Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 14.04.1963, Blaðsíða 10
PÁSKARÁ SSKILEY Frh. af bls. 2. hasrra. Eftir að þær „systurnar” höfðu heilsazt á sérkennilegan máta, sagði Ger- ardo við mig: „Hún heldur leitinni áfram til miðnættis, en þá fara báðar Madonn- urnar sorgmæddar til kirkna sinna.” Daginn eftir heldur leitin áfram, og þar sem leita verður á hverri götu bæj- arins, líða meir eri tuttugu stundir áður en upp er gefist. En þennan síðari dag var allt miklu stórfenglegra, þátttakend- urnir fleiri og viðhöfnin meiri. Litlu eftir miðnætti spurði ég Gerardo spurningar, sem var farin að leita á mig: „Hvort eru páskarnir hér haldnir fremur til heiðuvs Maríu eða Kristi?” Gerardo svaraði án þess að hika: „Til heiðurs báðum. En auðvitað var það sonur hennar, sem var krossfestur, ekki Jesús. Tiltinningar fólksins hrærð- ust ekki í meðaumkun vegna þjáninga Hans, heldur vegna móðurinnar, sem hafði verið svipt syni sínum.” .... Klukki'stund eftir dögun kom Ger- ardo aftur til gistihúss míns. Svalirnar að herberginu, sem ég bjó í, snéru að götunni þar sem til stóð að skrúðgangan endaði. Collegio-kirkjan var einmitt við þessa götu. — „Gangan er á enda, þegar Madonna fer inn um þessar dyr,” sagði Gerardo og ) • benti til kirkjunnar. „Það er alltaf spenn- ingur um, hvort hún nái þangað fyrir klukkan háifeilefu eða ekki — og þar með hvort sjálf páskahátíðin geti byrjað á hádegi. En Madonna er næstum á hverju ári of sein. Og í dag er hún þegar orðin klukkustund á eftir áætlun.” Hávær hljóðfærasláttiurinn bajrjpt til okkar, og gatan var krökk af fólki. Skrúð- fylkingin kom í ijós í efri enda götunn- ar. Burðarmennirnir urðu að fara gæti- lega, því gatan var orðin hál af kerta- vaxi. Stór kertin, sem höfðu ljómað svo fagurlega í myrkri næturinnár, voru nú ekki til mikillar prýði, því mest bar á mjóum, snúnum reykjarstrókunum upp af þeim. Það var þreytu- og jafnvel kvala-svip- ur á andlitum burðarmannanna, og fylk- ingin þokaðist nú svo hægt áfram, að það tók liana fjórar stundir að komast síðustu þúsund fetin. Fólkið bar saman úr sín. Klukkan var orðin hálfellefu, og Madonnan ekki svo mikið sem sást enn. Loks kom hún í augsýn; svartklæddur líkaminn gnæfði yfir mannkösina. Hún beið næstum klukkustund eftir að hljóm- sevitirnar spiluðu saman lagið, sem var , merki þess, að hún ætti að enda leitina. „Nú er komið að því, að hún verði að taka erfiða ákvörðun,” sagði Gerardo. „Hún veit ekki, hvort hún á að fara inn í kirkjuna eða ekki. Hún er búin að leita í tuttugu og einn tíma og er orðin þreytt. Ef hún vissi, að sonur sinn væri inni, mundi hún fara þangað, en hún er ekki viss, og hún veit, að ef hún einu sinni er komin inn, verður henni ekki hleypt út aftur.“ Það var einna líkast því, að beðið væri eftir mannfórn. Hljóðfæraleikurinn varð æsandi, og Madonnan nálgaðist örlög sín. „Húrra!“ Alls staðar heyrðust fagnað- aróp. „Hún er komin inn! Þetta er búið!” Um leið og kirkjudymar luktust að baki Madonnunni, léku hljómsveitimar sam- an fjörugt lag. Eg sá, að tár glitruðu í augum Ger- ardos. „Skyldi hún hafa fundið hann?” spurði ég. Hann yppti öxlum. „Það fer eftir því, hvernig á það er litið," svaraði hann. „2 sumra augum finnur hún hann, og þeir skoða inngöngu hennar i kirkjuna sem sigur. Aðrir líta á það sem ósigur, — göngu inn í grafhvelfingu. Þér getið haft hvaða skoðun á þessu, sem þér viljið.” Hin tuttugu og tveggja stunda langa þolraun var á enda. Manngrúinn hvarf svo skjótt á braut, að það líktist helzt gjömingum. „A Sikiley er því trúað, að Jesú hafi risið úr gröfinni um hádegi á Iaugardag,” hélt Gerardo áfram. „Páskahátiðin sjálf hefst eftir hálftíma. Madonnan var hálf tíma of sein. Kirkjan var troðfull út að dyrum, en mér tókst að þrengja mér nálægt þar sem söngkórinn var ásamt nokkmm skeggugum, gömlum munkum í brúnum kuflum. Þarna inni var ys og þys eins og í trúðleikahúsi. Léttleiki páskanna var yfir öllu og öllum. Bráðlega birtist biskupinn, og bar hann á höfðinu kórónu, skreytta dýrum steinum, og messuskrúðinn var einnig mjög skrautlegur. Hinn sex feta langi biskupsstafur hans var einnig stein- um prýddur. Messan stóð yfir í nálega þrjár stund- ir. Fólk kom og fór eins og þetta væri kvikmyndahús, þar sem sama myndin er sýnd í sífellu. Svo kom að því, að guð- spjallið var lesið — á sex tungumálum og af sex klerkum, og las hver þeirra eina línu í einu. I hvert skipti, sem endað var við línu, hringdi bjalla inni í kirkj- unni. Kórinn tók undir með því að syngja af trúartilfinningu: „Dýrð sé guði!” Biskupinn varð nú skyndilega argur vegna skvaldursins í kirkjunni. Hann sté fram að yztu brún kórsins, dumpaði stafnum á efsta þrepið og minnti kon- urnar á alvöru stundarinnar. Eftir það tók hann til við páskaræðuna, sem ég hafði verið varaður við að mundi taka nálægt klukkustund að flytja. Eftir að næsti sálmur hafði verið sunginn lædd- ist ég því út um dyr skrúðhússins eins og svikull kórdrengur. Fyrir utan dyrnar var hópur af yngis- meyjum, sem voru alls ekki í kirkjuleg- um hugleiðingum, heldur sóluðu sig þarna og döðruðu við karlmennina. Þegar þær sáu ljósmyndavél, tvístruðust þær. Með kvöldinu þykknaði upp, og rakinn í loftinu jókst. Stúlkurnar voru nú orðn- ar djarfari og höfðu ekkert á móti því að láta mýnda sig. En þá var orðið dimmt og því ekki stund til myndatöku. Og nú var kirkjuathöfnin á enda. Herbert Kubly. Gegn ves- öld og ótta Framhald af 3. síðu. starf Helenar. Auk þess, sem hún annast holdsveikissjúklingana, þarf hún oft að huga að allt að 200 tilfellum á dag. Eitt sinn reyndi hún árangurslaust að bjarga lífi drengs, sem hafði verlð sofandi utan dyra, þegar hýena réðst á hann. Venju- lega fara hinir innfæddu fyrst til töfra- mannsins, en þegar í ljós kemur, að hon- um tekst ekki lækningin og þeim versnar, koma þeir til Helenar. Stundum kemur fyrir, að sjúklingar, sem verið hafa und- ir hennar umsjá, og eru á góðum batavegi, hverfa á braut fyrir tilstilli töfralæknanna, sem láta í veðri vaka, að það hafi verið galdur þeirra, sem hafi valdið lækning- unni. Fólk eins og Helen Keller vinnur mikið starf við að útrýma hjátrú og sjúkdómum hinna innfæddu, en verr gengur að losa þá við þá trú, að líkaminn verði fegurii við að skráma hann og skera. Helen segir frá því, að eitt sinn hafi hún séð móður, sem lagði barn sitt á bakiö, tók hönd þess milli knjáa sinna, greip hníf og skar þrjá skurði á hvora kinn og þrjá minni skurði á enni þess. Og allan tímann lét hún, sem hún heyrði ekki hljóð barnsins og bænir Helenar um, að hún hætti þessum verknaði. Loks tók hún viðarösku úr eldinum, sem var við fætur liennar og néri ösk- unni I blæðandi sárin. Það gerði hún til þess. að eftir sætu upphleypt ör. Þaö er ekki að undra, að mjög mikill fjöldi barna liinna innfæddu deyr áður en þau ná 2ja ára aldri. Fjölmörg börn deyja í fæðingu, sem oftast fer fram við kringumstæður, sem ekki þættu bjóðandi mannlegum verum víðast' annars staðar í heiminum. Helen tók fljótt eftir, að hún kom í héraðið til þess ráðs, að bjóða konunum að fæða börn sin undir hennar wmsjá og varð mikið á- gengt, en ekki nóg. Við slíkar aðstæður vinnur þessi kona og segir sjálf, að hvergi annars staðar vilji hún vera í heimi. Vandamálin eru hennar líftaug og tilverugrundvöllur. Kvennaslægð Ég hef aldrei komið í verzlun, þar sem afgreiðslumennirnir voru svo dá- samlega kurteisir. Það er bíllinn þarna — ó, skollinn sjálfur, er þá ókki sprung- ið hjá mér. f 10 SUWNUDAGSBLAB — AUÞÝBUBLAÐIÖ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.