Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Side 4
EINS og við sögðum í síðasta blaði brást himn efni-
legi Gyðingur Spinoza herfilega vonum trúbræSra slnna,
meS því að það vitnaðist, að hann væri að ganga af
trúuni. í fyrstu fór orðrómurinn lágt, en varð smámsam-
an háværari og menn tóku að livíslast á um það, að
hann væri hættur að halda við helgisiði Gyðinga, sem
enginn sanntrúaður Gyðingur vék frá í neinu.
Erfitt var þó að afla sannanna fyrir þessu, því
Spinoza gætti þess að sækja Synagoguna (bænahús Gyð-
inga), og lét á engu bera.
Loks þoldi yfirstjóm safnaðarins ekki Iengur mátið.
Tveír ungir menn tóku að sér að njósna um Splnoza,
undir yfirskyni vináttu. Þeir komu tll hans og báðv
hann um leiðbeiningar í trúarlegum efnum — þóttust
sjálfir ekki of stöðugir í trúnni. Spinoza grunaði reynd-
ar að verið væri að leiða sig í gildru og reyndi því,
svo sem honum var unnt að forðast beina andstöðu við
viðteknar skoðanir og venjur í gyðinglegum trúarefn-
um, en svo lauk, að njósnararnir fengu nóg að vita til
sakfellingar og voru þá ekki seinir á sér að sækja heim
Rabbínana til að tjá tfðindin.
Ekki þótti Rabbínunum fýsilegt að láta tafarlaust til
skarar skriða gegn Spinoza, svo mikinn ótta höfðu þeir
af honum. Auk þess að þeir vildu til hlítar reyna að
koma í veg fyrir brottgöngu hans úr söfnuðintun. Því
mikilvægi hans fyrir söfnuðinn efuðu þeir ekkl.
Ef til vill hefur þó annað vegið enn þyngra. Söfnuð-
ir Gyðinga vom á þessum tímum, eins og svo oft fyrr
og síðar, umkringdir óvinum á alla vegu. Það gat orðið
söfnuðinum alvarlegt áfall og upplagt tilefni tU árása,
ef hann missti svo skyndilega einn sinn bezta meðlim.
Enn vnui það því brosin, sem voru reynd gegn
Spinoza. Hann var tekinn á eintal, honum var klappað
og hann kjassaðnr. Loforðiun um peninga, tignarstöð-
ur og annað þess lelðis rigndi yfir hann. En hversu
lengi sem nm var rætt, varð niðurstaðan sú ein, að
Spinoza sat við sinn keip.
„Ég er ekki að Ieita eftir fé, heldur sannleikanum",
sagðl hann.
Að því loknu var ekki annað eftir en að snúa blað-
inu við og hóta öllu Ulu. Og það var gert — ósvikið.
Svo þegar hótanirnar dugðu ekki heldur var gripið
til framkvæmdanna. Tvisvar sinnum var reynt að sálga
Spinoza. í annað skiptið særðist hann litið eitt, en í
síðari morðtllrauninnl fór hnífur árásarmannsins í
gegnum kápu Spinoza, án þess að snerta hann sjálfan.
Hafi hinir vísu feður, ég veit ekki hvort rétt er að
nefna þá Guðsbörn, búizt við því, að Spinoza snéris*
hugur við slíkar athafnir, urðu þeir mjög fyrir voi -
brigðum. Spinoza fór eigin leiðir fremur en nokki
sinni fyrr. Gyðingarnir höfðu misst dýrgripinn út i' ■
höndunum á sér, ef til vill að mestu fyrir handvömi :.
Og svo kom að því, að upp-
reisnarmaðurinn Baruch Spinoza,
var gerður útlægur með öllu úr
Gyðinglegum söfnuðum. Hann var
eftir það talinn villutrúarmaður.
Árið 165« var hann bannfærður í
synagogunni í Amsterdam.
í bannfæringunnl sagði meðal
annars: Bölvaður skal hann vera
á degi, bölvaður skal hann vera á
nóttu, bölvaður þegar hann leggst til svefns og bölvað-
ur, þegar hann rís á fætur. Bölvaður sé hann þá hann
gengur út, bölvaður, þegar hann gengur inn. Guð fyr-
irgefi honum aldrei.
Þannig skulum við skilja við Spinoza að sinni.
Framhald næst.
LÖNBJARNARSTADIR
í Lónafirði, sem er einn Jökulfjaröa,
er eyðibýlið Lónbjarnarstaðir. Það er
austan megin í firðinum, utanvert við svo-
nefndar Hvanneyrar. Þar eru allmlklar
tóftarrústir, enda telja munnmælin að um
stórbýli hafi verið að ræða til íoma. Sagt
er að sá hafi heitir Björn, er nam fjörð-
inn og byggði og nefndi Lónafjörð eftir
lónum þeim, sem þar eru innar í firðin-
inum. Bæ sinn kallaði hann Bjamarstaði,
eftir sjálfs sín nafni. Gerðist hann brátt
ríkur bóndi og athafnasamur, einkum yið
fiskiveiðar. Er tímar liðu óx auður hans,
að löndum og lausafé og gerðist hann hér
aðsríkur þar um fjörðuna. Var þá lengt
nafn hans og nefndur Lónbjörn, en bær-
inn Lónbjarnarstaðir.
Mið það átti bóndi sér á firðinum, sem
honum Brást aldrei fiskur á og stuðlaði
það einna mest að fjárafla hans. Fiskimið
þetta nýttist eigi öðrum út í frá, því að
engir gátu fundið það svo að notum yrðL
Nokkm fyrir dauða sinn á Lónbjörn að
hafa látið svo um mælt, að sá, er finna
vildi fiskimið hans, yrði fyrst og fremst
að bera Bjarnar nafn, en vera þó ekki
nefndur því fyrr en sjö vetra að aldri,
Ennfremur yrði hann sem brjóstmylking-
ur að hafa dmkkið kaplamjólk, en eigi
konu, reifaður í merarbelg. Ekki er vitað
til þess, að neinum hafi tekizt að full-
nægja þessum skilyrðum og er mið Lón-
bjarnar því ófundið enn þann dag í dag.
Loddaklettur
I landi Kvfa í Jökulfjörðum, inn frá
Gautastaðahlíð í Lónafirði er landsvæði
það, er Hvammur nefnist. I Hvamminum
er klettur, sem kallaður er Loddaklettur.
Mælt er að hann dragi nafn sitt af at-
Frh. á bls. 8.
4 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HORFT
HATT-
MENNING íslendinga er fólgin í misjafn-
lega vel heppnuðnm risastökkum út yfir
gjár, sem fæstum þjóðum öðrum kæmi til
hugar að reyna við án þess að brúa.
Að brúa sæmir ekki íslcndingum á 20.
öld. Til þess eru þeir of stórir, of stoltir.
Að þeirra áliti verður heimurinn aðeins
sigraður með áhlaupi — og þess vegna er
stökkið tekið út í óvissuna. Stundum ná
þeir brúninni hinu megin gjárinnar — oft
hrapa þeir ofan í hana, en það skipiir
engu aðalmáli, þvi þeir klifra alltaf upp
úr aftur og taka nýtt tilhlaup. Þeir eru
sem sé „kaldir karlar”.
Það er erfitt að ímynda sér íslendinga
í kyrrstöðu, þeir hoppa um völlinn eins og
fló á skinni. Alltaf að þjálfa sig undir
næsta stökk.
Það er afskaplega merkilegt orð — ís-
Iendingur. Miðað við þá höfðatölu, sem
á rétt á því að bera það orð, er það lang
merkilegast orð í heimi!
Hvað öðrum þjóðum þykir í því sam-
bandi, skiptir íslendinginn harla litlu
máli — að sjálfsögðu. Því það er nú eitt-
hvað ofurmannlegt við að vera „kaldur
karl”.
íslendingurinn brosir góðlátlega í kamp-
inn og hoppar hærra en nokkru sinni fyrr,
þegar útlendingi verður það á að segja, að
enn sé landinn frumbýlingur og cigi langt
í land til að mega kallast annað.
íslendingurinn bendir á háhýsin og
splunkunýjar milljóncravillur, sem er
dritað niður hér og þar innan um smáhýs-
in og segir: sjá, lætur þú þér koma til
hugar, LITLI MINN, að nokkur smáþjóð
hafi manndóm til að koma sér upp öðru
eins og þessu?
Ef íslendingnum er bent á það (af und-
irgcfni auðvitað) að vera megi að torfkofa
sálir geti byggt hin glæsilegustu háhýsi,
ypptir hann fyrirlitlega öxlum og rífur ut-
an af nýrri tyggigúmplötu.
Segi einhver af hinum lítilmótlegu út-
Iendingum, mikilúðlegum og helzt nýrík-
um íslendingi, að það sé leitt til þees áð
vita hve þjóðin sé orðin ameríkaniseruð
(það gæti sem bezt verið Bandaríkjamað-
ur, sem segði það), myndi sá hinn sami
litinn vorkimnarauga og honum tjáð, að
það hafi verið íslendingur, sem fann
Gods own country hér í dentíd og það
sé vafamál, hvor menningaráhrifin séu
sterkari — hin bandarísku á Íslandí eða
hin íslenzku í Bandaríkjunum. Þar að
auki vitum við íslendingar ekki betur en
að við séum að reyua áð halda heimsmenn-
ingunni upp úr skítnum með því að kenna
Bandaríkjamönnum að hegða sér eins og
siðaðir menn í sambandi við liersetuna.
Eftir þessa ræðu yrði sjálfsagt teygt
ferlega út tyggigúmplötunni. búnar til
buxur og vafið upp á fingurna af ákafa.
Svo yrði drukkið kók.
Svo yrði tekið tilhlaup.
Svo yrði stokkið.
Svo yrði klifrað upp úr gjánni.
Svo yrði sagt ó key og yes sir.
Svo yrði dregið upp veskið.
Og borgað fyrir eitt tonn af menningu.
H. E.