Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Side 2

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Side 2
þessu húsi hlaut eitthvað að vera dýrkað. Þetta hof var einhverjum reist. Hurðin bifaðist, eins og einhver togaði i hana að innan. Samt opnaðist hún ekki fyrr en eftir nokkra rykki. Ingrid, kona Asmundar, tók á móti mór. Dyrnar höfðu frosið fastar í fals- inu um nóttina. Sæmundur ætlaði að rota selinn við hliðina á mér; hann var kominn á fremsta hlunn, en samt sló hann ekki; á móti mér sátu tveir litl- ir, hvitnaktir drengir með ljós í kjölt- unum. Þeir reyndu að teygja sig upp til þess að njóta birtunnar betur sjálf- ir; héldu utan um það og vildu ekki tapa því frá sér, þessu undarlega ljósi. „Asmundur!" kallaði konan í kúl- una, „maðurinn er kominn.” Þegar hann fetaði sig niður stigann, stóð ég í ganginum og sá hvemig gúmmiskórair komu fyrstir niður af loftinu, svo gallabuxurnar og köflótt skyrtan, lúnar, t/aklcar hendurnar, — höfuð með gleraugu, hár í allar áttir: Asmundur Sveinsson. Mér datt í hug bóndi að koma úr gegningum. Asmundur var að koma úr gegningum á skírdag. Og hvílíkt bú! Þegar við tókumst í hendur, sá ég að neglur hans voru brotnar, margar svartar og illa sneiddar. Höndin var þreytuleg og rúnum rist. Þessa hönd hefði mátt festa í gips og setja á safn við hlið blókarhandarinnar, setja síðan upp getraun fyrir gesti safnsins: Hvor er hönd listamannsins? Og gestir safns- ins hefðu sagt: hönd blókarinnar, — í þeirri sinni sælu trú, að listamaður geri aldrei neitt. Ingrid fannst maður sinn druslu- legur: „Eg ætlaði aldrei að fá hann til að þvo sér í dag, hann gerði það bara af því að þú ætlaðir að koma." Asmundur: „Það var svo sem allt í lagi; það er hátíðisdagur og ég ætla hvort sem er ekki að vinna meira í dag.” — Eg er viss um, að honum þykir vænt um skítinn á sér, og ekki nema von: skíturinn er heilagur skítur vegna tilkomu sinnar. Svo gengur hann fram að fremri dyrum á hofi sínu og segir: „Eigum við ekki að skoða í skemmuna til að byrja með?" Hann er á skyrtunni tómri, en ég í frakka. Það er enn kalt úti, — nístings kalt. Asmundur gcngur um túnið, að hverri styttu fyrir sig og sýnir mér, þreifar á eins og börnum sínum: á einni skyrtunni, mér er kalt. Það cr hlýrra inni í skemmunni, þar er þó skjól. Mér bregður í brún, þegar inn er komið. Það er satt, sem skáldið Kiljan segir: Boðskapur andskotans í hinni íslenzku þjóðsögu, hvíldu þig, hvíld er góð, á ekki heima í þessu verki. Maðurinn hefur vart verið einhamur á stundum. Hann leikur á als oddi, þegar hann er innan um lífsstarf sitt, hlær oft hátt, svo glymur í bogalagaðri skemmumii, snýr sér einatt í hring um leið; lætur sjást í tönn, dálítið gula, dálítið skakka í efrl góm. „Mér er illa við að þú hafir þetta spumingar og svör. Eg vil heldur að þú skrifir um þetta eins og það kemur þér fyrir augu, og lýsir þeim áhrifum, sem þú verður fyrir héma inni, miklu lieldur.” — miklu heldur” — bergmálar salurinn eftir föður sínum. Við göngum um salinn, Asmundur, ég og bergmálið á eftir. Þau skýra mér frá myndunum, segja sögu þeirra og frá formi þeirra og heitum þeirra, og ég stend einn og tek við og get ekki annað. Svo man hann eftir einhverju, — gengur til baka næstum að dyrum og staðnæmist þar við lítið borð. A því er tafl undir gleri, undarlega lágir tafl menn í stöðu, allir skomir jafnlágir eins og kótefíntöflur. „Þetta fann ég upp ungur,” segir hann, tekur segul og færir mennina til eftir vild undir glerinu. „Með þessu tefldum við strákamir í gamla daga og gekk vel. Þetta bjó ég til, þegar ég var að læra hjá Ríkharði Jónssyni. Ég bjó að vísu til eitt annað áður, en það var gefið á tombólu í Danmörku. Það er gaman að hafa þetta héma handa krökkunum.” „Hvaða krökkum?” „Krakkar heimsækja mig öðra hverju, — og á sumrin standa þau einatt yfir mér, þegar ég vinn úti. Eg er öfugur við Einar (Jónsson), hann var óskaplega hræddur við krakka og vildi ekki hafa þá nálægt sér. Að vísu er ég f aðra röndina hræddur við þessi grey, því þau geta skemmt margt fyr- ir manni, en ég hef þá aðferð, að láta þau passa fyrir mig hitt og þetta. Það finnst þeim upphefð og láta þá vera að skemma fyrir mér.” Hann sér ef til vill að ég er hissa á fjölbreytninni í listabúri hans og seg- ir: „Eg geri ekki upp á milli stíla eins og þú sérð. Þess vegna hef ég unnið í ýmsum stílum. Það er ekki maður- inn, sem verður mikill af stílnum, mundu það, heldur verðiu: stíllinn mikill af manninum. Sjáðu til dæmis Picasso, hann er alltaf Picasso, — hvaða stíl, sem hann notar. Allir stíl- ar verða miklir í höndum hans. Við höfum svo sem séð hann mála nat- úralistiskt og vitum hann getur það. En Picasso lætur sér ekki nægja að mála natúralistiskt. Þess vegna er liann Picasso — en ekki ljósmynda- eftirhermari. Þegar ég var að alast upp, sáu ungl- íngamir varla myndabækur eða mynd- ir. Það var eðlilegt að maður reyndi að geía sér slíkt sjálfur, úr því getan var fyrir hendi. Hvemig er þetta núna, cra börn ekki með myndablöð og mynd- ir fyrir framan sig allan guðslangan daginn. Það held ég. Þess vegna þurfa þau ekki að skapa sér sínar myndir af kalli, kellingu eða tré. Listamenn nútímans eiga fyrst og fremst að hugsa um fantasíuna. Þeir verða að muna á hvaða öld þeir eru uppi. Oft er ég figúrativur, en núna upp á síðkastið er ég lika oft nonfigura- tivur. Til dæmis, þegar ég gerði raf- magnið, sem Steingrímur Steinþórs- son kom til leiðar að sett var upp við Sogið. Það er nonfigurativ höggmynd. Þegar fólk spyr mig, hvers vegna ég hafi haft myndina svona, nonfigurativa, svara ég alltaf, að ég hafi nú aldrei séð neitt figurativt í rafmagninu. Og er það ekki satt? Og Esjan, ef þú lít- ur á hana, þá horfirðu ekki á hana sem figurativan hlut, heldur nonfig- urativan. Og svo er fólk að segja, að nonfigurativar höggmyndir geti ektú verið fallegar. Hvað finnst því fólki um Esjuna? Hún er nonfigurativ. Já, það er fólkið. Fólk. Fólk. Það kemur hingað í moderne bifreiðum, modeme klætt, á módeme hús, sem eru með moderne húsgögnum, og biður um myndir, sem voru moderne fyrir 40 árum! Það er ég viss um, að ef hundrað ára kelling færi út að kaupa sér kjól, þá vildi hún hafa hann samkvæmt tízk- unni, en ekki eins og gerðist, þegar hún var ung fyrir sjötíu árum. Eg hef leitt þetta i tal við séra Emil Björnsson, þetta misræmi milli listarinnar og fólks- ins í dag, og hann sagði, að manns- andinn væri á eftir efninu, og það er rétt hjá honum. Helvíti rétt. Þó ég segi þetta, þá er ég ekki þar með að segja, að nútima list sé sú elna, sem á tilverurétt. Eg vil sterkt undirstrika það, að ég viðurkenni það, sem gott er í hverjum stíl, hverri stefnu, Frh. á bls. 10. Ásmundur og Sonatorrek. ÞAÐ skal tekið fram að ósk listamanns- ins, að hann vérður e kki í borginni á af- ' -. ■ k ' <{ '.■■'" mælisdaginn. 2 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝBUBLAÐIÐ - ,: - - •

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.