þann mat sem ég bý þeim. Meðan ég bið þeirra líður dagurinn hjá eins og skuggi." tím stund var biskupinn þögu I Svo sagði hann, en hvenær biðjist þið fyrir? Gömlu mennirnir litu hver iil annars í spurn. „Biðjumst fyrir, hvað meinið þér? Við erum einfeldningar og skiljum ekki þessi orð. Hvernig biðst rnaður fyrir?" Eftir þetta eyddi biskupinn mikium tíma í það að kenna þeitn I'aðlr Vor. Hann þurfti oft að útskýra, mikið að ræða við þá eiustök atriði en það tókst. í þrjá daga dvaldi liann hjá þeim, kenndí og fræddi, en að lokum sigldi hann á brott. Hjá þeiin skildi hann eftir eina skipun, að þeir læsu sitt Faðir Vor á hverj- um degi. Tveir dagar og tvær nætur liðu, þá greip mikil skelfing alla skip- verja. Þeir féllu á kné frammi fyrir biskupi. Lostnir ótta bentu þeir út að sjóndeildarhringnum, en þar féli einkennileg birta á hafið. Birtan varð stöðugt meiri og biskupinn sá gömlu mennina þrjá, þar sem þeir komu gangandi á vatninu. Þeir klifruðu upp á skipið og stóðu auðmjúkir frammi fyrir honum. „Herra minn,“ sögðu þeir, , víð erum einfeidningar, fyrirg siið okkur. Við höfum gleymt bæninní sem þér kennduð okkur. Viljið þér kenna okkur hana aftur.“ Þessi saga er mér samnefnari allra þeirra sagna um mikilmenni sem voru meiri en þeir vissu. May Mackintosh 2 SUNNUÐAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIF sýnilega meira af þægð en áhuga.. Þeir höfðu sjálfsagt heyrt þetta svo oft, að þeir hlutu að kunna það utanbókar. Lærisveinunum hafði verið vísað upp á rauðmálaðan pall, og að ræðunni lok- inni tóku þeir að bjástra við að leysa skóreimina af hægri fætinum. Sumir af þeim elztu gátu ekki beygt sig nægilegá, en kirkjuþjónarnir komu til hjálpar. Loks voru skór og sokkar horfnir af liægri fótunum tólf, og allt var tilbúið undir þvottinn. Þjónn færði öðrum að- stoðarprestinum stóran silfurbakka, sem á voru tólf hvítar ullardulur. Hinum aðstoðarprestinum rétti þjónninn silfur- kaleik, sem hafði að geyma þvottavatn- ið. Prestarnir þrír hneigðu sig nú hver fyrir öðrum og fyrsta postulanum í röð- inni, og þessu næst rétti erkipresturinn sig eftir einni ullardulunni í silfurbakk- anum, deif henni í vatnið í kaleiknum og strauk henni yfir fót lærisveinsins. Síðan kastaði hann dulunni frá sér, lagð- ist á hnén og kyssti fótinn. Eftir það stóð hann upp, og þessi athöfn var endurtekin, unz allir lærisveinamir höfðu fengið sinn þvott og koss. Sikileyingarnir í kirkjusætunum fylgd- ust með af innlifun. Til þess arna liöfðu þeir komið. Eftir að blessunarorð höfðu verið lesin klæddust postularnir á ný í sokka sína og skó, og svo tók við ganga þeirra gegn- um bæinn — hin dapurlega ganga til Getsemane. * Víðast hvar á Sikiley er „hin kirkju- lega skrúðganga” hluti af liátíðahöldun- um, og í hafnarbænum Trapani er skrúð- gangá þessi fræg. Um þær mundir, sem ég var staddur þama, var bærinn þurr og rykugur. Afrískur vindur snéri hol- lenzku vindmyllunum, sem eru svo sér- kennilegar fyrir þennan hluta eyjarinn- ar, og hvít segl blöktu líkt og fiðrildis- vængir á björtum sjónum. Bærinn bar enn merki eftir loftárásir heimsstyrjaldarinnar, og sú sjón kom mér í angurvært skap. Eg settist inn á bjórstofu og var kominn vel áleiðis með tvær flöskur af slæmum sikileyskum bjór, þegar einhver ávarpaði mig: „Afsakið, en ég geri ráð fyrir, að þér talið ensku?“ Þetta var hávaxinn, ungur maður, með gneistandi augu og hrafnsvart hár. Vönd- uð föt hans bentu til, að hann væri eng- inn fátæklingur, og mjúk röddin, og rétt en áreynslulega töluð enskan gaf til kynna, að liann væri vel menntaður. „Það væri mér mikil ánægja, ef ég mætti bjóða yður upp á eitthvað að drekka,“ bætti hann við. Eg bauð honum að setjast. Hann sagðist heita Gerardo og kvaðst bráðlega -ætla að heimsækja Pittsburg í Bandaríkjunum. Eftir nokkrar umræður bauð hann mér að fylgja mér um bæinn, ef ég vildi í stað- inn tala við sig á ensku. Er við komum út, var orðið rokkið, og margt um manninn á götunum. Ger- ardo sagði: „Hin syrgjandi Madonna, móðir Jesús, á eftir að fara um götumar borin af fruttivendoli og leita að syni sínum, sem hefur verið handtekinn. Það skapar æs- ing hjá fókinu, sem viil, að hún finni Hann. En auðvitað tekst henni það ekki.” A litlu markaðstorgi komum við að Mára-tjaldi, sem var ríkulega klætt rauðu. Þar inni sat Madonna í skrautlegu há- sæti, umkringd blómum og blikandi kert- um. „Þetta er Madonna frá Purgatory- kirkjunni,“ útskýrði farunautur minn. „í gærkvöldi leitaði hún að syni sínum, og auðvitað fann hún hann ekki. Eg minntist þess, að „hin kirkjulega skrúðganga” átti ekki að byrja fyrr en klukkan tvö daginn eftir. Þessi Madonnu- þáttur var ekki annað en forleikur, til þess gerður að búa fólkið undir þann mikla sjónleik. Kvöldið datt fljótt á, og kaldur vindur blés eftir strætunum, Allt kvenfólkið og margir karlmannanna var klætt svörtu, og jók það á myrkrið. Leikur hljóðfær- anna varð háværari. A götuhomi einil stóðum við skyndilega augliti til augliti við Madonnu Fólksins. Hún sat í nokkurs konar glerkassa, mjög skreyttum, og hvíldu kjálkar haní ! á herðum átta burðarmanna í skrautbún- ingum. I kertaljósinu, sem stafaði frá kistunni, glitraði á svitastorkin andlitin. Fylkingin þokaðist áfram í áföngum, því á nálega hundrað feta fresti, hvíldu burðarmennirnir sig. Aðrir starfsmenu tóku við peningum í söfnunarbauka af fólkinu. Þegar komið var að vínbúð, los- > uðu burðarmennirnir sig í bili við byrði - sína og skruppu inn til að svala sér á bjór. Þegar Madonnan nálgaðist tjald „syst« ur sinnar frá Purgatory”, jókst stemn- j ingin; mannfjöldinn varð þögull og al- vörugefnari, en lúðrarnir höfðu þeim fflUB Framhald á bls. 10. SSCItlA ýzr.-r/.v/ /*na (AÍArA>i!4, ■ S!-/■<>.' A'tJ úffjísÍí 1 aiææililM.. V V :»(,{!<] ý'. í*ífteoo.jÆLí Xiá&i "v £***:*■<& 6

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.