Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 6
v-v...- mm ■■■■■■■■■■■«■■■*•■■■■■•>*«>mmml ■ ••■■•■••■■•••■••aunuuuiu >■■■•■■■•■■■■»••■■■•■■«»■■■■■»»! ■■■■■■■■■•■■■■■■ Þetta var'vorið 1907. Ekki grunaðfc mlg þá, að ég mundi lítið 'stunda iðn mina um ævina, heldur gerast einyrkjabóndi á af- skEltkttím stað og síðan víðar og löks kaup- maður í Reykjavík. En ég vár bó&di í állri gerð, án þess að mér yæri.það sjálf- um fullkomlega ljóst, — og það hlaut-. að koma fram síðar; . v . . FATALAUS OG SKÓLAUS, ÞEGAR ég hafði verið tvö ár í smíða- náminu, var ég orðinn fatalaus og skó- fcaus, því að hvort tveggja átti ég að skaffa mér sjálfur samkvæmt samningum við meistarann og var það venja. Eg fékk því frí í einn mánuð til þess að vinna . mér .inn fyrir. þessu, og vitanlega fór ég í kaupavinnu austur að Hjálmsstöðum og var þar í fjórar vlkur. Þá var ég á tutt- ugasta árinu og hafði ekki séð Laugar- ðalinn í sumarskrúði síðan árlð, sem ég fermdist. Þetta sumar brann bærinn á Snorrastöðum og var hann byggður upp um haustið. Það gerði trésmiður úr Reykjavík, en hann hættl verkinu áður en því var lokið til fulls og stóð gesta- stofan óþiljuð þar til næsta sumar Um vorið kom meistari minn. að máli við mig, og spurði, hvort ég vildi ekki fára austur og þilja stofuna, en þannig stóð á, að Jóel og sá, sem smíðað hafði bæ- inn, unnu saman að byggingum. Þeim hafði þvi komið saman um að fara þess á leit við mig, að ég gerði þetta og greip ég tækifærið vitanlega fagnandi hendi. Um líkt leyti kom Hjörmundur, yngsti sonur Guðmundar á Hjálmsstöðum, suð- ur með lest og sendi Snorrastaðabóndi hest undir mig með honum. Hjörmundur og fylgdarmenn hans fóru svo úr Reykja- vík um miðjan dag, en svo var vinnan ströng hjá mér, að ég gat ekki hætt fyrr en kl. 7, en þá beið ég heldur ekki boð- anna og lagði af stað að afloknum kvöld- verði. Hesturinn reyndist mér þægileg- ur og viljugur, enda vissi hann af iest- inni á undan sér. Eg þurfti ekki lengi að ríða, ég náði lestinni uppi í Seljadal. Þar hafði Hjörmundur og bóndi úr Tung- unum, sem með honum var, áð. Voru þeir búnir að taka af hestunum og höfðu búið um sig undir nóttina og þarna var ég líka um nóttina. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag. SÉRSTÆÐ VINÁTTA. Þegar austur að Snorrastöðum kom, var mér vel fagnað. Þar bjó enn Eyjólfur Magnússon, en hann hafði þá fyrir nokkru misst konu sína. Ráðskona var hjá honum elzta dóttir hans, Jóhanna, en tvær dætur hans voru heima, Guðrún, fermingar- systir mín, og Rósa, sem síðar varð seinni kona Páls á Hjálmsstöðum. Þá var þar og Magnús, sonur Eyjólfs, heima, og einn- ig var nokkuð af-vinnufólki. Heimilislffið var fjörugt, Ufsánægja og starfsgleði ríkjandi og eins og sagt er, fagurt mann- lif, en þannig var Ufið í Laugardal yfir- leitt um þessar mundir. Þá var PáU ungur bóndi og Böðvar ungur og fjörmikiU, báðir sómi sveitar sinnar, keppnisfullir, nokkuð hvor í annars garð, en tryggða- vinir iqn við beinið, þó að þeir ættu það tU að brosa hvor að öðrum og kankast á. Eg get eiginlega ekki skýrt til fulls hvern- ig vináttu þeirra var varið, en hún var . góð. Þeir eltu stundura grátt sUfur og ef öðrum var hælt ..fyrir eitthvað í annars. áheyrn, þá grettfc hinn slg, en ef öðrum var hallmælt, þá brást hinn reiður við — • og það er ég sannfærður um, að hvor um stg hefði lagt sig. í bráða lífshættu til þess- að hjálpa hinum frá voða. Það var eitt-- ■ hvað sterkt, íslenzkt, hetjulegt í -þessari þögulu vináttu. Þeir voru nokkuð ólíkir, en báðir miklir. skapmenn. Eg held, að það hefði verið óhugsandl, að báðir lgntu. i sama stjórnmálaflokki — . og réði, af- staða þess þeirra, sem fyrr tók afstöðu mestu um það, hvar hinn lenti. Maður brosti stundum að þessu kappi í Páli og- Böðvari. FORVITRIR SJÓMENN. Eg vann við baðstofuna á Snorrastöð- um í mánuð eða fram í ágústmánuð og fór þá suður. Eg var einhesta og reið leið- ina á einum degi.. Þegar ég kom að Ar- bæ, fór ég af bakl og sleppti hestinum, hafði svo veríð um talað, að hánn færi einn sína leið aftur heim í Laugardal. Og fram kom hann heill á húfi, skokk- aði heim að Snorrastöðum laus og liðug- ur á tveim dögum. Eg gekk svo niður í bæinn og gerði vart við mig hjá Jóel. Hann saaði mér að týgja mig, því að nú ætti ég að fara með honum til Keflavík- ur. Þar áttum við að smíða bæði fjós og íshúsrð fytir Duus. Þarna vorum við á annan mánttð og gekk starfið vel hjá okkur smiðunum. Um haus.ið fórum við svo til Reykja- víkur og tókum far með Reykjavíkinni. Þegar við vorum nýlagðir af stað, skall á austanrok og slengjandi slagveður. Eg engdist brátt af sjóveikinni, sem alltaf hrjáði mig, ef ég kom um borð í skip, og lá ég i káetu. Þarna voru fyrir fjórir formenn úr Garðtaum. Allt í einu fannst mér að þeir gerðust órólegir og svo sagði einn þeirra: „Eg held helzt að skipið sé komið af réttri leið.” Annar sagði: „Já, ég finn ekki betur.” Þelr voru sammála um þetta formennirnir, og gat ég ómögu- lega skilið hvernig í ósköpunum þeir gátu vitað þetta svona niðri í skipinu. Þeir hurfu svo allir upp og kom þá í ljós, að skipið var komið norður fyrir Engey og inn á Kollafjörð. Það var orðið skugg- sýnt og versta veður og er ómögulegt að segja, hvernig farið hefði fyrir-okfcur, ef formennirnir hefðu ekki farið á stjá.-Þeir fundu þetta einhvernveginn á sér þarfla, sem þeir sátu niðri í skipinu og voru að tala saman. Ekkfc sáu þeir út, svo; að ekki hafa þeir getað áttað sig á því. Einhver hefur sagt mér, að líkast til hafi þeir fundið þetta út eftir sjólagtau. ' Að afloknu námi í Iðnskólanum, tók ég prófið og stóð mig vel; fékk lofsverðan vitnisburð og svo smiðaði -ég mitt sveins- stykki, forláta skrifborð með. skúffum. KONUNGSHÚSIÐ A ÞINGVÖLLUM. .- Friðrik konungur áttundi gerði ferð sína • htagað;-til ; iauds'nokkru eftir að ég tók ; fuUnaðarpróf í> trésmíði. Mlkið' stóð. til hjá ráðaniönnum þjóðarinnar, því að. taka. skyldi vel á móti hátigninni. Réð ég mig til að smíða 4- Þingvöllum,' en ekki skyldfc byrja þar fyrr.en lengra yæri komið.fram á. Eg ákvað því að fara austur að. Hjálms- stöðum og vtana þar við smíðar-á stofu- húsi fram á vorið. Eg man vel ferðina ; austur. Það hafðfc verið blíðviðri dag: eftir dag um -lokin, og þannig var veðrið Hka, þegar ég lagði af stað austur, en þá var komið undir kvold, -klukkan um sex. — Veðrið var lygnt og kvöldroði stafaði vesturloftið. Margfc, laustríðandi fólks var . á ferðtani. Bændur höfðu brugðið sér tll Reykjavíkur i -lokaferð. og þar á 'með- ■ al sumir- til þess að sækja Vinnumenn sína, sem höfðu- verið' f veri. Þá var og námsfólk að fara' heim; og .ýmsir bænd- *■ tir-höfðu verið ^að ráða-sér kaupafólk íil , sumarsins,- Margir voru -gangandi með -lesUnni, þar é meðal vermenn. Þctta yár stór og glæsilegur hópur., Þeiro, sem voru lausríðandi, fannst setalegt að- fylgjast með lestinni og slógu sér saman i hópa. ■ Eg lenti í hóp með tólf samferðamönn- um. Og þeir voru ekki valdir af verri endanum: Páll á Hjálmsstöðum, hann hafði komið með, hest.handa mér og var það brúnn gæðingur, sem hét Loðinn, en hann var eign Þórdísar, konu Páls, en sjálfur reið Páll Grána, völdum grip og minnist.hann á hann í bók sinni. Þá var sjötugur bóndi frá Syðri Reykjum í Tungunum, Grímur að nafni, ásamt dætr- um sínum, Guðrún og Sveinbjörn, kær- ustupar frá Snorrastöðum, sem þá um vorið hófu þar búskap, systir Guðrún- ar, Jóhanna, tvær saumastúlkur — og síð- ast en ekki sízt Böðvar á Laugarvatni — og vitanlega vel hestaður. Veðrið var dá- samlega gott og fagurt, vorblíðan ang- andi um allt og skapið var gott, kátína, smáhýrgun í kollunum og ekki dró það úr glensinu. Þá var mikið sungið og skraf- að, dundað og jafnvel duflað. Vegurinn lá upp Seljabrúnir og yfir há-Mosfellsheiði. Svolítill snjór var á og var áð í kofa og vorum við þar um lágnættið. Þama var rennislétt í kring og kom í ljós, um leið og aftur skyldi stíga á bak, að stúlkumar vantaði bakþúfu. En þá stóð ekki á okkur piltunum, við reyndum hver sem betur gat að láta í té þjónustu ókkar og hver sá, sem var svo hepptan, að stúlka vildl þyggja hana, varð upp með sér og reyndi að sveifla stúlkunni í söðulinn með höff- mannlegum hætti, þóttl þá mest í það • varið, að beýgja hné sín fyrir meynni og láta hana stíga á annað hnéð og sveifla sér þaðan á bak. Snjór var þama á heið- inni, en veðrið kyrrt og allt ekki kalt, enda bygg ég að við piltarnir og stúlkumar : höfum verið heit af undarlegri þrá, en eldri mennirnir hýrir af öðru. Ekki fór- um við hratt úr þessu og þurftum við oft að stanza. Vermennirnir voru gangandi og var riðið fram úr þeim í Miðdals- brekkunni, en ekki var hraðinn meiri en svo, þú að við værum vel ríðandi, að þeg- ar við vorum að ljúka við að spretta af hestunum á hlaðinu á Kárastöðum, komu þeir í túnfótinn. Við lögðum okkur um nóttina á Kárastöðum og var þar tekið forkunnarvel,. en lögðum svo af stáð tap úr hádegtau og síðán áfram austur í UuE- ardal. Enn vár blíðviðri. Þegar við P®- um niður . hálsana. fyrir utan Lauga^kl, sáum við niður í dalinn,. skyggð viíHin, hverareykiná, sem stóðu betat ujl1 í lóftið og vaknandi náttúruna. Og *Vo heyrðum . við. mdrgraddaðan söng í lSl- anna. Þetta var dásamleg sýn, dásaitleg- ur dagur, Eg' held að mér sé’ óhæ$ aö segja, að þetta sé skemmtilegasta ofí^t- irminniiegasta skemmtiferðin, sem:'é^h®£ farið um mína daga. Fyrst í stað var ekki mikið hugsaí Úm vinnu. Eg þurfti að rifja upp margví!'eg kynni, við náttúruna og allt það, serö’^h bar í skauti stau; lifandi og: daötl’ ef maður getur þá talað .um að nokkiið '.é i raún og veru dautt fc náttúrunni, oí 5vo mannfóikið í dalnum. Ekki var tiliiittaa á staðnum efni í stofuhúsið og urðoP' Úð því að sækja það niður á Eyrarbaíd^ varð samferða lestinni og tók ég sí ^ur út allt timbrið. Við urðum að hafa Y 'jtga hesta, því að ekki var hægt að köma Ö' jtlu timbri fyrir á hvern hest og ú1*1 Sar ferðir urðum við að fara. Var oé 5llt flutt á klökkum. Þó að ég hefði eklú ''er- ið verzlunarmaður hjá Breiðfjörð úm skeið, og gera megi ráð fyrir, að 1 'ikil verzlun hafi verið í sjálfum höfuð^'ðn- um, þá fannst mér mikið koma lil verzlunar, enda hafði hún, öldum s^an, verið ein viðamesta verzlunin á landi, rótgróin og gamaldags. Þegar timbrið var allt komið á hl^ 'ð á Hjálmsstöðum hóf ég smíðarnar. A ^‘ssu vori gengu þau í heilagt hjónabanÓ 'u®- rún og Sveinbjörn á SnorrastöðulJ,'^ar ég þá fenginn til að rífa upp rúm stofunni þar og breyta henni s^fi í veizlusal.. Var síðan boðíð til brúð^Ós-, veizlu etanar mikillar og var allt fulJör®*8 g SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.