Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Side 17

Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Side 17
Isaac Asimov er meðal þeirra höfunda, er mest hefur borið á síðustu áratugina á sviði þeirrar sagnagerðar, er kennd hefur verið við vísindi — science fiction á erlendum málum. Sú saga Asi- movs, er hér hefst og lýkur í næsta blaði, gerist á einhverjum fjarlægum hnetti, þar sem náttmyrkur er óþekkt — nema við sólmyrkva á 2500 áta fíesti. Sagan lýsir viðbrögðum manna við þessu duíar- fulla og ógnvekjandi fyrirbrigði — myrkrinu. talið um vinahendur?” liroytti At- on út úr sér. „Já, vissulega". Theremon sett- ist og krosslagði fæturna. Greinar mínar hafa kannski verið svolítið harðorðar stundum, en ég lét ykk- ur alltaf njóta efans. Þegar á allt er litið þýðir ekki að predika „heimsendir er í nánd” yfir Lag- asbúum á þessari öld. Þér verðið að skilja, að fólk trúir ekki Opin- berunarbóklnni lengur, og það hleypir í það illu blóði, þegar vis- iridamenn snúa vlð blaðinu og segja, að Trúflokkurinn hafi á réttu að standa, þegar allt komi til alls ....‘ „Um slíkt er ekki að ræða, ungi maður, greip Aton fram í fyrir honum. „Trúflokkurinn hefur lagt okkur til mikið af gögnum, en í niðurstöðum okkar er ekkert af dulhyggju Trúflolcksins. Stað- reyndir eru staðreyndir, og þessi svokallaða goðafræði Trúflokksins hefur ákveðnar staðreyndir á bak við sig, Við höfum grafið þær fram og varpað dularhjúpnum af þeim. Þér megið trúa því, að Trú- flokknum er ennþá verr við okkur eti yður sjálfum“. „Mér er ekki illa við yður. Ég er aðcins að reyna að segja yður, að fólk er komið úr jafnvægi. Það er ofsareitt": Aton glotti: „Látum það vera reitt“. „Já, en hvað með morgundag- inn?“ „Það verður cnginn morgundag- ur”. „En ef hann vérður. Við skulum gera ráð fyrir hann komi, og líta á, hvað þá gerist. Relðin gæti feng ið alvarlega útrás. Það mundi allt loga”. Stjarnfræðingurinn horfði al- varlega á blaðamanninn. „Og hvað bjóðist þér til að gera til að bæta ástahdið?” „Ég býðst til þess að sjá' um blaðaskrifin. Ég get lagt málln þannig fyrir, að aðeins hlægilega hliðin komi í ljós. Ég játa, að það verður erfitt að búa undir því, því að ég verð að lýsa ykkur öllum sem hreinum bjánum, en ef ég get fengið fólk til að hlæja að ykkur, gleymir það kannski reiðinni. í staðinn fyrir þetta vill ritstjórinn minn fá einkafrásögn af þvi, sem hér gerist”. Beenay leit upp og sagði: „Herra, við hinir teljum þetta vcra rétt. Siðustu tvo mánuðina höfum við reiknað með öllu nema þeim örsmáa möguleika, að cin- hvers staðar í kenningum okkur eða útreikningum sé einhver skekkja. Við ættum líka að gera ráð fyrir því“. Þessu virtust hinir samþykkir ög Aton varð á svipinn eins og maður, sem héfur sett eitthvað beiskt upp í sig og getur ekki los- að sig við það aftur. „Jæja þá, þér getið verið kyrr, ef þér viljið. En þér verðið að gera svo vel og hindra okkur á engan liátt í því að gegna skyldustörfum okkar”. Hann var með hendurnar á bak- inu og einbeittur á svip, þegar hann talaði. Hann hefði getað haldið lengi áfram, hefði ekki ný rödd bætzt við. „Sælir, sælir”. Röddin var há 'ic-skser og holdugar kinnar komu- ... .nns oreikkuðu í ánægjubrosi. „Hvers vegna er svona drunga- legt andrúmsloft hér? Það er eng- inn að ganga af vitinu, vona ég”. Aton tók önuglega undir. „Hvern fjandann eruð þér að gera hér, Sheerin? Ég hélt að þérætl- uðuð að vera í byrginu”. ■ - Sheerin. hló og hlammaði sér niður í stól. „Ég vildi vera hér, þár sem eitthvað cr að gcrast. Haldið þið, að ég sé ekki forvit- inn líka? Mig langar tii aðv.sjá þessar stjörnur, sem Trúfl.okkur- inn er alltaf að tala um. Sálfiræð- ingur hefur ekkert að gera í byrg- inu. Þar eiga að. vera atorkumenn og sterkbyggðar, hraustar konur, sem geta getið börn. Ég er alltof þungur til að vera atorkumaður, og ég væri ekki heppilegur til barnaframleiðslu. Og hvers vegna ætti þá að vera að láta þau sjá fyr- ir aukagemlingi? Mér iiður miklu betur hérna”. : • ? ■ : „Hvað er þetta byrgi'- spurði Theremon. Sheerin virtist nú fyrst taka eftir Isaac Asimov «- alþýðublaðh>- - stJNNUDftes«&ABntg

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.