Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Síða 6

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Síða 6
I UPPBOÐ í AUSTUREY SIÐLA VETURS fór ég að vinna að undir búningi búferlaflutnings til Reykjavíkur. Ég ákvað að hafa uppboð í Austurey og selja þar búfé, hesta og búshluti, sem ég gat ekki og vildi ekki flytja með mér. Uppboðið var haldið nokkrum dögum fyrir Krossmessu. Mikill fjöldi manna kom á uppboðið og gekk það fjörlega til. Þetta tckst vel og var ég yfirleitt ánægð- ur með afraksturinn. Ég átti talsverðar fyrningar af grænni töðu og hana vildi ég flytja með mér. Ég varð að reiða allt heyið fram að Svínavatni, enda var þá enginn bílvegur kominn upp Laugardal- inn, en frá Svínavatni var það, svo og ann- ar flutningur, flutt á bíl alla leið. Ég flutti þrjár kýr með mér og voru þær allar hafðar á einum bíl, en óþægar voru þær, enda óvanar slíkum farartækjum. Ein þeirra vildi alltaf vera að leggjast og fleygði hún sér bókstaflega niður og varð ég þá alltaf að vera á verði til þess að koma henni á lappirnar aftur, því að ann- ars gat hún meiðst. Eftir að komið var suður á Sandskeiðið gáfumst við alveg upp við beljuna og létum hana liggja. Okkur, mér og bílstjóranum, sýndist eitt- hvað alvarlegt vera að þessari belju og bjuggumst við, að þó og þegar mundi hún geispa golunni, hún lá þama eins og dautt slytti og sást ekki nema í hvituna í augunum á henni. En þegar bíllinn nam staðar við Eskihlíð og kýrin sá jörðina fyrir neðan sig, reis hún á lappimar og henti sér af bílnum og var þá ekki að sjá að neitt gengi að henni. FLUTT í ESKIHLÉD C. ÞEGAR við nú komum að Eskihlíð tóku hjónin mjög vel á móti okkur Við tókum strax við eigninni, en Guðmundur og Ingi- björg kona hans, fengu leigt loftið í íbúð- arhúsinu yfir sumarið eða meðan hann var að byggja. Og nú hófst nýtt líf fyrir okkur. Eingöngu var um kúabúskap að ræða með það fyrir augum að selja mjólk í bæinn, en hana þekkti ég dálitið frá æsku minni eins og ég hef áður drepið á. Eg fór nú að vinna að því að fjölga kúri- um, en þó fór ég hægt í sakirnar fram á haustið. Eg átti líka í nokkrum fjárhags- örðugleifeum. Afsal fyrir jörðinni átti að fara fram um haustið og þá átti að borga verulega upphæð. Af þessari ástæðu leit- aði ég eftir vinnu í iðn minni, gott að grípa til hennar þegar eitthvað bjátaði á og vann ég við Landsspítalann. Þarna vann ég allt sumarið, en fékk menn til þess að slá túnið. Hinsvegar fékk ég frí úr vinnunni á þerrisdögum til þess að geta þurrkað heyið. Það var mjög vot- viðrasamt þetta sumar, og haustið var illviðrasamt. Eg man að 23. júli gerði góðan þurrk í þrjá daga og náðist þá fyrst g SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ var hins vegar sæmilegur í september og náðist þá seinni slátturinn. GRÆNN VARSTU DALUR ESKIHLIÐ C er við Reykjanesbraut, nokkru fyrir innan Miklatorg. Þegar ég settist þarna að, var ekkert hús þarna ná- lægt nema Suðurpóllinn, auk tveggja annarra: Eskihlíð A og Eskihlíð B. Þá var Norðurmýrin óræktað tún eða mýri, sem ýmsir áttu hluti í. Kol og Salt átti Eski- hlíð A og stórt erfðafestuland. A Sunnu- hvoli bjó Pétur Hjaltested og átti hann hundrað dagsláttur í mýrinni. Mér fannst allt af þegar ég leit yfir Norðurmýrina og eins austur yfir, að þar væru mjög fal- legir dalir. Þá voru túnin fögur af grænu skrúði og fjör þar á þerridögum, þegar margt fólk sneri þar og rakaði. Þar var maður þá upp í sveit, — í Reykjavík. Býlið, sem ég keypti var: íbúðarhús, éin hæð með kjallara og risi, hlaða fyrir þrjú hundruð hésta og fjós fyrir átta kýr, túri- in, sem fylgdu voru tvö, annað rúmlega fjórir hektarar og hitt rúmlega einn hekt- ari, var minna túnið notað til beitar, en á því stærra var heyjað. Þar var allt af tvíslegið og fengsælt af því. Eftir að það var fullræktað, fengust af því um þrjú hundruð hestar í báðum sláttum. Verðið, sem ég gaf fyrir býlið var upp á þrjátíu og tvö þúsund krónur. Ekki gat ég borgað þetta allt í einu. Skuld hvíldi á eigninni í veðdeild Landsbankans, og nokkuð lán- aði Guðmundur og skyldi það greiðast á fjórum árum. Eg átti að vera búinn að borga um tólf þúsund krónur fyrir I. október. Þegar ég flutti í Eskihlíð var ég bú'nn að ná saman um ellefu þúsundum, en mig van'aði eitt þúsund krónur. Þá iágtt nenintrarnir sannarlega ekki á iausu. Mér ’datt í hug að reyna að fá lán í Landsbankanum og útvegaði mér tvo góða óbyrgðarmenn. Eg gekk svo á fund eins bankastjórans og tjáði honum vandræði mín, ræddi ég einnig um það, að lánið þyrfti ég ekki að fá nema til skamms tíma. En bankastjórinn kvaðst ekki komast fram úr þessu, eins og hann orðaði það og synjaði um lánið. Utlitið var ekki gott, en vanskílamaður hef ég aldrei verið. Eg gekk þá á fund frænda míns, Guðmundar í Haga, og hann lanaði mér þessar þúsund krónur og það af fúsum vilja. Þetta varð upp- haf að mikilli hjálpfýsi Guðmundar við mig, því að allt af lenti ég í einhverjum erfiðleikum á gjalddaga, en þá hljóp Guðmundur allt af undir bagga. Þegar allar skuldir voru að fullu greiddar, hafði hann þau orð um, að aldrei hefði hann skipt við skilvísari mann en mig, — og þótti mér vænt um þau orð. Okkur leið allt af vel í Eskihlíð og. vorum við þar í fimmtán ár. Afkoman var góð hjá okkur Eg seldi allt af alla Þá voru margir góðir bændur í Reykja- vík, en þegar mjólkurlögin voru sett árið 1935 var þrengt mjög að hag þeirra, og síðan hefur allur búskapur í Reykja- vík gengið saman. Tveir aðUar hafa allt af herjað á bændur hér: mjólkursam- salan og bæjarstjórnin, sem hefur orðið að ganga á erfðafestulöndin undir bygg- ingalóðir. Eins og ég gat um áður átti Kol og salt Eskihlíð A, þegar ég kom til skjalanna, en þegar bílamir fóru að ryðja sér til rúms, hætti Kol og salt að hafa hesta sína í Eskihlíð A, og keypti þá Geir Gunnlaugsson býlið og hóf þar kúabúskap. Öx bú hans fljótt og varð hjá honum framúrskarandi myndarskap- ur eins og alþekkt er. Geir var skemmti- legur maður og hjálpsamur nágranni. BRETAR HERJA Á BÆNDUR ARIÐ 1940 ruddust Bretamir inn í land- ið og settust þeir strax að hjá Þórodds- stöðum og víðar þar um kring. Morgun- inn, sem þeir komu, ætlaði Geir með menn sína suður í Fossvog, en þar var hann að rækta tún. Þegar hann kom upp á hæðina hjá Þóroddsstöðum var hann stöðvaður af brezkum hermönniun alvopnuðum, og otuðu þeir að Geir og félögum hans vopnum sínum — og urðu þeir frá að hverfa. Þegar Geir kom úr þessari ferð, sagði hann svo frá, að hann hefði mætt einhverri „fígúm”, en hún hefði vérið í mannsmynd. Bretarnir, sem fyrstir komu hingað voru enn á unglings- aldri, svo smávaxnir og miður sín, að Is- lendingar urðu undrandi, að þetta skyldu vera kallaðir stríðsmenn. Þegar þessir piltar fóru að sjást hér á götunum í fylgd með íslenzkum stúlkum, náðu þeir þeim varla í öxl. Það leið ekki á löngu þar til hemáms- mennimir fóru að vera til mikilla óþæg- inda. Þeir lögðu leiðslur yfir girðingar, tróðu niður tún og trufluðu umferð. Þeir reistu sér braggahverfi beint upp af mínu túni, en aðaUeið þeirra að því lá fram með túninu. Kom oft til árekstra við setuliðið á þessum vegi. Þótti mér ekki þægilegt að þurfa að fara út af veg- inum með hlaðinn mykjuvagn eða hey- vagn með háfermi, því að vegurinn var mjór og mikið hlaðinn upp. Eg reyndi að komast hjá því að þurfa að víkja fyrir Bretunum og lenti stundum í há- vaða út úr því. Oftast lét Bretinn undan. Ýmislegt kátlegt kom fyrir. Einu sinni tók ég upp á því um nótt að snúa nokkr- um flekkjum, sem lágu efst á túninu. Gekk ég þá umræddan veg, en nokkur blástur var þessa nótt. Þegar ég var kominn dálítið upp á veginn, en þá var mjög farið að skyggja af nóttu, var beint að mér sterku kastljósi, en um leið var farið að morsa í allar áttir með Ijósuní. Ég gekk áfram eins og ekkert væri um leiðarenda og fór að snúa flekkjunum oí lauk því í rólegheitum. Allt af voru þeif að lýsa upp túnið. Ég býst við að þe>f hafi ekkert skilið í því hvað ég væri a® bedrífa þarna um nótt. Þá var það eic11 sinni, að ég var á leiðinni suður í Foí, vog, en á Oskjuhlíð var allt af vörðuí við veginn. Allt í einu þaut vopnaðuf vörður að mér og gat ég ekki betur sé& en að hann væri ákaflega felmtraður Hann virtist eiga annað erindi við rúit en ég hafði ætlað, því að hann benti upf að hitaveitugeymum, og þegar ég le>* þangað sá ég, að þar var á ferð kona ‘ peysufötum. Benti allt útlit og látbrag® mannsins til þess að hann gæti alls ekk áttað sig á því hvers konar véra þett£ væri. Þeir sáu alls staðar fjandánn sjálf' an uppmálaðan. Eg vildi yfirleitt ekk hafa nein afskipti af herliðinu, ég sn$' gekk það, en kom þó fram við það $ fullri kurteisi. Eg varð mjög fyrir ónæð> þegar þeir fóru að byggja flugvöllinP Þá lögðu þeir veg framhjá húsinu míns og uppfrá því varð þarna óslitin bíl® umferð. Öttaðist ég allt af um skepnU> mínar upp frá þessu. FYLGDIST EKKI MEÐ VERÐBÓLGUNNI NU KOM að því að til stóð að fara aa taka erfðafestulöndin undir bygginga- lóðir. Var fyrst hafizt handa með a® undirbúa byggingu hlíða-hverfisins ^ og þóttist ég sjá fram á það, að ekU yrði öllu lengur fært að reka þarna bé' skap. Vorið 1941 bauðst mér húseigníl1 Þingholtsstræti 15 til kaups ásamt lóð' inni. Datt mér þá í hug að breyta högutf mínum og revna að fá leyfi til að refea verzlun í húsinu. Ég lét líklega um a® kaupa eignina, en áður en ég gengi fré þessu til fulls, varð ég að koma búi míö41 í peninga. Eg byrjaði með því að bjóðfl bænum forkaupsrétt að Eskihlíð C, ot þó aðallega túnunum. Borgarritari, seö1 ég ræddi við tók þessu vel, ságði hanP að bærinn vildi fyrir alla muni komaS1 að samkomulagi við eigendur túnanna- Bað hann mig að stinga upp á því, soiP ég vildi fá fyrir túnin. Eg fór heim v> mín við svo búið og fór að brjóta heíl' ann um það hvaða upphæð ég ætti a' nefna, en ekki var ásælnin meiri en sv- að ég miðaði verðið við það, sem ét> hafði upphaflega orðið að borga. & nefndi því tuttugu og fimm þúsund krónur. Þegar ég stakk upp á þessá verði, en það var á fundi bæjaryfirvald' anna, sagði enginn viðstaddra neitt að byrja með, en horfðu bara á mig. All1 i einu sagði borgarstjóri, að ég skyld> fara fram í afgreiðslusalinn og taka v$ peningunum, þar væru skjöl þessu vií' víkjandi að eins eftir að færa verðið ini* fyrri slátturinn, en hrakið var. Þurrkur mína mjólk sjálfur beint til neytenda. að vera, en við og við fékk ég á mig á þau.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.