Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Qupperneq 21
eftir a8 háfa heyrt talað iim
„Duiarfullu göngin,” sem voru
vinsælasta skemmtiatriðið, fyrsta
mánuðinn eða svo, að minnsta
kosti?”
. „Jú, var ekki eitthvað grugg-
ugt við þau?” •
„Ósköp litið. Það var þaggað
niður. Þessi dularfullu göng voru
reyndar aðeins mílu löng göng,
ljóslaus. Menn voru settir upp í
litla vagna, sem runnu síðan í
myrkri í 15 mínútur. Þetta vár
ýkaflega vinsælt, nteðan það stóð.”
„Vinsælt?”
„Auðvitað. Það er heillandi að
verða hræddur, þegar það er hluti
af leik. Böm fæðast með eðlis-
lægan ótta við þrennt: há hljóð,
fall og ljósley.si. Það. er vegna
þessa,,sem það þykir skemmtilegt
að læðast að einhverjum og gera
honum bylt við. Það er vegna
þessa sem það er svo skemmti-
legt að fara í rútsibananum í Tí-
yólív Qg það yar þetta, sem gerði
DularfuUu Göngin svo vinsæl. —
Fólk kom út úr myrkrinu: skjálf-
andi og hálfdautt af hræðslu, en
það hélt áfram að kaupa sig inn.
„Bíðið við. Nú man ég eftir því.
Einhverjir komu dauðir út, var
það ekki? Það kom. Upp . éinhver
orðrómúr um það, þegar búið var
að loka göngunum.”
, Sálfræðingurinn ræskti sig. —.
„Tveir eða þrír hrukku upp af.
Það var ekki neitt. Þeir borguðu
aðstandendunum og fengu borgar-
stjórnina í Jonglor til að skipta
sér ekkert af því. Ef hjart-
veikt fólk vildi endilega fara inn
í göngin, sögðu þeir, gerði þáð
það á eigin ábyrgð, og auk þess
skyldi þetta ekki endurtaka sig.
Svo létu þeir lækni vera við inn-
ganginn og hann skoðaði alla, sem
fóru inn. Þá fyrst voru miðarnir
beinlínis rifnir út.”
„Og hvað þá?”
„En það var svolítið meira. Fólk
kom stundum út alveg eðlilegt,
nema hvað það neitaði að fara inn
í hús, öil hús: hallir og íbúðar-
hús, hreysi, kofa og tjöld.”
• Theremon brá. „Þér eigið við að
það hafi ekki viljað fara inn imd-
ir þak. Hvar svaf þetta fólk?“
„ÚU.”
Einar gamli í Rauðhúsum
þótti nokkuð ýkinn meí köfl-
um. Eitt sinn sagðist hann hafa
farið á rjúpnaveiðar, en gleymt
!, að taka, með.sér 'högl. En þá
var hann svo heppinn, að finna
eitt á jörðinni, og með því
skaut hann allan daginn, tók
það jafnóðum úr rjúpunum,
sem hann veiddi. Þegar kvöld-
áði var haglið líka orðið svo
lítið, að það var ekki hægt að
eygja það með berum augum.
% — ★ —
Enskur lávarður, sem var
enginn prestavinur, var eitt
sinn í veizlu með fjölda presta.
Undir borðum hvíslaði hann
að sessunaut sínum, að hann
vildj veðja um, að af tíu prest-
um hefði enginn á sér bæna-
bók. Þeir véðjuðu, létust þrátta
og komu svo tali sínu; að til-
efni varð til þeás að biðja um
bænabók til þess að slá upp
deiluatriðinu. En engin kom
bænabókin. Þá bauð lávarður-
inn sessimaut sínum annað
veðmál og hélt því fram, að af
tíu prestum myndu sex hafa á
sér tappatogara. Hinn tók því,
og síðan var þjóni gert við-
vart um, hvað til stæði. Hann
kom inn með flösku af rauð-
víni og brotinn tappatogara
og mæltist til þess við gest-
ina að þeir léðu sér tappa-
togara. Hver einasti af prest-
unum fór þá í vasa sinn og
dró þetta nytsemdaráhald fram.
— ★ —
Konráð Gíslason sagði eitt
sinn við Magnús Eiríksson, sem
lengi var í Kaupmannahöfn
og kallaður var „frater”:
— Eg gekk í gærkvöldi í
Litaragötu, og sá þar í glugga
fallega og brosleita stúlku. —
Datt mér þá í hug, sem Hall-
grímur Pétursson segir í sálmi
eínum: „Þegar þig freisting
fellur á, forðastu einn að
Vera þá.” Eg fylgdl ráðum
hans og fór inn til stúlkunnar.
Magnús svaraði: — Já, frat-
er, ég held, að Hallgrímur hafi
pú ekki meint þetta svona.
I „Þéir .hefðu átt að þröngva því
inn." : : r'. ; '
n,Það var gert. Og þá urðu þess-
ar. manneskjur óðar og slógu
höfðinu við næsta vegg. Inni var
ekki hægt að halda þeim nema
í spennitreyju og með þvl að gefa
þeim morfínsprautu.”
„Fólkið hefur verið vitskert.”
„Það var einmitt vitskert. Einn
af hverjum tíu, sem fóru inn í
göngin, kom vitskertur út. Það var
kallað á sálfræðinga, og við gerð-
úm það eina, sem hægt var að
gera. Við lokuðum göngunum.” —
Hann rétti úr höndunum.
„Hvað var að þessu fólki?"
spurði Theremon að lokum.
„Þéssir vesalingar gátu ekki
sigrazt á þeirri innilokunarkennd,
sem kom yfir þá í myrkrinu. —
Fimmtán mínútur án ljóss eru
langur tími. Þér reynduð aðeins
tvær eða þrjár mínútur, og mér
virtist þér taka það nærri yður.
Fólkið í göngunum fékk innilok-
unarkennd. Ótti þeirra við myrk-
ur og innilokun var dreginn fram
og fæst ekki til að hverfa. Þessi
áhrif hafa fimmtán mínútur í
myrkri.”
Það varð löng þögn. Smám sam-
an komu hrukkur í enni Therem-
ons. „Eg trúi því ekki, að það sé
svona slæmt.”
„Þér viljið ekki trúa þvi, eigið
þér við,” sagði Sheerin. „Þér er-
uð hræddur við að trúa því. Lítið
út um gluggann.”
Theremon gerði það og sálfræð-
ingurinn hélt áfram án þess að
þagna: „ímyndið yður Myrkur —
alls staðar. Ekkert ljós svo langt
sem augað sér. Allt er svart, hús-
in, trén, akrarnir, jörðin, himin-
inn, allt svart. Og stjörnur yfir
öllu saman, hvað sem þær kunna
að vera. Getið þér gert yður
þet.ta í hugarlund?”
„Já, ég get það,” svaraði The-
remon.
Sheerin sló hnefanum I borðið:
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÖ 53