Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 12
AÐ UTAN ENGLAND iíerferðin gcgn hungurneyðinni, verðgildi 2i4 og 1 sh. 3p. HOLLAND Holland. Hungurmerki, verðgildi 12 c. og 30 c. IRLAND Hungurmerki, verðgildi 4p. og 1 sh 3 p. ÍTALÍA Frímerki í tilefni 100 ára afmæli d’Annu- zies 30 L. Og Herferðin gegn hungursneyð- inni 30 L og 70 L. SAN MARINO Hyggst á næstunni gefa út frímerkjaút- gáfu-með myndum af fiðrildum og aðrar- tneð eftirprentuðum málverkum eftir Rafael. MALÍ LÝÐVELDIÐ gefur út merki til heiðurs miðstöð dýra- fræðiiegra rannsókna í Sotuba, verðgildi 25 Fr., merki fyrir flugpóst 200 Fr, ÁSTRALÍA gefur út 2 frímerki i tilefni af heimsókn Elísabetar drottningar, verðgildi 5 p. og 2 sh. 3 p. NOREGUR Hungurmerki 25, 35, 50 og 90 aurar. SVISS í tilefni 50 ára afmælis skátahreyfingar- innar 5 c. 100 ára afmæli Alpaklúbbsins 10 c., 50 ára afmæiis Lötschbergbrautar- innar 20 c., og Herferðin gegn hungurs- neyðinni 30 c., 100 ára afmæli alþjóðlega rauðakrossins 50 c., það merki er einnig gefið út í blokk, fjögur saman ótökkuð. COSTA RICA gefur út malaríu merkjasett, verðgildi 25 c, 45 c, 85 c, og 1 colon. LÝBÍA Trípólis-markaðurinn, verðgildi 15, 30, og 50 m. DANMÖRK Hungurmerki 35 aurar rauðbrúnt. Grænland Ný grænlenzk frímerki bera mynd af norð- urljósum, verðgildi eru 1 elrir, 5 aurar, 10 aurar, 12 aurar og 15 aurar. TÉKKÓSLÓVAKÍA Frímerki í tilefni 5. stéttarfélagsþingsins, verðgildi 30 H og 60 H. SPÁNN Skjaldarmerki Corunahéraðsins,- verð- gildi 5 Pts. ALBANÍA Stalingrad, verðgildi 7 1. og 8 1. BELGÍA Verðgildin 40+10 c. úr berklavarnasei'í- unni 1962 er komið út með nýju fanga- Vatna j ökulsleiðangnr. EINS og undanfarin fjögur ár verður far- inn leiðangur á Vatnajökul, og dvalist þar í nokkra daga, við ýmiskonar rannsóknir á jöklinum. Þessir leiðangrar hafa verið farnir að til- hlutan Jöklarannsóknarfélags íslands, og hefur félagið ákveðið að halda í þenann leið- angur sinn, seinni partinn í maí, eða í kring- um 27. þess mánaðar. Þann tíma sem leiðangurinn hefur stað- ið yfir, hefur verið starfrækt pósthús á jökl inum sem notað hefur sérstimpil „Vatna- jökull", og eins verður nú. Félagið hefur gef ið út sérstök númeruð umslög, með mynd- af jöklasóley, prentað í rauðbleikum lit. Til gamans má geta þess að þetta blóm vex að- eins á stöðum sem eru 400 metra fyrir of- an sjávarlínu. Tala umslagana er 5000 núm- er, sem handhafar eldri umslaga hafa for. gangsrétt á, þannig >að þeir sem hefðu á- huga fyrir að safna þessum umslögum frá upphafi ættu því að tryggja sér sitt eig- ið númer í tíma, því gera má ráð fyrir að þessi umslög geti komið til með að verða eftirsótt í framtíðinni. Þá er komin tími til að póststjórnin taki til athugunar á næstunni, með útgáfu sér- stakra frímerkja í sambandi við þessa leið- angra, því það myndi auka áhuga safnara á þessu mótívi. Við mnnum birta nánari fregn ir af leiðangrinum ?4r>r. Uppseld íslenzk frímerki. Fyrir skömmu seldist 50 aura frímerkið af Jóni Sigurðssyni upp á pósthúsinu hér í Reykjavík, en-upplag þess merkis var 1.500. 000. Geta má þess, í sambandi við þetta merki að í hverri örk, er eitt merki með af- brigði.. Merki þetta er endamerkið í annarri röð hægra megin að neðan. Þegar litið er á merki að þessu sinni ML með gotnesku letri. Friðarklukkan í Köekelberg basel- íkunni 6 + 3 fr. og 3 + 1.50 fr. Síðara merk- ið er einnig gefið út í blokk, með 4 rnerkj- um saman. merkið, kemur í Ijós að í Dinu í orðinu Sig- urðsson er strik yfir þvert Dið. Þar sem af- brigði þetta er gegnum gangandi í hverri örk, verður það vafalaust tekið í verðiista í framtíðinni. Einnig seldist upp fyrir skömmu 90 aura frímerkið úr atvinnuvegasettinu frá árinu 1950 en þetta merki var endurprentað 1958. Þar sem við erum byrjaðir að skrifa um ný uppseld frímerki, þá væri ekki úr vegi að bollaleggja hvaða frímerki gæti komið til greina að seldust upp á næstunni. Manna á milli er mest talað að eftirtalin merki séu orðin „heit" t. d. 10 kr. jöklamerk ið frá 1957, upplag þess er 1.000.000. 35 aura merkið úr Skógræktarsettinu frá sama ári upplag 1.500.000. Þá er talið að 50 kr. Fánafrímerkið frá 1950, upplag 250.00, og Fálkamerkið útgefið 1960, upplag 300.000, séu langt komin. Þá Flóttamannamerkið 2.50 frá 1960, upplag 1.500.000, Blómamerkið 1.25 útgefið sama ár, upplag 1.250.000, og Jón Sigurðsson 3 kr. útgefið 1961, en það merki er mikið notað á sendingar um þessa mund ir, upplag 1.000.000. • Þetta eru þau frímerki sem mest er tal- að um og álitin að komi til greina. Annars er þetta auðvitað aðeins getgátur, og eins og safnarar vita, þá getur ótrúlegsta frímerk ið farið þannig að öll merki koma þess vegna til greina, hvernig þau frímerki sem ekki eru nefnd hér. FÖNDURHORN SUNNUDAGSBLAÐSINS Teiknið linífinn upp á 3 m.m. krossvið eða þunnt birki og sagið út með laufsög. Eggina er bezt að sverfa á með þjöl. Slíp- að mcð sandpappír. Teiknið mynd á hand- fangið. Ef málað er með vatnslitum er bezt að bera fyrst á eina umferð af cellou- tose-lakki — mjög þunnu — annars vilja Htirnir brjótast. Siðan er lakkað yfir báðar hliðar eins oft og þarf. 12 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUbuAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.