Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Page 5

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Page 5
iíl. Rómverjar Eins og frá var sagrt í síðasta kafla dró til ófriSar milli Rómverja og Karþagómanna lun yfirráSin á MiSjarSarhafi. Karþagó- menn voru þar allsráSandi, enda sögSu þeir: „Rómverjar geta ekki einu sinni þvegiS sér um hendurnar í sjónum án okkar leyfis”. En Rómverjar komu sér npp öflugum flota og lögSu til atlögu viS sjóveldiS. Tókst þeim eftir langvinnar styrjaldir aS vinna fullan sigur og voru þá jafneinráðir á Miðjarðarhafi sem í lönd- unum umhverfis það. Algeng stærð á rómverskum verzlimar- skipum var í kringum 340 tonn. Fornar sagnir greina frá rómverskum skipum, sem voru Iangtum stærri. Einu er svo lýst, aS það hafi verið 180 feta Iangt. Ann- að Hutti 600 farþega. Sum kornskip báru 1200 tonn. í ekki ómerkari bók en Biblí- unni segir frá sjóferð Páls postula frá Egyptalandi til Rómar. Með honum á skip- inu voru 276 aðrir farþegar. En Rómverjar sigldu víðar en um MiS- jarðarhaf. Hálft Bretland var rómverskt skattland, og höfðu þeir að sjálfsögðu sklp í förum þangað. Einnig heimsóttu þeir Norðurlönd og jafnvel ísland. í landareign Bragðavalla í S.-Múlasýslu hafa fundizt tveir rómverskir peningar frá árunum 270—280 e. Kr. Þeir peningar, ásamt þeim þriðja, sem fannst ekki all- Iangt þar frá, eru nú á Þjóðminjasafninu. Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður rekur sögu þessa fundar í bók sinni, Geng- ið á reka. Hann kemst að þeirri niður- stöSu, að varla hafi þeir getað borizt hing- að öSrnvísi en með Rómverum sjálfum. Það er ekki VIÐURKENND staðreynd, að Rómverjar hafi nokkru sinni siglt til Ameríku, en staðreynd engu að síður. Sönnunargögnin hafa fundizt í Virgin- íufylki f Bandaríkjunum. Víkur þá sögunni til ársins 1943 og vél- fræSings eins, James V. Howe. Howe hafði græðst nokkurt fé og ákvað aS draga sig frá skarkala heimsins og ger- ast bóndi. í því skyni keypti hann all- stóra jörð á bökkum Roanokeárinnar í suðurhluta Virginíu og kom á fót nauía- búi. Ilowe var auk þess vel að sér um allt, sem snerti skotvopn og ákvað að rita bók um það efni. Þegar hann hafði komið búrekstrinum og ritstörfunum í rétt horf, fór honum að gefast betra tóm til að kynna sér Iandar- eignina og fara í gönguferðir um hana. Á þessum ferðum sínum rakst hann oft á undarlega járnmola, sem báru þess mérki að hafa bráðnað og storknað síðan. Howe ímyndaði sér helzí, að þeir væru brot úr loftsteini og hirti því nokkuð af þeim. Þó vaknaði áhugi hans fyrst að marki, þeg- ar hann fann einnig járnbúta, scm auð- sjáanlega voru lagaðir af manna hönd- um. Gnægð var af járnsteini í Iandareign- inn — það er að segja lélegu yfirborðs- járni, eins og því sem íslendingar unnu með rauðablæstri. — Beinast lá við, að landnemar hefðu unnið járnið. Howe tók nú að kynna sér sögu héraðsins og komst að því, að járnð á þessum slóðum hefði tvfmælalaust aldrei verið hagnýtt á tím- um landnema, og Indíánar þekktu ekkert til járns. Hverjir höfðu þá stundað rauðablástur við Roanokeána? Howe einbeitti sér nú að leitinni að fleiri járnmolum. Fann hann alls fimm staði á jörð sinni. þar sem málmgrýti hafði verið brætt og mátaö úr málminum. Þar gróf hann einnig dálítið niður og fann með því móti fleiri leifar. Er skemmst frá að segja, að Howe safn- aði saman næstum 200 kg. af járni, sumt aðeins brætt, annað mótað. Það merkileg- asta sendi hann Smithsoniansafninu til rannsóknar. Þar á meðal var þetta: Stutt sverð, oddbrotið bjúgsverð, smáhnífar meitlar, naglar og rær af fornri gerð. Þess konar hlutir hafa fundizt víða um Evrópu og enginn vafi talinn, að þeir séu frá Rómverjum, þótt sams konar hlutir séu merktir með spurningarmerki í sýningarskápum Smithsoniansafnsins, vegna þess að þeir fundust í Ameríku. Howe sendi og sérfræðingum um málma sýnishorn af járninu. Úrskurður þeirra var, að efnasamsetning þess sýndi, að það væri unnið með mjög fornum aðferðum. Málmsérfræðingur stærsta járnbræðslitfyr- irtækis Bandaríkj. segir orðrétt: „Sýnis- hornin eru gömul, ef til vill nokkur hundr- uð ára eða eldri. Ég get ekki sagt með vissu, að þau séu frá fornöld. En svo mik- ið get ég sagt: Hefði ég undir höndum járnbút, sem ég vissi vera frá fornöld, vænti ég, að rannsókn mundi leiða í ljós, að hann væri eíns og molarnir yðar. Tvennt er enn ótalið. Annað er bikar úr bronzi, að mestu óskemmdur. Sex eins bikarar hafa fundizt á allt öðrum stað — í rústum Pompeji á Ítalíu. Hitt eru Viðarkol, sem Howe fann inn- an um járnið. Margir hafa heyrt nefnda C-14 aðferð- ina, sem notuð er til að ákvarða aldur líf- rænna efna. í ölliun lífvernm er viss tegund kolefnis, C-14, sem eyðist með á- kveðnum hraða, eftir að lífveran, jurt eða dýr deyr. Er mælikvarði þessi svo ná- kvæmur, að ekki getur skakkað nema tíu árum á hverju þúsundi. Þannig mætti á- kvarða aldur viðarkolanna. Prófnn þessi er kostnaðarsöm og á fárra færi að gera hana. Hún er ekki gerð, nema á fullkomnustu rannsóknarstofum. Enn hefur Howe ekki tekizt að fá neina stofnun til að framkvæma rannsóknina. Stafar það af ótta hinna mætu fornfræði- og háskólastofnana, sem Howe hefur leit- að til, við að eitthváð komi í ljós, sem haggi Kólumbusartrú þeirra? Charles Boland er fullviss, að viðarkol- in séu næstum 2000 ára gömul. Hann er einnig viss um, að hinir dularfullu járn- smiðir i Virginíu hafi verið Rómverjar. Hvað varð þá um þá vildi kannski einhver spyrja. Fámennur hópur getur týnzt á ýmsan hátt í stóru landi, þar sem villtir frumbyggjar eru fyrir. Hvað varð um ís- lendinga í Grænlandi. Það er þó fullsann- að að þeir voru þar. Roland setur einnig fram skemmtilega tilgátu um tilvist Rómverja í Ameríku, sem hann getur að sjálfsögðu ekki fært' neinar sönnur á: Þeir voru hópur krist- inna manna, sem flúðu undan ofsóknum Nerós keisara — til Ameríku. Ósjálfrátt koma manni í hug aðrir kristnir menn, púritanarnir ensku, sem sigldu skipi sínu, Mayflower til Ameríkia árið 1620 og stofnsettu fyrstu byggtt enskra manna vestanhafs. IV. Hoei-Shin Áætluð ieið Hoer-Shm til Ameríku. Á SÍÐUSTU öld var einn fróður mað- ur þýzkur, Karl Friedrich Neumann, að nafni, sem var sérdeilis vel að sér í kín- versku máli, bókmenntum, listum og eögu. Hann gróf fram í dagsljósið söguna um Hoei-Shin, Buddamunkinn, sem fór í trú- boðsferð til Ameríku 500 árum e. Kr. Hoei-Shin, sem útleggst „Meðaumkun með öllu", segir svo frá landinu, sem hann kom til og nefnir Fusang, því miður er sjálfri ferðinni ekkert lýst: Fusang er 20000 kínverskar mílur frá Kína í austurátt. (6000 enskar mílur). Þar vex mikið af fusangtrjám. Þau bera rauð an, perulaga ávöxt. Rætur þeirra eru einnig etnar. Úr berkinum er gerður vefnaður til klæða. Hús eru byggð úr etofnum trjánna. íbúarnir uota rittákn og gera pappír úr berki fusangtrésins. Þeir bera ekki vopn og fara aldrei með ófriði. Víggirðingar eru óþekktar. Nafn konungsins er framborið Itshi. Með honum eru jafnan blásarar, sem þeyta horn og lúðra. Ekkert járn er til í þessu landi, en kopar, gull og silfur er svo algengt, að það notast ekki sem gjaldmiðill. Bónorð fara svo fram: Biðillinn gerir sér kofa fyrir dyrum sinnar útvöldu. Þeg- ar ár er liðið og stúlkan hefur enn ekki gefið jáyrði sitt, fer hann burt, en sé svo fer giftingin fram. Fyrir skömmu þekktu íbúarnir ekkert til Búddatrúar, en árið 458 e. Kr. vbreyt. þýð.) komu fimm betlimunkar til lands- ins og útbreiddu kenningar Búdda, hei- lög rit hans og myndir. Þetta er sannarlega furðulegt plagg, svo margt kemur heim við það, að Hoei- Shin hafi í raun og veru siglt til Ame- riku. Má þá telja hann fyrstan nafn- Frh. á bls. 9. annar ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAB g «J«/-.t>lUGEÝ<UA • GAiaaBASJOWWWl >

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.