Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Side 2

Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Side 2
VÍSUR ÞORHALLS VBÐIMANNS Hafa kváðu mig meiðir malmþings, er kom eg hing'að, mér samir láð fyr lýðum lasta, drykk inn bazta. Bílds hattar verður byttu beiði-Týr að reiða. Heldur svo krýp eg at keldu. Kom-at vín á grön mína. Förum aftur, þar er órir eru, sandhimins, landar, látum kenni-Val kanna knarrar skeið in breiðu, meðan bilstyggvir byggva bellendur og hval vella Laufa veðurs, þeir er leyfa t, lönd, á Fuðuströndum. Eiríks saga rauða. >f KEIR eru sí og æ á dagskrá, til “umtals, Eiríkur rauði og Leifur heppni. Varð ekki síðast í haust eitthvert þrusk út af réttri minn- ingu Leifs vestan hafs, og líka hér heima? En síðasta dæmi um áhugann erlendis á sæförum og landfundum íslendinga til forna er ensk almenningsútgáfa land- fundasagnanna, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, í nýrri þýðingu Magnúsar Magnússonar og Hermanns Pálssonar, hin snyrtilegasta bók með ítarlegum inngangi um fræði sagnanna. (The Vinland Sagras. The Norse Dis- covery of America. Penguin Books 1965.) Eru nú sögumar tiltækar á heimsmáli hverjum sem giraist að lesa; en slík útgáfa sem þessi nær til margfalt stærri lesenda- hóps en fyrri, fræðilegar útgáfur sagnanna. Fornleifaleit og rannsókn dr. Helge Ingstads á Nýfundnalandi, sem sætt hefur mikilli eftirtekt og umtali, verður náttúrlega til að kynda undir þennan áhuga; sú tilhugsun er ævinlega jafn heill- andi að loks verði færðar endan- Iegar sönnur á frásagnir binna forau rita. Ætla sumir me'ð Ing- stad sjálíum að hann hafi fundið raunverulegar vistarminjar nor- rænna manna, jafnvel sjálfar Leifs búðir á Vínlandi; aðrir eru tor- tryggnari og flíka jafnvel þeirri hugmynd, að fundur hans sé ekki nema hvalveiðistöð frá 16du öld. Allir bíða með forvitni eftir tryggilegum niðurstöðum af rann- sókn hans. En hvað sem verður um þær, ber enginn við að efast' um sannleikskjarna sagnanna: sannfræði þeirra í meginatriðum er löngu viðurkennd ai' öllum dómbærum aðiljum. Það er svo annað mál, hverju þessi „kjarni” skiptir sögurnar sjálfar; erindi þeirra er alls ekki að „sanna” til- vjst framandi og fjarlægra landa; þau sannindi eru sögunum sjálf- sögð. Þær greina í staðinn frá fólki í harðræðum og á firnindum, afrekum fólks, giftu þess og giftu- 274 SUNNTOACSKUD » /

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.