Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Page 9
GUNNAR PÖSIUR
ARIÐ 1776 hófust fyrst reglulegar póstgöngur á íslandi. Gunnar hét
maður, eyfirzkur að ætt, allra manna fóthvatastur og áræðinn að því
skapi. Hann var talinn mestur göngumaður á Norðurlandi um þær mund-
ir. Gunnar varð fyrstur póstur norðanlands og bar jafnan töskuna.
Einu sinni gekk Guunar suður fjöll, sem oftar, í björtu veðri. Það
rar mikil fönn, svo að Gunnar gekk á þrúgum. Það gcrði hann ávalit, er
fannfergi var, en bar þær þess á milli. Þegar fer að líða á daginn, sér
Gunnar mann koma slóðina á eftir sér, og þótti honum hann vera ærið
sporadrjúgur. Gunnar átti cinskis manns von á þessum slóðum^ svo að
hann þóttist vera viss um, að þetta værí útilegumaður. Hann hafði illan
bifur á manninum og herti gönguna sem mest mátti hann; gekk svo lengi
dags, að hvorki dró sundur sé saman með þeim. Þegar komið var undir
kvöld, fór Gunnar að lýjast, því að pósttaskan seig í, eins og við var að
búast. Útilegumaðurinn dregur nú á hann og seinast er hann kominn á
hælana á Gunnari. Hvorugur talar til annars. Nú ganga þeir stundarkorn.
Þá finnur Gunnar, að samferðamaður hans fer að stíga fram á þrúgurnar,
og tefur það honum gönguna. JJunnar sér, að svo búið má ekki standa.
Hann snýr sér að samferðamanni sínum og segir: „Viltu ekki bita, lagsi?“
Hinn játar því. Þeir stanza nú báðir, og gengur Gunnar þá úr skugga
um, að þetta muni vera útilegumaður, enda er hann andkannalega klædd-
ur. Gunnar Iosar um malsekk sinn, en tekur þó ekkert ofan af sér. Hann
réttir félaga sínum bita og fer líka sjálfur að snæða standandi. Útilegu-
maðurinn spyr Gunnar, því hann setjist ekki. Gunnar segist ekki vera
vanur því á ferðalagi. Hann stendur sem næst útilegumanninum, því að
það var orðið skuggsýnt^ en Gunnar vildi fyrir hvern mun vita hvað hon-
um liði. Hann þykist vera að gá til veðurs; segir svo við aðkomumann:
„Hvernig heldur þú hann viðri úr þessu útliti?“ Útilegumaðurinn gáir
líka til veðurs, en þá var Gunnar ekki lengi og brá hníf sínum á barkann
á útilegumanninum. Að því búnu skilur Gunnar við hann og heldur til
byggða. Aldrei komst hann að því, hvernig reitt hefði af fyrir útilegu-
manninum.
Gunnar sagði frá sögu þessari á gamalsaldri; kvaðst hann halda, að
útilegumaöurinn hefði ætlað að ganga sig uppgefinn og vinna svo á sér.
Einn dóttursonur Gunnars, er Jón hét, var mörg ár austurlandspóst-
ur og þótti afbragös göngumaður.
(íslenzkar þjóðsögur).
Frh. af bls. 5.
kenndra manna, sem þangað hafa kom-
ið.
Bezt koma lýsingar hans heim við
Mexíkó, en þá voru þar hinar hiiklu
menningarþjóðir, Aztekar og Mayar.
Bein lína frá Shanghai til Mexíkó er
um 7000 enskar mílur. Lýsingin á fusang-
trénu kemur vel heim við útbreidda jurt
í Mexíkó, sem nefnist aloe eða ,vinur
hinna fátæku“. Gull og silfur voru al-
gengir málmar meðal Azteka og Maya.
Bændur átu af gulldiskum og þótti eng-
um mikið. Jám þekktu þeir hins vegar
ekki. Þjóðir þessar voru mjög friðsam-
ar, og Mayar notuðu myndletur.
Öldum saman höfðu Kínverjar forðast
allt samneyti við aðrar þjóðir og litið á
þær sem ótínda villimenn. í allri 4000
ára sögu Kína fram að upphafi okkar
tímatals er ekki að finna eitt einasta
dæmi um ferðalög til annarra landa. En
á tímum Hoei-Shin var þetta breylt’.
Munkar voru hvattir til ferðalaga til að
útbreiða kenningar Búdda. í þv( skyni
lagði Hoei-Shin af stað yfir þvert Kyrra-
hafið.
Margt bendir tO, að hann hafi ekki
verið eini Asíubúinn, sem til Ameríku
kom. Margt í gripum og lifnaðarháttum
Indíána í Mið- og Suður-Ameríku á sér
algjörar hliðstæður í Asíu. Er of iangt
mál að telja það allt fram. Ekki er það
heldur óþekkt fyrirbrigði, að sama upp-
finningin komi fram á tvcim stöðum, án
þess að samband sé þar á milli. Hér skal
og tilfært eitt dæmi, þar sem því er ekki
til að dreifa.
Á sýningu, sem stuðningsmenn ram-
skipta Ameriku og Asíu fyrr á öldum
héltdu samíámis þingi amerískra forn-
fræðinga í New York, voru sýndar ýms-
ar hliðstæðar fornminjar frá þessum
tveim heimsálfum. Þar á meðal vbru tvö
ævagömul leikföng, annað frá Indlandi
hitt frá Mexíkó. Bæði voru dýr á hjólum.
Það var ekkert sérlega merkilegt við ind-
verska leikfangið, en hvernig ber að skýra
það mexíkanska, þar sem Indíánnr þekktu
alls ekki hjólið?
Hoei-Shin minnist á fimm munka, sem
komu löngu á undan honum til Fusang
og boðuðu Búddatrú með nokkrum ár-
angri. Samt hafa engin merki fundist
meðal Ind'íána. Á það má benda, a3
Búddatrú dó víðar út, þar sem hún hafði
náð fótfestu. í öðru lagi gengu spánskir
klerkar svo hart fram við að brenna bæk-
ur og eyðileggja listaverk Maya og Az-
teka í þeirri trú, að það væri allt af hin-
um vonda, að við fáum aldrei glögga
mynd af menningu þeirra.
Sennilega hefur Hoei-Shin haft skip
til umráða til ferðarinnar. Sumar kín-
versku djunkurnar voru ekkert smásmiði.
Þær voru oft búnar einkaklefum með
baði og gátu flutt 200 farþega auk íjöl-
mennrar áhafnar. Áttavitann fundu Kín-
verjar upp 2000 árum f. Kr. og gátu þvi
siglt hvert sem var og ratað heim aft-
ur.
Einni sönnun enn fyrir ferðalögunl
Asíubúa til Ameríku má bæta við. Það
er andlitsmyndin hér á síðunni. Hún var
gerð í Mexíkó mörgum öldum, áður en
Spánverjar komu þar. Andlitið er engu
líkara en hlæjandi Kínverja. — Þetta
gæti jafnvel verið Hoei-Shin gamli sjálf-
ur.
Næst segir frá Brendan hinum hug-
rakka, írskum munki, sem víða flæktist,
og ef til vill fleiri löndum hans.
• .
'í
■
,
' •/;, r "U,r,n
; ’i'ö'
O.'U; - • .•;.•: • .7* . z-ZlJTHSpliraa&Stfr&íf,
Þetta höfuð fannst í Vera Cruz héraSinu i
Mexico og er taiið gert fyrir daga Kolumbusar
Andlitssvipurinn er mjög austurlenzkur. Kasin-
ski Hoei-Shin?
ALÞÝÐUBLABIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ $