Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 9
FYRST-U orðin, sem ég héyrði um Aksel Sandemose voru þau, að hahn væri „kon- troversial fígúra”. Þá vissi; ég ekki einu sinni hvað það þýddi. En eihhvern veginn varð þetta til þess, að ég fékk áhuga á manninum — þóttist enda viss um, að ekki væri taiað af svo mikilli alvöru (og með svo augljósri virðingu — á erlendu ri'áli) um manninn, væri hann ekki stór- skáld. Þá þótti mjög fínt að slá um sig með erlendum orðum til að sýna yfir- burði hins menntaða manns (er það kann- ski enn?). Seinna frétti ég það um Sandemose, að hann væri eiginlega flóttamaður. — Fæddur í Danmörku, en hefði gefið það l; nd upp á bátinn og haldið yfir sundið til Noregs. Þar væri hann nú talinn „norskari öllu norsku.” Stórskáld meðal skálda, sérvitur einmani, sem gengi eigin götur — en léti múgskáldunum eftir liin- ar troðnu slóðir. Enn síðar las ég „En flygtning kryss- er sit spor” og fékk hreina matarást (bók- avást) á manninum. Eftir það var ég fús- ari flcstum til að taka undir það, að Sau- demose væri stórskáld — þá þóttist ég líka komast að því hvað það væri að vera Frá þeim tíma las ég fleiri bækur Sande- moses og nú síðast barst mér upp í hendurnar bók- in hans um VARÚLFINN, Erling Vik. Hún hefur verið tal- in meistaraverk af gagnrýnend- um og ervnefnd í sömu andránni og bókin imi flóttamanninn, sem áður er minnst á. Sandemose er sálfræðingur. „Skáldskap- - ur hans er lifandi sálfræði“, hafa menn sagt, og svo langt hefur verið gengið, -■ að eftir að „En flyktning“ kom út, þótt- ■ ust sumir gagnrýnendur sjá, að „Sande- ■ mose væri freudskari en sjálfur Sigmund Freud.” Sandemose hló að fullyrðingunni og lét það á þrykk út ganga, að hann hefði ekki einu sinni lesið Freud, þegar liann samdi bókina. Varð þó að viður- kenna, að hann hefði orðið fyrir áhrif- um — óbeinum að vísu — af gamla manninum. „Enginn kemst hjá því að verða fyrir geislun frá því, sem gerist í samtímanum, jáfnvel þó að sá hinn sami hafi ekki verið í nánd hins glóandi kjarna. Það er bjánaleg hugmynd, að sá einn verði fyrir áhrifum, sem staðið liefur á höfði í bóklestri um efnið.“ Um skáldskap sinn hefur Sandemose líka sagt meðal annars: „Eg held, að ég hafi aldrei haft annað sjónarmið í huga en að reyna að komast til botns í mann- inum sjálfum, hvað hann er. Hvaðan? Hvers vegna?“ Og um sjálfan sig segir hann: „Eg hef djúpstæða fyrirlitningu á því fólki, sem situr og fléttar saman orð, setning- ar og kafla án þess að feta sig eftir yztu nöf meðvitundarinnar, þaðan sem heyrast fjarlæg ópin úr víti.“ Þessi orð Sandemoses eru ekki sögð út í loftið. Þannig eru bækur hans. Hann er ekki hræddur við að kafa. Hann leit- ar og leitar. Persónur hans eru brota- menn — verða brotamenn vegna þess, að lífið krefst þess. En þær eru ekki ó- hugnanlegar ófreskjur, ekki djöflar, held- ur Guð og Djöfull í einni og sömu per- sótiu og spurningin er stöðugt þessi: Hvers vegna? Hver er ég? Það er þessi mikla dýpt í bóknm Sandemoses, sem gerir hann ógleyman- legan hverjum þeim, sem gefur sér tíma til að glugga í bækur hans. Kannski er það líka þessi stöðuga leit að Iífs- sannindum, sem gerir hann einmana innan um fjöldann og veldur því, að í munni fjöldans er hann „kontroversial figura.” Det Schönbergske Forlag í Kaupmanna höfn hefur nú sent Varúlfinn á markað- inn í ódýrri útgáfu í danskri þýðingu Michaels Tejn. Á titilsíðu bókarinnar er ritað motto það, sem Sandemose hefur gert bókinni: Þeir gerðu hann að heigi- sögn, og helgisögn gat enginn sigrast á, ekki heldur hann sjálfur'. Stundum dettur mér £ hug, að Aksel Sandemose hafi haft sjálfan sig í huga, þegar hann skrifaði þessi orð. — H. E. Hún mamma gaf mér hann EINU SINNI var öldruð kona; hún átti son eínn sem var mathákur mikill. Þegar hann var vel upp kominn og orðinn fulltíða maður fór kerl- ingin að fara þess á leit við hann að hann skyldi staðfesta ráð sitt. Sonur hennar tók því ekki fjarri og spurði hvar hún hygði sér helzt reynandi að biðja sér konu. Hún vísaði honum þar á sem henni þótti líklegast, en seg- ir við hann að hann skuli nú bera sig að sitja á sér að borða mikið því hún ætlaði lionum að vera hjá brúðarefninu um nóttina, en til vonar og vara fær hún honum hálfan ost til að grípa í í mundum þegar enginn sæi ef hann þættist ekki hafa borðað nóg. Nú fer maðurinn á bæinn sem möð- ir hans hafði til tekið, ber upp bónorð sitt og er honum heitið stúlkunni. Síðan er hann þar um nóttina og er hann Iátinn sofa einn í herbergi. Um nóttina rís hann upp og hleypur í ostinn því hann hafði borðað lítið um kvöldið og var því orðinn glorhungraður. Síðan leggst hann út af aftur, en stingur því sem hann átti eftir af ostinum undir koddabrúnina sína. Þegar hann vaknar um morguninn verður hann þess var að kafaldsbylur er úti; hugsar hann þá með sér að hann skuli borða við ókomnu hungri því þarna muni hann mega hírast í dag. Fer hann þá til og nagar ostinn slíkt sem af tekur. En á meðan hann er að því kemur heitmey hans til hans og býður honum góðan daginn; hún hafði verið snemma á fótum urn morguninn við útigcgningar og segir.því við hann: „Hart bítur hann núna, hann hvítur.“ Maðurinn hélt að hún hefði séð 'ostinn er hann stakk niður .. undir hjá sér þegar hún kom-inn og hefði verið að skensa sig fyrir það og segir því: „Þegiðu, hún móðir mín gaf mér hann“, og sýndi henni ost- bitann um leið sem eftir var'svo hún'skyldi ekki halda að hann væri.að fela hann eins og hann væri sér ófrjáls. En stúlkan fyrtist svo við þessar - aðfarir hans allar að hún bað hann að hugsa ekki til ráðahags við sig. . (íslenzkar þjóðsögur og ævintýri). .'"'í" • • HORFT UNDAN HATT- INUM EFTIR að hafa hlustað um stund á geispa konunnar, sem sat í nánd við mig á sýningu Andorra í Þjóðleikhúsinu (hún geispaði svo brakaði í kjálkaliðunum), gat ekki hjá því tarið, að ég færi að hlera ettir öðrum hljóð- um. Þá varð ég þess var, að grafarþögn ríkti í salnum. Á sviðinu stóð Andri og spurði hryggur og örvæntingarfullur — „hve marg an sannleik hafið þið?" Orð hans minntu mig á þann dag íyrir fjölda ára, er ég heyrði mann öskra til drenghnokka, sem hann hélt í klóm sínum: Þú lýgur, segðu sannleikann. Ég stóð þá nærri og vissi sannleikann, þann hinn sama er drengurinn hafði sagt, en sá sann- leikur var ekki tekinn gildur, hvorki af hans vörum né mínum. Það var annar sannleikur, sem maðurinn vildi fá fram — lygina — af því að hún hentaði tilgangi hans betur. Ég leit á konuna, hún var enn að geispa. Uppi á sviðinu sagði Andri: — „græn skín sólin i trjánum, líka þó þeir taki mig . . . “ og angurværðin í rödd hans var átakanleg eins og ( rödd mannsins, sem ég stóð eitt sinn hjá um kvöld, er sólin var að hverfa bak við brött fjöllin og dálítil! andvari gáraði lygn- an sjó. Hann var að hverfa burt úr firðinum fyrir fullt og allt og sagði: — ég veit að ég verð að fara, en það er erfitt. Hér hef ég dvalið.svo lengi. Hér á ég allt, sem mér hef- ur þótt vænt um. Ég fer — það eina, sem getur huggað mig, er vitneskjan um það, að fjörðurinn heldur áfram að vera, sólin held- ur áfram að skína á fjöllin mín og vindurinn gárar sjóinn eins og núna — þetta varir, þó ég fari. Konan geispaði, langdregið og það brak- aði í kjálkunum meira en nokkru sinni fyrr. Ég hitti kunningja minn í hléinu, hann sagði: Ég var nú nærri búinn að missa af frumsýningunni. Ég fékk ekki smókinginn minn fyrr en í gær. Það er nú alltaf eitthvað virðulegt við forsetann okkar — gaman að horfa á, er allt fólkið rís á fætur, þegar hann gengur inn. Ertu ekkert snortinn af leiknum? spurði ég- Hann er að verða skratti góður leikari, hann Gunnar, sagði hann. Viltu kók? Tvær konur gengu fram hjá í sama bili, djúpt sokknar í samræður. Kjállinn minn er orðinn alltof gamall, sagði önnur — og hi* svaraði. Ó, hann er svo smart, kjóllinn hentb ar .... uppi á sviðinu var Andri leiddur íil^ slátrunar .... konan geispaði .... .... Uppi á sviðinu lá Barblin á hnjárv um, augu hennar voru fjarræn og ósjáandi, röddin eins og æðisgengið neyðaróp úr víti, þó að hún risi í raun og veru aðeins lítiá eitt: — hvaðan komið þið, þið allir? hvert farið þið, þið allir? Hvers vegna farið þið ekk|t heim, þið allir? Þið allir? og hengið ykkur* Þögnin í salnum var dýpri en nokkru sinnl^ fyrr. Ég leit enn til konunnar — hún geispaðj, én nú tók hún hendinni fyrir munninn. __ Svo var klappað ! !! Ég gekk fram hjá manni á leiðinni út. Hann gekk álútur og þögull. Skyndilega rétti hanai úr sér, er ég gekk fram hjá og sagði við mig. Hvers vegna var fólkið eiginlega að klappa. Fyrir hverju? Fyrir sjálfu sér? í anddyrinu stóð konan. Hún geispaði ekH lengur. H E ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ ^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.