Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Page 10

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Page 10
Frh. af bls. 2. og fordæmi það, sem er rangt aíS mínu viti og fjarstæðukennt. Eins og ég sagði áðan, stefnan, stíllinn verður mikill af manninum, en ekki maður- inn af honum. En það eru falsspá- mennirnir, sem hafa slegið ryki í aug- un á fólkinu, og þess vegna þekkir enginn hróp þeirra sönnu innan um. Stundum hef ég heyrt því fleygt, að listamaður hafi vandað sig svo og svo mikið við þetta og þetta verk, að hann hafi í upphafi ætlað sér mikið o.s.frv. Það er hin mesta firra, að listamaður hafi annað í huga, þegar hann byrjar við eitt verk en annað. Alltaf hlýtur listamaðurinn að brenna í skinninu við byrjun hvers verks af þessari þrá, sem hefur fleytt listunum í gegn um ald- irnar: Nú ætla ég að gera mitt bezta. Nú ætla ég að vanda mig meira en ,nokkru sinni fyrr. Það er þessi þrá, sem gerir það að verkum, að lista- maður vex af verkum sínum. Ef hann segði við sjálfan sig: „Nú ætla ég að vanda mig,” við annað hvert verk sitt, þá mundi hann aldrei ná langt á lista- brautinni. Þessi þrá, að gerg mitt bezta, og vonin um að sjá meistaraverkið fæð- ast í hvert einasta sinn, hefur haldið í mér lífinu og gert það að verkum, að ég er enn að byrja á einni stórri mynd, þrátt fyrir sjötugs aldurinn.” „Hvaða mynd?” „Eg skal sýna þér hana uppi í kúl- unni á eftir. Þú kemur upp í kúlu með mér, og svo fáum við okkur kaffi.” Og Asmundur, bergmálið og ég færumst æ lengra inn eftir skemmunni, og æ fleiri myndir blasa við mér í nýju ljósi. Það er gaman að heyra og sjá meistarann útskýra sín eigin lista- verk. Járnið hefur nötrað af innblæstri hans við mótun þess. Gluggarnir skjálfa undan orðgnótt hans og ó- mennskum hlátri. „Það er tvennt, sem hefur haft mikil áhrif á mig um dagana, og til þess hef ég að sækja hugmyndirnar að mörgum verkunum hérna inni. Eg hef alltaf haldið mikið upp á Egypta hina fornu, trú þeirra og menningu. Þríhyrningur- inn, sem þú sérð hér víða, eins og t. d. f Pýramídiskri abstraktsjón, er kominn frá Egyptum. Þegar Móses var að al- ast upp hjá egypsku hirðinni var sterk tilhneiging í landinu til eingyðis- trúar. Móses var gáfaður maður, snill- ingur, spámaður og mikilmenni. En það má ekki gleyma því, hvað hann ólst upp við, og hvar hann nam sína speki. Vissulega hjá Egyptum. Það hefur margt gott komið frá Egyptum. Einnig hefur Asatrúin haft mikil á- hrif á mig, og ég hygg, að svo sé um fleiri. Við höfum aldrei opinberlega hafnað Ásatrú. Þegar kristni var lög- tekin á íslandi, máttu menn jú blóta á laun! Og enn þann dag í dag eru bók- menntir Asatrúarinnar lesnar af hverj- um menntuðum islendingi. Það er eng- inn lærður nema hann hafi lesið Eddu. Tilfellið er. Eg hugsa að sumir, sem hafa Iesið Eddu spjaldanna á milli, hafi aftur á móti ekki lesið Biblíuna. Jú, ef menn kynna sér verk mín, sjá þeir, að þar gætir víða áhrifa frá heiðinni trú. Eg er mikill baráttumaöur gegn. stríði, og þá baráttu er víða að sjá í myndum mínum. Og hættan sem yfír- vofandi stríð skapar, er ekki aðeins blóðsúthelling. Ottinn við atómstyrjöld nagar hjörtu mannanna og drepur þá þannig án hljóða. Þannig drepur stríð- ið án þess að vera, aðeins ef það kemst inn í vitund fólksins. I þessu sambandí dettur mér í hug ein gömul vfsa, sem mér var kennd í bernsku. Hún er svona: „Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Eg hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga.” tr Maðurinn verður ekki mikili af stílnum, Held ur stíllinn af manninum lUIWe Vísan er gömul, en samt ber hún í sér nýjan ótta, sem kvelur mannkynið í dag. Þessi ótti er andardráttur stríðs- ins á glugga. Og við skulum ekki hafa hátt...... En — — vist verðum við að hafa hátt. Við verðum að kveða niður æðið, vitfirringuna! Við skulum fara upp í kúluna! Og listamaðurinn lokar vandlega dyrun- um að lífsstarfi sínu og við göngum upp í kúluna. Það er til einskis að reyna að lýsa þessari kúlu. Þetta er aðeins hálfkúla, full af því, sem borg- arinn myndi kalla „drasi". I þessari undarlegu byggingu vinnur Asmundur mótív og frumdrætti verka sinna. — Þarna fá hugmyndir logun. „Rödd Asmundar hljómar annarlega í kúlunni, hláturlnn ekki síður: Hérna sérðu myndina, sem ,ég vinn að núna. Þetta er mynd af Þór með hamarinn, — áhrif frá Ásum. Hamarinn ætla ég að láta snúast í vindf Þá sveiflar Þór hamrinum, þegar gustar, Þessi mynd verður að vera risastór. Og standa ein- hvers staðar úti undir berum himni. Annars sagði einhver við mig, að ham- arinn yrði manndrápstæki ef hann. fengi að njóta sín. Eg satt að segja hef litla trú á því. Og svo held ég menn hafi ekkert við að gera að reka haus- inn undir hann, er hann sveiflast, Konan kallar upp á skörina, að það sé komið kaffi. Og við göngum eftir dágóða stund niður og kaffið er í boll- unura og kökurnar óhreyfðar á kringl- óttum diskum. „Já, ég ætlaði að tala við þig um listasafnið. Ég hef verið kosinn í nefnd til að ýta á eftir byggingu listasafns hér í borginni, og ég get sagt það með sanni, að það er mín heitasta ósk í ell- inni, að mega sjá reisulegt og stórt listasafn rísa á góðum stað í borginni. Og þetta verður að.vera mikið safii, með mörgum deildum, og það á að vera eign þjóðarinnar, helgidómur þjóð- arinnar. Safnið þarf að rísa á góðum stað, þar sem rými er gott og varandi, og þó má það ekki vera afskekkt. Það er úr vöndu að ráða, en ég hef fundið, að vilji ráðamanna til að leysa vandamál- ið er mikill, enda er hér um sálarheill þjóðarinnar að ræða. Ásgrímur heitinn lifði. ekki að sjá draum sinn rætast, en til-að flýta fyrir því, að hann yrði að veriileika, þá gaf hann íslenzku þjóðinpi dýrlegu mál- verkin sín, sál sína. Og getum við svikið Ásgrím Jónsson? Getum við lát- ið verk hans liggja eins og blaðabunka á háaloftum, þangað sem enginn rekst nema rottur og mölur? Og Kjarval hefur ánafnað ríkinu \ verk sín. Eigum við líka að svíkja hann? Ég veit, að það vili enginn íslending- ur. Við sjáum það af dæmum, að lista- söfn eru helgidómur hverrar þjóðar. Þegar stríðið var, komum við í nokk- ur risastór listasöfn erl^ndis; konan mín og ég. Við komum m. a. í British Muse- um og skóhljóð okk ' bergmálaði um tóma sali: Það var búið að flytja öll Ustaverkin á óhultan stað. Þjóðin ætlaði ekki að láta óvinina flekka það sem henni var helgast. Já, þú mátt segja það, að mér er mest í mun nú, að komið verði upp góðu listasafni, ríkissafni. Og þessi sal- ur sem ég á hér, ég byggði hann ekki fremur en aðrir listamenn sínar skemmur til að draga úr listasafns- byggingu. Auðvitað vil ég, að beztu verk mln séu í rikissafninu. Þannig er nú það”. Og Ásmundur Sveinsson lýkur úr kaffibollanum og breytir um umræðu- efni með heitara kaffi: „Það liggur mér dálítið á hjarta viðvíkjandi höggmyndalistinni. Nútíma höggmyndalist er geysilega dýr, enda er vart hægt að ætlast til að einstakl- ingar kaupi stór og fyrirferðarmikil verk. Það er aftur á móti skylda rík- isins og borgarinnar að láta liöggmynda- list verða þátt í mótun borgarinnar. Þannig getur höggmyndalist nútímans þróast eðlilega. Og stórar höggmyndir eiga að vera eigfi fólksins alls. Þær eiga að gnæfa upp úr ryki borgarinn- ar, en vera þó í samræmi við stíl hennar, þannig eru þær eins og þær eiga að vera, og verða. Annars getur þú séð hvað hann Halldór Kiljan seg- ir um þetta í bókinni: „Svona myndlist getur orðið til þess að reka smiðshöggið í fagurfræðileg- um skilningi á nútíma verksmiðjur, verzlunarstórhýsi, leikvanga, íþrótta- skála, orkuver, skipasmíðastöðvar, stór- brýr, hafnh’ og önnur mannvirki teingd stórborgarlífi þar sem lífræn náttúra hefur vikið fyrir verkfræðilegu hug- viti, vélgeingi og nytjastefnu. Það virð- ist vera innborið eðli þessarar listar að teingja tæknina við undur geimsins”. Og þegar ég gekk út í hvítan skír- dagSsnjóinn og lieyrði Ásmund skella frosinni hurðinni að stöfum á eftir mér, þá var ég mjög sammála skáldinu á Gljúfrasteini: „Það virðist vera inn- borið eðli þessarar listar að teingja tæknina við undur geimsins". Br.-G. J. ** ' <> ' í'í"! mmm

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.