Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Síða 2
■wmwwwmwHwwwwHwtwwwv;
í
Stefán Ólafsson í Vallanesi:
HEIMSÁDEILA
ÞESSI öld er undarlig,
allir góðir menn um sig
ugga mega að mestu.
Illir taka yfirráð,
að því hef ég um stundir gáð,
að þeim er fylgt í flestu.
Fer eg með efnið undarlegt:
Ef þér girnizt nokkuð frekt
manna fylgi að fanga,
þá skal hann ekki óttast guð
og ekki stunda hans heilög boð,
heldur rækja hið ranga.
Þingheimurinn þýtur upp,
þegar hann sér Belzubub
dýrkaður er af einum.
Aðhyllast og elska hann
einnig verja hver, sem kann,
bæði í ljósi og leynum.
Þeir, sem seilast aðra á,
okra, deila, stinga, slá,
strjúka, stela, ljúga,
og útlegðar vinna verk,
vörnin er þeim nógu sterk
hjá flestum manna múga.
Sá hinn góði er gjarðafár,
gisna má hann síð og ár,
dittar að honum engrnn,
sem sú eik fyrir utan tröð,
er engan hefur börk né blöð
og öll er af sér gengin.
Mútan tekur máttarskref,
má hún það rétta aflátsbréf
segjast verstu synda.
Þá hefur fjandinn skrifað skrá
og skvett forgyltum sandi á,
sem bæði augun blindar.
Hún réttlætir ranglátan,
ranglætir hinn fróma mann,
gerir svo greitt að flækja.
Þeim hana tekur talar hún í,
tekst þeim varla upp frá því
rættdæmið að rækja.
Því er nú orðið illt í heim,
að enginn sinnir manni þeim,
er gerir sinn guð að stunda
og breytir eftir boðum hans,
brýtur ríkið andskotans.
Hann má f ara til hunda.
WWWWWWWHHHWWHHM»HW< HHWWW|WW(WIWW|WIW^*»WW*I»MWM
34 SUNNUDAGSBLÁ& - Atí>VÐU£iLAÐXÐ
WHW